Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2002, Page 21
21
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2002
PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Hjartað lagt á
veisluborðið
- Stefán Baldursson talar um sorgina og gleðina í Veislunni
Líklega er Veislan eftir Thomas
Vinterberg best heppnaða dogma-
myndin. Efni myndarinnar er átak-
anlegt og dogma-formið var einstak-
lega trúverðugt: núorðið eru skjálf-
hentir ættingjar með vídeómynda-
vélina á lofti í hverri fjölskyldusam-
komu. Á fimmtudagskvöldið var
Veislan frumsýnd á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins. Leikgerðin
er eftir Thomas Vinterberg og Mog-
ens Rukov en aðlögun handritsins
eftir Bo hr. Hansen. Leikstjóri er
Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri.
„Kvikmyndin er mjög dramatísk
og leikaravænleg mynd; sagan er
sterk og mikið af góðum hlutverk-
um,“ segir Stefán. „Þegar við ákváð-
um að setja verkið upp vorum við
spurð; af hverju? Myndin væri til og
hún væri góð. En það er eins með
þetta og öll góð handrit, hægt að
setja þau upp á hundrað vegu. Góð
leikrit eru sýnd aftur og aftur. Við
tókum því handritið og reyndum að
gleyma tilvist kvikmyndarinnar í
forvinnunni og á æfingum. Við
ákváðum að gera leiksýningu sem
lifði sínu sjálfstæða lífi. Og það seg-
ir sig sjálft að nálgun okkar er önn-
ur en í kvikmyndinni."
Stemning og hátíðleiki
Umfjöllunarefni verksins, sifja-
spell, hefur verið áberandi í íslensk-
um leikhúsum í vetur. í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu voru Englaböm
Hávars Sigurjónssonar sýnd í
haust, fyrr í vetur sýndi Nemenda-
leikhúsið íslands þúsund tár eftir
Elísabetu Jökulsdóttur og And
Björk, of course... var frumsýnt fyr-
ir hálfum mánuði í Borgarleikhús-
inu. Stefán segir þessa umfjöllun
brýna en það sé algjör tilviljun að
þessi verk séu sýnd á sama leikár-
inu.
„Aðalefni Veislunnar er skelfi-
lega sorglegt. Mér þótti spennandi
að vinna þannig úr efniviðnum að
áhorfendur upplifðu góða leikhús-
ferð,“ segir Stefán. „Sagan er ekki
bara sorgleg og átakanleg heldur
líka skemmtileg þótt það kunni að
hljóma mótsagnakennt: eins og í öll-
um veislum og lífinu sjálfu skiptast
á skin og skúrir. Það er sungið og
dansað í Veislunni en hún er síðan
brotin upp með öllu óhugnanlegri
augnablikum.“
Sá hráleiki sem var svo sannfær-
andi í kvikmyndinni verður í leikrit-
inu að nálægð; á sviðinu er stórt
veisluborð og við það er blandað sam-
an leikurum og áhorfendum. Enginn
áhorfandi er fjær borðinu en svo að
hann getur alltaf fundið lyktina af
réttunum sem bornir eru fram.
„Við kusum fljótt að reyna að
skapa ööruvísi rými utan um sýn-
inguna; fá meiri nálægð og gefa
áhorfendum þannig sterkari tilfinn-
ingu fyrir því að þeir væru með í
veislunni án þess að gera kröfu um
mikla þátttöku. Mörgum þykir sú
krafa óþolandi og er ég þar á meðal.
Við látum áhorfendur því í friði en
þeir nýtast sem hluti af umhverfinu
og skapa sterkari stemningu og há-
tíðleika."
Stefán svarar neitandi spuming-
unni um hvort það geti ekki verið
hættulegt að hafa áhorfendur svona
samtvinnaða sýningunni. „Ég held
að þetta sé saklaust og skemmtilegt
þegar fólk er ekki krafið um þátt-
töku. Ef leikaramir myndu örva
áhorfendur til að taka þátt gæti
veislan hæglega farið úr böndunum
og atburðarásin ruglast. Á þeim æf-
ingum sem áhorfendur hafa verið
hefur fólk verið feimið við að setjast
hjá leikurunum. Eftir á segja flestir
að þeir hefðu hvergi viljað vera
annars staðar en við sjálft veislu-
borðið."
Meiri tilfinningahiti
„Raunsæi er leikstíll sem gaman
er að vinna með; áhorfandinn þarf
að trúa á þetta fólk þegar hann er
innan um það. Engu að síður verð-
ur að vinna verkið út frá aðferðum
og forsendúm leikhússins því það
þýðir ekki að leika of dempaðan
kvikmyndaleik. Hlutverk Hilmis
Snæs Guðnasonar er dálitill mönd-
ull i sögunni og i kvikmyndinni er
persóna hans nánast sljó en mikið
að gerast í andliti hans og augum.
Við forum aðrar leiðir í leikritinu
enda lítið spennandi ef hann sæti al-
gjörlega passívur við veisluborðið. I
leiksýningunni er meiri tilfinninga-
hiti og meiri áþreifanleg og augsýni-
leg átök heldur en í kvikmyndinni."
Hlutverk Veislunnar em gríðar-
lega krefjandi og til þess að verkið
nái flugi þarf góða leikara. í hópn-
um sem Stefán hefur unniö með era
margir afbragðsleikarar. „Þetta er
einvalalið og ég er gríðarlega
ánægður með frammistöðu þeirra
allra í þessum frábæra leikhópi,"
segir Stefán, „og það era auðvitað
forréttindi að vinna með snillingi
eins og Hilmi. Allir leikarar sýning-
arinnar þurfa að uppfylla strangar
kröfur því í raun era öll hlutverkin
aðalhlutverk. Leikaramir era mikið
inni á sviðinu, áhorfendur allt um
kring og því þurfa persónumar að
vera sannar á hveiju einasta andar-
taki.“
Tilfinningamar sem unnið er
með í sýningunni eru miklar og erf-
iðar.
„Starf leikarans er að vinna með
tilfinningar allan daginn. Ég hætti
aldrei að undrast hvað frábærir
leikarar fara langt og ganga nærri
sér; rífa úr sér hjartað og henda
framan í áhorfendur aftur og aftur.“
-sm
Hjartanu hent framan í áhorfendur
„Ég hætti aldrei aö undrast hvaö frábærir ieikarar fara langt ogganga nærri sér;
rífa úr sér hjartaö og henda framan í áhorfendur aftur og aftur, “ segir Stefán
Baldursson. Á myndinni er Inga María Valdimarsdóttir í hlutverki Mettu.
DV-MYND E.ÓL.
Nálægðln í Veislunni
„Viö kusum fljótt aö reyna aö skapa ööruvísi rými utan um sýninguna; fá meiri nálægö og gefa áhorfendum
þannig sterkari tilfinningu fyrir því aö þeir væru meö í veislunni án þess aö gera kröfu um mikla þátttöku. Mörg-
um þykir sú krafa óþolandi og er ég þar á meöal. Viö látum áhorfendur því í friöi en þeir nýtast sem hluti af
umhverfinu og skapa sterkari stemningu og hátíöleika. “
Sígildur ostur
í nýj'um búningi
auðveldari í meðförum - jafnari gæði
rm
www.ostur.is
íslenskir ostar - hreinasta afbragð