Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 47 DV Helgarblað Heitur lækur Færið var mjög þungt, mikill laus snjór og skafrenningur. Læknir við Klakk „Ætli það sé ekki bara bíladellan sem heillar, “ segir Vigfús Magnús- son en hann var elstur ökumann- anna 7 ferðinni, að verða 69 ára gamall. Steikln Ekki tókst að grilla steikurnar úti vegna frosts og skafrennings en þær runnu engu að síður Ijúflega niður pönnusteiktar. Þjórsá og upp í Setur. Þetta er mjög góð og skemmtileg leið, grýtt á köflum á sumrin en ekkert svona sérstaklega þægileg að hausti til. Þá bólgna allir lækir upp. Þeir verða eins og ár, klak- inn á þeim heldur ekki og er jafnvel lagskiptur. En ámar verða eins og læk- ir með ótraustum ís á haustin. Þórar- inn Guðmundson rifjaði upp eftir- minnilega ferð úr setrinu um þessa leið. “1994 vorum við Karl Sigmjónsson hér í Setrinu, ásamt öðrum, í vinnu- ferð að hausti tiL Þegar til stóð að fara heim vorum við mikið að velta því fyr- ir okluir hvaða leið við ættum að fara. Við ákváðum að fara Gljúfurleitarleið þó svo að við vissum að hún gæti oft verið erfið og við gætum lent í brasi. Við höfðum oft farið þessa leið áður á þessum árstíma og lent i bölvuðum vandræðum. Þessi ferð tók okkur 22 tíma. Við lentum í miklum krapafest- mn á leiðinni og ísinn á ánum brotn- aði undan bilunum. Jeppamir sukku í vatn upp á miðjar hurðir og blotnuðu að innan en ekki fór vatn inn á vélam- ar. Þá þurftum við að bijóta frá þeim ísinn og spila þá upp aftur. Þá þurfti oft að setja varadekk undir spilvírinn vegna þess að ekki var hægt að komast nógu nálægt vegna ótrausts íss. Vara- dekkið er þá sett á ísskörina til að hægt sé að lyfta bílnum upp. Með okk- ur í þessari ferð vom menn sem höfðu verið aðeins að ferðast áður en við höf- um ekki séð þá síðan. Þar vora einnig menn sem vora að fara í sína fyrstu ferð og einn þeirra, Oddur, endaði síð- an sem formaður Ferðaklúbbsins 4x4.“ Komið var til byggða í Tungufellsdal af Hrunamannaafrétti og hafði ferðin gengið vel undir lokin þar sem snjóa- lög minnkuðu eftir því sem sunnar dró. Var það um kvöldmatarleytið og vora menn ánægðir með krefjandi, skemmtilega og viðburðaríka ferð. -JAK Skálalíf Það varglatt á hjalla í Setrinu á kvöldin þegar sagðar voru sögur af æsileg- um feröum og spaugilegum uppákomum. Draumurinn rætist - Það var glaður og þakklátur hópur sem settist við ljúfar kaffíveitingar í Baulu í Borgarfirði kaldan eftirmiðdag í febrúar. Þar var á ferðinni hópur 12 ferðalanga úr Blindrafélaginu ásamt starfsmönnum Arctic Tracks sem höfðu boðið þeim í dagsferð á Langjökul í mik- ið breyttum Toyota-jeppum. Tildrög þessarar ferðar var sú að Sigþór Áma- son, starfsmaður Arctic Tracks, sá við- tal við ungan blindan pilt, nýútskrifað- an stúdent, í sjónvarpsfréttum þar sem fram kom að heitasta ósk hans væri að komast til Lundúna. Þeirri hugsun sló þá niður i huga Sigþórs að vafalaust væru margir blindir sem ættu sér þann draum að komast í jöklaferð og að aka fjallajeppa. Eftir að hafa rætt þessa hug- mynd við samstarfsmenn sína hjá Arct- ic Tracks ákváðu þeir að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. Söðlað um á jöklinum Lagt hafði verið af stað í ferðina frá húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð um morguninn og ekið sem leið lá upp í Borgarfjörð. Haldið var inn á Kaldadals- leið ofan við Húsafell og þar var stopp- að til að minnka loftþrýstinginn í hjól- börðunum. Þar hafði hver ökumaður sinn hátt á en þrýstingurinn i dekkjum jeppanna var frá átta pundum niður í ftögur. Á móts við Þjófakrók var beygt af Kaldadalsleiðinni og stefnt að jöklin- um. Leiðin að jöklinum var torveldasti hluti ferðarinnar. Nokkram dögum Pólverjar Freyr Jónsson, tæknifræðingur hjá Arctic Trucks, ók „Pótverjanum“ upp á jökulinn. Pólverjinn er Toyota Land Cruiser 80 jeppi sem Freyr hefur meðal annars ekið á Suðurheim- skautslandinu og yfír Grænlandsjök- ul en félögum Blindrafélagsins gafst kostur á að prófa þennan magnaða 44“ jeppa á Langjökli. Hulda og Pólverjinn Ferðin upp jökulinn gekk vel og far- þegarnir fytgdust af einbeitingu með öllum hreyfíngum jeppanna. DV-MYNDIR JAK Arnbjörg Vignisdóttir “Ég lærði aö keyra á sínum tíma en þetta er í fyrsta skiptið í fímmtán ár sem ég sest undir stýri. Þetta var rosa gaman og bíllinn er flottur, æðislegur, “ sagði Arnbjörg Vignisdóttir sem fékk að aka 38“ breyttum Land Cruiser jeppa Skúla Skúlasonar, sölustjóra Toyota. „Þetta erbúið að vera æðislega gaman en ég hef aldrei áður komið upp á jökul og þetta er mikil lífsreynsla. “ Hulda Berglind Gunnarsdóttir Hulda B. Gunnarsdóttir fékk að prufa Toyota Land Cruiser 70 jeppa Lofts Ágústssonar, framkvæmdastjóra Arctic Trucks, en Land Cruiserinn fékk nafn- bótina Ferrari norðursins vegna stuðnings farþega jeppans við ákveðinn For- múlu 1 ökumann. Starfsmenn Arctic Trucks höfðu skömmu fyrir ferðina náð sér í aukin ökuréttindi og í aksturshluta prófsins hafði Loftur staðið sig lang- best afþeim öllum og fengið 10 í einkunn. Eftir þetta byrjuðu félagar Lofts hjá Arctic Trucks að kalla hann „Miss Daisy“ og höfðu þá í huga kvikmyndina Driving with Miss Daisy. áður hafði þar verið mikill krapaelgur sem snjóað hafði yflr. Ferðinni miðaði hægt yfir þennan hluta leiðarinnar en ailir komust þó að sjálfsdáðum þennan hluta leiðarinnar þrátt fyrir að sumir hafi hrunið niður úr snjóþekjunni í krapann. Hjálpaði þar hvort tveggja til, að ökumennimir vora vanir akstri við erfíð skilyrði og jepparnir öflugir og vel útbúnir. Þegar komið var að jökulbrún- inni var áð við skála sem þar er. Loft- þrýstingur dekkjanna var minnkaður enn meira og ferðalangamir fengu sér hressingu áður en haldið var á sjálfan jökulinn. Töluverður vindur var og snjókoma svo að skyggnið var lítið og urðu ökumennimir því að aka eftir GPS punktum. Stefnan var tekin á „Söðul- inn“ og þegar þangað var komið fengu farþegamir að prófa að aka jeppunum. 4B Sumir þeirra höfðu einhvem tíma ekið áður en aðrir vora að keyra bíl í fyrsta sinn á ævinni. Eftir að hafa leikið sér um stund var haldið ofan jökulinn en óhætt er að segja að það hafi ríkt mikil gleði og ánægja á Langjökli þennan dag. -JAK Hópurinn Það varglaður og þakklátur hópur sem spreytti sig á akstri þennan dag á Langjökli. Netfang: ■porttoursðaporttoi www.apoittoura.is • simi 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.