Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 38
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 I>V Helgarblað A fullri ferö. Púörið er alveg sérstakt fyrirbæri og fátt gleöur jeppamenn meira en fleygiferð eftir snjóbreiöunni. 69 ára á árinu. Vigfus var á 38 tomma Musso í ferðinni og er það fyrsti full- breytti jeppinn sem hann eignast. Hann átti reyndar 33 tomma Musso á undan þessum. „Mér fannst ómögulegt að hafa ekkert til að geta farið á eftir þessum stóru köllum svo að ég réðst í að fá mér þennan 38 tomma bil,“ sagði Vigfus sem gaf yngri mönnunum ekk- ert eftir í ferðinni. „Ég byrjaði að keyra Willys-jeppa þegar ég var strák- ur i sveitinni og svo átti ég jeppa þeg- ar ég var læknir f sveitinni," sagði Vig- fus sem var héraðslæknir í Vik i Mýr- dal i 20 ár. „Maður var ekki á svona túttum þá eins og núna. Ég eignaðist fyrsta stóra Land Cruiserinn sem kom til landsins 1971. Sá bíll var alveg óbreyttur. Þá tíðkaðist ekki að breyta jeppum. Á þeim bíl fór ég í ferðir inn á Fjallabak á sumrin en annars notaði ég jeppann í vitjanir. Þetta var bara vinnubíllinn minn. Ég hef ekki farið mikið í svona vetrarferðir en nokkrum sinnum þó. Mér fmnst mjög gaman að þessu en hef aldrei lent i svona mikl- um snjó og hrið eins og var í dag,“ seg- ir Vigfús. „Við förum alltaf nokkrir fé- lagamir á fjöll á haustin áður en fer að snjóa, höfúm gert það frá því 1995. Það er ekki jeppamennska, bara ferðalag sem þarf jeppa í. Við erum að skoða svona ýmsa staði og köllum okkur Fræðafélagið.“ Aðspurður um ástæður fyrir þátttöku sinni í ferðinni segir Vigfús: „Ætli það sé ekki bara bíladell- an sem heillar við þetta. Þú sérð hvað þeir hafa gaman af þessu brasi, þessir menn, mest gaman ef einhver festir sig. Ég hef ekki lent áður í neinum sér- stökum svaðilfórum í jeppaferðum. Maður lenti náttúrlega í ófærð í sveit- inni í gamla daga. Þá var maður nú bara á venjulegum óbreyttum jeppum á, hvað kalla þeir það, geisladiskum. Ég er að vonast til að komast á eftir- laun sem ailra fyrst, þá get ég farið að leika mér í alvöru," sagði Vigfús að lokum. Heimleiðinni breytt Upphaflega hafði verið áætlað að aka norður á Hveravelli á sunnudegin- um og síðan suður hrygg Langjökuls til baka en á laugardeginum fréttist af mikilli ófærð á jöklinum svo að ákveð- ið var að aka svonefnda Klakksleið til byggða. í upphafi ferðarinnar var færðin mjög þung og sóttist seint enda yfir hæðótt landslag að fara. Ekki flýtti það fyrir að Ármann Rúnar Sigurðs- son hafði brotið framdrifið í L200 pall- bílnum sínum og þurftu aðrir að draga hann. Stundum þurfti jafnvel að láta tvo jeppa um dráttinn. Stuttu eftir að lagt var af stað grillaðist kúpling í ein- um Patrol-jeppanna og var hann skil- inn eftir. Teknir voru GPS-punktar á bíinum svo að hann fyndist aftur en leiðangur skyldi gerður út í vikunni til að fara og gera við bílinn og koma hon- um til byggða. Áð var við Klakk en færðin tók að batna þegar sunnar kom og sóttist ferðin þá betur. Gljúfurleitarleið Hægt er að fara margar leiðir í Setr- ið og ein þeirra er svokölluð Gljúfúr- leitarleið. Þá er farið upp hjá Búrfelli, upp á Sandafell um Gljúfúrleit við Föstudaginn 15. mars kl. 18.30 lögðu hátt í 80 manns, á 30 jeppum, af stað i jeppaferð frá Bílabúð Benna. Þar voru á ferð félagar í Ferða- klúbbnum 4x4 sem hugðust fara í þriggja daga ferð inn í Setur, fjalla- skála Ferðaklúbbsins, sem stendur við Þverfell undir Hofsjökli. Ferð þessi var samvinnuverkefni Ferða- klúbbsins og Bílabúðar Benna og hugsuð fyrir menn sem ekki höfðu mjög mikla reynslu af fjallaferðum. Tóti leiðangursstjóri Leiðangursstjóri í ferðinni var Þór- arinn Guðmundsson, Tóti, einn af reyndustu jeppamönnum landsins sem hefúr þróast með jeppamennskunni frá grunni í 22 ár. Hann er stofnfélagi Feröaklúbbsins og fyrrum formaður hans. Tóti var vel akandi á Chevrolet Blazer sem fluttur var inn frá Flórída. Upprunalega var Blazerinn framdrifs- laus en Tóti setti Dana 60 hásingu und- ir hann að aftan og sérsmíðaða Dana 44 að framan. I jeppanum er 440 kúbíktommu Chrysler-vél með fjög- urra gíra trukkagírkassa. I bílnum er einnig New Process 205 millikassi sem er svo sterkur að það er hægt að keyra bílinn allan daginn undir álagi án þess að skemma hann, að sögn Tóta. Að aft- an er loftpúðafjöðrun undir Blazemum og gormar að framan. „Ég hefði gjam- an viljað hafa fimm gíra kassa og þaö væri allt í lagi að prófa sjálfskiptingu í þessum bíl vegna þess að mótorinn er svo stór,“ segir Tóti og bætir við: „Ég hef alltaf átt stóra ameríska bíla með stórum mótorum og í seinni tíð á 44 tomma dekkjum. Þetta er svolítið meira en ferðamennska hjá mér. Þetta er líka sport. Maður sameinar leikara- skap og ferðamennsku. Þá vill maður hafa stór dekk og stóra vél.“ 38 tomma skilyrði Ferðin gekk vel í fyrstu. Þegar kom- ið var inn á Kjalveg, ofan við Gullfoss, var nokkur aurbleyta á veginum en fljótlega var allt frosið. Byijað var að hleypa úr dekkjum jeppanna til að gera þá mýkri í akstri en skilyrði fyr- * ir þátttöku í þessari ferð var að jepp- amir væra á a.m.k. 38 tomma dekkj- um. Reyndar var ein undantekning gerð frá því en það var lítill og léttur Suzuki-jeppi á 33 tomma dekkjum. Það sýndi sig reyndar að Súkkan var á mörkunum að vera gjaldgeng í þessa ferð. Festist hún oft en ef 35 tomma dekk hefðu verið undir henni hefði Klakabrot /s og klaki brotinn af undirvagni bíianna svo aö ekkert skemmist þegar ekiö er afstaö eftir frostþunga nóttina. Kalll í skriögír Hér er Karl Sigurjónsson búinn aö setja Land Cruiserinn i skriögírinn upp brekku og stígur út á stigbrettiö til að fylgjast meö feröafélögunum meöan jeppin mjakast upp brekkuna. ferðin reynst henni auðveld. Snjór- tnn jókst eftir því sem norðar dró og ferðalangamir minnkuðu loftþrýst- inginn í dekkjunum eftir því sem færðin þyngdist. í fyrstu var veðrið stillt og himininn heiðskir. Við Fremriskúta, austan Hvítárvatns, stóðu menn úti á skyrtunni meðan hleypt var úr dekkjum. Ófærð í Kisubotnum Beygt var af Kjalvegi inn á Kerling- uðu steikumar hjá Ómari enda flestir orðnir vel svangir eftir erfiði dagsins. Um kvöldið skemmti fólk sér við spila- mennsku og samræður um jeppa, ferðalög og svaðilfarir en snemma var gengið til náða enda erfið ferð fyrir höndum til byggða daginn eftir. Héraðslæknirinn Elsti ökumaðurinn í ferðinni var Vigfús Magnússon læknir sem starfar hjá Tryggingastofnun en hann verður DV-MYNDIR JAK Patti í læk Fjórir jeppanna í feröinni festu sig illilega þegar snjóbrú yfir heitan iæk undir Ólafsfelli lét undan þunga þeirra. Þá þurfti aö fara aö moka, tjakka, draga og spila til aö ná þeim upp. arfjallaleið og var færðin þar farin að þyngjast töluvert. Hvesst hafði og byrj- að að snjóa svo að hraðinn fór að minnka. Vom sumir jeppanna famir að festa sig og þeir stærri höfðu í nógu að snúast við að draga þá upp. Þá vom einnig allbrattar brekkur á leiðinni sem mörgum reyndist erfitt að komast upp. Færðin norður fyrir Kerlingar- fjöU og um Kisubotna var torsótt en þó komust allir að lokum í Setrið. Síðasti jeppinn kom þangað kl. 4.30 eftir 10 tima ferð. Á laugardaginn hugðist hóp- urinn halda rnn í Nautöldur og kikja þar á heitar laugar sem hægt væri að baða sig í. Færið var létt en laus púö- ursnjór upp í stuðara á jeppunum. MikÚl skafrenningur var af Hofsjökli og skyggnið þvi stundum lítið. Ekki fúndust laugamar en lækimir sem renna úr þeim komu í leitimar þegar snjóbrýr sem höfðu myndast yfir þeim hrundu undan nokkrum jeppanna. Fór nokkur timi í að ná þeim upp en að því loknu var ákveðið að halda til baka. Ekið var inn í Blautukvíslagljúfúr þar sem ferðalangamir spreyttu sig á ófærðarakstri um hrfð en að því loknu var haldið aftur í Setrið. Benni Benedikt Eyjólfsson minnkar loftþrýstinginn í Mussonum þegar færöin tekur aö þyngjast. Veisluhöld í Setrinu Um kvöldið bauð Benedikt Eyjólfs- son í Bílabúð Benna upp á kvöldverð og hafði hann fengið Ómar Grétarsson í Gallery kjöt til að sjá um veisluna. Fyrirhugað var aö grilla bláberjalegna svínakjötið sem tekið var með í ferð- ina. Byijað var að leita að grillinu sem var fennt í kaf og frosið niður. Grillið fannst en hætt var við útigrilliö þegar búið var að grafa griilgrindina upp enda var 15 stiga frost og skafbylur úti. Hætt er við að Ómari hefði kólnað við að grilia ofan í 80 manns og því var bmgðið á það ráð að steikja kjötið inni í skálanum á gaseldavélum sem þar em. Tóku allir vel til matar síns og lof- Þegar snjóalög minnkuöu á heimleiöinni var fariö og dælt meira lofti í hjól- baröana. Þaö er Svava Jónsdóttir sem dælir hér í dekkin undir Patrolnum sínum. JePPaferð í Setrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.