Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Innlendar fréttir vil Helgarblað DV Olíufélögin segjast þegar hafa slegið af bensínverði upp á hálfan milljarð á árinu: Takmörk fyrir því sem við getum gert - segir forstjóri Olíufélagsins - ríkisstjórnin væntanlega með kærkomið útspil Lækka vörugjald Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja fram frumvarp um aö vöru- gjald af bensíni verði lækkað tíma- bundið til að vemda rauða strikið svokallaða. Að óbreyttu stefnir i að bensínhækkun geti orðið 4 til 6 kr. um mánaðamótin. Á móti gæti ríkið lækkað vörugjaldið af hverjum litra um 3 til 4 kr. Vextir lækka Tilkynnt var um 0,5% lækkun stýrivaxta á ársfundi Seðlabankans á þriðjudag. Forsætisráðherra segir þetta tryggja mjúka lendingu í efna- hagsmálum - og framkvæmdastjóri ASÍ fagnar. Bankastjóri Landsbank- ans segir þessa ákvörðun Seðla- bankans hafa verið skynsamlega og býst við frekari lækkun vaxta. Amfetamín í lagi? Sú fáheyrða staða er komin upp í réttargæslukerfinu að uppgötvast hefur að frá því í júni á síðasta ári hefur láðst að sérmerkja amfetamín með svokallaðri b-merkingu. Hún gefur amfetamíni sérstöðu meðal annarra lyfja á þann hátt að refsi- vert sé að flytja efnið inn án leyfis og í öðm skyni en til lækninga. Mál þetta hefur vakið efasemdir hjá meðal annars lögreglu um hvort innflutningur og notkun am- fetamíns hafi því verið refsiverður á þessum tíma. Hnakkadramb og lambakjöt Taka verður í hnakkadrambið á þeim útflytj- endum lamba- kjöts sem bera ábyrgð á því að henda þurfti nokkrum tonn- um kjöts sem átti að fara á markað í ESB-löndunum. Þetta er mat Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðhema sem sagði þetta þegar mál- ið kom til umræðu á Alþingi. For- maður Bændasamtakanna óttast um innanlandsmarkað lambakjöts. Framkvæmdastjóri Norðlenska seg- ir íslenska sláturleyfishafa til- neydda til útflutnings á kjöti - og vill losna við söluskylduna. Sprengjukona í steininn íslensk kona, sem kom með þotu Flugleiða til Minneapolis á sunnu- dagskvöldið, brá fyrir sig gaman- málum við tollverði í flugstöðinni þar. Hún sagði að sprengja væri í skónum sem hún var í. Sú yfirlýs- ing var tekin trúanleg og konunni stungiö í steininn. „Þetta er enn eitt dæmið um að fólk á að tala varlega í flugstöðvum," sagði Guðjón Arn- grímsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Dætur í vinnuna Dætur starfs- manna víða um land fóru með for- eldrum sínum í vinnuna á þriðju- dag í nafni Auðar í krafti kvenna. Lögreglustöðin í Reykjavík var þar engin undantekn- ing. „Við erum að reyna að fá stelp- ur til að hugsa um atvinnusköpun og tilgang fyrirtækja," segir Þorbjörg Vigfúsdóttir, sem stýrði þessu átaki, um tilgang þess. Illdeilur í Hveragerði Illdeilur eru meðal sjálfstæðis- manna í Hveragerði vegna ágrein- ings um hvað gera skuli við lóðina Fagrahvammstún. Formaður bæjar- ráðs vill kaupa lóðina undir eigin garðyrkjustarfsemi en hluti íbúa, með Knút Bruun bæjarfulltrúa fremstan í flokki, vill að íbúðabyggð rísi á lóðinni. Ásakanir um spill- ingu og hagsmunapot hafa gengið í málinu. Eins og DV greindi frá í gær eru miklar líkur á að ríkisstjóm- in muni leggja fram frumvarp um að vörugjald af bensini verði lækkað timabundið til að vemda rauða strikið svokallaða. Að óbreyttu stefndi í að bensín- hækkun gæti orðið 4-6 krónur um mánaðamótin en ríkið á drjúgan þátt í verði hvers bens- ínlítra. Hugmyndir eru innan íjármálaráðuneytisins um að lækka almenna vörugjaldið úr 10 krónum og 50 aurum á hvem lítra um 3-4 krónur samkvæmt upplýsingum DV úr fjármála- ráðuneytinu. Með því mýndi rík- ið missa verulegan spón úr aski sínum því hver króna í bensín- verði jaftigildir um 200 milljón- um króna árlega. „Því er ekki að leyna að þetta er til skoðunar," sagði Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, í samtali við DV í gær. Hraðar hendur Ljóst er að menn þurfa að hafa hraðar hendur í fjármálaráðu- neytinu og á þingi í kjölfarið þar sem semja þarf nýtt frumvarp um málið. Taliö er að einungis verði um tímabundna ákvörðun að ræða. Hækkun á heimsmark- aðsverði sé árstíðabundin og í ljósi mikilvægis þess að halda friði á atvinnumarkaði nú og tryggja stöðugleika sé rétt að bregðast við með þessum hætti. Lagabreytingin sjálf getur að líkindum ekki orðið fyrr en eftir mánaðamót. Olíufélögin gert sitt Talsmenn efnahagslífsins hafa lýst áhyggjum vegna málsins að óbreyttu og hafa forvarsmenn ASl átt viðræður við bæði ríki og olíufélögin um hvort þau geti ekki gripið til að- gerða. Áður en þessar hugmyndir um útspil ríkisstjórnarinnar komu fram ræddi DV við ýmsa aðila um þá vá sem steðjaði að rauða strikinu vegna fyrirhugaðrar stórhækkunar á elds- neyti og spurði m.a. Hjörleif Jakobs- son, forstjóra Olíufélagsins Esso, hvort röðin væri ekki komin að olíu- félögunum, ekki síst vegna ágætrar af- komu þeirra í fyrra. Hjörleifur benti á að Oliufélagið hefði lagt sitt af mörk- um það sem af væri ársins. Sem dæmi hefði bensínverð átt 1. janúar sl. að Droplnn dýri Efstjórnvöld samþykkja frumvarp um lækkun vörugjalds á bensíni þurfa íslendingar ekki að óttast 6 króna bensínhækkun um mánaðamótin. Nógu dýr er dropinn fyrir, eða þrefalt dýrari en í Bandaríkjunum. Björn Þorláksson blaöamaður lækka um 1 krónu og 65 aura hérlend- is miðað við gengi og heimsmarkaðs- verð en verölækkunin hefði oröið 2 krónur. 1. febrúar sl. hefði verðið átt að hækka um rúma krónu en þá hefði verðið staðið í stað. í mars hefði verð- ið átt að lækka um 25 aura en hafi al- mennt lækkað um eina krónu. Miðað Ættarmót í vændum? Stendur til að koma saman í sumar? Á Úifijótsvatni er mjöggóð aðstaða fýrir allar stcerðir hópa til styttri eða lengri dvala. Frábcert tjaldstceði fyrir allargerðir tjaida og tjaidvagna, fjöibreytt leiktceki fýrir börnin, stór útigrill og 220 fermetra risatjald. ------------------------------------ , Leitið upplýsinga ísíma 894 2074 ÚTILÍFSMIÐSTÖÐ SKÁTA'' eða www.scout.is/ulfljotsvatn úlfljótsvatni >xV við heildarsölu á ársgrundvelli hafi því íslenski olíumarkaðurinn tekið á sig afloll miðað við heimsmarkaðs- verð og gengi sem nemi rúmum 400 miUjónum króna á bensínmarkaði og nálægt 80 milljónum króna í dísilolíu. Framlög olíufélaganna séu því nálægt hálfum milljarði á fyrstu þremur mánuðum ársins sem sé há fjárhæð miðað við framlegð markaðarins á ársgrundvelli. „Það er Olíufélaginu mikið hags- munamál að rauðu strikin haldi en það eru takmörk fyrir því sem við get- um gert. Við munum skoða málið vel yfir páskana,“ segir Hjörleifur. Engin sérstök gjafmildi Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, er ekki alveg sammála Hjörleifi um þessa „gjafmildi" olíufé- laganna undanfarið. Hann bendir á að álagningarhlutfall olíufélaganna hafi hækkað verulega um mitt síðasta ár umfram meðalálagningu síðusta miss- era og olíufélögin hafi virst vera að mæta óhagstæðri gengisþróun með þeim breytingum. Nú sé komið jafn- vægi á markaðinn og því sé eðlilegt að þeir hafi snúið blaðinu við. „Verðið hélst óbreytt í febrúar og þá hefði ver- ið lag til verðbreytinga upp á við. Ef viðmiðunarpunkturinn er þessi hækkun á álagningu síðasta árs kann svo að vera en ef við tökum meðal- talsálagningu síðustu ára sjáum við ekki þessum orðum þeirra staö,“ seg- ir Runólfur. Með hæstu álögum Ónafngreindur háttsettur starfs- maður eins olíufélagsins taldi það ekki sanngjarna nálgun að gera olíu- félögin ábyrg fyrir rauðu strikunum um mánaðamótin. Vitaskuld ætti rík- ið að slá af sköttum á bensíni á þess- um viðkvæmu tímum. Runólfur Ólafsson segir álagningu ríkisins hafa verið með því hæsta sem menn þekki í heimin- um í verðmyndun hvers bensín- lítra. Bretar og Norðmenn hafi verið í flokki með okkur en alla jafna sé mun minni skattheimta af eldsneyti en hérlendis. Run- ólfur er sáttur við þann skerf sem fari til vegagerðar i landinu en þar með sé ánægja hans með skattana upptalin. Kostar 13 krónur Ef verðmyndun bensínlítra er skoðuð og miðað við 91,20 kr. verð á útseldan lltra af 95 okt- ana bensini með afgreiðslu kem- ur í ljós að strípað heimsmark- aðsverð er um þessar mundir um 13 krónur; allt hitt er álögur. Föst krónutala er innheimt í formi vörugjalds sem er 10 krón- ur á hvern lítra. Síðan leggst 65 aura flutningsjöfnunargjald á dropann, bensingjaldið eða vegaskattm'inn er fóst upphæð, 28 krónur og 60 aurar. Virðis- auki er tæpar 18 krónur miðað við útsöluverðið nú. Eftir stend- ur að 57 krónur og 70 aurar eru skattar af verði 91 krónu bensín- lítra. Vörugjaldið er almenn skattheimta og telur Runólfur hægt að klípa af því. Væri skelfilegt Gylfi Arnbjömsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði við DV skömmu áður en upplýsingar bárust um að lækkun vörugjalds væri til skoðunar hjá ríkinu að það væri skelfilegt ef verðhækk- anir á eldsneyti myndu stefna rauða strikinu í hættu. Þess vegna teldi ASÍ eðlilegt að ríkis- stjómin skoðaði það mjög gaum- gæfilega hvort hún gæti hlaupið tíma- bundið undir bagga. Hluti hækkunar- innar á heimsmarkaði væri vegna timabundinnar óvissu. Bandaríkja- menn hefðu verið dálítið „aggressífir" gagnvart íran og fleiri þjóðum og sú staða hefði áhrif á bensinverð. „Það væri langeinfaldast að gera þetta í gegnum vörugjaldið og við höfum komið því á framfæri við stjómvöld hvort ekki sé tímabært að aðhafast núna,“ segir Gylfi. Hann sagði ASÍ hins vegar aldrei hafa skrifað undir aðferðafræði olíufé- laganna varðandi verðlagningu á bensíni en miðað við hana sé rétt að olíufélögin hafi undanfarið ekki farið fram með breytingar í samræmi við fyrri vinnubrögð þeirra. Gylfi tekur undir orð Runólfs um að einsýnt, sé sbr. afkomu olíufélaganna í fyrra, að þá hafi félögin hækkað álagningu um- talsvert. „Það er því ekki þannig að ol- íufélögin eigi einhverjar stórar fjár- hæðir inni,“ segir Gylfi. Þrefalt lægra hjá Könum íslendingar hafa löngum rennt öf- undaraugum til Bandaríkjamanna en þar er lítrinn á bensíni nú undir 30 krónum. Ef handahófskenndar stikkprufur eru teknar um saman- burðarlönd kemur í ljós að íslending- ar greiða þó ekki hæst verð allra þjóða fyrir bensín. Þannig sýnir sam- anburður frá janúar sl. að Bretar borguðu 116 krónur fyrir 95 oktan, Finnar 100 krónur, Norðmenn 97, Hol- lendingar 95, Danir 95 og við 92. Ef haldið er alla leið til Spánar var verð- ið þar 66 krónur og 50 hver lítri. DV spurði Valgerði Sverrisdóttur, viðskipta- og iðnaðarráðherra, út í málið en hún sagðist ekki vera skatta- málaráðherra og vildi ekki tjá sig nánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.