Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2002, Qupperneq 43
55
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002
H>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Billy Joel
Hann er sagöur hafa verið fullur á tónleikum.
Billy Joel:
Of mikil
hóstasaft
Söngvarinn og píanóleikarinn
Billy Joel og Elton John ætluöu að
fara saman í stutta tónleikaferð um
Bandaríkin. Þeirri ferð hefur nú
verið aflýst af óviðráðanlegum
ástæðum og segja talsmenn Joels að
hann eigi við mjög slæmt kvef að
stríða.
Þeir félagar komu saman fram i
upphafi ferðarinnar í Madison
Square Garden í New York og þeir
sem þar voru áttuðu sig fljótlega á
hinni raunverulegu ástæðu fyrir
frestuninni. Á þeim tónleikum var
Billy Joel sýnilega töluvert drukk-
inn og söng stundum alls ekki í takt
eða tón við félaga sinn Elton John.
Eitt sinn fór hann svo hastarlega út
af laginu að Elton sagði upphátt við
áhorfendur: Guð minn góður, og
gretti sig.
Joel var mjög þvoglumæltur, hélt
langa og sundurlausa ræðu og talaði
mikið um ameríska hermenn og
sögustaði tengda stríðsrekstri Am-
eríkana gegnum tíðina. Enginn
skildi neitt en þegar tilkynnt var að
Joel þjáðist af slæmu kvefi og hefði
tekið inn heldur mikið af hóstasaft
skildu flestir hvað átt var við.
Má ekki halda
á byssu
Hetjuleikarinn Steven Seagal, sem
er þekktur fyrir að leika ofúrhetjur
sem yfirbuga heilu herskipin án þess
að hárgreiðslan ruglist, er eitt af vin-
sælustu hörkutólum þess háttar kvik-
mynda.
Nú berast fréttir af því að sam-
starfsmaður hans ætli i mál við harð-
jaxlinn vegna þess að hann sé orðinn
svo mikill friðarsinni að hann megi
ekki lengur halda á byssu hvað þá
meira.
Þessi samstarfsmaður, sem heitir
Julius Nasso, segir að þeir hafi gert
með sér samning um gerð fjögurra
mynda en .síðan hafi Seagal farið að
sækja tíma hjá búddakennara sem
hafi sannfært hann um að snúa frá
þessari villu síns vegar og hreinlega
Steven Seagal
Sagt er aö hann sé oröinn búddisti
og megi ekki halda á byssu.
heilaþvegið hann svo hann muni
aldrei leika í hasarmynd aftur því
það stríði gegn vitund búddismans.
Nasso hefur höfðað mál vegna þess-
ara samningsrofa og krefst 20 mUljón
dollara í skaðabætur en fulltrúar
Seagals segja að þessi málatilbúnaður
sé algerlega byggður á sandi.
Pabbi bað um
fyrirgefningu
Það hefur stundum verið sagt að
máttur óskarsverðlaunanna sé
nokkuö mikill en þá er einkum átt
við áhrif þeirra á feril leikara.
Halle Berry leikkona vakti mikla
athygli þegar hún veitti sínum
verðlaunum viðtöku á dögunum.
í kjölfar verðlaunanna hafði fað-
ir hennar skyndilega samband við
hana og bað hana fyrirgefningar á
Halle Berry
Hún þekkti aldrei fööur sinn.
áralöngu afskiptaleysi en hann yf-
irgaf Halle og móður hennar þegar
Halle var aðeins fjögurra ára. Fað-
irinn, sem er kominn nokkuð á
efri ár og þjáist af parkinsonveiki,
vill endilega hafa samband við
dóttur sína þótt seint sé. Halle
mun hafa tekið þessari síðbúnu
fyrirgefningarbeiðni fálega enda
hefur hún opinberlega sakað foður
sinn um að hafa beitt sig og móð-
ur sína ofbeldi.
Byggðu á þínum tíma
»■****-
Klukkubúðir í þínu hverfi
Grafarvogi | Ármúla | Vestur í bæ | Kópavogi
Tími þinn er það sem skiptir mestu máli
þegar þú vinnur að viðhaldi og nýbyggingu.
Hjá Klukkubúðum Húsasmiðjunnar nýtur þú
góðs af rúmum afgreiðslutíma, miklu vöruúrvali
og fyrsta flokks þjónustu. Við erum í Grafarvogi,
Ármúla, vestur í bæ og höfum opnað nýja
Klukkubúð við Dalveg 4 í Kópavogi.
HÚSASMIÐJAN
www.husa.is