Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
Helgarblað_____________________________________________________________________________________PV
Ólafur Þórðarson er arkitekt.
Hann vildi gjarnan setja mark sitt á sína fæöingarborg sem hann segir aö sé hluti af því hver hann er. Hann fer
ótroönar slóöir í hönnun og skiptir þá ekki máli hvort þaö er hilla, skál eða borgarhverfi sem hann skipuleggur.
Hann hefur búiö í Ameríku í nærri 20 ár en heldur sína fyrstu einkasýningu á íslandi á næstunni.
Þegar turnarnir
hrundu
- Ólafur Þórðarson arkitekt, sem búið hefur í Bandaríkj-
unum í nærri 25 ár, talar um fyrstu einkasýningu sína á
Islandi, íslenskt borgarskipulag og rifjar upp daginn sem
heimurinn breyttist 11. september síðastliðinn.
*
Olafur Þórðarson arkitekt fer
ekki troðnar slóðir i list-
sköpun sinni. Hann hefur
vakið verðskuldaða athygli viða
um Ameríku og Evrópu fyrir verk
sín sem eru afskaplega fjölbreytt
að gerð og spanna öll svið hönnun-
ar en Ólafur hannar klukkur, hús-
gögn, hús eða heil borgarhverfi.
Hann hefur fengið margvíslegar
viðurkenningar fyrir verk sín og
haldið sýningar í tugatali, bæði
vestan hafs og austan, en á laugar-
daginn næstkomandi verður
fyrsta einkasýning hans á íslandi
opnuð í Hönnunarsafni íslands i
sal safnsins við Garðatorg og má
sæta nokkrum tíðindum. Senni-
lega er það verk Ólafs sem flestir
íslendingar kannast við klukka
sem er í laginu eins og snigill og
er steypt í mjúkt plast og fást ýms-
ar útgáfur af henni í Gallerí Fold.
Þetta er undarlegur gripur og líf-
rænni en flestir eiga að venjast um
klukkur.
Hluti af sýningunni er verk
Skúla Sverrissonar, tónverk sem
hann samdi og veröur spilaö í
gegnum alla sýninguna. Skúli er
þekktur í sinni listgrein og hefur
starfað í Bandaríkjunum í áratugi.
í kaffi á Borginni
DV hitti Ólaf af þessu tilefni á
Hótel Borg þar sem hann sat við
barinn og drakk kafFi og teiknaði í
skissubók. Ólafur er grunsamlega
unglegur í útliti þótt hann segist
gera allt sem í hans valdi stendur
til þess að eldast eins hratt og
hann getur. Hann hefur dvalist
nógu lengi erlendis til þess að í
stöku hljóðum heyrist það á tali
hans að hann mælir ekki á sitt
móðurmál á hverjum degi. Við
erum einu gestirnir á Borginni
lengst af utan par sem situr á
hljóðskrafi og mér finnast grun-
samlega kunnugleg þangað til ég
man eftir að þau sigruðu i Djúpu
lauginni einhvern tímann um dag-
inn og eru líklega að fylgja því
máli eitthvað eftir.
Meira eins og innsetning
Ólafur fékk ungur brennandi
áhuga á hönnun og arkitektúr og
fór ekki alveg hefðbundnar leiðir
að því marki að mennta sig á því
sviði. Eftir stúdentspróf frá
Hamrahlíð 1983 hleypti hann
heimdraganum og settist á skóla-
bekk í háskólanum í Wisconsin-
Milwaukee og var þar einn íslend-
inga og lauk þaðan prófi eftir
þriggja ára nám. Masterspróf tók
Ólafur frá Columbia-háskólanum í
New York og hefur síðan kennt
við Rhode Island School of Design
auk þess að vinna lengi sem hönn-
uður og náinn samstarfsmaður
með ítölskum hönnuði, Gaetano
Pesce að nafni.
- En hvað skyldi það vera sem
Ólafur ætlar að sýna í Hönnunar-
safninu?
„Ég ætla að sýna myndir af
verkum sem ég hef hannað. Þetta
eru nánar tiltekið teikningar og
málverk af ýmsum hlutum sem ég
hef gert. Ég hef miðað stærð
myndanna við þetta rými sem mér
finnst mjög skemmtilegt og þess
vegna verður þetta meira í líkingu
við „installation" en hefðbundna
sýningu. Ég set myndimar upp í
þríhyrningslaga form inni í rým-
inu og áhorfendum gefst kostur á
að ganga inn í myndirnar í eigin-
legri merkingu. Einnig verða not-
aðar slidesmyndir og íleira.“
Byggingar og list
- Ólafur segist vinna best einn
síns liðs og raunar fari bróður-
parturinn af hans starfl þannig
fram að hann situr og teiknar
hluti í bók og það er það sem hann
var að gera meðan hann beið eftir
DV á Borginni.
En í hans starfi ríkir nokkuð
ákveðin skipting milli tveggja hluta.
Annars vegar er það hinn skapandi
hluti starfsins sem felst í þvi að
hanna og teikna hluti sem ef til vill
verða aldrei byggðir eða smíðaðir.
Hins vegar er teiknivinna sem felst í
því að teikna og hanna byggingar og
hús eins og bílskúra og vörugeymsl-
ur, skrifstofubyggingar og fleira, þau
venjulegu hús sem heimurinn er full-
ur af. Við komumst að þeirri niður-
stöðu að þetta sé í rauninni munur-
inn á byggingarstarfsemi og bygging-
arlist.
„Robert Stern arkitekt hefur
svipaða nálgun og rekur tvær
arkitektastofur sem eru í rauninni
gjörólíkar að þessu leyti. Það má
’segja að ég vinni meira að skap-
andi hlutanum en lifi á hinum,"
segir Ólafur.
ísland er stór hluti af mér
- En skyldi það hafa einhverja
aðra merkingu fyrir hann að halda
sýningu hér heima þar sem hann
er runninn upp? Blundar með öll-
um listamönnum löngunin til að
sigra fæðingarhreppinn?
„Það sem ég er er að miklu leyti
hvaðan ég er. Ég er ísland, sama
hvert ég fer í heiminum og allt
sem ég geri er ísland að einhverju
leyti. Þess vegna finnst mér allt
sem ég geri hér heima hafa aðra
og meiri þýðingu fyrir mig en
samt á annan hátt en önnur verk
sem ég vinn. Ég hef gert ýmsar til-
lögur í skipulagsmálum hér og
frnnst vænt um þær undirtektir
sem þær hafa hlotið.“
- Síðasta verkefni sem Ólafur
var að vinna að og tengist Reykja-
vík og íslandi var einmitt verkefni
eða tillaga að borgarskipulagi
vegna fyrirhugaðrar byggingar
tónlistarhúss við Reykjavíkur- |
höfn. Ólafur segist eiginlega hafa
ætlað að skila tillögu að þéttingu
byggðar í Kvosinni til norðurs í
staðinn fyrir tillögu að tónlistar-
húsi.
„Mér finnst að áður en farið sé
að teikna einstök hús eigi skipu-
lagið að liggja fyrir. Það byggist á
því að þétta byggðina verulega til
norðurs og má eiginlega segja að
gert sé ráð fyrir því stækka Kvos-
ina verulega á uppfyllingu út í sjó 1
og hætta að flytja umferð í gegn-
um hana með hraðbrautum eins
og nú er gert.“
Við skulum þétta byggðina
Ólafur segir ótvírætt orðið tíma-
bært að þétta byggðina verulega í
Reykjavík og heldur þvi fram að
vegna þess hve Reykjavík er ung
borg sé allt skipulag hennar af-
sprengi þeirra hugmynda sem
arkitektar sem lærðu á fimmta og
sjötta áratugnum lögðu til grund-
vallar sinni vinnu. Þar var gert
ráð fyrir að dreifa byggðinni og
binda síðan allt skipulagið saman
með hraðbrautum.
„Við sjáum hins vegar allt í
kringum okkur að það sem gerir
borg að lifandi samfélagi er þétt
byggð. í stórborg á maður ekki að
þurfa að eiga bíl. Ég bý í New
York og mér dettur ekki í hug að
eiga bíl en hér í Reykjavík er eng-
in leið að komast af án þess að
vera á bíl.“
Sá að tuminn myndi hrynja
Ólafur skilaði aldrei tillögunum
að þéttingu byggðar því þeir at-
burðir sem breyttu heimsmynd
okkar tíma 11. september síðastlið-
inn á einum morgni komu í veg
fyrir það.
„Ég bjó ásamt Donnu, eiginkonu
minni, á 13. hæð í húsi á Manhatt-
an sem er ca 300 metra frá World
Trade Center. Þama vorum við
bæði með vinnustofu og heimili
okkar og þennan morgun vorum
við einfaldlega að spjalla saman
um verkefni dagsins þegar við
heyrðum undarlegt flugvélarhljóð
og sáum síöan brak og eld gjósa út
úr turnunum. Fyrri flugvélin lenti
á þeim turni sem við sáum eigin-
lega ekki því hinn skyggði á hann
en við sáum samt að þetta var
mikill eldur og stóðum við stofu-
gluggann algerlega lömuð og
horfðum á þetta. Ég stóð ekki við
gluggann þegar seinni vélin flaug
á hinn turninn en sá Donnu kipp-
ast til þegar hún horfði á þetta.
Það var eins og svart hol inn í
turninn þar sem flugvélin hafði
flogið á hann og skyndilega sá ég
að eldhafíð tók eins og kipp og nú
logaði út um tvær hæðir. Þá varð
mér ljóst að gólfið milli hæða hlyti
að hafa fallið niður og áttaði mig
strax á því að turninn myndi ekki
þola þetta og myndi líklega hrynja.
Viö heyröum smellina sem
minntu á byssuskot og hafa líklega
verið þegar boltar eða bitar voru
að gefa sig. Viö flúðum inn á kló-
sett því ég taldi líklegt að brak úr
turninum gæti lent á gluggmn hjá
okkur. Þar vorum við um stund og
vorum orðin mjög hrædd og svo
leit ég út og sá fyrri turninn
hrynja og hvítt rykskýið breiðast
með eldingarhraða eins og bylgju í
áttina að húsinu.
Við flúðum út og niður í and-
dyri hússins sem var orðið fullt af
fólki sem grét og var mjög hrætt.
Mér fannst anddyriö vera eins og
stór líkkista og heimtaði að við
flýðum út og það gerðum við. Það
var þykkt ryklag á götunum og við
hlupum til suðurs alveg niður á
odda Manhattan. Þaðan komumst
við undan mekkinum yflr á götur
sem voru lengra í burtu.