Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Side 25
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 DV einhverja leiðtoga sem við viljum ekki vita að viti ekki neitt, viti hæfilega mikið til að hanga inni en alltof lítið til að geta staðið und- ir ábyrgðinni." Vændur um jesúkomplex „Þegar þú lítur yfir höfundar- verk þitt og sérð þennan undir- liggjandi óhugnað, Finnst þér það ekkert óþægilegt? Þetta hlýtur að lýsa því sem þú hugsar?" spyr ég. „Þetta er ansi svart.“ „Já,“ segir Þorvaldur, þegir smástund og heldur svo áfram: „Nei, nú skal ég segja þér. Ég held ég hefði ástæðu til að hafa miklu meiri áhyggjur ef ég hefði þrátt fyrir allt ekki leyft þessu að hafa sinn gang. Setjum þetta i sam- hengi, kennslima sem ég hef mikla ást á, myndlistina og skrifin. Ef þetta er allt vegið er ég viss um að þessar dekkri hliðar fá nægilegt mótvægi í allt að því bamslegri bjartsýni kennslunnar og virki- lega hreinni og næstum naívri sýn minni á möguleika okkar til að fara inn í ævintýraheim eins og böm.“ „Myndlistin þín er miklu bjart- sýnni en ritverkin?“- „Myndlistin mín er gríðarlega bjartsýn því hún byggir á virki- lega sterkri þörf til að nálgast áhorfandann. Ég vil að áhorfendur upplifl verk mín þannig að þeim finnist að þeir séu betri en höfund- ur verkanna eða stærri en þeir töldu sig vera. Verk mín eru „empowering", efla trú fólks á sjálfu sér og umhverfinu, auka verðmæti raunveruieikans. Þau eru nánast taóísk í hversdagslegri framkvæmd. Ég hef verið vændur um jesúkomplex í sumum tilfell- um og gengist inn á það. Munur- inn á okkur Jesú, fyrir utan fað- emið, er bara sá að hann hafði engan húmor.“ Mikill harmur „Maður fær í And Björk, of course ... sterka tilfinningu fyrir því að enginn standist nána skoð- un. Það er svolítil svartsýni í þessu viðhorfi ... eða er það kann,ski raunsæi?" „Já, jú,“ svarar Þorvaldur, „ég er kominn í svolitla mótsögn við margt sem ég hef haldið fram. Ég verð að fara að endurskoða þetta allt saman því ég er að missa tök- in, hef ekki lengur heildarlausn að bjóða. Ég er búinn að gefast upp gagnvart þversögnunum í sjálfum mér og verkum mínum, treysti mér ekki lengur í alhæfingar ufn hvað ég sé að meina með þessu. Ég veit ekki hvaðan þau koma, þessi samtöl sem eru ófullkomin í þeim skilningi að þau em eins og eintöl sem hafa verið fléttuð sam- an. Ég hef aldrei upplifað það sem neikvætt heldur frekar eins og eitthvað sem sýnir fegurðina í því hvað við erum ófullkomin og hrædd við aff fara alla leið í að hlusta og svara. Ég hef mikla sam- úð með þessu fólki því ég þekki þetta sjálfur. Kannski er það þessi gamli ótti við að vera ekki heill, óttinn við að vera heimskur, koma upp um sig. Koma upp um hvem þá?“ Þorvaldur setur í snarheitum upp litið leikrit: Djöfull kom hann upp um sig í dag! Já, hann kom upp um slökkvi- Helgarblað liðsmanninn í sér, hann er ekki búinn að koma upp um pabbann í sér og enn þá er fjallgöngumaður- inn í honum alveg ósnertur. „Samtölin í verkum mínum,“ heldur Þorvaldur áfram, „eru oft oftúlkuð sem merki um hversu samskipti eru innihaldslaus, til- gangslaus eða misheppnuð. Ég hef aldrei komist til að verja mig varð- andi það. Ég minnist þess aldrei að hafa skrifað samtal eða texta í „Maður á ekki á unga aldri að vera upptekinn af því að vera sannur því maður veit svo lítið um sjálfan sig á þessum aldri, þekkir ekki möguleikana. Maður verður að prófa og gera mistök til að vita eitthvað. Við erum svo upptekin af þessum heið- arleika og því að vera sönn. Hvenœr er maður í þessu eina sanna hlut- verki? Er ekki réttast að gefast upp og sœtta sig við það að á hverju augna- bliki erum við bara brot af okkur sjálfum ? Er það ekki fallegast, langheil- brigðast og best fyrir melt- inguna?“ þeim tilgangi að sýna hvað ein- hver er vitlaus heldur fyrst og fremst til að sýna hversu mennsk- ur hann er og líkur okkur öllum. Það er oft misskilið og túlkað eins og fólk sé óhæft, illa máli farið, heimskt eða tali í klisjum." „Þetta er mikil tragík," skýt ég inn í. „Þetta er mikill harmur,“ segir Þorvaldur. „Ég vil meina að ég hafi mikla samúð með þeim sem ég skrifa um.“ í alvörunni... „Fólk vill oft rugla saman per- sónum verka og höfundinum sjálf- um. En ert þú í verkum þínum? Eru þau þerapía fyrir þig? Af hverju ertu að skrifa? Af hverju skrifarðu ekki bara gleðilega söng- leiki? „Ég er búinn að því og gæti gert það aftur,“ svarar Þorvaldur. „Mín reynsla, í alvörunni ... Ég verð að fara varlega því það er auðvelt að segja að ég hafi ekkert með þetta að gera. í myndinni Imagine brýst maður inn í garð hjá John Lennon og spyr hann út í texta sem hann hafði skrifað. Maðurinn hafði til- einkað sér þennan texta í lifinu og ekki gengið vel og kenndi Lennon um. „Hvað ertu að gera mér?“ spurði hann Lennon sem svaraði: „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Ég er poppari. Ég skrifa bara.“ Þetta er ein leiðin en samt er þetta ekki svona einfalt. Ég hef lent í því að átta mig á því eftir á að verk sem ég hélt að væri fyrst og fremst skáldskapur og hug- myndaflug, Maríusögur, var miklu tengdara mér en ég hafði gert mér grein fyrir. En maður verður að fara varlega, maður veit svo lítið. Það er ekki hægt að sverja þetta af sér en maður leggur heldur ekki upp með sjálfan sig sem aðalvið- fangsefnið og alls ekki egópartinn, þennan mikla karakter sem allir burðast með. Við verðum að geta treyst því að sköpunin snúist ekki um egóið. Ég hef gagnrýnt mjög hjá myndlistarmönnum þá leið að útskýra verkin sín út frá eigin til- finningum og meðvituðum upplif- unum. Þannig er maður afvopnað- ur í allri umræðu; maður gagnrýn- ir ekki tilfinningar annars manns ef þær eru komnar á strigann. Ef ég lendi í því með nemendur mína tek ég ofan hattinn og óska þeim til hamingju með það að þekkja sig svona vel. Það að „dýfa penslinum í litaspjald sálar sinnar" er nokkurn veginn samnefnari fyrir það sem ég reyni að varast sjálf- ur.“ -sm 25 Orkuveita Reykjavíkur, Gatnamálastofa Reykjavíkur og Landssími íslands óska eftir tilboöum í verkið: "Endurnýjun gangstétta og veitukerfa, 3. áfangi 2002, Gerðin". Endurnýja skal dreifikerfi hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu, síma og gangstéttir í Akurgerði, Breiðagerði og Búðagerði. Helstu magntölur eru: Skurðlengd: 2.820 m Lengd hitaveitulagna: 3.160 m Strengjalagnir: 32.000 m Lagning ídráttarröra: 4.420 m Hellulögn: 500 m2 Steyptar stéttir: 2.880 m2 Malbikun: 900 m2 Verkinu skal lokið 10. september 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 16. apríl 2002, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 24. apríl 2002, kl. 15.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. Tilkynning Fró því ó árinu 1996 hef ég rekið réttingaverkstæði mitt í samstarfi við sprautuverkstæði Auðuns Hiimarssonar undir nafninu „Bílasprautun og réttingar Auðuns". Því samstarfi er nú íokið og verður nafnið á , verkstæði mínu eftirleiðis „RETTINGAVERKSTÆÐI HJARTAR". Eg mun áfram kappkosta að veita sem besta þjónustu við tjónaviogerðir líkt og verið hefur á sama stað, að Smiðjuvegi 56, sími 587-9020, og með sömu starfsmönnum og áður. Hjörtur rg/sy Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, goifvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir 550 5000 Hagæða hjalmar fraTTJRJElcUSAmeð viðurkenndum öryggistöðlum STOFNAÐ 1925 Skeifunni 11. Sími 588 9890 Söluaöilan Útisport, Keflavík - Hjólabær, Selfossi - Sportver. Akureyri ByggingavöruversLSauðárkr. Olíufélag útvegsmanna, Isafiröi Eöalsport, Vestmannaeyjum - Pípó, Akranesi Trek Scout f.börn og unglinga Staerðir SmallAnedium, medium/large Verð kr. 3.974.- Trek Vapor f.börn og fullorðna Staerðir Small-mediurrvtarge Verð kr. 3.974.- [visa- og Euroraðgr. Hjalmar Verndaðu mestu verðmætin Gerðu góð kaup! Sama verð og í fyrra! Opið laugard. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.