Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 30
38 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað x>v Frá upphafi bílaaldar á íslandi hef- ur veriö barist gegn því með oddi og .+ egg að menn aki bifreiðum undb- áhrifum áfengis. Sú barátta hefur ekki alltaf borið árangur og afleiðing- arnar oft orðið hörmuleg slys og þarf ekki að fara langt aftur í tímann tii þess að fmna dæmi um slíkt. Ökuferð- ir þar sem Bakkus konungur er til halds og trausts við stjórn ökutækis hafa oft endað með skelfingu og eftir- farandi saga sýnir vel hvemig slík slys getur borið að höndum. Saga okkar gerist norður í Skaga- flrði haustið 1950, nánar tiltekið seint í október eftir að nótt er orðin dimm og vegakerfi ekki eins fullkomið og nú tiðkast. Þá var laugardagskvöld eitt efnt til dansskemmtunar í Varma- hllð í Skagafirði og þyrptist þangað ungt fólk hvaðanæva úr héraðinu. Allir á pallinn Skemmtunin stóð tO klukkan tvö um nóttina og þegar henni lauk fór Chevrolet-vöruflutningabifreið árgerð 1947 af stað frá Varmahlíð og hélt út 1 myrkrið. Þegar bifreiðin fór frá Varmahlíð voru á henni 19 menn. Þar af stóðu 15 á vörupaliinum en þrír höfðu troðið sér fram í stýrishús hjá bílstjóranum. Vörupallurinn var án sæta og skýlis með 25 sentímetra háum skjólborðum en aftan við stýris- Skín við sólu Skagafjörður / Skagafirði hafa menn alltaf kunnað að skemmta sér og ekki hikaö við að kveðja Bakkus konung til föruneytis við sig á góðri stund. Skemmtiferðir þar sem hann er með í förgeta endað voveiflega eins og eftirfarandi frásögn ber með sér. Okuferð sem endaði illa - Skagfirðingar ferðast án aðgæslu. hús bifreiðarinnar var handrið gert af jámpípu jafnhátt stýrishúsinu og gert til þess að halda sér i það. Má nærri geta að hópurinn á pallinum hefur ekki allur getað haft hönd á handrið- inu og erfitt hefur mátt vera að halda góðu jafhvægi í myrkri á krókóttum vegum Skagafjarðar, sérstaklega þeg- ar þess er gætt að ekki er víst að aliir farþegarnir hafi verið allsgáðir. Það kom fram við rannsókn máls- ins að margir gátu ekki haldið sér í neitt nema næsta mann meðan á ferðalaginu stóð. Margir þeirra sem stóðu á paliinum bám fyrir dómi að þeir hefðu verið undir áhrifum áfeng- is. Engu að síður gekk ferðaiagið slysalaust og við bæinn Grófargil í Seyluhreppi fóru sex systkin af pallin- um og sjöundi farþeginn röskum kOó- metra lengra, við Stóru-Seylu. Þegar bifreiðinni hafði verið ekið 6.6 kfló- metra frá Varmahlíð og var komin á móts við Háfldórsstaði varð slys það sem nú verður nánar greint frá. Myrkur og slydduhríð Veður var með þeim hætti að rign- ingarslydda var úr norðri en ekki tO- takanlega hvasst en niðamyrkur. Bif- reiðin rann út af veginum við HaO- dórsstaði og lenti úti í skurði vestan vegarins án þess þó að velta. Við slinkinn sem kom á bifreiðina hentust flestir þeirra átta farþega sem enn voru eftir á paflinum út af honum og köstuðust út í vegarskurðinn. Flestir virðast hafa staðið upp og burstað af sér rykið og leirinn en einn varð seinni tfl og lá flatur þegar bfl- stjórinn kom út tO að forvitnast um afdrif farþeganna. Bflstjórinn spurði farþegann hvort hann væri meiddur en hann sagðist ekki vita það. Voru nú gerðar ráðstafanir tfl að koma hon- um um borð í jeppabifreið sem var á ferð rétt á eftir vörubflnum og hann fluttur í snatri á Sauðárkrók. Hann missti meðvitund um líkt leyti og hann var settur um borð í jeppann og þegar komið var með hann tO Sauðár- króks úrskurðaði héraðslæknirinn hann látinn þegar í stað. Óvanur bflstjóri sá illa út BOstjórinn gat þess fyrh' dómi að hann hefði ekki séð vel út úr bflnum þar sem krepjuklessingur settist á framrúðuna og þurrkan gekk ekki vel á rúðunni. Hann taldi sig vita um ræsi í veginum á þessum slóðum en kvaðst ekki hafa séð það. BOstjórinn har einnig að hraðamælir bifreiðar- innar hefði ekki verið í lagi, vegurmn blautur, þungur og nýheflaður með lausri möl í köntum. Sjálfur kvaðst hann ekki vanur akstri slíkra bifreiða en verið fenginn tfl þess í þetta sinn af umráðamanni bifreiðarinnar sem sjálfur var ölvaður. Lögregla frétti á skotspónum BOstjórinn þvertók fyrir að hafa neytt áfengis áður en hann hóf akstur- inn. Fyrir þessu varð dómurinn hins vegar að hafa orð hans og félaga hans og ekkert annað. Þegar komið var með hhm slasaða á sjúkrahús var nefnflega ekki haft samband við lög- regluna, hvorki af bOstjóra né um- ráðamanni bflsins. Lögreglumenn á Sauðárkróki fréttu á skotspónum þeg- ar líða tók á dagum eftir að bflslys hefði orðið og maður þar beðið bana. Fyrir vikið var ekkert blóð tekið úr bOstjóranum né öðrum sem málið varðaði og rannsókn þess hófst ekki fyrr en löngu eftir hádegi á sunnudag. Umráðamaður bifreiðarhinar bar fyrir rétti að bOstjórinn hefði verið fenginn tO akstursOis vegna þess að hann hefði verið talinn frír af áfengis- neyslu. Hann taldi að bifreiðin hefði verið á 45 kOómetra hraða en það varð ekki staðfest þar sem hraðamæl- ir var ekki virkur. Hann taldi að far- þeginn sem lést hefði staðið aftast þeirra farþega sem enn voru á pallin- um þegar slysið gerðist og hann taldi að bOstjórinn hefði lent með annað framhjólið út af plötu sem legið hefði yfir ræsi í veginum og þess vegna misst hann á hliðina. Hann bar við vanþekkingu sOmi og athugunarleysi þegar hann var spurður hvers vegna ekki hefði verið kaflað á lögreglu þeg- ar um nóttina. Innvortisblæðingar Vitni sem leidd voru fyrir sýslu- menn studdu flest framburð bOstjór- ans og eiganda bifreiðarinnar. Þeir töldu að farþeginn hefði aldrei staðið upp eftir að hann kastaðist af paflin- um og þeir sem höfðu tal af honum áður en hann missti meðvitund töldu hann hafa kvartað um eymsli í maga. Læknir á sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, sem úrskuröaði farþegann lát- inn þegar komið var með hann um nóttina, var falið kvöldið eftir að framkvæma líkskoðun eða krufningu. f skýrslu hans segir: „Ytri áverkar voru engir sjáanlegir, utan smásár á höfði hægra megin. Engin blæðing úr munni, nefi eða eyr- um. Upplýst var að hann hefði verið við meövitund fyrst eftir slysið. Þar sem af almennri líkskoðun er ekki ljóst hvert banamein hefur verið er sama dag í samráði við bæjarfógeta opnað kviðarholið. Kemur þá í ljós að það er fuflt af dökku fljótandi blóði. Við nánari skoðun finnst að lifrin er rifin sundur þvert 1 gegn framan und- ir hægra síðubarði. Skemmdir fúnd- ust ekki á öðrum líffærum i kviðar- hoíi.. Ályktim: Dánarorsök er blæðing Oin í kviðarholið frá sprungOmi 10- í dómsskjölum segir að af skýrslum vitnanna megi ráða að aflir sem á paflOium voru utan farþeginn sem slasaðist hafi henst af paflinum niður í skurðinn þar sem vatn og leðja hlífði þeim við meiðslum. FarþegOm sem lést fór hins vegar „austur af bflreið- inni“ og má ætla að hann hafi lent á harðri brún vegarins. Reyndu að skrökva að réttvísinni Við rannsókn kom í ljós að hvorki bflstjórinn né eigandi bifreiðarinnar vissu nákvæmiega hve margir farþeg- ar stóðu á pafli bflreiðarinnar. Þótti í ljósi þess akstur bflstjórans á 45 kOó- metra hraða við vondar aðstæður með hvorki þurrkur né hraðamæli í lagi væri í hæsta máta ámælisvert. Þegar það bætist við að stýrishús bflreiðar- innar var ofsetið af tveimur mönnum fram yfir þar sem leyfdegt var og þrengslni sem af því stöfuðu hljóta að hafa truflað bflstjórann við aksturinn verður að telja framferði ákærða mjög gálaust og fjarri þeirri varfærni sem honum var skylt að sýna sem bifreið- arstjóri. Töluverður málarekstur varð í tengslum við að nokkrir farþeganna tóku þátt í því ásamt bflstjóra og eig- anda bflsins að gefa réttinum rangar upplýsingar um fjölda farþega í stýris- húsi og fjölda farþega í förOmi í hefld. Þess vegna fór svo að bflstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gá- leysi og dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og sviptur ökuréttindum ævi- langt. Þrír aðrir, þar með talOm eig- andinn, voru dæmdir í þriggja mán- aða fangelsi skflorðsbundið og sviptir kosningarétti og kjörgengi vegna þátt- ar þenra í yfirhylmingu. Þrir tfl við- bótar fengu þriggja mánaða dóm á skflorði en héldu kjörgengi og einn tfl viðbótar var dæmdur í 45 daga varð- hald. Aflir þeir ákærðu voru á unga aldri eða á aldrinum 19 tfl 24 ára. Það má ímynda sér að það hafi ver- ið glaðhlakkalegur karlmennskublær yfir leiðangri Skagfirðinganna þegar þen- óku út í myrkrið frá Varmahlíð þetta svala laugardagskvöld. Á skömmum tfma missti einn félaga þeirra líf sitt en lfl annarra var mark- að fyrir lifstíð. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.