Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað DV Eg bað alltaf til Drottins um að ég fengi að vera með. Ég vildi fá að boða orð hans en ég vildi ekki gera það nema á þann hátt sem hann vildi. Ég var orðinn sannfærö- ur um að hann ætlaði að senda mig til Afríku eða eitthvað þess háttar. Mér fannst einhvem veginn að ég fengi ekki nógu góðar viðtökur hérna heima. Ég var að reyna að halda samkomur og prédika hans orð en mér fannst ég ekki ná til nógu margra og var orðinn mjög sáttur við að fara úr landi. Svo var ég einn daginn að aka i gamla Cadillacnum mínum eftir Miklu- brautinni, þá hringdi síminn. Þetta var simtal frá kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega, kurteis karlmaður kynnti sig og spurði hvort þetta væri Guðlaugur Lauf- dal. Sá er maðurinn svaraði ég, þá bar hann upp erindi sitt við mig sem var hvort ég vildi taka að mér að vera með vikulegan þátt á sjón- varpsstöðinni. Ég fór á fund þeirra, ræddi við sjónvarpsstjórann Eirik Sigur- bjömsson og fór síðan heim, ég bað til Guðs og var að reyna að átta mig á því hvort þetta væri hans vilji. Þá rifjaðist upp fyrir mér sýn sem ég hafði séð 1992 þegar ég var i biblíu- skóla í Ameríku. Mér hafði birst sýn, þar sem ég sá sjálfan mig á hvíta tjaldinu og þegar Heilagur andi hafði minnt mig á þetta skynj- aði ég viija Guðs og ákvað að segja já og þetta varð símtalið sem breytti lífi mínu.“ Þannig lýsir Guðlaugur Laufdal kristniboði þvi í samtali við DV hvernig Drottinn ætlaði ekki að senda hann til Afríku að sinni held- ur hafði not fyrir hann héma heima. Omega er í þann veginn að stíga út fyrir landsteinana með fagnaðarerindi sitt. „Nú erum við þó að hefja útsend- ingar í gegnum gervihnött inn í Evrópu til að byrja með.“ Guðlaugur hefur vakið athygli með framkomu sinni og tónlistar- túlkun á Omega þar sem hann flyt- ur sjálfsprottin lög og texta Guði til dýrðar og leikur á tólf strengja gít- ar. Syngur fyrir Drottin hvar sem er Guðlaugur var í hljómsveitum á sínum yngri árum og segist alltaf hafa haft gaman af tónlist þótt hann vari við því að öll tónlist önnur en lofgjörðartónlist sé frá Djöflinum komin og á efsta degi mun henni verða varpað í eldsdíkið með Djöfl- inum ásamt öllum fylgjendum hans. Guðlaugur fer ekki alltaf hefð- bundnar leiðir í prédikun sinni. Hann spilar og syngur í sjónvarp- inu í eins konar óæfðu flæði með heilögum anda. Hann hikar ekki við að fara með gítarinn inn á krár og syngja og spila fyrir fólkið og hann hefur komið fram með þekktum hljómsveitum eins og Ný Dönsk á Nasa sem er einn vinsælasti skemmtistaður bæjarins um þessar mundir. „Ég var Guði þakklátur fyrir að hafa ekki verið púaður niður á Nasa, ég hafði eiginlega búið mig undir það en fólkið tók mér mjög vel og strák- arnir í hljómsveitinni voru skemmti- legir og mér góðir. Ég nota hvert tækifæri sem gefst til þess að boða Guðs heilaga orð, ég leita leiðsagnar heilags anda hvort ég sé að gera rétt og hann segir mér það.“ í fótspor Frelsarans á krána Svo segir Guðlaugur mér frá því þegar hann var staddur á Sauðár- króki og það var laugardagskvöld og samkomu hans var lokið og hann stóð einn með gítarinn og sá að fólk streymdi eftir götum bæjarins. Það var að fara á krámar. „Ég spurði Drottin og hann sagði mér að fara inn á krána meðal fólks- ins. Þetta gerði Jesús frelsari okkar lika. Hann dvaldi meðal þeirra ber- syndugu, ekki til að vera með þeim í því sem þau voru að gera heldur til að kenna þeim um Guðs riki og frelsa sálir þeirra. Ég fór á fleiri en eina krá og talaði við fólk um Guð og spilaði og söng. Þannig notar maður hvert tækifæri.“ Prédikarinn - Guðlaugur Laufdal sjónvarpsprédikari talar um baráttuna við holdið og Djöfulinn, sértrúarsöfnuði og samtöl við Frelsarann um Faðirvorið. Heimurinn er að farast Guðlaugur er einn þeirra manna sem hafa játast Drottni og geflð sig honum á vald. Hann talar hiklaust um það hvemig Frelsarinn vitrast honum og heilagur andi talar í gegnum hann og leiðbeinir honum. Hann leggur mjög ríka áherslu á að maðurinn þurfi að endurfæðast og í rauninni þurfi hið gamla að deyja til þess að fæðast aftur í trúnni. Hann liggur ekkert á þeirri skoðun sinni að heimurinn eins og við þekkjum hann nálgast endalok sín og þá mun allt veldi Djöfulsins líða undir lok og aðeins þeir sem gengið hafi inn í örkina sem er Jesús Kristur muni hólpnir verða. „Nú er síðasta tímabilið áður en Jesús Kristur kemur," segir Guð- laugur. „Þetta er brúðartímabilið, brúð- urin helgast út úr kirkju Krists, við erum brúður sem væntir komu brúðguma síns. Jesús segir í Jó- hannesi 9:4: Oss ber að vinna verk þess sem sendi mig meðan dagur er. Það kemur nótt þegar enginn getur unnið. Þá er náðartími Guðs gagn- vart syndaranum búinn og enginn getur frelsast lengur. Þá er of seint að iðrast, þú hefur þá misst af hjálp- ræðinu. Eins og var á dögum Nóa. Nói var hjálpræðismaður síns tíma, lýðnum stóð til boða að ganga um borð í örkina en vildi ekki. Þeir sögðu; Nói er klikkaður, og gerðu grín að öllu saman. Kannski segir þú: Guðlaugur er klikkaður og hans líkir en ég segi þér: Dagurinn kem- ur. Vertu tilbúinn." Baráttan vid holdið Guðlaugur segist ekki efast um að koma Frelsarans sé í nánd. Um það séu allir biblíufróðir menn heims- ins sannfærðir um. Auðvelt sé að lesa í samtímann sem einkennist að sögn Guðlaugs af ísrael, klukku Guðs. „Syndin er böl mannsins, menn þurfa að sigra syndina sem liggur í holdinu, Guðs orð segir holdsins verk vera augljós. Þau eru frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoða- dýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingimi, ofdrykkja, svall, kynvilla og græðgi. Engir munu bjargast nema þeir sem vilja iðrast, beygja hné sín fyrir Drottni og játast undir vald hans og gefa honum líf sitt.“ Guðlaugur viðurkennir að þeir séu fáir. „Syndin liggur í holdinu. Þetta er stöðug barátta góðs og ills, menn eru í stöðugu sambandi ýmist við ljósið eða myrkrið og við verðum alltaf að leita leiðsagnar heilags anda í kærleika, ef við hrösum þá biðjum við Frelsarann að fyrirgefa okkur og reynum betur. Allur boðskapur nútímans inni- heldur andlegt innihald, annað- hvort anda lífs eða dauða, Boðskap- ur heimsins færir þér andlegan dauða sem leiðir til óhamingju, ein- manaleika, tilgangsleysi, lífsleiða og reiði. Fólk reynir að fmna sér gleði í dauðlegu ástandi sínu meö því að taka þátt í athöfnum heimsins og vímuefnum og með því að tyggja og sjúga þá dauðlegu fæðu sem heim- urinn hefur upp á að bjóða en síðan tekur tómleikinn aftur við. Þegar árin liða hefur fólk ekkert gaman af þessu lengur, segir að þetta sé til- gangsleysi og vitleysa. Meira að segja ungt fólk tekur líf sitt af því að því finnst lífið tilgangslaust og öm- urlegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.