Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Útlönd DV REUTERSMYND Látnum vottuö viröing íbúar Nanterre viö París voru slegnir miklum óhug viö moröin í ráðhúsinu. Lögregla telur að morðin hafi verið framin í brjálæði Franska lögreglan, sem rannsak- ar morðin í ráðhúsinu í Nanterre, þar sem vopnaður maður skaut átta bæjarfulltrúa tO bana í fyrrinótt, telur líklegt að þau hafi verið fram- in i brjálæðiskasti. Morðinginn, hinn 33 ára gamli Robert Dum, sagði þó ekkert um ástæður voða- verksins við yfirheyrslur i gær. Talsmaöur Græningja í Frakk- landi vísaði á bug fréttum um að morðinginn tengdist þeim. Dum, sem var í skotfélagi, var vopnaður þremur öflugum byssum þegar hann hóf skothrið í lok bæjar- stjómarfundarins laust eftir mið- nætti í fyrrinótt og skaut á allt sem fyrir var áður en hann var yfírbug- aður af nærstöddum í ráðhúsinu. Útflutningsfyrir- tæki verður selt Stærsta útflutningsfyrirtæki Fær- eyja, Faroe Seafood Prime, verður nú einkavætt, að því er fram kemur í skeyti frá dönsku fréttastofunni Ritzau. Sérstakur sjóður sem var stofnað- ur í efnahagsþrengingunum 1995 var meðal annars notaður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Formaður sjóðsins, Wilhelm Pet- ersen, segir að ákvörðunin mn að selja Faroe Seafood Prime sé í sam- ræmi við samþykktir um að fyrir- tæki í eigu sjóðsins séu einkavædd. Velta Faroe Seafood Prime er um átta og hálfur milljarður íslenskra króna á ári. Útflutningur fyrirtæk- isins er um 35 prósent af fiskútflutn- ingi Færeyja. , REUTER-MYND Ahyggjur af irak Romano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, hefur þungar áhyggjur af hugsanlegum hernaöi Bandaríkja- manna gegn írak. Romano Prodi áhyggjufullur Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, hefur þungar áhyggjur af hugs- anlegum hemaðaraðgerðum gegn írak og segir að ESB-ríkin séu klof- in í afstöðu sinni, auk þess sem þau viti ekkert um fyrirætlanir Banda- ríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Prodi í breska tímaritinu New Statesman í gær. Þar segir Prodi enn fremur að stuðningur við hemað Bandarikjanna gegn hryðju- verkum sé farinn að dala vegna sí- vaxandi ofbeldis í samskiptum Palestínumanna og ísraela. Bush ber lof á friðartillögur Sádi-Araba: Arafat lýsti yfir stuðningi sínum George W. Bush Bandaríkjafor- seti bar lof á tillögur Abdullahs krónprins í Sádi-Arabíu til lausnar deilum ísraela og Palestínumanna og hvatti leiðtoga arabaríkja á fundi í Beirút í gær til að byggja á hug- myndum hans. Sádi-Arabar hvöttu leiðtoga arabaríkjanna til að styöja friðartil- lögur krónprinsins en fulltrúar Palestínumanna komu fundinum í uppnám þegar þeir gengu út til að mótmæla því að libönsk stjórnvöld komu í veg fyrir að Yasser Arafat, forseti Palestínumanna, gæti flutt ávarp sitt til fundarins um gervi- hnött. „Þetta er leiðtogafundur araba en ekki líbanskur leiðtogafundur,“ sagði Farouq al-Kaddoumi, formað- ur stjórnmáladeildar FYelsissam- taka Palestínu. Fulltrúar á fundinum sögðu að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu fækkað í sendinefnd sinni til REUTER-MYND Krónprins á fundi Abdullah krónprins og Saud al-Faisal utanríkisráöherra eru í forsæti sádi- arabísku sendinefndarinnar á leiö- togafundi arabaríkjanna í Beirút í Lí- banon. Þar eru friðartiliögur Abdullahs helsta umræöuefniö. að sýna samstöðu með Palestínu- mönnum. Deilan um ræðu Arafats, sem hann flutti svo á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera, skyggði á umræður manna um friðartillögur Abdullahs krónprins þar sem gert er ráð fyrir því að ísraelar skili aftur hertekn- um svæðum i skiptum fyrir frið viö arabaríkin. Prinsinn bað fundarmenn um að styðja tillögur sínar um eðlileg tengsl við ísrael í skiptum fyrir brotthvarf ísraela frá öllu palest- ínsku landi og stofhun ríkis Palest- inumanna. Arafat fagnaði friðartillögum Sáda í ræðu sinni og lýsti yfir stuðningi sínum við þær. Bush Bandarikjaforseti sagði einnig í gær að sendimanni hans, Anthony Zinni, hefði orðið vel ágengt í tilraunum sínum til að koma á vopnahléi í átökum Palest- ínumanna og ísraela. REUTERTMYND Jóhannes Páll páfi í þungum þönkum Jóhannes Páll páfi sést hér í þungum þönkum i vikulegum áheyrnartíma sínum í Páfagaröi í gær. Miklar annir eru í Páfagaröi þessa dagana, eins og nærri má geta, en óvíst er hvort páfi getur tekiö fullan þátt í hátíðarhöldunum, sem ná hámarki á páskadag, þar sem hann hefur fundiö til krankleika undanfarna daga. Áframhaldandi eftirskjálftar í Afganistan: Grafið með berum höndunum í rústir húsa á skjálftasvæðinu Afganir grófu með berum hönd- um í rústum húsa í bænum Nahrin i þeirri von að finna fólk á lífi. Bær- inn jafnaðist nánast við jörðu í nokkrum hörðum jarðskjálftum sem urðu aðfaranótt þriðjudags og á þriðjudagsmorgun. Afgönsk yfir- völd segja að hátt í þrjú þúsund manns hafi látið lífið. Jörðin skalf enn þegar Hamid Karzai, forsætisráðherra bráða- birgðastjómarinnar í Kabúl, heim- sótti skjálftasvæðin. Hann sagði þeim sem komust lífs af úr hamför- unum að bæði innlendar og erlend- ar hjálparstofnanir gerðu allt sem þær gætu til að aðstoða. Þrír myndarlegir skjálftar riðu yfir á meðan Karzai hafði viðdvöl í Nahrin en minni háttar skjálftar voru á tíu til fimmtán mínútna fresti. Fylgdarlið forsætisráðherr- REUTERWND Eftirskjálftinn hræölr Afgönsk stúika rekur upp óp, þótt hún sé í traustum örmum fööur síns, þegar eftirskjálfti ríöuryfirí noröanveröu Afganistan í gær. ans hópaðist í kring um hann, óró- legt á svip. Talsmaður Karzais sagöi að hann hefði viljað sjá eyðilegginguna í markaðsbænum Nahrin, þar sem áður bjuggu tíu þúsund manns, með eigin augum og ræða við íbúana. Og það sem hann sá, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna, var „algjör eyðilegging". Karzai hefur lýst yfir þjóðarsorg í Afganistan í dag, skírdag. Enginn íbúi Nahrin hefur upplif- að annað eins. „Það hefur aldrei komið svona jarðskjálfti eftir því sem bæði faðir minn og systir hans segja,“ sagði 62 ára gamall maður sem fæddist í Na- hrin og hefur aldrei farið lengra en steinsnar frá bænum. Nahrin er frægur bær fyrir glímukappana sem koma þaöan. Tommy neitar allri sök Tommy Suharto, yngsti sonur fyrr- um forseta Indónesíu, neitaði fyrir rétti í gær aö hafa lagt á ráðin um að drepa dóm- ara sem hafði dæmt hann til fangavist- ar. Tommy sagði að byssum, sem sagðar voru i eigu hans, hlyti að hafa verið komið fyrir í íbúð hans og að lögreglan hefði gert það. Flugfélög spá í samruna Finnskt dagblaö greindi frá því i gær að viðræður færu nú fram um samruna norrænu flugfélaganna SAS og Finnair. Að sögn blaðsins hafa Svíar staðfest þreifingamar en Finnar bera á móti. Smith fær ekki passa Ian Smith, fyrrum forsætisráð- herra Ródesíu, hefur verið greint frá því að hann fái ekki simbabveskt vegabréf fyrr en hann hefur gefið upp breskt ríkisfang sitt. Smith lýsti yfir sjálfstjóm Ródesíu, sem síðar varð Simbabve, frá Bret- landi árið 1965. Ætla að bæta sambúð Rússar og Víetnamar hétu því í gær að efla hemaöarsamvinnu sína, enda þótt stutt sé í að Rússar yfir- gefi mikilvæga herstöð í Suður-Ví- etnam. Naomi hafði betur Breska ofurfyrir- sætan Naomi Campbell hafði bet- ur í málaferlum sinum gegn æsi- blaðinu Mirror í gær þegar dómari dæmdi henni rúm- lega hálfa milljón króna í bætur. Naomi taldi blaðið hafa brotið á sér með því að birta fréttir um að hún sækti fundi fikni- efnaneytenda. Aðstoð við Palestínu Danska utanríkisráðuneytið hef- ur veitt sem svarar um áttatíu millj- ónum íslenskra króna til aðstoðar við palestínska flóttamenn. Kónarnir ekki hér Pakistönsk stjómvöld sögðust í gær vera þess full- viss að hvorki Osama bin Laden né klerkurinn Om- ar, leiðtogi tali- bana, væru í land- inu. Þau ætla ekki að leyfa bandarískum hermönnum að leita þeirra í Pakistan. Borun frestað Útlit er fyrir að fyrstu borun olíu- félaganna Agip og Foroya Kolvetni eftir olíu við Færeyjar verði frestað fram á næsta ár, að því er heimild- ir færeyska blaðsins Sosialurinn herma. Eyðun Eltor oliumálaráð- herra vill þó ekki staðfesta það í samtali við blaðið. Flæddi inn í þurrkví Yfirvöld í Dubai við Persaflóa sögðu í gær að fimm menn aö minnsta kosti hefðu farist og 31 er saknað eftir að vatn flæddi inn í þurrkví í gærmorgun. Litlar líkur þykja á því að þeir sem saknaö er finnist á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.