Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 Helgarblað________________________________________________________________________________________________DV Samkvæmt skoöanakönnun- um á R-listinn að vinna borgar- stjórnarkosningarnar örugg- lega. Hver heldurðu að sé skýr- ingin á þessu góða gengi R-list- ans? „í fullri einlægni og alvöru þá skil ég ekki þessa stöðu, en hún er sú sama og hún var í aðdraganda kosninganna 1994 og 1998. Auk þess að hafa búið í borginni í allan þann tíma sem R-listinn hefur ver- ið hér við völd hef ég undanfarið átt þess kost að skoða stöðu borg- arinnar mjög vel. Hvort tveggja gerir það að verkum að ég skil ekki að við borgarbúar viljum halda áfram á sömu leið. Hins veg- ar trúi ég því að niðurstaðan verði önnur þegar hin endanlega skoð- anakönnun fer fram 25. maí. Ég veit líka að um leið og umræðan um borgarmálin verður meira áberandi þá mun þetta breytast. R- listinn sýnir með hægagangi sín- um og því að hafa ekki enn lagt fram stefnuskrá sína að hann vill að umræðan um málefni borgar- innar fari seint af stað. Það finnst mér ekki ábyrg afstaða, enda hljóta kjósendur að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir skýri áherslur sínar fyrir kjósendum. Ein skýringin á stöðu R-listans í borginni kann að vera sú að vinstri menn biðu lengi eftir því að komast til valda hér. Þeim finnst mikilvægt að viðhalda þeirri tilraun til sameiningar vinstri manna sem hefur verið hér í Reykjavík. Ég heyri suma segja að R-listasamstarfiö verði að halda af þvi að vinstri menn verði að fá að reyna sig saman. Það tókst ekki í landsmálunum og þess vegna leggja menn áherslu á að þetta samstarf haldi í borginni." - Límið í þessu samstarfl er Ingibjörg Sólrún sem er öflugur leiðtogi og nýtur mikils trausts, Hvaða skoðun hefurðu á henni? „Ég held að hennar áherslur í borginni séu ekki til árangurs fallnar. Helsta afrek hennar hefur verið að halda saman í átta ár afar ólíku fólki með afar ólíkar skoðan- ir. Við skuliun ekki gleyma því að þetta er sama fólkið og tekst á af mikilli hörku í landsmálapólitík- inni. Vinstri grænir og Framsókn- arflokkurinn segjast á þeim vett- vangi ekki eiga neitt sameiginlegt og það sama er að segja um af- stöðu beggja til Samfylkingarinn- ar. Ingibjörgu Sólrúnu tekst að halda þessu fólki saman fyrst og fremst með algeru aðgerðaleysi í málefnum borgarinnar." - Heldurðu að hún fari fljót- lega í landsmálapólitíkina? „Ingibjörg Sólrún er fulltrúi Samfylkingar í borgarstjórn og mér sýnist að hún muni á næst- unni taka við pólitísku forystu- hlutverki þar. Staða formanns Samfylkingar er veik og vegna þess er líklegt að samfylkingarfólk horfi í aðrar áttir eftir forystu- manni.“ R-listinn ítrekað gengið á bak orða sinna - Er málefnastaða ykkar sjálf- stæðismanna nægilega traust í baráttunni um borgina? R-list- inn segir málefnaskrá ykkur vera innihaldslausan loforða- lista. „Málefnastaða okkar er mjög sterk og ég hlakka mikið til að koma þeim áherslum í fram- kvæmd. Þar kynnum við meöal annars leiðir til að lækka skatta, eyða biðlistum eftir þjónustu, bæta menntun barnanna okkar og tryggja að Reykjavík verði á ný i fyrsta sæti. Þessi orð R-listans um stefnuskrána segja meira um þau en okkur, enda hefur R-listinn ít- rekað gengið á bak þeirra loforða sem hann hefur gengið fram með í kosningum. Þetta er hins vegar ekki háttur Sjálfstæðisflokksins og það vita kjósendur. Þeir vita einnig að Bjöm Bjarnason er mað- ur sem stendur við sin orð. Við munum standa við þennan að- gerðalista, sem nær til næstu íjög- urra ára og inniheldur skýra sýn DV-MYND E.ÓL Hanna Bima Kristjánsdóttir „R-listinn hefur rekiö borgina eins og áhættufyrirtæki, takandi lán á lán ofan og veltandi fjármunum á milli sjóöa, fyrirtækja og stofnana. Hlutverk borgarinnar er aö mínu mati fyrst og fremst aö sinna þjónustu viö borg- arbúa og ef hún gerir þaö ekki þá er hún aö bregöast. Reykjavík er því miöur oröin borg biölistanna. “ Borgin er rekin eins og áhættufyrirtæki - segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, í fjórða sæti D-listans í Reykjavík. I viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir hún meðal annars um stöðu flokksins, verk R-listans og Davíð Oddsson. okkar á borgina. í honum er ekk- ert sem við hyggjumst víkja frá eða víkja okkur undan.“ - Hvar finnst þér R-listinn helst hafa brugðist? „Fyrst og fremst hefur R-listan- um mistekist að treysta stöðu borgarinnar sem fyrsta valkost fólks og fyrirtækja. Reykjavík er höfuðborg landsins og hefur ákveðnum skyldum að gegna en Ingibjörg Sólrún segir engu skipta hvort fyrirtæki eða fólk komi hingað eða fari í Kópavog og Hafn- arfjörð því allt sé þetta eitt svæði og það sé einfaldlega of dýrt fyrir borgina að fá fleiri íbúa. Mér finnst þetta sérkennileg afstaða, enda eigum við að nálgast verk- efni borgarinnar af miklu meiri metnaði og tryggja að aðstæður hér séu eins góðar og þær best geta orðið.“ R-listinn hefur rekið borgina eins og áhættufyrirtæki, takandi lán á lán ofan og veltandi fjármun- um á milli sjóða, fyrirtækja og stofnana. Hlutverk borgarinnar er að minu mati fyrst og fremst að sinna þjónustu við borgarbúa og ef hún gerir það ekki þá er hún að bregðast. Reykjavík er þvi miður orðin borg biðlistanna. Hér eru biðlistar eftir leikskólaplássum, biðlistar eftir hjúkrunarrýmum, biðlistar eftir lóðum og biðlistar eftir félagslegum íbúðum. Og það sem verst er er að R-listinn talar um þetta ástand eins og það sé óumbreytanlegt lögmál. Ég segi að þetta sé ekkert lögmál. Ástandið er ekki svona hjá nágrannasveitarfé- lögunum. Mér finnst því R-listinn hafa fengið sitt tækifæri hér í Reykjavík, það hefur staðið í átta ár og þeir hafa því miður ekki nýtt þann tíma nægilega vel.“ „Við skulum ekki gleyma því að þetta er sama fólk- ið og tekst á af mikilli hörku í landsmálapólitik- inni. Vinstri grœnir og Framsóknarflokkurinn segjast á þeim vettvangi ekki eiga neitt sameigin- legt og það sama er að segja um afstöðu beggja til Samfylkingarinnar. Ingibjörgu Sólrúnu tekst að halda þessu fólki sam- an fyrst og fremst með al- geru aðgerðaleysi í mál- efnum borgarinnar. “ Verðum ekki í minnihluta Einn aðaUykillinn að sterkri stööu Sjálfstæðisflokks- ins í landsmálum er leiðtoginn, Davíð Oddsson. Andstæðingarn- ir tala hins vegar um yfirgang hans, hroka og ráðriki. Hvert er þitt mat á Davíð sem leiðtoga og persónu? „Ég er sannfærð um að Davíð er í hópi allra öflugustu leiðtoga sem Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin hefur átt, ef ekki sá öflugasti. Þaö ræðst ekki bara af því hversu skýra pólitíska stefnu og sýn hann hefur heldur ekki síður af því hvað hann hefur gott skynbragð á fólk og les vel í stöðuna hverju sinni. Davíð er því í mínum huga leiðtogi i besta skilningi þess orðs, hann er næmur og hlýr maður og vill af miklum metnaði tryggja ís- landi stöðu meðal þeirra þjóöa sem best standa. Það eru þessir eiginlegar hans sem hafa skapað honum þá stöðu sem hann hefur i íslenskum stjómmálum." - Þetta er í fyrsta sinn sem þú ferð út í harða pólitíska bar- áttu. Hvernig kanntu við það? „Mér finnst það bæði lærdóms- ríkt og gaman. Ég hef mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og mér finnst frábært að fá að vinna að þeim með öllu þvi frambærilega fólki sem er á lista Sjálfstæðis- flokksins. Ég hef reyndar tekið þátt í stjórnmálum talsverðan tíma en þegar mér var boðið sæti á listanum mat ég það þannig að ég væri tilbúin til að hella mér út í pólitík af meiri krafti. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Stór þáttur í henni var sá að mig langar að vinna með Birni Bjarnasyni, enda ber ég mikið traust til hans, hef fylgst með verkum hans og þekki þann mikla styrk sem hann hefur til að bera sem stjórnmálamaður. Ég veit að hann mun treysta stöðu borgarinnar og vinna að málefn- um hennar af sama krafti, heiðar- leika og framsýni og hann sinnir öðrum verkum. Mér finnst mikil- vægt að hans áherslur komist að í þessari borg og í krafti þess fannst mér þetta tækifæri sem ég gæti ekki látið mér úr greipum ganga.“ - En það er ekki sérlega lokk- andi hlutskipti að vera í minni- hluta í borgarstjórn. „Við verðum ekki í minnihluta. Ég er sannfærð um að Björn Bjamason verður næsti borgar- stjóri í Reykjavík og ég hlakka mikið til að takast á við verkefni borgarinnar. Mér finnst Reykjavík fuU af ónýttum tækifærum sem mig langar að eiga þátt í að nýta til að gera þessa borg enn betri." - Þú sérð fyrir þér framtíð í pólitík? „Já, ég sé alveg fyrir mér fram- tíð í pólitík. Þetta er vettvangur sem mig langar til að takast á við. Ég sé kostina og ég sé gallana en kostimir eru miklu fleiri. Ég veit fátt meira spennandi en stjómmál og sé ekki fyrir mér að eitthvað gerist sem verði til þess að ég hörfi frá þeim. í dag er þetta það sem mig langar mest til að gera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.