Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 44
52 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 íslendingaþættir_______________________________________________________________________________________________________r>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli Skírdag, fimmtudaginn 28. mars 80 ára_________________________________ Hulda Karlsdóttlr, Miðvangi 22, Egilsstöðum. 75 ára_________________________________ Halldór Slgurgeirsson, Álfheimum 60, Reykjavík. Sverrir Gunnarsson, Laufvangi 15, Hafnarfirði. 70 ára_________________________________ Hörður Svelnsson, Réttarholtsvegi 81, Reykjavík. Jón Ástráður Thorarensen, Hátúni lOa, Reykjavík. Kristinn Eyjóifsson, Vesturbergi 114, Reykjavík. María Waltersdóttir, Hagamel 16, Reykjavlk. Nina Tchernycheva, Álfheimum 42, Reykjavík. Tryggvi Karlsson, Ásbraut 5, Kópavogi. 60 ára_________________________________ Anna Matthildur Axelsdóttir, Þangbakka 10, Reykjavík. Hörður Gunnarsson, Bröttuhllð 1. Akureyri. Magnús Steingrímsson, Framnesvegi 59, Reykjavík. Ragnheiður Björgvinsdóttir, Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum. Þorsteinn Guðbjartsson, Hrísrima 10, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Anna Ragnarsdóttir, Krithóli 2, Varmahlíð. Guðrún Árnadóttir, Reykási 27, Reykjavík. Guðrún Karisdóttlr, Ránargötu 36, Reykjavík. Margrét Vigfúsdóttir, Fannafold 12, Reykjavlk. Óli Þorleifur Óskarsson, Flatey 1, Höfn. Rafn Jónsson, Hraöastöðum 4, Mosfellsbæ. Renate Brigitte Klasen, Heiðarvegi 10, Keflavík. Sigtryggur Ómar Jónsson, Breiðuvík 33, Reykjavík. Vicente Carrasco, Hamratanga 5, Mosfellsbæ. 40 ára_________________________________ Ámý Björg Haltdórsdóttir, Seljalandsvegi 4, ísafirði. Birkir Kristjánsson, Múlalandi 14, ísafirði. Bjarney Margrét Gunnarsdóttir, Hofsvallagötu 57, Reykjavík. Guðríður 0. Kristinsdóttir, Háagerði 43, Reykjavlk. Helen Sjöfn Steinarsdóttir, Álakvlsl 37, Reykjavík. Jóhanna Vélaug Gísladóttir, Heiðargerði 116, Reykjavík. Kjartan Traustason, Stórhóli 41, Húsavík. Kolbrún L. Steingrímsdóttir, Viðarási 21, Reykjavík. Kristín Steingrímsdóttir, Garðbraut 68, Garði. Magnús Valur Pálsson, Skaftahlið 30, Reykjavlk. Margrét Hafsteinsdóttir, Fjallalind 26, Kópavogi. Njáll Runólfsson, Hlíöarbraut 19, Blönduósi. Unnur Cornette Bjarnadóttir, Núpi, Þingeyri. Þóra Kristbjörg Guðmundsdóttir, Steinahliö 3d, Akureyri. Baröi Friðriksson hrl og fyrrv. framkvæmdastjóri samningadeildar VSÍ Barði Friðriksson, hrl. og fyrrv. lögmaður og framkvæmdastjóri samningadeildar VSÍ, Úthlíð 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Barði fæddist að Efri-Hólum í Presthólahreppi í Norður-Þingeyjar- sýslu og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1943, embætt- isprófi í lögfræði frá Hl 1949, öðlaðist hdl.-réttindi 1950 og hrl,- réttindi 1966. Barði var skrifstofumaður hjá 01- íuverslun íslands hf. 1943-47, skrif- stofumaður í dómsmálaráðuneytinu 1947-48, stundakennari í félagsfræði við Kvennaskólann í Reykjavík 1952- 72, erindreki VSÍ 1949-51, full- trúi VSÍ1951-53, skrifstofustjóri VSÍ 1953- 77, framkvæmdastjóri samn- inga- og vinnuréttarsviðs VSÍ 1977-92 og lögmaður VSl 1983-92. Barði sat í stjórn Orators 1946-47, var formaður Stúdentafélags HÍ 1947-48, í stjórn Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar 1950-92, formað- ur Félags Þingeyinga í Reykjavík 1951-59,1 stjórn Landsmálafélagsins Varðar og varaformaður þess 1954- 57, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1955-56, í stjóm eða varastjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna 1959-92, í stjórn Stangaveiði- félags Reykjavíkur 1969-76 og for- maður 1971-76, í atvinnumálanefnd Reykjavíkur 1969-92, í stjórn og framkvæmdastjóm Sambands al- mennu lífeyrissjóðanna 1973-83 og í framkvæmdastjóm 1976-85, í fyrstu stjórn Samtaka aldraðra í Reykjavík 1973-75, varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 1986-88 og sat í stjórn Öldrunarráðs íslands 1994-97, sat í stjóm Sigurplasts hf. 1960-84, var formaður Seifs hf. 1969-85, stjómar- formaður Islenska jámblendifélags- ins 1984-92, í stjórn Samskipa 1992-94 og hefur setið í fjölda opin- berra nefnda af ýmsu tagi. Hann var ritstjóri Vinnuveitandans 1962-79, ritstjóri afmælisblaðs VSÍ 1984 og stjórnaði sjónvarpsþættinum Vitið þér enn? veturinn 1972. Barði var sæmdur gullstjömu Stúdentafélags Reykjavíkur 1957 og er riddari Fálkaorðunnar trá 1982. Fjölskylda Barði kvæntist 15.6. 1946 Þuríði Þorsteinsdóttur, f. 22.6. 1925, fyrrv. safnverði á Kjarvalsstöðum. Hún er dóttir Þorsteins Jóhannessonar, f. 24.3. 1898, d. 17.4. 2001, prófasts í Vatnsfirði við Djúp, og Laufeyjar Tryggvadóttur, f. 16.12.1900, d. 30.12. 1990, húsfreyju. Börn Barða og Þuríðar eru Lauf- ey, f. 2.10.1946, húsmóðir á Seltjam- amesi; Margrét, f. 9.5.1952, sérkenn- ari í Reykjavík; Þorsteinn, f. 11.11. 1953, jarðfræðingur í Reykjavík. Systkini Barða: Halldóra, f. 3.6. 1903, d. 21.10. 1985, skólastjóri á Kópaskeri; Sæmundur, f. 28.6. 1905, d. 3.8. 1977, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Dýrleif, f. 14.10. 1906, d. 1996, ljósmóðir í Reykjavík; Þómý, f. 24.12.1908, d. 18.8.1968, skólastjóri á Hallormsstað; Margrét, f. 11.6. 1910, d. 9.10. 1989, húsfreyja í Kópa- vogi; Kristján, f. 21.7. 1912, d. 26.4. 1980, framkvæmdastjóri í Reykja- vík; Jóhann, f. 21.5. 1914, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Svanhvít, f. 27.9. 1916, skólastjóri á Laugalandi og síðar lektor við KHÍ í Reykjavík; Guðrún Sigríður, f. 29.9. 1918, fyrrv. kennari á Akureyri. Foreldrar Barða vom Friðrik Sæ- mundsson, f. 12.5. 1872, d. 5.10. 1936, b. á Efri-Hólum og víðar, og k.h., Guðrún Halldórsdóttir, f. 12.7. 1882, d. 15.10. 1949, húsfreyja og ljósmóð- ir. Fertugur____________________________ Albert Veron Smith doktor í líffræði hjá fslenskri erfðagreiningu Dr. Albert Vernon Smith, liffræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu, Ásvallagötu 9, Reykjavík, verður fertugur á morg- un, fostudaginn langa. Starfsferill Albert fæddist í Los Angeles í Kalifomíu og ólst þar upp og víðar í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Uni- versity of Califomia í San Diego 1984, BA-prófi í líffræði við sama háskóla 1985 og doktorsprófi í líf- fræði við Massachusetts Institute of Technology í Boston í Bandaríkjun- um 1993. Að loknu doktorsprófi var Albert ráðinn til rannsóknarstarfa í líf- fræði við University of Yale 1993 og stundaði þar rannsóknir til 1998. Þá kom hann til íslands og hefur verið búsettur hér á landi síð- an. Hann hefur stundað lítfræðirannsóknir á rannsóknarstofu ís- lenskrar ertðagreiningar frá 1998. Fjölskylda Systkini Alberts eru Robert Paul Smith, f. 9.2. 1964, verkfræðingur í Seattle í Bandaríkjun- um; MarthaMaud Smith, f. 25.7. 1965, dýralæknir í Boston í Banda- ríkjunum. Foreldrar Alberts: Albert Joseph Smith, f. 19.7. 1931, d. 10.5. 1987, her- maður í bandaríska sjóhemum, var búsettur í Massachusetts í Banda- ríkjunum, og Dorothy Ann Perkin- son, f. 21.6. 1934, bókhaldari i Massachusetts. Ætt Meðal foðursystkina Barða var Torfi, langafi Höskuldar Þráinsson- ar prófessors. Friðrik var sonur Sæ- mundar, b. i Narfastaðseli, Jónsson- ar, b. á Höskuldsstöðum, bróður Jó- hannesar, langafa Salome, fyrrv. al- þingisforseta og Sigurðar ríkisfé- hirðis Þorkelsbama. Annar bróðir Jóns var Sæmundur, afi Valdimars Ásmundssonar ritstjóra, foður Héð- ins, alþm. og forstjóra. Sæmundur var einnig faðir Helgu, langömmu Indriða Indriðasonar ættfræðings og Hrings Jóhannessonar listmál- ara. Jón var sonur Torfa, b. i Holta- koti, Jónssonar, b. á Kálfborgará, Álfa-Þorsteinssonar. Móðir Friðriks var Þómý Jóns- dóttir, b. á Fjöllum, Gottskálksson- ar, b. á Fiöllum, Pálssonar, ættföður Gottskálksættar, fóöur Magnúsar, afa Benedikts Sveinssonar alþm., fóður Bjama forsætisráðherra, foð- ur Bjöms, borgarstjómarframbjóð- anda. Móðir Þómýjar var Ölöf Hrólfsdóttir, b. á Hafralæk, Runólfs- sonar, b. í Kílakoti, Pálssonar, af ætt Hrólfunga. Guðrún var dóttir Halldórs, b. á Syðri-Brekkum á Langanesi, Guð- brandssonar, og Dýrleifar, systur Kristins í Nýhöfn, afa Níelsar Áma Lund alþm. og systur Jóhanns ætt- fræöings. Dýrleif var dóttir Krist- jáns, b. á Leirhöfn á Sléttu, Þor- grímssonar. Móðir Kristjáns var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraun- koti, Helgasonar ættföður Hraun- kotsættar. Barði verður í sumarbústað sínum með fjölskyldunni. Fertugur Ragnar Kristjánsson vélfræðingur í Sandgerði Ragnar Kristjánsson vélfræðingur, Ásabraut 4, Sandgerði, verður fer- tugur á laugardaginn. Starfsferill Ragnar fæddist á Þórs- höfn og ólst þar upp. Hann útskrifaðist sem vélfræðingur 1984. Ragnar hefur starfað sem vélfræðingur frá því hann lauk prófi. Hann var umsjón- armaður með Björgunarskipinu Hannesi Hafstein í nokkur ár, var á Pétri Jónssyni og starfar nú á Helgu RE. Ragnar bjó á Egilsstöðum i fjögur ár og var þá vélstjóri á Ottó Wathne frá Seyðisfirði en hefur síðan búið í Sandgerði. Fjölskylda Ragnar kvæntist 18.10. 1986 Kol- brúnu Marelsdóttur, f. 21.6. 1962, þroskaþjálfa og deildarstjóra í starfs- deild Fjölbrautaskóla Suðumesja. Hún er dótt- ir Marels Andréssonar, og Maríu Ármannsd. Börn Ragnars og Kol- brúnar era Kristján Þór, f. 15.6.1982; María Rán, f. 25.4. 1987; Marel, f. 16.8. 1990; Magnþór Breki, f. 27.10.1998. Bömin era í foreldrahús- um og eru í námi. Systkini Ragnars: Áshildur Krist- jánsdóttir, f. 10.8. 1959, hjúkranar- fræðingur, Reykjavík; Freyr Krist- jánsson, f. 6.3. 1969, verkamaður, Þórshöfn. Foreldrar Ragnars eru Kristján Ragnarsson, f. 27.6. 1930, vélstjóri á Þórshöfn, og k.h., Edda Jóhanns- dóttir, f. 8.8. 1940, verkakona og fóstra. Smáauglýsingar DV A- Allt til alls ' H 550 5000 Fimmtugur Steinar Viktorsson sölustjóri og hljómlistarmaður í Reykjavík Steinar Viktorsson, sölustjóri og hljómlistarmaður, Laufrima 24, Reykjavík, verður fimmtugur á laugardaginn. Starfsferill Steinar fæddist á Siglufirði og ólst þar upp og síðan í Vogunum í Reykja- vík. Hann var í Vogaskóla og lauk einkaflugmannsprófi 1981. Steinar var sölumaður hjá Þ. Þor- grímssyni & Co i ellefu ár, vann við innkaupadeild Hagkaups í þrjú ár, starfrækti Almennu varahlutasöluna fyrir Svein Egilsson hf., var dagskrár- gerðarmaður á útvarpsstöðvum, s.s. Aðalstöðinni, Sígildu FM, Sólinni, Bylgjunni og FM 957, var jafnframt skemmtanastjóri við Hótel Island og vann að markaðsmálum fyrir t.d. Kaupfélag Ámesinga, sá um útihátíð- ina Sumar á Selfossi í nokkur sumur og vann pistla fyrir Umferðarráð. Hann stofhaði fyrirtækið Travelnet.is, ásamt öðrum, 1998, og er þar sölu- stjóri. Steinar á hlut í einkaflugvél og hef- ur stundað flug sl. tuttugu ár. Steinar hefur leikið með ýmsum hljómsveitum frá því á unglingsárun- um, s.s. Bendix, Eilífðinni, Triói Guð- mundar Ingólfssonar og loks með hljómsveitinni Rósinni 1987-93. Hann var í framkvæmdanefnd íslensku tón- listarverðlaunanna í sex ár. Fjölskylda Steinar kvæntist 1973 Jórunni Andreasdóttur, f. 5.10. 1953, skrifstofu- manni. Hún er dóttir Andreasar Guðmunds- sonar, nú látinn, starfs- manni hjá Timburversl- un Áma Jónssonar, bú- settur í Reykjavík, og Bjömdísar Bjamadóttur húsmóður. Synir Steinars og Jórannar eru Viktor Steinarsson, f. 14.9. 1974, nemi við Tölvuháskólann i Reykja- vík og tónlistarmaður, í sambúð með Lindu Kristínu Kjartansdóttur og er sonur þeirra Andri Steinarr; Birgir Öm, f. 17.5.1976, blaðamaður viö Fréttablaðið og tón- listarmaöur, í sambúð meö Lenu Videro. Systkini Steinars eru Ólafur Guðlaugur, f. 9.1. 1949, deildarstjóri hjá Landssímanmn, búsettur á Akureyri; Bergljót, f. 5.11. 1957, framkvæmda- stjóri í Reykjavik; Haf- steinn, f. 13.1.1965, deild- arstjóri hjá Flugleiðum, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Steinars: Viktor Þor- kelsson, f. 25.3. 1923, d. 13.7. 1994, verslunarmaður í Reykjavík, og k.h., Ólöf Anna Ólafsdóttir, f. 6.11. 1929, húsmóðir. Steinar heldur upp á afmælið með fjölskyldu sinni og nánustu vinum í Ásbyrgi á Brodway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.