Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað 27 I>V Farandsýning - um Halldór Laxness í Svíþjóð FRÁ GUNNARI HÓLMSTEINI i UPPSÓLUM I Kulturhuset í Stokkhólmi var í síð- ustu viku hleypt af stokkunum farand- sýningu um Halldór Laxness í tilefrii af aldarafmæli hans. Sýningin saman- stendur af tólf plakötum með þrykktum myndum og textum um skáldið, þar sem í fáum orðum er farið yfir feril hans. í sjálfu sér er ekki margt nýtt á sýn- ingunni fyrir þann sem þekkir til skáldsins. En þar er margt skemmtilegt að sjá, gamlar ljósmyndir, skemmtilegar tilvitnanir í bækur hans og góðar ljós- myndir af honum sjáifum. Við opnunina flutti Pétur Már Ólafs- son, útgáfustjóri Vöku-Helgafells, grein- argóðan fyrirlestur um Laxness og verk hans. Þá flutti Lars Lönnroth prófessor fyrirlestur sem einnig birtist síðastlið- inn sunnudag í Sænska dagblaðinu, undir fyrirsögninni „Laxness gerði bylt- ingu gegn íslensku sagnahefðinni". Þá voru veitt menningarverðlaun Sænsk- islenska samvinnusjóðsins, sem að þessu sinni féilu í skaut Báru Lyngdal Magnúsdóttur leikkonu og sambýlis- DV-MYNDIR GUNNAR HÓLMSTEINN Guðný Halldórsdóttir leikstjóri segir bíógestum (á „broken english“ eins og hún sagöi sjáif) frá tilurö myndarinnar Úngfrúin góða og Húsiö. Sýningaropnun fagnað Svavar Gestsson sendiherra, Guöný Halldórsdóttir leikstjóri, Guörún Ágústsdóttir sendiherrafrú og Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku-Helgafells. manni hennar, Peter Engkvist leik- stjóra, en þau reka Pero-leikhúsið í Stokkhólmi. Hafa þau m.a. sett upp mik- ið af leikritum fyrir böm og í fyrra settu þau einnig á svið leikritið Ormstungu, um ástir og örlög Gunnlaugs ormstungu og Helgu fógru. Fékk stykkið afar góðar viðtökur meðal gesta og gagnrýnenda. Þykja þau hafa staðið sig vel f að efla menningartengsl íslands og Svfþjóðar og því em þeim veitt verðlaunin í ár. Vefsíða leikhússins þeirra er www.pero.se. Bára og Peter stóðu einnig fyrir skemmtilegum samlestri úr íslands- klukkunni, sem nú hefur verið gefm aft- ur út í Svíþjóð bæði á íslensku og sænsku í sömu bókinni. Lásu Peter og Bára samtimis sitt á hvom tungumál- inu, sem vakti mikla kátínu meðal gesta. Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- leikstjóri var viðstödd opnun sýningar- innar og að henni lokinni lá leiðin í bíó, þar sem kvikmynd hennar, Úngfrúin góða og Húsið, var sýnd. Þetta var Sví- þjóðarfmmsýning á kvikmyndinni og á undan sýningunni flutti Guðný skemmtilega ræðu um tilurð myndar- innar. Laxness-sýningin er samvinnuverk- efni sendiráðs fslands í Stokkhólmi, menntamálaráðuneytisins, Landsbóka- safns og fleiri aðila. Kaupþing í Stokk- hólmi fjármagnaði sýninguna sem mun á næstu mánuðum flakka um Svíþjóð. Hvar hún er og hvenær er hægt að sjá á vefsíðu íslenska safnaöarins í Svíþjóð: www.kirkjan.org/laxness og www.is- land.se. Að sögn Péturs Más Ólafssonar út- gáfustjóra er áhuginn á verkum Laxness aftur að aukast meðal Svía og nýjar útgáfur á döfmni þar í landi. Pau fengu verölaun Peter Engkvist ieikstjóri og Bára Lyngdal Magnúsdóttir leikkona. Heilagleiki í loftinu - heimsókn í norska sendiherrabústaðinn fslendingar hafa alltaf verið soldið svag fyrir Norðmönnum. Gömlu höf- undamir sem sáu um að setja íslend- ingasögumar á hlað gerðu mikið úr norskum uppmna okkar og íslensk skáld máttu ekki sjá norskan kóng án þess að yrkja fyrir hann eins og eina drápu. fslenskir bændur (sem kölluðu sig hetjur í góðra vina hópi) vom í þann tíð hálfgerðar grúppíur þegar kom að hirð konunga. Það vom engir grúppíutaktar í gest- um norska sendiherrans á mánudags- kvöldið þegar hann bauð heim til sín nokkrum Noregsvinum (shr. orðið ís- landsvinur) til að hlýða á rithöfundinn Lars Saabye Christensen sem fyrir skemmstu hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína Hal- vbroren. Höfimdurinn sat miðsvæðis, nánar tiltekiö á mótum tveggja stofa í húsi sendiherrans. Meðfram veggjum vom stólar og sófar sem fólk raðaði sér í til að hlýða á lesturinn. Þetta var svolít- ið eins og ég ímynda mér fundi hjá sálarrannsóknarfélögunum, ekki síst vegna þess að það var einhver spenna, einhver heilagleiki í loftinu. Einhverjir þræðir virðast liggja milli Lars Saabye Christensen og ís- lands. f einni af vinsælustu bókum Kollegar skiptast á skoöunum Eitt af höfuöskáldum íslensks sam- tíma, Matthías Johannessen, kom til aö hlýöa á lestur kollega síns. DV-MYNDIR HARI Bókln og barniö Þaö var eins og Lars Saabye væri með ungbarn í höndunum þegar hann handlék nýjustu bók sína, Halvbroren. hans er víst fjallað um mann sem fer til fslands og í verðlaunabókinni er frægur íslendingur til umfjöllunar, enginn annar en Jóhann risi sem í Noregi var kallaður Paturson og þannig er það líka í bókinni. Höfundurinn virtist sjálfur fremur feiminn en komst allur á flug þegar hann hóf lestur úr bók sinni. Halv- broren er vel á sjöunda hundrað blað- síður og lestur hennar því bæði styrkjandi fyrir andann og helstu vöðva handleggjanna. Af þeim texta- dæmum sem höfundurinn las mátti líka ráða að hláturtaugamar fengju nokkra æfingu og jafnvel tárakirtl- amir líka. -sm Höfundurinn hógværi Lars Saabye Christensen hlaut Bókmenntaverölaun Noröurlanda- ráös fyrir skömmu. Þrátt fyrir þá upphefö og fjöldann allan af verö- launum er hann hógvær í allri framgöngu en mikill húmoristi. „ÞESSARA TONLEIKA SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS UNDIR STJÓRN ASHKENAZY Æ VERÐUR MINNST Æ SEM EINS AF HÁPUNKTUM í TÓNLEIKAHALDI HENNAR." DV. SIGFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR. 19. JANÚAR 2001. STÓRVIÐBURÐUR FIMMTUDAGINN 11. APRÍL KL. 19:30 í HÁSKÓLABÍÓI EDWARD ELGAR Fyrir rúmu ári urðu löngu tímabærir endurfundir Vladimirs Ashkenazys og Sinfóníuhljómsveitar íslands. Á þeim tón- leikum var samspil hljómsveitar, stjórnanda og einsöngvara með slíkum hætti að gestir og gagnrýnendur voru á einu máli: Tónleikarnir voru frábærir og einstakur listviðburður. Nú snýr Ashkenazy aftur í Háskólabíó til að stýra hljómsveit- inni við frumflutning á íslandi á stórvirki Edwards Elgars „The Dream of Gerontius". Á sviðið munu einnig stíga stórsöngvararnir Charlotte Hellekant, Robert Gambil og Garry Magee ásamt Kór íslensku óperunnar. Er rétt að hvetja unnendur lista að tryggja sér miða á meðan þeir bjóðast. Miðasalan er hafin en þú getur náð forskoti með því að senda strax miðapöntun á sinfonia@sinfonia.is. SPENNANDI DAGSKRÁ FRAMUNDAN: 18.4 ÁSKELL OG STRAUSS 1 Á efnisskránni eru tvö verk eftir Richard Strauss og eitt eftir Áskel Másson sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki heyrst í Háskólabíói áður. 26/27.4 VORMENN ÍSLANDS1 Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Úlafur Kjartan Sigurðsson eru í farar- broddi á glæsilegum óperutónleikum. 3.5 GÓÐUR GESTUR 1 Einleikur Erlings Blöndals Bengtssonar með Sinfóníuhljómsveitinni er alltaf sérstakt tilhlökkunarefni. í þetta skiptið er það sellókonsert Williams Waltons. 11.-26.5 HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI1 Framlag Sinfóníu- hljómsveitarinnar til Listahátíðar er þátttaka í hinni mögnuðu óperu Wagners. Miðasala hefst í Þjóðleikhúsinu 2. apríl. 30.5 SIBELIUS OG SJOSTAKOVITSJ 1 Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfónfuhljómsveitarinnar leikur einleik á tónleikum sem hafa á sér afar dramatískan blæ. (Z) LEXUS Sinfóníuhljómsveit íslands [ ■ Háskólabíó við Hagatorg V M Sfmi 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.