Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002
37
DV
Helgarblað
Guölaugur vildi fá aö
vera meö Drottni
„Svo var ég einn daginn aö aka 7
Cadillacnum eftir Suðurlandsbraut-
inni og þá hringdi síminn. Þetta var
Eiríkur Sigurbjörnsson, stofnandi
Omega, sem bauð mér að vera með
vikulegan þátt á stöðinni. Ég ræddi
við þá og fór heim og bað til Guðs
og var að reyna að átta mig á þvi
hvort þetta væri hans vilji. Þá rifjað-
ist allt í einu upp fyrir mér sýn sem
ég sá 1992 þegar ég var i biblíu-
skóla í Ameríku. Þá sá ég sýn, sjálf-
an mig á hvítu tjaldi, og þegar ég
mundi þetta ákvað ég að segja já. “
þeirra sem biðja tii Föðurins að játa
syndir sínar, biðjast fyrirgefningar
sem og að fyrirgefa öðrum. Þetta
sagði Frelsarinn mér og leiðbeindi
mér um það hvemig ég ætti að
kenna Faðirvorið."
Fyrir þá sem eru ekki vanir að
sjá aðra en þá sem eru af þessum
heimi og eiga við mann jarðbundin
erindi eins og gamlar skuldir, óunn-
in verk eða vilja selja manni bíl, er
þetta dálítið stór biti að kyngja. En
það er augljóst að fyrir þeim sem
hefur höndlað Herrann eins og seg-
ir í kvæðinu er þetta lifandi og virk-
ur sannleikur og veruleiki.
Bænin og hjónabandið
Guðlaugur segist hafa alist upp við
mikið og lifandi trúarlíf en foreldrar
hans voru mjög trúaðir og móðir
hans var alin upp í Betel-söfnuðinum
í Vestmannaeyjum. Hann starfar sem
trúboði í dag og rekur sitt eigið
kristniboðsstarf ásamt eiginkonu
sinni, Kolbrúnu B. Jónsdóttur, sem er
jafnan með honum í þáttunum á
Omega eins og þeir sem horfa á stöð-
ina kannast eflaust við. Guðlaugur
segist hafa beðið Drottin mikið um
það á sínum yngri árum að hann
mætti verða hamingjusamur og hann
segist vera hamingjusamur í sínu
hjónabandi meðal annars vegna þess
að þau hjónin eru samstiga í trúnni
og biðja saman.
„Það er svo nauðsynlegur þáttur í
sambandinu og ég á erfitt með að
hugsa mér fullkomið hjónaband án
þess.“
Guðlaugur var í sambúð áður og
segist heiðra þá konu og virða sem
jafnframt er móðir þriggja bama
hans. Með Kolbrúnu á hann tvö böm
og í ljósi þess hve Guðlaugi verður
tíðrætt um að velja það rétta í lífinu
er freistandi að spyrja hann hvort
það sé ekki erfitt verkefni að ala upp
böm í nútímaþjóðfélagi í réttum
kristilegum anda.
Guð er hvorki kýr né kanína
„Það er það alls ekki. En það verð-
ur að hjálpa þeim og kenna þeim að
velja rétt, að velja það sem gefur góð-
an andlegan ávöxt en ekki það sem er
neikvætt og ber dauðann í sér. Það er
gríðarlegt framboð af alls konar eöai í
blöðum, fjölmiðlum og kvikmyndum
sem ber með sér andlegan dauða. Við
leitumst við að lifa lífinu lifandi og
njóta blessana Föðurins í Kristi Jesú
en hins vegar að forðast það sem elur
á synd holdsins.
Líkaminn er muster GUðs, okkar
musteri og það má ekki gleyma því að
Guð skapaði manninn í sinni mynd.
Þegar við sjáum Guð þá er hann í
mannsmynd. Hann er hvorki kýr né
kanína heldur hefur útlit sem maður.
Það má ekki þvinga bömin heldur
kenna þeim að velja rétt og forðast
freistingar en ég myndi ekki segja að
það væri erfitt. Ef maður elskar
Drottin í hjarta sínu, þá langar okkur
að þóknast vilja hans.“
Stærsti sértrúarsöínuðurinn
- Þegar ég spyr Guðlaug hvort fjöl-
skylda hans tilheyri einhverjum sér-
trúarsöfnuði þá svarar hann því til að
þetta orð eða heiti sé yfirleitt rang-
lega notað:
„I minum huga er stærsti sértrúar-
söfnuður landsins lúterska kirkjan.
Sértúarsöfnuðir era þeir sem nota
hluta af Guðs orði en hafna öðru og
gera það sem þeim hentar og búa
þannig til sínar eigin trúarathafnir
gegn Guðs orði. Við eigum að tilbiðja
Föðurinn í anda og sannleika, Faðir-
inn leitar slíkra. Andinn er í Heilög-
um anda og sannleikurinn er Guðs
Orð. Sumir segja að Biblían sé aðeins
mannanna verk og sumt sem þar
stendur eigi ekki erindi til okkar en
ég segi að Guðs orð úreldist aldrei.
Allt sem er ritað þar er satt. Það er
líka talað um bókstafstrúarmenn í
neikvæðum skilningi en ég er bók-
stafstrúarmaður því við eigum að
trúa orðinu og rannsaka það.“
Ellefti september - hefnd
fyrir hórdóm
- Það er freistandi að spyrja Guð-
laug, sem heldur þvi fram að myrkrið
muni vaxa á síðustu tímum og að
heimurinn sé að fara í gegnum sitt
lokaskeið og endi síðar með dómi og
heimsendi þar sem öllu sem tilheyrir
Djöflinum þar með töldum öllum
þeim sem vantrúaðir eru verði varp-
að í eldsdíki, hvort hryðjuverkin sem
framin voru ellefta september í
Bandaríkjunum hafi einhverja sér-
staka merkingu í þessu samhengi.
Eru þau með einhverjum hætti tákn
um að heimsendir sé í nánd?
„Ég held að tumamir tveir hafi
verið tákn um stærilæti mannsins og
bandaríska þjóðin hefur drýgt stórar
syndir. Þótt þeir sem frömdu hryðju-
verkin hafi ekki verið kristnir þá
blöskraði þeim sá hórdómur og sið-
spilling sem Bandaríkin dreifa um
allan heim gegnum sínar kvikmyndir
og tónlist. Það er sannarlega verk
Frelsarinn mættur
- Af þessu má ráða að hinum
hreintrúuðu finnist við lifa á við-
sjárverðum tímum og þegar litið er
yfir listann yfir allt það sem er at-
hugavert við okkar tíma þá hljótum
við að telja þetta nokkuð hörð orð.
„Þetta eru ekki hörð orð,“ segir
Guðlaugur. „Þetta er sannleikur-
inn.“
Guðlaugur er nefnilega eins og
aðrir sem trúa. Hann virðist ekki ef-
ast því hann veit að hann er hólp-
inn. Þegar hann situr andspænis
dauftrúuðum blaðamanni DV og
nær sér á flug í orðræðu sinni um
vonsku heimsins en mildi Guðs og
réttlæti þá skynjar maður þann sér-
stæða sannfæringarkraft sem
mönnum af hans tagi er gefinn.
Samt er sumt af þvi sem Guðlaugur
segir frá óneitanlega á jaðri þess að
vera af þessum heimi.
Hann segir frá því eins og hvers-
dagslegum hlut þegar Frelsarinn
birtist honum eitt sinn um nótt fyr-
ir fáum árum og var mikið niðri
fyrir. Hann vildi fá Guðlaug til þess
að endurskoða Faðirvorið. „Ég bað
hann að útskýra þetta nánar fyrir
mér og það gerði hann. Síðan hef ég
alltaf beðið eins og hann kenndi
mér: Fyrirgef oss vorar syndir svo
sem vér og fyrirgefum öðrum,
þeirra syndir. Þannig hefur bænin
tilætlaðan framgang og tilgang í lifi
DVWNDIR ÞOK
Guðlaugur og Koibrún, kona hans, eru saman á skjánum
„Guðlaugur segist hafa beðið Guð mjög mikið um það á sinum yngri árum aö hann mætti verða hamingjusamur og
hann segist vera hamingjusamur í sínu hjónabandi meðal annars vegna þess aö hjónin eru saman i trúnni
og biðja saman. Pilturinn á myndinni er sonur þeirra sem aðstoöar viö beinar útsendingar.
Djöfulsins sem þar leggur undir sig
sálir mannanna og ef það má segja
eitthvað um þessa atburði þá voru
þeir viðvörun til Bandaríkjamanna
og heimsins áminning til okkar um
að þjóðir geta gerst syndugar og geng-
ið í berhögg við orð Drottins rétt eins
og einstaklingar og kalla þar með yfir
sig dóm, en þá er að iðrast og gera
betur.“
Guðlaugur segir að miðja heimsins
sé ísrael í trúarlegum skilningi og
svo muni verða svo lengi sem jörðin
stendur. Sáluhjálp heimsins sé fólgin
í ísrael því þaðan kom Frelsarinn og
mun aftur koma. Hann segir að sig
varði ekkert um það sem nútíminn
segir, að stofnun Israelsríkis hafi ver-
ið mistök og þeir verði að draga sig
frá hemumdum svæðum.
Það fer ekki hjá því að Djöfullinn
berist í tal þegar rætt er við mann
sem er eins harðtrúaður og Guðlaug-
ur. Það kemur í ljós að hann þekkir
vel til hans og verka hans og ítrekar
að hann sé raunverulegur meðal
mannanna og sitji um sál þeirra nótt
og dag og leitist við að koma þeim í
freistingu og aíbrot.
Lifa á nöglunum
- Guðlaugur segir að hann og Kol-
brún séu meðal þeirra sem koma
fram í sjálfboðavinnu á Omega en
þeirra lifibrauð er annars frekar jarð-
bundið því Kolbrún rekrn- snyrtistofu
og er tvöfaldur Islandsmeistari í
gervinöglum. Guðlaugur viðurkennir
að segja megi að þau hafi verið upp-
hafsmenn að þeim faraldri gervinagla
sem notið hefur mikillar hylli undan-
farin ár.
„Kolbrún er afar fær í þessu fagi og
eftirsótt. Henni hefur verið boðið að
taka þátt í stærstu keppnum bæði
austan og vestan hafs.“
Þau hjón hafa sótt biblíuskóla í
Bandaríkjunum í nokkur skipti og
sóst eftir að kynna sér það sem efst er
á baugi í þessum efnum. Guðlaugur
segir að það standi enginn söfnuður
að baki Omega heldur sé sjónvarps-
stöðin óháð og nokkurs konar predik-
unarstóll og tækifæri fyrir þá sem
hafa fram að færa lifandi boðskap til
þjóðarinnar, þeir geti keypt sér tíma
á stöðinni."
Hann segir að sjónvarpsstöðin sé
rekin á frjálsum framlögum og jafn-
framt séu aðilar sem kaupa tíma á
stöðinni
Fermingin er ónauðsynleg
- Páskamir sem nú ganga í garð
eru stórhátíð kirkjuársins og ferm-
ingar setja mjög svip sinn á þessa há-
tíðisdaga. Það er freistandi að spyrja
eins rétttrúaðan mann og Guðlaug
hver afstaða hans sé til ferminganna.
„Það er ekkert í ritningunni sem í
raun styður fermingu né barnaskím.
Fólk þarf að gera sér grein fyrir að
maðurinn þarf að endurfæðast tfl ei-
lífs lífs, maðurinn þarf að deyja sjálf-
um sér tO að lifa Kristi Jesú og verða
eitt með Orðinu. Almennt talað hefur
bamaskím eða ferming lítið með ei-
líft líf að gera, mér sýnist ekki heldur
að þetta fóOc vOji gangast við Orði
Guðs né heldur að ganga Guðs veg yf-
irleitt, heldur frekar breiðan veg
syndar sem liggur tO helju. Þó er al-
gengt að fuflorðið fólk segi; ég hef
mína trú, sem það þá jafnvel kallar
bamatrú en er þó þegar betur er að
gáð einhver trú sem byggð er á ein-
hverjum heföum sem viðgengust í
þeirra uppeldi en miðast ekki við
Guðs Orð og er því margbreytOeg eft-
ir einstaklingum."
Vill ekki heyra sannleikann
„Spurningin er bara þessi: Ætla
menn að vænta þess að Frelsarinn
vOji við þá kannast eða ætla þeir að
segja Guðs Orð ljúga? Það er mikO
trúarvakning í landinu okkar góða en
það er kannski ekkert sérstaklega
mikOI áhugi fyrir því hjá fólki að
heyra sannleikann, né heldur að fólk
vOji játast því að Biblían sé Orð Guðs
og sé hinn eini sannleikur og satt að
segja era þeir fáir sem vOja beygja sig
undir Orð Drottins. Sannleikurinn á
ekki upp á paflborðið hjá íjöldanum.
En það þýðir samt ekki að skirrast
við að segja sannleikann annað veif-
ið,“ segir hinn einbeitti sjónvarpspré-
dikari að lokum. PÁÁ