Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 42
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 í DV-Sport Snocrossinu fer fram við Skautahöllina laugardaginn 30. mars kl. 14:00 Æfirigar byrja kl: 11:30 og keppnin kl: 14:00 Kynning á keppendum ^ verður í Skautahöllinni föstudaginn 29. mars kl. 22:00 Margt skemmtilegt í boði ásamt léttum veitingum frá Carlsberg Aðgangseyrir á keppnina er 1000 kr. fyrir 12 ára og eldri mk —' SPOKTFSMMR www.sporttours.is iH VERKTAKAR FLUCfílAC ÍSLANDS } A iS, §0$ ATHYGU jmn PJ r TediGmyndir jHMSport r.siomu.dmok Jft .ÍSÍ.ÍÍfc? GREiriNN jmmm xJ&jMjij yamaha hcixnx Helgarblað DV Amber-skákmótið í Mónakó: Slök frammistaða Kramniks í Mónakó, í stærsta spilavítinu og því virðulegasta, er teflt svokallað Am- ber-skákmót sem haldið er árlega, en það heldur auðkýfmgur einn til minn- ingar um látna tónelska dóttur sína, Amber. Þar eru tefldar atskákir og blindskákir og hefur mót þetta vakið mikla athygli á undaníornum árum þó mesti ljóminn og áhuginn á því hafl dvínað. Spænski stórmeistarinn Alexei Shirov, sem varð neðstur í Linares, er efstur og það eru fyrst og fremst yflr- burðir hans í blindskákinni sem valda þvi. Keppendur tefla eina atskák og eina blindskák hver við annan og þeg- ar 9 umferðum af 11 er lokið er Shirov sem sagt efstur með 12 vinninga. Mikil spenna er i mótinu en sex keppendur hafa raunhæfa möguleika á sigri. í 2.-5. sæti eru Bareev, Ivanchuk, sem sigraði Kramnik 1,5 v. í 9 umferð, Leko og Morozevich með 11,5 vinninga. Gelfand er sjötti með 11 vinninga. Bareev og Gelfand eru efstir í atskákinni en Morozevich er efstur í blindskákinni. Athygli vekur slæm frammistaða Vladimirs Kramniks, heimsmeistara í skák, en hann verður að teljast vera það, hann lagði sjálfan Kasparov að velli og Kaspi sjálfur viðurkennir hann sem heimsmeistara og kallar sig sjálfur „Numero uno“. En staðan að loknum 9 umferðum er þessi: 1. Shirov 12 v., 2.-5. Bareev, Ivanchuk, Leko og Morozevich, 11,5 v., 6. Gelfand, 11 v., 7. Topalov, 9,5 v., 8. Kramnik, 9 v., 9. Piket, 7 v., 10. Almasi, 6 v., 11. Ljubojevic, 4 v., 12. Van Wely, 3,5 v. Hver ástæðan er fyrir slæmu gengi Kramniks er á huldu en hann þótti hér í eina tið geflnn fyrir hið ijúfa líf. Hann hefur e.t.v. hellt sér út í það af of miklum krafti aftur, eftir sigurinn á Kasparov, og hefur gleymt í bili að það er kalt á toppnum og það kostar, eins og stærsti strákurinn í Taflfélaginu segir, að vera á toppnum. En Kramnik kann að tefla og ætla ég að birta 2 af bestu skákum hans sem hann tefldi rúmlega tvítugur, en hann er fæddur 1975. Þetta eru einhverjar glæsilegustu skákir síðasta áratugar - aðeins bestu skákir Kasparovs standa þeim jafnfætis. Er nema von að Kasparov sé smeykur við piltinn sem fór svona með hann fyrir 8 árum? Meistari Tal hefði varla gert öllu betur sjálfur og hristi hann þó ýmislegt fram úr handraðanum. Hvítt: Garri Kasparov Svart: Vladimir Kramnik Slavnesk vöm. Dos Hermanas, Spáni (6) 1996 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. 0-0 a6 10. e4 c5 11. d5 c4 Allt þetta er vel þekkt í fræðunum, leikur eins og 11.e5, er slæmur vegna 12. b3 og hvítur hefur mjög varanlegt frumkvæði. 12. Bc2 Dc7 13. Rd4 Rc5 Næsti leikur Kaspa þótti ágætur um 1990 en þegar þama var komið sögu (1996) tefldu menn á þessum áram 14. Bg5 0-0-0 með færum á báða bóga. 14. b4 cxb3 15. axb3 b4 16. Ra4 Rcxe4 Ekki stenst Krammi freistinguna en þetta var allt þekkt auðvitað. Hér var venjulega leikið 17. dxe6 strax svo eftir 18. leik hvíts, sem var nýjung frá hendi heims- meistarans, féll Krammi í þunga þanka en leikjunum hafði annars verið leikið tiltölulega hratt, eins og þessir kappar gera þegar andstæð- ingurinn teflir eins og búist hafði verið við áður en lagt var í hann! 17. Bxe4 Rxe4 18. dxe6 Bd6 19. exf7+ Dxf7 Hugmynd Kasparovs var að svartur væri neyddur til að drepa með kóng á f7 eða kóngur svarts yrði fastur á miðborðinu. En það eru margir möguleikar í skák og ekki einu sinni Kasparov getur reiknað út helminginn af þeim. 20. f3 Dh5 Hótar máti! 21. g3 Nú dynja fórnimar yfir Kaspa sem fljótlega veit ekki sitt rjúkandi ráð! 21. - 0-0! Fórnar manni. 22. fxe4 Dh3. Hér bregst Kaspa boga- listin, fórnin stenst ekki alveg, telja menn og tölvur! Best er að leika 23. De2 og eitt afbrigðið er 23. Hfe8 24. Rc5! Annars er staða þessi svo flók- in að það er erfltt að gera henni tæmandi skil í skákskemmtigrein í DV. En áhugasamir liggja náttúr- lega yfir þessum skákum um pásk- ana og kynnast dýpstu leyndardóm- um skáklistarinnar! 23. Rf3? Bxg3 og enn fórnar hann. Besti leikur hvlts er 24. Ha2 og staðan mjög óljós eftir 24. - Bxe4 25. fxg3 Had8, verk- efni nr. 2 fyrir ykkur! En það er sjaldgæft að Kaspi leiki 2 afleiki 1 röð. 24. Rc5? Enn dynur skothríðin á heims- meistaranum þáverandi og nú verð- ur hann heilum hrók yflr. En hann er líka með tapað eftir næsta sleggjuleik. 24. - Hxf3! 25. Hxf3 Dxh2+ 26. Kfl Bc6! Þessi er erfið- ur, hótar Bb5+. Næsti leikur hvíts miöar að því að valda d8-reitinn en þá verður e8-reiturinn laus í stað- inn!? 27. Bg5 Bb5+ 28. Rd3 He8! 29. Ha2 Kaspi reynir að blíðka eftirmann sinn með því að henda í hann hrók. Eftir mjög glæsilega skák missir Kramnik hér af máti í fjórum leikj- um. Þó finnst mörgum það ekki spilla skákinni neitt því Kasparov lendir I þvílíkri úlfakreppu að það hálfa væri nóg. Ég' er að hugsa um að hafa þessa stöðu sem páskaþraut: svartur mátar í 4. leikjum! 29. Dhl+?! 30. Ke2 Hxe4+ 31. Kd2 Dg2+ 32. Kcl. Og ef hér 32. Rf2 þá kemur Hd4+ og vinnur þá gömlu. 32. - Dxa2 33. Hxg3 Dal+ 34. Kc2 Dc3+ 35. Kbl Hd4 Svo sannarlega merkileg skák, eftir 36. Bf6 Bxd3+ 37. Ka2 Bbl+ 38. Dxbl Hd2+ og mátar. 0-1. Þetta var fyrsta tap Kasparovs með svörtu gegn Kramnik og hefur sjálfsagt slegið honum skelk í bringu! Ekki er seinni skákin síðri skemmtun. Svona tefldu menn í lok nítjándu aldar en sjaldnar í lok þeirrar tuttugustu. Hvítt: Veselin Topalov Svart: Vladimir Kramnik Sildleyjarvörn. Belgrad (6) 1995 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 Db6 Hér er venjulega leikið 7. Rb3 en næsti leikur er skemmtilegur. 7. Rdb5 a6 8. Be3 Da5 9. Rd4 Re5 Ekki er talið ráðlegt að þiggja peðsfómina því eftir 9. - Rxe4 10. Df3 f5 (ekki 10. - Rxc3 11. Rxc6! og hvítur vinnur.) 11. Rxc6 bxc6 12. 0-0-0 og hvítur hefur góð færi. 10. Bd3 Reg4!? Óvenjuleg- ur leikm-; venjulega er leikið hér 10. e6 með hefðbundnu tafli. 11. Bcl g6 12. Rb3 Db6 13. De2 Bg7 14. f4 Rh5 Þessi leikur miðar að því að koma i veg fyrir að hvítur geti leik- ið h3 og að hann nái að komast úr vandræðunum á kóngsvæng. En nú gerast undarlegir hlutir á drottning- arvængnum í staðinn. 15. Rd5 Dd8. 16. Bd2 e6 17. Ba5. Jæja, nú byrjar ballið! 17. - Dh4+ 18. g3 Rxg3 19. Rc7+ Ke7 20. hxg3 í svona stöðum drepur maður bara ekki á hl! Enda er hrókurinn á al valdaður. 20. - Dxg3+ 21. Kdl Rf2+ 22. Kd2 Rxhl 23. Rxa8 Eftir 23. Hxhl, sem er betri leikur 23. - Hb8 24. Dfl með óljósu og skrýtnu tafli. En þeir sem hafa tíma og áhuga geta skoðað hvað gerist eftir 23. Hxhl Dxf4+ 25. Kdl Hb8 26. Bd2 um páskana. 23. - Dxf4+ 24. De3 Dh2+ 25. De2 Df4+ 26. De3 Dh2+ 27. De2 Bh6+ 28. Kc3 De5+ 29. Kb4 Rg3 30. Del Bg7 31. Rb6 d5. 32. Ka4?? Bd7+! 33. Rxd7 b5+ 34. Kb4 Kxd7 35. Bb6 Dxb2 36. exd5 Hc8 37. dxe6+ Ke8! Ekki 37. - fxe6 38. Bb5+ axb5 39. Hdl Ke7 40. dxg3 og hvítur hefur mun betri stöðu! 38. Bc5? Annar möguieiki var 38. c4 Re4 39. exf7+ Kxf7 40. Bxe4 Hc4 með máti. En getur hvitur varist eitt- hvað í stað þess að leika 38. Bc5? Kramnik lýkur nú skákinni með 38. - Bc3+! 39. Dxc3 a5+ 40. Kxa5 Dxc3+ 0-1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.