Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 17 DV Helgarblað Á vélsleða frá Mývatni að Dettifossi: Með kraftinn milli fótanna Dettifoss1 Gæsafjöll Leirhnjúkuf ..... .. „ Krafla Hiiöarfjai' j istaöin Það var fallegt yfir að líta þegar ég keyrði frá Akureyri um Víkurskarð til Mývatns. Leiðin lá að Skútustöð- um þaðan sem ég ætlaði á vélsleða hundrað og flmmtán kílómetra leið þvert yfir Mývatn, gegnum Reykja- hlíðarhverfið að Kröflu og Leirhnjúk. Þaðan um Hágöng og norður fyrir Ei- líf að Dettifossi. Á leiðinni heim stóð til að koma við hjá Selfossi og Hafra- gilsfossi og halda svo sömu leið til baka. Ég hef almennt frekar lítinn áhuga á útvist og geri mér sjaldan ferð út á land að óþörfu, samt sem áður hlakk- aði ég mikið til ferðarinnar. Ég hafði aldrei komið á þessar slóðir áður né ekið vélsleða og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Mér hafði ver- ið sagt að það væri ekkert mál að keyra sleða. „Þú gefur bara ailt i botn og stýrir." eða: „Þetta er eins og að keyra torfæruhjól nema hvað þú ert í snjó.“ Ég var því fuilur bjartsýni og sjálfstrausts þegar ég renndi í hlað við Selið á Skútustöðum. Ekið í kringum Mývatn Fararstjórinn sem átti að taka á móti mér við Selið var ekki á staðn- um og loksins þegar ég fann mann- inn bað hann um lengri tíma til að jafna sig eftir kvöldið áður sem hafði reynst honum erfiðara en hann átti von á. Ég notaði þvi tímann til að keyra í kringum Mývatn. Mývatn er fjórða stærsta vatn landsins og úti i því eru yfir fjörutíu eyjar og hólmar. Á sumrin veiða bændumir á bæjunum í kring silung í vatninu og eflaust má gera það líka niður um ísinn þó ég viti það ekki með vissu. Sum ömefnin í kringum Mývatn komu mér skemmtilega fyrir sjónir, Vindbelgjarfiall, Slútnes, Rönd og Jarðbaðshólar. Útsýnið af Vind- belg yfir Mývatnssveit er mjög gott og fiallið auðvelt uppgöngu. Jarðbaðs- hólar em gíghólar sem draga nafn sitt af baðhúsi sem var gert yfir gufu- holu og notað sem gufubað en mikið var látið af lækningamætti þess í gamla daga. Ég naut bíltúrsins út í æsar því veðrið var eins og best verður á kos- ið, heiðskírt, logn og frost. Presturinn í útvarpinu þrumaði af krafti: „laus- mælgi, hroki og heimska, allt kemur þetta innan frá. Kristur færir okkur kærleika, gleði, frið, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi." Hvílík snilld. Brotið drifskaft Rétt fyrir klukkan eitt birtist farar- stjórinn og sagði mér að hann væri búinn að útvega sleða og að ég færi í samfloti með ellefu öðrum vélsleða- köppum. Vélsleðaferðin var að verða að veruleika. í fyrsta áfanga ferðarinnar var bnrnað yfir Mývatn, frá Skútustöð- um að Reykjahlíð. Við stoppuðum á leiðinni og fararstjórinn sagði okkur eitt og annað um vatnið og benti okkur á leiðina sem við áttum eftir að fara. Því næst var haldið að Kröflu. Þar sem ég er óvanur sleða- ferðum hélt ég mig aftast og undi hag mínum vel í hægagangi þar til drifskaft i sleðanum brotnaði og ég horfði á eftir ferðafélögunum hverfa út yfir hraunið við Hlíðarfiall. Sem betur fer áttuðu þeir sig á því að ég hafði helst úr lestinni og sneri einn þeirra við til að sækja mig. Ég fékk far með honum að Kröflu þar sem mfn beið annar sleði. Krafla er allbrattur rúmlega átta hundruð metra hár móbergshryggur sem er sundursoðinn af jarðhita. Einn gígurinn heitir Víti eða Helvíti, hann er um þrjú hundruð metrar í þvermál og í honum er þrjátíu metra Eilífur Á vélsleóa frá Skútu- stöðum að Dettifossi Hápunktur ferðarinnar var þegar Við Leirhnjúk Garðar Héðinsson fararstjóri, Kári Þórðarson, Rósa Guömundsdóttir, Jóhannes Hreiðar Hákonarson, Emma Baldvinsdóttir, Stefán Einarsson, Sigríður Vigfúsdóttir, Baldur Garöarsson, Rúnar Marteinsson, Kristinn Gylfa- son og Fanney Jónsdóttir. Dettlfoss Útsýnið við Dettifoss er stórkostlegt enda vatnsmesti foss á landinu. Kristinn Gylfason lét sig ekki muna um að bruna niður brekkuna aö fossinum og stilla sér upp á gilbarminum. Skrafað og skeggrætt Við stoppuðum nokkrum sinnum á leiðinni og fararstjórinn sagði okkur eitt og annað um leiðina og náttúruna í kring. Haldið heim Eftir að hafa skoðað nokkra fossa í Jökulsá á Fjöllum var haldið heim á leið. Gefiö var vel í og gekk ferðin því vel. við komum að Dettifossi. Ég hafði aldrei komið þangað áður en fyrsta myndin sem ég man eftir af fossinum var á gömlu frímerki og það var sú mynd sem ég hafði af honum í huga mér, hún var röng. Dettifoss er stærri en svo að hægt sé að gera honum skil á frí- merki. Hann er aflmesti foss í Evrópu, tilkomu- mikill og glæsilegur þar sem hann fellur tæplega hundrað metra breiður og fiörutíu og fiögurra metra hár fram af klettabrúninni. Fossinn var að hluta í klakaböndum og það gerði hann fal- legri og hrikalegri í senn. Á heimleiðinni var meðal annars staldrað við hjá HafragOsfossi sem er tveimur kílómetrum neðar í gljúfr- inu. Hann fellur tuttugu og sex metra hár niður Hafragil sem er um kíló- metri að lengd og er taliö vera fom farvegur eftir kvisl úr Jökulsá. Hópurinn kom aftur að Skútustöð- um tæpum sex klukkustundum eftir að lagt var af stað. Ferðin var hin ánægjulegasta, ég var að visu þreytt- ur í höndunum enda óvanur að stjóma vélsleða. Þreytan gleymdist fljótlega en minningin um ferðina lif- ir sem skemmtilegt ævintýri með góöu fólki. -Kip djúpt vatn. Rétt fyrir 1980 var reist gufuaflsvirkjun suðvestan við Kröflu. Sá ekkert fyrir móðu Næsti áfangastaður var Leirhnjúk- ur sem er fimmtíu metra hátt mó- bergsfiall, vestan við Kröflu. Það tók mig tima að átta mig á nýja sleðanum og læra að stjóma kraftinum á milli fótanna. Vélsleðar em ótrúlega kraft- mikil tæki og ná miklum hraða á skömmum tíma. Samferðamennimir ráðlögðu mér að gefa vel í, halda jöfhum hraða og slá ekki af hvað sem á gengi. Ég reyndi að fýlgja þessum ráðum sam- viskusamlega en freistaðist oft til að hægja á mér þegar ég sá ekki hvað var handan við næstu hæð og var hættur að sjá fyrir móðu sem safnað- ist innan á augnhlífina á hjálminum. Eins og gefur að skilja var mikið talað um vélsleða í ferðinni og á köfl- um fannst mér tilgangur ferðarinnar vera að bruna milli staða og tala um mismunandi vélsleða, kosti þeirra og galla. Ég lærði ýmislegt skemmtilegt um vélsleða í ferðinni en menn voru ekki sammála um hvaða tegund ég ætti að fá mér þar sem ég hlyti að vera kominn með bakteríuna. Mér fannst líka gaman að heyra hvað menn kölluðu sleðana, Polaris gekk undir nafninu Bilaris en Yamaha- sleðum var líkt við vörður þar sem þeir áttu að bila mikið og standa eins og vörður úti í auðninni. Við Dettifoss DV-MYNDIR V. HANSEN BJargvætturlnn Kári Þórðarson sleðagarpur kom og sótti mig þegar drifskaftið brotnaði í sleðanum mínum og eftir þaö hafði hann auga með mér þar sem hann vissi að ég var óvanur. Takk fyrir hjálpina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.