Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óii Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoóarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Fróttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Heiðarleiki sem eign
Deyrfé,
deyja frœndur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Fátt er mikilvægara í viðskiptum en að trúnaður og traust
ríki á milli manna, hvort heldur í einfóldum bifreiðaviðskipt-
um eða flóknum viðskiptum með verðbréf og fyrirtæki. Skil-
virkni viðskiptalífsins er undir þvi komin að heiðarleikinn sé
látinn ráða ferðinni en mönnum refsað fyrir svik og pretti.
Pétur Blöndal alþingismaður hefur bent á þá einföldu stað-
reynd að heiðarleiki í viðskiptum sé ekki ósvipuð eign og hver
önnur. Þannig er heiðarleikinn raunar ein helsta eign hvers
manns - heiðarleiki og orðspor verða seint aðskilin hvort frá
öðru. Af þessum sökum er það mikilvægt fyrir alla, og þá ekki
síst þá sem stunda umfangsmikil viðskipti, að verja heiðarleik-
ann - eignina - með öllum tiltækum ráðum. Fátt er verra fyr-
ir einstaklinga en að heiðarleikinn sé dreginn í efa.
Langtlestir sem stunda viðskipti á íslandi hafa haft heiðar-
leikann, trúnaðinn og traustið að leiðarljósi. Margir eru harð-
ir og á stundum ósvífnir, en fara ekki út fyrir mörk laga og
reglna. Og þó margt fari miður er siðferði í íslensku viðskipta-
lífi betra en víðast annars staðar.
En þeir eru til sem fara á svig við lög og reglur, - þekkja
ekki mörk hins siðlega og ósiðlega í viðskiptum. í hugum
þeirra skiptir ekkert máli annað en græða eins mikla peninga
á eins skömmum tíma og hægt er. Leiðin að ofsagróðanum
skiptir ekki mestu heldur að markinu verði náð. Fátt er heil-
agt í óseðjandi löngun eftir peningum.
Því miður hefur það viðgengist of lengi og of oft hér á landi
að þeir sem hafa annað en heiðarleikann að leiðarljósi hafi
fengið aö stunda viðskipti óáreittir. Kennitöluflakkarar, sem
stofna fyrirtæki líkt og aðrir skipta um sokka, hafa snúið á
kerfið, komiö sér undan opinberum gjöldum og maka þannig
krókinn. Útsmognir kauphéðnar gera samninga sem þeir fram-
fylgja af geðþótta og telja sig í engu bundna ef það hentar ekki
þeirra eigin hagsmunum. Heiðarlegir atvinnurekendur sitja
uppi með sárt ennið á meðan sviksemin fær að halda áfram af-
skiptalaust.
Aldrei verður hægt að setja reglur sem tryggja að allir menn
verði heiðarlegir - ekki frekar en hægt er að skylda fólk til að
vera gott hvað við annað. En samfélagið getur sett sér ákveðn-
ar siðareglur um hvernig taka skuli á þeim sem engar reglur
virða. Og smátt og smátt munu þeir einangrast og möguleikar
þeirra til að svíkja og pretta verða takmarkaðir.
Loksins
Seðlabankinn hefur loksins tekið þá ákvörðun að lækka
vexti, en bankastjórn bankans ákvað síðastliðinn þriðjudag að
lækka stýrivexti um 0,5%. Vaxtalækkun bankans er löngu
tímabær.
Allar forsendur hafa verið fyrir hendi um langan tíma að
Seðlabankinn lækkaði vexti umtalsvert en stjórnendur bank-
ans hafa þráast við. Langlundargeð viðskiptabankanna var
löngu þrotið og því var það gleðilegt þegar Landsbankinn reið
á vaðið fyrir nokkrum dögum og tilkynnti um vaxtalækkun.
Aðrar fjármálastofnanir fylgdu í kjölfarið. Lækkun viðskipta-
bankanna var táknræn aðgerð til að þrýsta á Seðlabankann.
Vaxtalækkun Seðlabankans gefur tilefni til bjartsýni um
framtíðina í íslenskum efnahagsmálum og ætti að öðru
óbreyttu að efla fyrirtækjum kjark til fjárfestinga til framtíðar.
Vonandi hefur bankinn ekki þráast of lengi við.
Óli Björn Kárason
"I
___________________________________________FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
DV
Stjörnur á Manhattan
Reynir
Traustason
ritstjórnarfulltrúi
Laugardagspistill
teaa
Gesturinn sat á einum besta veit-
ingastað Manhattan með þjón á
hverjum fmgri og fyrir augum sér
sá hann dollarana hrynja inn á
Visareikninginn einn af öðrum. En
um það var ekkert að fást. Aðalat-
riðið var að njóta þess sem í boði
var af matseðli sem var fleiri síður
en ljóðabók. Félagi hans við borðið
var öllu vanur enda hafði stórborg-
in fóstrað hann um áratuga skeið.
Hann hafði reyndar boðið félagan-
um meö sér og ákveðið að bera
kostnaðinn af því að skyggnast inn
í heim þeirra ríku og frægu.
Náttúran kallar
Þar kom að náttúran kallaði og
hann ákvað að hlýða kallinu þrátt
fyrir mótmæli boröfélagans sem
benti honum á að ekki væri til siðs
að fara á salemi á slíkum veitinga-
stað.
„Þú átt að pissa áður en þú ferð
að heiman," sagði hann.
En frestun var ekki möguleg og
hann skáskaut sér á milli hvít-
klæddra þjónanna. Maðurinn var
um það bil að leggja hönd á hurðar-
hún þegar dymar opnuðust skyndi-
lega og dýrð karlaklósettsins blasti
viö. Þar var eitt og annað gullsleg-
ið og á gólfum var marmari. Sal-
emisþjónninn var einkennisklædd-
ur frá hvirfli til ilja og hvítklæddur
eins og kollegamir í salnum. Hann
heilsaði gestinum innviröulega. Sá
tók stefnuna á klósettskálarnar
sem voru fjórar talsins. Eftir anda-
taks umhugsun valdi hann skálina
í fjærhominu. Þjónninn beið í
hæfilegri fjarlægð með klút á hand-
legg. Ekki var laust við að gestin-
um gengi illa að pissa enda er slík
athöfn þannig að hún kallar á sem
mest einrúm. Loksins kom bunan
og hann lauk sér af.
Síðan lagði hann af stað að vask-
inum með gullkrönunum. Svo sem
fimmtíu sentímetrar voru frá út-
réttri hönd að krana þegar sá hvít-
klæddi skaust fram úr honum og
hann stillti saman heitt og kalt svo
hitastigið varð hárrétt. Vestfirðing-
urinn á Manhattan varð agndofa.
Slíkum klósettverði hafði hann
aldrei kynnst þrátt fyrir að hafa
upplifað ýmislegt á þeim vettvangi.
Á sokkabandsámm sinum hafði
hann þekkt klósettvörð á alkunn-
um dansstað í Reykjavik sem tók
afgreiðslugjald fyrir að taka áfengi
til geymslu um miðjan dag og af-
henda það sömu viðskiptavinum að
kveldi. Sá hinn sami seldi einnig
rakspíra og ýmislegt annað gegn
gjaldi sem var víðsfjarri því að
vera hóflegt. Þá mundi hann glöggt
eftir gamalli konu í Rúmeníu sem
seldi klósettpappír í smásölu af
rúllu þar sem hver örk kostaði
smáaura. Hann var nú að upplifa
áður óþekktan klassa af þjónustu á
salemi.
Nýþveginn
Hann hrökk upp af hugsunum
sínum sem sprottnar voru af þeirri
sælutiifmningu sem fylgir því að
vera með hendur sínar á leiðinni
undir bunu af volgu vatni. En þar
sem hann teygði fram hendumar
var sá hvítklæddi enn kominn og
nú með gulllitan brúsa með dælu.
Hann benti gestinum á að snúa
hægri lófanum upp. Sá hlýddi um-
yrðalaust og uppskar að launum
ilmefni af sápukyni sem sprautað
var í lófann. Svo hófst handþvottur-
inn undir vökulu auga þjónsins
sem beið með duluna á hendi sér.
Eftir að hafa notið handþvottarins
um stund ákvað hann að mál væri
að linnti. Hann hristi hendumar
tvisvar og svipaðist um eftir hand-
þurrku. Þar sem hann hafði beint
höfðinu fjórðung til hægri sá hann
að þjónninn kom sem hvítur storm-
sveipur með klútinn á milli handa
sér. Hann réðst umsvifalaust á
hendur gestsins og þurrkaði. Að
því loknu greip hann fatabursta og
hóf að dusta axlir gestsins.
Þegar athöfninni var lokið svipti
þjónninn upp hurðinni og hélt
opnu. Nýþveginn og burstaður Is-
lendingurinn var uppfullur af óör-
yggi þess sem ekkert þarf að gera
óstuddur. Hrifinn af fágaðri fram-
komu salemisvarðarins lét hann
hrifningu sína í ljós: „Þér hljótið að
elska starf yðar,“ sagði hann á Ox-
fordensku. Hann fékk svarið um
hæl: „Nei, ekkert sérstaklega en ég
er afskaplega hrifinn af þjórfé,“
svaraði hann. Hann leit í augu
einkaþjónsins og greindi dollara-
glampa. Gesturinn dró upp veski
sitt. Honum gafst ekki ráðrúm til
að meta þjónustuna á saleminu til
verðs og í fáti rétti hann mannin-
um 50 dollara seðil. „Góður mað-
ur,“ sagði sá hvíti um leið og hann
lokaöi dyrunum á milli þeirra.
Stjarna lyftir hönd
„Þetta er heimur hinna riku,“
hugsaði gesturinn stoltur og jafn-
framt undrandi yfir því hvað hann
væri að þvælast þama. Hann kink-
aði lauslega kolli til heimsþekktrar
kvikmyndastjömu sem sat ásamt
kollegum við fjórða borð frá hans
eigin. Hún vinkaði honum lauslega
og hjartað sló hraðar í brjósti hans.
Hvað gat verið merkilegra en að fá
kvikmyndastjömu til að lyfta hönd
fyrir sig persónulega. Ljómi heims-
frægðarinnar endurvarpaðist á
hann og allra augu í salnum hvíldu
á Vestfirðingnum. Úr spumarsvip
fólksins mátti lesa að hann hlyti að
vera frægur maður sem dúkkað
hefði upp í heimsborginni. Hann
ákvað að gefa engin færi á spum-
ingum sem kalla myndu á svör sem
umsvifalaust gengisfelldu hann og
gekk ákveðnum skrefum að borði
sínu. Þegar hann var sestur sá
hann út undan sér að við næstu
borð var fólk að borða og sumir
horfðu svo lítiö bar á í átt til hans.
„Þetta er heimur hinna
ríku,“ hugsaði gesturinn
stoltur en jafnframt
undrandi yfir því hvað
hann væri að þvœlast
þama. Hann kinkaði
lauslega kolli til heims-
þekktrar kvikmynda-
stjömu.
Hann brosti út í annað eins og
hann hafði séð kvikmyndastjörnur
af karlkyni gera en var annars
svipbrigðalítill.
Félagi hans var þögull við borð-
ið. Hann var lítt uppnæmur fyrir
heimsfrægu fólki og hjá honum var
engin tilbreyting fólg-
in í því að sitja í sal
með slíkum. Þá
var hann hálf-
fúll yfir þeim
skorti á manna-
siðum sem ráku
gestgjafa hans á
salemið. „Hún
heilsaði mér,“
sagði gesturinn
til að vinna sig í
álit hjá félaga sín-
um. „Hver heils-
aði þér?“ spurði
hann og gesturinn
benti á leikkonuna
svo lítið bar á.
„Regla tvö er að
benda ekki á frægt
fólk,“ hvæsti félag-
inn en lét síðan í
ljósi feiknarlega að-
dáun á Vestfirðingn-
um þegar hann gerði sér grein fyr-
Sigrar og sorgir
Eftir tímabil nokkurra vikna mót-
lætis hefur Davíð Oddsson nú tilefrii
til að brosa. Út í annað í það minnsta.
Seðlabankinn tilkynnti á ársfundi
sínum í vikunni um 0,5% lækkun
stýrivaxta og viðbrögðin hafa ekki
látið á sér standa. Ríkisstjómin hefur
öll sem ein búið til fagnaðarbylgju
eins og menn þekkja af íþróttakapp-
leikjum. Stjómandi bylgjunnar hefur
einmitt verið Davíð Oddsson sem tel-
ur að kaflaskil séu nú orðin í efna-
hagsmálum og tímabil enn frekari
vaxtalækkana sé fram undan. Von-
andi hefur hann rétt fyrir sér í því.
Það er merkilegt hvemig sum
þjóðfélagsfyrirbæri - eins og til dæm-
is vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka -
hafa tilhneigingu til að safna í sig
stöðuorku og tregðu. Seðlabankinn
hefur tekið sjálfstæði sitt afar hátíð-
lega og hegöar sér um margt að hætti
erlendra seðlabanka. Spakvitrir
menn í útlöndum hafa löngum haft á
orði að enginn stjórnmálamaður sem
raunverulega vill vaxtalækkun setji
fram slíka kröfu gagnvart seðlabanka
í heimalandi sínu. Það sé vísasta leið-
in til að koma í veg fyrir vaxtalækk-
un. Ekkert sé seðlabönkum fjær
skapi en að fara að fyrirmælum
stjórnmálamanna. Því þykja það póli-
tisk heilræði, þar sem menn eru
orðnir vanir sjálfstæðum seðlabönk-
um, að biðja ekki um vaxtalækkun
telji þeir hana nauðsynlega - nær
væri að biðja um vaxtahækkun!
Tregðan yfirunnin
En tregðan sem fylgdi sjálfstæðis-
stefnu Seðlabankans gaf sig fyrir
rest. Vandi Birgis ísleifs Gunnars-
sonar og félaga felst nú í því aö fá
okkur til að trúa að vaxtalækkunin
hafi í raun verið yfirveguð og frjáls
ákvörðun sjálfstæðs seðlabanka - aö
bankinn hafi ekki einungis verið að
bregðast við pólitískum þrýstingi
sem magnaðist upp í síðustu viku
með því að viðskiptabanki í meiri-
hlutaeigu ríkisins - Landsbankinn -
lækkaði sina vexti. Var það Davíð,
Landsbankinn eða Seðlabankinn sem
var hinn fyrsti gerandi í þessu ferli?
Meira að segja frambjóð-
endumir sjálfir og
fomstumennimir verða
órólegir og þeir fara að
hika í hrœðslu um að
gera mistök.
Það mun víst seint koma í ljós og á
meðan vitum við ekki með vissu
hversu mikið sjálfstæði Seðlabank-
ans í rauninni er. En það breytir þó
ekki því að hreyfing er komin á mál-
ið, tregðulögmálið var yfirunnið og