Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Side 20
20___________________________________________________________________________________________LAUGARDAGUR 20. APRlL 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py DV-MYND HILMAR ÞÓR Of miklar hugsjónlr? „Ég sá sjálfa mig aldrei fyrir mér í fremstu víglínu. Ég var alltafí baklandinu og er mikil hugsjónamanneskja. Sumir hafa haldiö því fram viö mig aö þess vegna gæti ég ekki veriö í pólitík, ég heföi alltof miklar hugsjónir og væri ekki tilbúin aö gefa eftir í því sem ég trúi á. “ Framsóknargenin eru sterk - Anna Kristinsdóttir er í fimmta sæti R-listans. Hún byrj- aði níu ára að vinna fyrir Framsóknarflokkinn og er nú í fyrsta sinn í fremstu víglínu stjórnmálanna „Framsóknargenin eru mjög sterk. Ég er alin upp af miklu fram- sóknarfólki og mínar fyrstu minn- ingar sem tengjast vinnu eru af Tímanum en þar byrjaöi ég að svara í síma þegar ég var níu ára. Ég vann á Tímanum með hléum og í sumar- störfum þangað til ég komst á ung- lingsaldur; ég endaði inni á mynda- safni hjá Gunnari V. Andréssyni," segir Anna Kristinsdóttir, fram- sóknarkona og frambjóðandi í fimmta sæti R-listans í borgar- sijómarkosningunum. Framsóknar- genin sem hún talar um eru komin frá föður hennar, Kristni Finnboga- syni, sem var áhrifamikill í Fram- sóknarflokknum um áratugaskeiö. Anna er úr stórri fjölskyldu, er ein af þrettán systkinum. Ég spyrt hvort hafi ræst úr þeim öllum og Anna svarar: „Það er reyndar bara einn sem hefur setið í hreppsnefnd. Ég held ég hafi smitast hvað verst af þessrnn virusi. Ég vona að þau kjósi öO rétt og hef grun um að svo sé raunin með flesta.“ 18 ára tvíburamóðir „Ég var nú ekkert sérlega virk í flokknum þegar ég var yngri. Ég tók alltaf þátt i prófkjörum en á ung- lingsárunum komst ég á mótþróa- skeið og ætlaði að ganga í Æsku- lýðsfylkinguna. Það varð ekki úr því. Rúmlega tvítug var ég kosin í stjóm Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík og síðan hef ég setið samfellt í stjómum í Fram- sóknarfélögunum; það em átján ár og af þeim hef ég starfað í níu ár á skrifstofu flokksins. Þegar ég hætti á skrifstofunni fór ég í stjómmála- fræði í Háskóla íslands (eins og ég sagöi þá er þessi víms öflugur!). Ég var 18 ára þegar ég eignaðist tvíbura og fór því aldrei í fram- haldsskóla. Ég þurfti því undanþágu til að fá að hefja nám í stjórnmála- fræði. Það tókst eftir mikið þref en var alls ekki átakalaust. Námið hef- ur lyft mér svolítið út yfir þessa daglegu umræðu um pólitík; gefur mér aöra sýn. Allir stjórnmálamenn ættu að taka nokkra kúrsa í stjórn- málafræði. Það kennir manni ekki síst að virða skoðanir annarra. Ég hafði reyndar tileinkað mér það áður; mér hefur aldrei líkað enda- lausar hártoganir og þref. Ég vil ræða málin á málefnalegum gmnni.“ 18 ára tvíburamóðir, það er ekki einfalt líf, segi ég. Anna segir að tví- buramir hafi komið mjög á óvart. „Það finnst örugglega mörgum eins og ég tali aftan úr fomöld en það var ekki fyrr en daginn áður en þeir fæddust sem kom i ljós að ég gekk með tvo. Þetta eru gæðadrengir,“ segir Anna, „tvítugir í byrjun maí. Við höfum alið hvert annað upp, ég hef hjálpað þeim og þeir mér. Síðan á ég einn fimm ára dreng, gerði langt hlé á barneignum." Ég spyr hvort þeir taki virkan þátt í kosningabaráttunni. „Mér hefur tekist að gera tví- burana að framsóknarmönnum, þeir hafa aldrei efast um að þeir væru framsóknarmenn þótt þeir séu ekki mjög virkir í flokksstarfinu. Þeir eru báðir í námi og annar situr í varastjórn hárgreiðslunema. Ég er mjög fegin því aö þessi áhugi á fé- lagsmálum hafi smitast yfir í þá. En ég gef þeim nokkur ár þangað til þeir fara að taka þátt í flokksstarf- inu af fullri alvöru." Og sá yngsti? „Hann er fimm ára og ekki farinn að taka virkan þátt. Það má víst ekki taka böm í stjómmálaflokka fyrr en þau eru orðin 16 ára. Hann hefur meiri áhuga á Disney og myndi kjósa hann ef hann væri í framboði.“ Fordómalaus flokkur Staða Framsóknarflokksins er sígilt umræðuefni hvort heldur litið er á fylgi eða samstarf við aðra flokka. Flokkurinn er í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokki, í samstarfi viö Samfylkinguna og Vinstri græna í Reykjavík og fleiri bæjarfé- lögiun og nú síðast voru fréttir um sameiginlegt framboð framsóknar- manna og sjálfstæðismanna á Húsa- vík. „Einn af meginkostum Framsókn- arflokksins er miðjustefnan,“ segir Anna, „við útilokum ekki samstarf við neinn. Ég tel að fólk sé í stjóm- málum til að hafa áhrif og vinna að góðum málum. Þá skiptir ekki máli í hvaða flokki menn eru. Stjómmál snúast fyrst og fremst um málamiðl- anir; þegar fariö er í framboð verð- ur að reyna að ná samkomulagi. Þetta er ekki ósvipað hjónabandi." Myndirðu segja að það ríktu for- dómar gagnvart Framsókn? „Ég er ekki frá þvi að ég hafi fundið fyrir slíku héma í Reykja- vík,“ viðurkennir Anna. „Ég er gjaman spurð hvort ég sé úr sveit eða ættuð utan af landi. Hvorugt á við í mínu tilfelli. Þegar flokkurinn var stofnaður fyrir 85 árum var hann fyrst og fremst bændaflokkur. Síðan hefur samfélagið breyst gríð- arlega og flokkurinn líka.“ Sumir vilja halda því fram að í orðunum „ungur framsóknarmað- ur“ sé fólgin þversögn. „Það er fúllt af ungum framsókn- armönnum og ég get ekki séð neina þversögn í því. Framsóknarflokkur- inn á fullt erindi við kjósendur, við erum fordómalaus flokkur sem vill hag fólk sem mestan hvort sem það býr á landsbyggðinni eða í Reykja- vík.“ Hálfsannleikurinn Sumir hafa þóst orðið varir við nýjan „stjórnmálakúltúr" í kosn- ingabaráttunni í borgarstjóm. Anna segir að yngra fólk sé með aðrar áherslur í stjómmálum. „Á tímabili einkenndust stjómmál af orðaskaki og átökum," segir Anna. „Kjósand- inn sat stundum eftir og skildi minnst af umræðunni. Yngra fólk er með aðra „taktík", vill frekar ræða málefnin, taka ekki hluta af sann- leikanum og bera hann á borð. Mér líkar ekki kosningabarátta þar sem hálfsannleikur er borinn á borð fyr- ir kjósendur. Ég hef það á tilfinningunni og fmn mjög fyrir því í háskólanum aö ungt fólk er ekki tilbúið að fylgja einum flokki í blindni. Úngt fólk vill taka afstöðu í ákveðnum málum. Það sem mun gerast í íslensku sam- félagi er að kosningahegðun mun breytast mjög mikið. Fólk hefur ekki þörf til að skrá sig í flokk og vera í honum ævilangt." í fremstu víglínu „Ég sá sjálfa mig aldrei fyrir mér í .fremstu víglínu. Ég var alltaf í baklandinu og er mikil hugsjóna- manneskja. Sumir hafa haldið því fram viö mig að þess vegna gæti ég ekki verið í pólitík, ég heföi alltof miklar hugsjónir og væri ekki tilbú- in að gefa eftir í því sem ég trúi á. Ég hef verið lengi í pólitík og haft tækifæri til að kynna mér öll mál. Ég hef mjög vítt áhugasvið þótt sumt standi mér nær en annað. Ég vil að aflir íbúar borgarinnar séu jafnir hvað varðar rétt á þjónustu; hef komið mikið að málefnum fatl- aðra og hef mikinn áhuga á því að þaúfærist frá ríkinu til sveitarfélag- anna. Ég hef starfað innan Þroskahjálp- ar og kynnst því af eigin raun hvemig það er að ganga í gegnum kerfiö með böm sem hafa ekki sömu tækifæri og aðrir. Ég legg mikla áherslu á að aflir hafi jöfn tækifæri.“ -sm Liggja hér án lífs og vonar leifar Guðna Elíssonar. Kunningi minn tjáði mér um daginn aö hann vildi að Islendingar færu að yrkja stuttar grafskriftarlínur til að setja á legsteina og krossa til minning- ar um þá sem famir eru. Taldi hann að þannig gæti loks orðið okkur að ein- hverju gagni þessi bragfræðiárátta sem engin leið virðist að losa þjóðina við. Sjálfur var hann búinn að yrkja svona stef sem á að standa á minnisvarða á gröf hans að honum gengnum. Það hljóðar þannig: Liggja hér án lífs og vonar leifar Guðna Elíssonar. í síðasta þætti birti ég vísu eftir Þórð Helgason sem hann orti upp úr annarri vísu með því aö gera seinni part að fyrriparti og bæta við nýjum botni. Svo iila tókst til að í stað úrfellingarmerkis í rímorðum síðlínanna birtist eitthvert undarlegt merki sem ég þekki ekki og hef aldrei séð. Er hér með beðist vel- virðingar á þessu. Er hér nú önnur vísa eftir Þórð, reyndar ort í félagi viö Kristján Eiríksson. Þeir vom við lundaveiði í Drangey þegar til þeirra kom stúlka sem vildi safha lundanefj- um til að búa til úr þeim skartgripi. Þá ortu þeir: Skelfing brygði okkur ef ein með kœrleiksbrimann, lítil snót með lundanef lœsti klónum í mann. Vona ég svo að þessi vísa komist óbrjáluð á þrykk. Meðan Páfl Bergþórsson var veður- stofustjóri var haldið fast í þá venju, þegar lesið var um veður á hverjum stað, að hafa nöfn staðarma í þágufalli, t.d. Hæli, Galtarvita, Djúpavogi o.s.frv. Vom margir orðnir æði þreyttir á þessu og fyrsta verk Magnúsar Jóns- sonar, eftir að hann tók við, var að breyta þessu í nefnifafl. Þá orti Baldur Hafstað: Staðarfallió féll í nótt, fer hann geyst hann Mangi. Nú mun enginn anda rótt austur á Dalatangi. Andrés H. Valberg var að koma ofan Kambana með kúlu á dekki og því efins um hvemig ferðinni lyki. Þá orti hann þessa hringhendu: Hýr minn gerist hugur senn hölt þó merin veröi. Truntan ber mig örugg enn ofan í Hveragerði. Og einhvem tíma á góðri stund orti hann þessa: Æsku l blóði enn ég finn, ekki er rómur breyttur. Nú er óðarakur minn allur blómum skreyttur. Þetta er kallað ferskeytt og víxlhent. Þegar Tómas Ingi Olrich, sem er af norskum ættum, tók við embætti menntamálaráðherra kom upp umræða um það að í ríkisstjóm sætu fyrir a.m.k. tveir norskættaðir ráðherrar og sá þriðji ætti norskan maka. Þá orti maður sem ekki vifl láta naflis sína getið: Þjóðin fátœk, þrjósk og horsk þraukaói af vana, þar til stjómin nísk og norsk náði að buga hana. Margt er eflaust ókomió af óhöppum og krísum. En nú þykir mér nóg komið af norskum fósturvísum. Við endum á gömlum húsgangi sem ég rakst á í bók séra Helga Sigurösson- ar, Safn tU bragfræði íslenskra rímna: Narri! ef þú narrar mig, narri skaltu heita; narrar allir narri þig, narrinn allra sveita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.