Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 28. MARS 20C2 57 DV Tilvera Mwaswi ■RíHBh Julia Stiles Leikkonan Julia Stiles á afmæli í dag, hún er fædd í New York árið 1981. Júlía var bam- ung þegar hún fékk áhuga á leiklist og fór snemma að láta á sér bera. Hún hóf ferilinn sem módel og prýddi forsíður fjölda tímarita. Meðal kvikmynda og sjónvarpsþátta sem hún hefur leikið í má nefna A Guy Thing (2002), The Boume Identity (2002), The Business of Strangers (2001), 0 (2001), Save the Last Dance (2001), State and Main (2000), The ‘60s (1999) og 10 Things I Hate About You (1999). Afmælisbörn Bíógagnrýni Landið og sagan Elle Macpherson Fyrirsætan og leikkonan Elle Macpherson er fædd í Sydney í Ástralíu á þessum drottins degi árið 1964. Hún var skírð Eleanor Nancy Gow en fékk snemma uppnefnið „kroppurinn“. Elle er með blá augu og í hrútsmerkinu. Á yngri árum vann hún fyrir sér sem gengilbeina en sló ræki- lega í gegn sem módel. Macpherson hefur einnig lagt fyrir sig kvikmyndaleik og hefur komið fram í myndum og sjónvarpsþáttum eins og Fri- ends (1994), With Friends Like These (1998), Beautopia (1998), The Edge, Batman & Robin (1997) og The Mirror Has Two Faces (1996). Hún er fráskilin einstæð móðir. mmrnm Gildir fyrir föstudaginn 29. mars og laugardaginn 30. mars Vatnsberinn (20. ian.-18. febrl: Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Spá sunnudagsins J Spá sunnudagsins Varastu að sýna fólki tortryggni og van- treystu þvi. Þér gengur betur í dag ef þú vinnur með fólki heldur en að vinna einn. Spá mánudagsins Þú ert eitthvað eirðarlaus þessa dagana og átt í erfiðleikum með að finna þér skemmtileg verkefni. Fjölskyldan er afar samhent í dag. Hrúturinn (21. mars-19. ann'li: MMwiÉaÉáÉáfeá^áaatifl ’ Þú ert orðinn þreyttnr á venjubundnum verk- efnum. Einhver leiði er yfir þér í dag og þú þarft á einhverri upplyftingu að halda. Þú færð óvæntar fréttir sem hafa áhrif á fjölskyldu þína. Ferðalag verður til umræðu og von er á frekari fréttum sem snerta það. Tvíburarnir (21. maí-7i. iúní>: X7*^Þú átt erfitt með að «y/ taka ákvörðun í sam- bandi við mikilvægt mál. Einhver bíður þess að þú ákveðir þig. Hugsaðu málið vel. Eitthvað sem hefur farið úrskeiðis hjá vini þínum hefur truflandi áhrif á þig og áform þin. Þú þarft þvl að skipuleggja hlutina upp á nýtt. Liónið (23. íúíh22, ágúst): ^ Þú kynnist einhverjum mjög spennandi á næst- unni og á sá eða sú eftir að hafa mikil áhrif á líf þitt. Það verður mikið um að vera í kvöld. •Fjölskyldan þarf að taka ákvörðun og mik- il samstaða ríkir um ákveðið málefni. Félagslífið tekur mikið af tíma þínum á næstunni. Fjármálin þarfnast endurskoðun- ar og þú vinnur að því í dag að breyta um stefnu í þeim efnum. Happatölur þfnar eru 2, 23 og 26. Nautið (20. apríl-20. maí.l: 1 Spá suiinudagsins Spa manudagsins Þér verður mest úr verki fyrri hluta dagsins. Dagurinn verður afar skemmtilegur og lánið leikur við þig á sviði viðskipta. Vogln 123. aant.-?3. okt.l: XEMŒSUa Fólk treystir á þig og leitar ráða hjá þér í *f dag. Þú þarft að sýna skilning og þolinmæði. Happatölur þinar eru 7, 11 og 24. Þó að þú sért ekki alveg viss um að það sem þú ert að gera sé rétt verður það sem þú velur þér til góðs þegar til lengri tíma er litið. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des ); ® — Þú hefur í mörgu að snúast í dag. Þú færð ms-í hjálp frá ástvinum og það léttir þér daginn. Viðskipti ganga vel seinni hluta dagsins. Þér finnst ekki rétti tíminn núna til að taka erfiðar ákvarðanir. Ekki gera neitt að óhugsuðu máli og þiggðu aðstoð frá þínum nánustu. Krabbinn (22. iúní-22. íúií): i. EEHMMM | Þú sýnir mikinn dugn- að í dag. Þér verður mest úr verki fyrri hluta dagsins, sérstaklega ef þú ert að fást við erfitt verkefni. Spá manudagsins Þú ert að skipuleggja ferðalag og hlakkar afar mikið tii. Það er í mörg hom að líta og töluverður tírni fer í að ræða við fólk. Mevian (23. aeúst-22. seot.l: Þú þarft að gæta þag- ■mælsku varðandi verkefni sem þú vinn- ur að. Annars er hætt við að minni árangur náist en ella. Þér gengur vel í vinnunni og færð mikla hvatningu. Kvöldið verður rólegt í hópi góðra vina. Þú ert sáttur við allt og alla. Spofðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): fcjaiiiáiifesa Eitthvað sem hefúr (breyst í fjölskyldunni hefur truflandi áhrif á þig og áform þín. Þú þarft að skipuleggja þau upp á nýtt. Fjármálin valda þér áhyggjum en likur eru á að þau muni fara batn- andi á næstunni. Ekki er ólíklegt að brátt dragi til tíðinda í ástarlífinu. Stelngeltln (22. des.-19. ian,): Spá sunnudagsins a 1 ~ 1 Spá sunnudagsins Moiínuminn verður frekar rólegur og þú eyðir honum í ánægju- legar hugleiðingar. Vertu óhræddur við að láta skoðanir þínar í Ijós. Spá mánudagsins: Óvæntir atburðir eiga sér stað í dag. Þú færð einhverja ósk þína uppfyllta. Verið getur að gamall draumur sé loks að rætast. l/f Þú gerir einhverjum ^greiða sem viðkomandi verðm- afar ánægður með. Þetta veldur uppákomu sem þú átt eftir að minnast lengi. Vinur þhm sýnir þér skilningsleysi sem fær þig tfi að reiðast. Hafðu stjóm á tilfinningum þinum og ræddu málið við vin þinn. Háskölabíó - Sidewalks of New York: ★ ★ Á Stórborg- arblús Leikstjórinn, leikarinn og handrits- höfundurinn Edward Bums er greini- lega maður sem fylgst verður með á komandi árum. Hann hóf feril sinn sem leikstjóri árið 1995 með hinni bráðskemmtilegu og rómantísku The Brothers McMullen sem hann fékk verðlaun fyrir á Sundance-hátíðinni. Síðan tók hann skref afturábak með She’s the One og eitt í viðbót með No Looking Back en núna er hann kom- inn aftur í form með alveg prýðilegri mynd, Sidewalks of New York, um firringu og framhjáhald í stórborginni New York. Við fylgjumst með sex misvitrum og misaðlaðandi einstaklingum sem eru að reyna að finna annaðhvort ást eða kynlíf (ef ekki hvort tveggja) á götum stórborgarinnar. Það er mikið haldið á myndavélinni og söguþráður- inn - eða þræðirnir - eru bútaðir nið- ur með viðtölum við aðalpersónumar sex sem segja myndavélinni frá áhyggjum sinum, löngunum og draumum. Ekki ósvipað því sem Woody Allen gerði svo meistaralega vel í kvikmyndinni Husbands and Wi- ves. Reyndar eru áhrif Allen á Burns alveg greinileg og sérstaklega í þess- ari mynd þar sem hann fjallar um pælingar nútímamannsins um ást og tryggð í einnota samfélagi. Baktjaldið eru stræti Manhattan þar sem allar bestu myndir Allens gerast og persón- urnar fela óöryggi sitt með kaldhæðni og húmor - en Bums á enn þá býsna langt í land. Burns leikur sjálfur sjónvarpsfram- leiðandann Tommy sem kærastan er nýbúin að henda út. Hann verður um- svifalaust skotinn í tveimur konum, Maríu (Rosario Dawson) sem er kenn- ari og Annie (Heather Graham) sem er fasteignasali. Maria er nýkomin á rétt ról eftir skilnað við Ben (David Krumholtz) sem hélt fram hjá henni og iðrast þangað til hann verður skot- inn í kaffihúsaservítrísunni Ashley (Brittany Murphy) sem á i sambandi við giftan tannlækni Griffin (Stanley Sif Gunnarsdöttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Tucci) sem er reyndar giftur Annie. (Að sjálfsögðu hefði átt að fylgja leið- beiningabæklingur með bíómiðan- um!) Burns skrifar skemmtileg samtöl og hver persóna er hér vel mótuð og raunveruleg. Viðtalsklippin eru líka fín þótt þau kafi ekki djúpt, en þau virka skemmtilega spontant og sýna okkur vel inn í heim persónanna. Það er drepfyndið hvað sum þeirra eru að kvarta yfir grunnhyggni samtímans en eru sjálf bara skoppandi á yfir- borði alvöru lífsskoðana. Leikarahópurinn stendur sig ágæt- lega, Bums er sjálfur fínn sem mynd- arlegi uppinn sem ennþá trúir á ást- ina og Rosario Dawson afar eðlileg í hlutverki kennarans sem forðast til- fmningalega nánd eftir sársaukafull- an skilnað. Sömuleiðis er Ben fyndinn sem ofurástfangni dyravörðurinn og Brittany Murphy líktist helst nýrri og ferskri Meg Ryan i túlkun sinni á stelpunni Ashley sem er að vandræð- ast með tvo vonbiðla. Stanley Tucci er þó bestur i hlutverki hins afar ósympatíska Griffin, sem heldur framhjá og réttlætir það allt með ótrú- lega heimskulegum rökum. Verst er Heather Graham í hlutverki hinnar penu og sviknu Annie, hún nær aldrei tengslum við persónuna. Ef Gangstétt- ar New York hefði verið aðeins styttri hefði hún líka verið miklu betri, en eins og er er hún ágætis skemmtun eins og hlátursrokurnar frá samferða- mönnum mínum (sérstaklega karl- manna) í bió eru vitni um. Áhrifm sem myndin hefur eru þó öðru fremur að mann dauðlangar í nýja Manhatt- an-angst-mynd frá meistara Allen. Leikstjóri og handritshöfundur: Edward Burns. Framleiöendur: Margot Bridger, Edward Burns, Cathy Schulman, Rick Yorn. Kvikmyndataka: Frank Prinzi. Aðal- leikarar: Edward Burns, Rosario Dawson, Heather Graham, David Krumholtz, Britt- any Murphy, Stanley Tucci og Dennis Far- ina. Fasteignasalinn Annie og sjónvarpsframleiöandinn Tommy Heather Graham og Edward Burns í hlutverkum sínum. Leifur Breiðfjörð sýnir í Eyjum: Opinberun Á páskadagsmorgun opnar Leifur Breiðfjörð sýningu í safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum. Leif- ur sýnir þar sautján vatnslita- og pastelmyndir sem eru byggðar á Op- inberunarbókinni. Hugmynd að þessum myndum fékk Leifur er hann var að gera stórt gler- listaverk i vesturglugga í Hallgrims- kirkju þar sem efiii er m.a. sótt í Op- inberunarbókina. Vakti það áhuga Leifs á að vinna að myndlistasýningu með myndverkum sem byggð væru á myndefni tengdu texta bókarinnar. Myndimar tengjast steinda glugg- anum á vissan hátt, meðal annars er fjórblaðaformið (quatrefoil) í steinda glugganum notað í myndinar. Mynd- imar eru allar gerðar árið 1999. Eftir að Leifur gerði myndimar sem sýndar eru fékk hann þá hug- mynd að gefa út Opinberunarbókina sem bókverk með þeim verkum sem hann var var búinn að gera. Leifur hannaði bókina og hugsaði hana sem nokkurs konar bókverk (artbook) en ekki aðeins myndskreytingu við Opinberunarbókina né heldur sem hefðbundna listaverkabók. Sýningin stendur fram að hvítasunnu. sigbogi@dv.is Aron í Kaup- höllinni Um sina daga var Aron Guðbrandsson, sem kenndur var við Kaup- höllina, um- svifamikill og áberandi mað- ur í þjóðlifinu. Hann hafði Uka sínar ákveðnu mein- ingar um hvemig málum þess væri best komið og setti meðal annars fram kenningu sem i daglegu taU manna var nefnd ar- onskan. í hverju fólst sú stefna, í fáum orðum sagt? í Langholti Ein af fegurstu kirkjum borg- arinnar er sú sem í Langholts- hverfi stendur. Margir þekktir kennimenn hafa þar þjónað í gegnum árin, svo sem þeir sr. ÁreUus Níelsson og síðar sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson. Og svo nú sr. Jón Helgi Þórarins- son. En eftir hverjum hinna fomu biskupa er Langholts- kirkja nefnd? Séra Hjálmar Síðasta árið hefur séra Hjálmar Jónsson ver- ið dóm- kirkjuprest- ur í Reykja- vík þar sem hann stígur í stólinn á helgum dög- um og talar um herrana á himnum há. En Hjálmar er ekki einn í þessu hlutverki. Prestar Dómkirkjunnar em tveir; hver er hinn? Á Akureyri Óefað má telja sr. Matthias Jochumsson í hópi höfuðskálda íslands. Hann orti mörg sniUdar- ljóð þar á meðal Lofsöng, fjóð xs- lenska þjóðsöngsins. Sína prest- skapartíð endaði skáldið sem sálnahirðir Akureyringa og bjó þá í húsi því sem hér sést á myndinm. Það er tileinkað minningu skáldsins og stendur í miðbænum. Hvað heitir húsið? Svör: jiQæqjnais JRiaq QisnH * 'Qiaiis ejb cjjn>piou um qijbj -jb uin[Bunuof|s 3is iQBapq uireq ua jngp jo qbc| ‘iqojqjBQnBS b jBuqBfH 'Js ua - iqjijbsj p jnjsajd qoqEf jba jnQy 'uui -jnisajdnfsjjiquioo uuiq ja uossjBuqEfH jsnSy qoqBf ejqs „ QjaSBqoq jijAj qjo jas uuidnqsiq jb3 jsis iqqa ua ‘uireq jba jnjæqjojj §o 'JBQn Jbuis Buireiuiuuaq njsnqjaui [BQaui ijjoq ja ‘unqoH B jbs uias luXssqBfJoq idnqsiq ipirejqgno jijjo J9 QEcj 'EfJjjiqspuBjqQno pujau umpunjs ja Bfjjjiqsjjoqaireq , inOASnjjjnjjiA -jBjayj b Qojsjaq ijn Bpjsq So ipirej p jaq BJ3A QB JAd JE JOUJB JIjAj CQIOJÍi QB Ijæq ipirej e jaq EUUEUiEfqijEpuBg iQijjaq qb jba npujauoAS jBuumjsuojy jjbjuui ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.