Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað DV DV-MYND HARI Hln öfluga hljómkviöa „Þetta er engin hundraö prósent hallelújamynd enda heföi þaö veriö fáránlegt aö gera slíka mynd um Guöberg Bergsson. Það má segja aö tilgangurinn meö þessari mynd sé aö hluta til að reyna aö skilja hvernig hann varö þessi helsti uppreisnarmaöur íslenskra bókmennta sem sló nýjan tón meö hinni öflugu hljómkviöu sem Tómas Jónsson: metsölubók var, “ segir Tómas R. Einarsson um nýja heimildarmynd um Guöberg Bergsson sem sýnd veröur í Sjónvarpinu í kvöld og annaö kvöld. Engin 100% hallelú j amynd - Tómas R. Einarsson ræðir um nýja heimildarmynd um Guðberg Bergsson Brad faldi sig á bak við skeggið Hjartaknúsarinn Brad Pitt vakti óneitanlega mikla athygli á dögun- um þegar hann kom til frumsýning- ar kvikmyndarinnar Panic Room vestur í Los Angeles. Pilturinn var fúlskeggjaður og með dökk gleraugu á nefinu. Samt tókst honum ekki að blekkja nærstadda, því bæði al- menningm- og ljósmyndarar hópuð- ust í kring um stórstjömuna. Brad Pitt var kjörinn kynþokka- fyllsta Hollywoodstjaman fyrir nokkrum árum. Þá var hann með skegghýjung, eins og sexí karla er siður, en aldrei fyrr höfðu aðdáend- umir séð hann jafn loðinn um kinn- amar og um daginn. Harrison Ford með Calistu Gamla brýnið og húsasmiðurinn Harrison Ford er nú ekki lengi að því sem lítið er. Hann viröist sem sé hafa jafnað sig eftir hjónaskilnað- inn og er kominn með hina hold- rýru Calistu Flockhart úr Ally McBeal sjónvarpsþáttunum undir arminn, Að minnsta kosti sát til gamla Hollywoodgæjans leiðandi leikkonuna ungu í sólskininu vest- ur í Kaliforníu. „Harrison og Calista virtust virkilega njóta þess að vera saman. Þau flissuðu og flissuðu og hún horfði í augu hans,“ sagði sjónvar- vottur að öllu saman. Skötuhjúin brugðu sér meðal annars inn í skartgripaverslun. * Ikvöld og annað kvöld verður sýnd í Sjónvarpinu ný íslensk heimildar- mynd um Guðberg Bergsson. Um- sjónarmaður myndarinnar er Tómas R. Einarsson sem hingað til hefur fremur verið þekktur fyrir kontrabassann, tón- list og þýðingar. „Ég hef verið í smá- vægilegum statistahlutverkum," segir Tómas um reynslu sína af kvikmynda- gerð, „en ég hef hins vegar komið nokk- uð nálægt blaðamennsku í gegnum tíð- ina og tekið viötöl, reyndar aöallega við rithöfunda. Að því leyti er ég ekki reynslulaus. Hinn sjónræni hluti er síð- an í umsjá Þorgeirs Gunnarssonar." Aðaluppreisnarmaðurinn „Ég hitti Guðberg Bergsson fyrst fyr- ir 17 árum,“ segir Tómas, „þegar ég tók við hann viðtal fyrir Þjóðviljann. Nokkrum árum síðar samdi ég lag við ljóð eftir hann. Við kjöftuðum líka stundum í síma og þá aðallega um suð- ur-amerískar bókmenntir og spænsk- ar.“ Verkefhið sem lítur dagsins ljós í kvöld kom þannig til að Tómas hafði legið yfir ævisögum og ljóðabókum spænskra höfunda sem voru félagar Guðbergs i Barcelona um 1960. „Það rann upp fyrir mér að þetta væri ekki ótengt íslenskri bókmenntasögu. Hann var í Barcelona í átta ár og það um- hverfi skipti rithöfundinn Guðberg Bergsson, aðaluppreisnarmanninn í ís- lenskum bókmenntum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar, miklu máli. Þá kviknaði þessi hugmynd um að gera heimildarmynd um Guðberg. Ég færði þetta í tal við Haildór Guðmundsson en hann og Þorgeir Gunnarsson höfðu gert fjóra þætti um Halldór Laxness. Þá kom í ljós að þessi hugmynd hafði einnig borist í tal þeirra á miili. Við slógum saman þrír en síðan þegar Halldór tók við forstjórastöðu hjá Eddu hafðþ hann ekki tíma þannig að við Þorgeir tókum verkefnið að okkur." Mikill prakkari Viðar Eggertsson leikstjóri sagði í viðtali í DV um það leyti er hann leik- stýrði Öndvegiskonum eftir Wemer Schwab að Guðbergur og Schwab ættu það sameiginlegt að skrifa af fullkomnu miskunnarleysi um fólkið sem þeir þekkja svo vel. „Ef manni þykir nógu vænt um fólk þá getur maður sagt því sannleikann," sagði Viðar og Tómas tekur undir orð hans. „Þessi hreinskilni Guðbergs er einkennandi," segir Tómas. „Hún felst í rauninni í því að hann smjaðrar aldrei heldur segir hug sinn allan án nokkurrar hugsunar um hags- muni. Kannski dvölin á Spáni hafi auð- veldað honum þetta því það er erfitt að vera hreinskilinn í mjög smáu samfé- lagi. En þó held ég að það hafi ekki skipt sköpum, þetta er karakter Guðbergs. Hann getur verið mjög óvæginn og það birtist helst í blaöagreinum hans. Fáir em þó eins mikil prúðmenni í viðkynn- ingu og Guðbergur en hins vegar býr í honum mikill prakkari og í þvi felst einn af hans stóm kostum sem rithöf- undar.“ Nýr tónn Tómas vill að aðrir dæmi um það hvort takist að lýsa Guðbergi. „Ég er ekki ósáttur við niðurstöðuna,“ segir hann. „í rauninni er sá sem klippir saman svona mynd að búa til sinn eigin Guðberg; að einhverju leyti er maður ábyrgur fyrir þeirri mynd sem er dregin upp. Það var þó ekki lagt upp með fyrirfram- gefna sýn sem við vildum ná fram. Það má segja að hún hafi sprottið eðlilega. Þetta er engin hundrað prósent hall- elújamynd enda hefði það verið fárán- legt að gera slika mynd um Guðberg Bergsson. Það má segja að tilgangurinn með þessari mynd sé að hluta til að reyna að skilja hvemig hann varö þessi helsti uppreisnarmaður íslenskra bók- mennta sem sló nýjan tón með hinni öfl- ugu hijómkviðu sem Tómas Jónsson: metsölubók var. Ég held að þar komi til ýmsir þættir, bæði er það upprunaleg skapgerð Guðbergs, uppvöxturinn í Grindavík og það að lenda í suðupotti framandi menningar i Barcelona." Hann horfir í kvöld Verkefnið óx Tómasi aldrei i augum. „Þetta var fyrst og fremst skemmtileg vinna. Það er til dæmis gaman að tala við Guðberg, meðal annars vegna þess að sjónarhom hans er oft óvænt og fjarri því að vera það sem maður býst við. Hann er oft Ulyrmislega fyndinn, líka býsna spakur og allt þar á milli." Hann veit ekki hvemig Guðbergi muni líka verkið. „Hann verður bara að horfa í kvöld," segir Tómas því Guöbergur hefur ekki enn séð myndina. „Hann hefur ver- ið tilbúin í öll viðtöl og flakkað með okk- ur um Spán. Hann hefur hins vegar aldrei spurt út í myndina að öðra leyti. Þetta er á okkar ábyrgð og hann skilar sínu. Það væri heldur ekki í hans anda aö reyna að hafa áhrif á útkomuna." Jaime Salinas, útgáfufstjóri og vinur Guðbergs, hefur verið Tómasi og Þor- geiri haukur í homi við gerð myndar- innar. „Hann hefur reynst okkur ótrú- leg hjálparhella," segir Tómas. „Hann þekkir bókmenntalífið á Spáni út og inn og það virtist nóg að nefna þau nöfn sem við höfðum áhuga á að tala við og þá sá hann um afganginn. Þar var engin fyr- irhöfn spörað. Ef ég vil þakka einhverj- um þá er það Jaime Salinas og svo auð- vitað Guðbergi Bergssyni sjálfum." -sm Miðvikudaginn 17. apríl næstkomandi fylgir DV glæsilegur blaðauki um brúðkaup. Fjallað verbur um allt það sem vibkemur undirbúningi og framkvæmd brúbkaupsins ásamt lubsynlegum hollrábum til dagurinn megi veráa sem eftirminnilegastur fyrir brúðhjónin og gesti þeirra. Síöasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 12. apríl. Auglýsendur, athugið Sími 550 5000 I Fax 550 5727 I Netfang auglysingar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.