Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 Helgarblað DV J.R.R. Tolklen Oxford-prófessorinn sem skrifaöi Hringadróttinssögu. „Satt aö segja er ég hobbiti sagöi hann eitt sinn. Höfundur Hringa- dróttinssögu Fyrsti hluti frábærrar kvikmyndar um Hrlngadróttlnssögu hefur endurvakiö áhuga á þessu mikla verki Tolkiens. Tolkien fæddist 1892 og var skírður John Ronald Reuel Tolkien. Hann missti foður sinn þriggja ára gamall. Hann var mjög bráðþroska og var orðinn læs fjögurra ára gamall. Móðir hans hóf þá að kenna honum latnesk orö og hann hafði ekki síður ánægju af hljómi þeirra en merkingu. Hann þótti sem bam afar góður teiknari og hafði sérstaka ánægju af að teikna landslag og þá sérstaklega tré. Hann hafði mikiö dálæti á trjám, klifraði upp i þau, hallaði sér upp að þeim og talaði jafnvel viö þau. Hann var afar sólgin í að lesa og heyra sögur. Ein eftirlætissaga hans var sagan af Sigurði fáfnisbana og sjö ára gam- all samdi hann sína eigin drekasögu. Þegar Tolkien var þrettán ára lést móðir hans. Dauði hennar hafði mikil áhrif á Tolkien og trúin skipaði nú æ meiri sess í hjarta hans. Hann var í eðli sínu glaðlyndur persónuleiki. En eftir dauða móður hans varð hann alvörugefnari og átti vanda til þunglyndiskasta sem stóðu þó aldrei lengi. íslandsvinurinn Tolkien Tolkien var góður námsmaður og afburða mála- maður. Hann lærði til dæmis íslensku, las sér til um gotnesku og lærði hrafl í frnnsku. Hann skemmti vinum sínum með því að fara upphátt með hluta úr Bjólfskviðu sem hann kunni nær því utan að eða sagði þeim kafla úr Völsungasögu. Hann las íslend- ingasögur og Völuspá á íslensku. íslensk tunga - eftir Matthías Jochumsson Hvað er nú tungan? - Ætit enginn orðin tóm séu lífsins forði. - Hún er list. sem logar af hreysti. lifandi sái í greyptu státi, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, fiaumar lífs. í farveg komnir fteygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarijóð frá elztu þjóðum. Heiftareim og ástarbríma. örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum IJóði vígðum - geymir í sjóði. Matthías Jochumsson fæddist áriö 1835 og lést áriö 1920. Hann telst eitt helsta skáld rómantísku stefnunn- ar hér á landi. Ljóö hans eru rík af tilfinningu og mikilli orögnótt. Matthías var eldheitt trúarskáld og er Lofsöng- urinn, þjóösöngur íslands, ágætt dæmi þar um. Hann var ágætur þýöandi og þýddi meöal annars fjögur leikrit eftir William Shakespeare. Tolkien gegndi prófessorsstöðu í fornum málvís- indum við Oxford í tuttugu ár. Hann var alræmdur fyrir það hversu hratt og óskýrt hann talaði og það olli nemendum hans talsverðum erfiðleikum. Þeir þurftu aö einbeita sér af öllu afli til að geta skrifað upp eftir honum glósur. En honum tókst ætíð að gera námsefnið lifandi og áhugavert. Tolkien og Edith kona hans eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur og i einni ævisögu Tolkiens er sagt að íslenskar bamfóstrur hafi um tíma gætt bamanna og sagt þeim sögur af íslensk- um tröllum. Líf Tolkiens var á ytra borðinu tíðinda- lítið og vanafast. Hann leit yfir blöðin á morgnana en las þau ekki af áhuga, fréttir komu honum lítið við en hann hafði ánægju af að glíma við blaða- krossgátur. Hann hitti reglulega kennara í Oxford í svonefndum Kolbítahópi og þeir lásu saman íslend- ingasögur en enginn kennaranna tók Tolkien fram í íslensku. Tolkien átti mestan þátt í stofnun klúbbsins og vildi sýna samkennurum sinum að ís- lendingasögumar væra þess virði að lesa þær á frummálinu. Eftir lesturinn var efni sagnanna rætt. í hópnum var C. S. Lewis, höfundur Namíu- bókanna. Þeir Tolkien urðu nánir vinir og Tolkien las upphátt fyrir Lewis úr Silmerilnuin, bók sem hann var að skrifa og segir frá sköpun heimsins, um tilkomu álfa, manna og dverga og baráttu myrk- urs og Ijóss. Lewis hvatti hann til að ljúka við bók- ina. Tolkien sagði seinna: „Hann var lengi eini áheyrandi minn. Aðeins frá honum fékk ég þá hug- Gerður Krlstný, skáld og ritstjóri, segir frá Astrid Llnd- grens klogebog. „Astrid Lindgrens klogebog fann ég i bókabúð á Kastrup-flugvelli fyrir tveimur árum. Ég var að koma af Hróarskelduhátiðinni sem reyndist dramatiskari en reiknað hafði verið með. Átta ungir menn héldu heldur óvænt til Nangijala. Þegar ég sá bókina fyrst fannst mér standa á henni „kogebog" og hélt að hér mætti fmna upp- skriftina að pönnukökunum hennar Línu langsokk, blóðbollum mömmu Emils sem enduðu siðan framan i pabba hans og síðast en ekki síst kjötsúpunni sem var svo ljúffeng að drengurinn varð að stinga höfðinu ofan í til að fá síðustu dropana. Bókin reyndist geyma annað og betra en uppskriftir, hún er stútfull af snjallyrðum Astrid- ar. Þau eru meðal annars fengin úr bókunum hennar, viðtölum við hana og meira að segja má þar finna lesendabréf Astridar í Dagens Nyheter frá árinu 1939 þar sem hún bendir á hvað full- orðnir séu dónalegir við böm. „Það er ekki auð- velt að vera bam, nei! Þaö er erfitt, mjög erfitt,“ skrifar Astrid. „Hvað hefur það í fór með sér að vera bam? Það hefur það í fór með sér að maður þarf að fara að sofa, klæða sig, borða, bursta tenn- ur og snýta sér þegar þaö hentar fullorðnum, ekki þegar það hentar manni sjálfum ... Það þýðir líka að maður þarf að taka því orðalaust að fullorðnir tjái sig um útlit manns, heilbrigði, útgang og framtíðarhorfur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvaö myndi gerast ef fullorðnum yrði boðið upp á það sama.“ mynd að skrif mín gætu orðið eitthvað meira en áhugamál ætlað mér einurn." Hobbiti fæðist Kvöld nokkurt var Tolkien að fara yfir prófúr- lausnir nemenda. Einn nemandinn hafði skilið eftir auða blaðsíðu á prófúrlausn sinni og Tolkien skrif- aði á hana: í jarðholu nokkurri bjó hobbiti. „Eftir það hugsaði ég með sjálfum mér að ég yrði aö kom- ast að því hvemig hobbitar væra,“ sagði Tolkien. „Satt að segja er ég hobbiti," sagði Tolkien eitt sinn, „að öllu leyti nema í stærð. Ég er hrifinn af görðum, trjám og opnu landslagi. Ég reyki pípu og mér líkar við góðan einfaldan mat. Ég er hrifinn af sveppum, hef mjög einfaldan húmor, ég fer seint að hátta og seint á fætur. Ég ferðast ekki mikið.“ Tolkien skrifaði Hobbitann fyrir böm sín. Útgáfu- stjórinn hans hafði þá skoðun að bestu dómarar bamabóka væru börn og bað því tíu ára son sinn að lesa handritiö og gefa því umsögn. Hann sagði bók- ina góða og fékk einn shilling fyrir verkið. C.S. Lew- is skrifaði ritdóm um Hobbitann og hóf bókina til skýjanna en hann var ekki einn um það því gagn- rýnendur í Bretlandi og Bandaríkjunum vora nær einróma i lofi sínu. Tolkien vildi nú gefa út Silmer- illinn en útgáfustjóri hans var ekki á því að sú bók ætti að fylgja í kjölfar Hobbitans og bað Tolkien að skrifa aðra bók um Hobbitann. Tolkien fór að ráð- um hans en lenti fljótlega í vandræðum. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hann ætti að láta gerast í bókinni. Smám saman þreifaði hann sig áfram og skrifaði Hringadróttinssögu á nætumar á bakhliðar gamalla prófúrlausna frá nemendum sínum. Verk skrifað með lífsblóði Hann skrifaði útgefanda sínum og sagðist vera farinn að gleyma bömum við skriftimar og að bókin gæti hugsanlega hrætt börn. „Vel má vera að hún henti ekki,“ skrifaði hann. Þegar hann hafði lokið við verkið sagði hann útgáfustjóra sínum að verkið væri ekki gallalaust „en það er skrifað með lífsblóði mínu, eins og það er, þykkt eða þunnt og ég gat ekki gert það öðruvísi". Það hafði tekið hann tólf ár að skrifa bókina og þegar hann hafði lokið henni var hann að nálgast sextugt. Tolkien kveið viötökum, „mér er ómögulegt að láta mér standa á sama hvað sagt verður," sagði hann. Bókin fékk mjög góða dóma. í Bretlandi skrif- aði einn gagnrýnandi: „Eitt merkilegasta bók- menntaverk á okkar tímum eða hvaða tímum sem er. Það er huggunarrikt á þessum erfiðu tímum að vera enn einu sinni fullvissaður um að hinir hóg- væra muni erfa jörðina." Hringadróttinssaga færði Tolkien heimsfrægð. Blaðamenn þyrptust að heimili hans til að biðja um viðtöl. Hann kærði sig ekki um athygli en var svo kurteis að hann átti í erfiðleikum með að neita. Hann tók það ráð að velja úr þá blaðamenn sem hann kunni við og tala eingöngu við þá. Almennir lesendur lögðu sömuleiðis leið sina að heimili hans og hann bauð þeim inn en hafði þann sið að láta vekjaraklukkuna hringja eftir nokkrar mínútur og gaf gestunum þannig í skyn að mikilvæg verk biðu hans. Hann varði elliárum sínum í að dytta að Sil- merilnum sem var gefin út að honum látnum. Tolkien lést árið 1973, 81 árs. Æskan er svo sannarlega varhugavert ástand. Ég læt aðra tilvitnun fylgja með úr Astrid Lind- grens klogebog en hún er úr viðtali sem Svenska Dagbladet tók við Astrid árið 1970: „Ég hef engan boðskap fram að færa. Samt vildi ég gjaman út- breiða almennt umburðarlyndi fyrir mannlegum brestum." Ekki ónýtt markmið!" Snjallyrði Astridar Meinfyndinn Kundera Hlálegar ástir er smásagna- safn eftir Milan Kundera. Safnið geymir sjö sögur sem fjalla um ástina, kyniífið, sjálfsvirðinguna og blekkinguna. Já, það er marg- ur vandinn sem fylgir því hlut- skipti að vera manneskja eins og Kundera sýnir lesendum. Þetta eru meinfyndnar sögur, sú fyrsta, Enginn mun hlæja, gefur tóninn og er eiginlega sálfræði- lega grimm í fyndni sinni. Eng- inn ætti að vera svikinn af lestr- inum. Bókin er nýkomin út hjá Máli og menningu í þýðingu Friðriks Rafhssonar. Kvótiö Ég kýs félagsskap hinna ómenntuðu þvíþeim hefur ekki verið kennt til fulls hvemig á að rökrœða vitlaust. Montaigne Bókalístinn ALLAR BÆKUR_________________ 1. ISLENSK ORÐABÓK. Árni Böðv- arsson ritstyrði 2. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 3. ENSK-ISL. / ÍSL.-ENSK ORÐABÓK - 2000 útq. Orðabókaútqáfan 4. BRENNU-NJÁLSSAGA. Jón Böðv- arsson ritstýrði 5. BÓKIN MEÐ SVÖRIN eftir Carol Bolt 6. SPÁMAÐURINN eftir Kahlil Gibr- an 7. AFMÆLISDAGAR MEÐ STJÖRNU- SPÁM eftir Amy Enqilberts 8. UÓÐASAFN TÓMASAR GUÐ- MUNDSSONAR. Tómas Guðmunds- son 9. DAGAR ISLANDS eftir Jónas Raqnarsson 10. MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT Á ... Þórarinn Eldjárn ís- lenskaði SKÁLDSÖGUR_______________ 1. SÁLMABÓK. Ýmsir höfundar 2. NJÁLA, Jón Böðvarsson ritstyrði 3. UÓÐASAFN TÓMASAR GUÐ- MUNDSSONAR. Tómas Guðmunds- son 4. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason 5. HRINGADRÓTTINSSAGA 1-3 í öskju eftir J.R.R. Tolkien 6. HOBBITINN eftir J.R.R. Tolkien 7. MÝRIN eftir Arnald Indriðason 8. ANNA, HANNA OG JÓHANNA eftir Marianne Fredriksson 9. ISLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness 10. STEINN STEINARR - UÓÐA- SAFN. Steinn Steinarr Metsölulisti Eymundsson 21.3-26.3 ERLENDAR KIUUR 1. 2ND CHANCE eftir James Patter- son oq Andrew Gross 2. THE SUMMONS eftir John Gris- ham 3. THE COTTAGE eftir Danielle Steel 4. ATONEMENT eftir lan McEwan 5. THE STONE MONKEY eftir Jeffery Deaver Listinn er frá New York Tlmes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.