Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
TTi-’Sy
Fréttir
Gjaldþrot Töltheima, stærstu hestavöruverslunar landsins:
Sameiningarneistinn kvikn-
aði á heimsmeistaramóti
- og úr varð bál sem lifði í tæp þrjú ár
Stærsta hestavöruverslun lands-
ins, Töltheimar, er gjaldþrota.
Helgi Jóhannesson hrl. skipta-
stjóri fer meö málefni hennar.
Eins og staðan er i dag er ekkert
útlit fyrir að verslunin verði opn-
uð aftur í núverandi mynd. Þar
með mun afrakstur geysimikils
markaðsstarfs væntanlega hverfa
á hendur annarra aðila, annað-
hvort þeirra sem fyrir eru á mark-
aðinum eða nýrra sem munu
koma til með að hasla sér þar völl.
Lögmálið er ætið hið sama: Eins
dauði er annars brauð.
Það var fyrir um það bil þremur
árum sem sú hugmynd kviknaði
að sameina þrjár hestavöruversl-
anir, Hestamanninn, Reiðsport og
Reiðlist. Forráðamenn verslan-
anna voru þá allir staddir á heims-
meistaramóti íslenska hestsins í
Þýskalandi. Þeir voru þar með
sölubása og möguleiki á samein-
ingu barst í tal.
Elst þessara verslana var Hesta-
maðurinn sem hafði þá verið starf-
rækt i á annan tug ára. Reiðsport
og Reiðlist höfðu verið starfandi
frá 1992 og 1996.
Sameiningarhugmyndin hlaut
þegar byr undir báða vængi, svo
mikinn, að strax um haustið
gengu verslanirnar í eina sæng,
Töltheima. Rekstrarfélag um starf-
semina hlaut heitið Hesthúsið ehf.
Við sameininguna var ekkert til
sparað. Verslunarreksturinn var
fluttur upp á Fossháls 1 og komið
fyrir í 800 fermetra húsnæði. Tölt-
heimar voru opnaðir með glæsi-
legu teiti og framtíðin sögð vera
þeirra.
Góður grunnur
Óhætt er að fullyrða að verslun-
in Töltheimar hafi verið byggð á
góðum grunni. Þannig voru hesta-
vöruverslanirnar þrjár, sem lögðu
grunninn að henni, með umboð
fyrir þekktar og góðar vörur.
Reiðlist var einkum einskorðuð
við fatnað fyrir hestafólk. Verslun-
in seldi vinsæl merki eins og
Mountain Horse. Hestamaðurinn
var með umboð fyrir Horka og
Eurostar. Reiðsport var lítil eining
i flórunni. Henni var stundum likt
við kaupmanninn á horninu sem
hafði sína fostu og tryggu við-
Fréttaljós
Jóhanna S.
Sigþórsdóttir
blaöamaöur
skiptavini. Þar var meðal annars
unnið að þróun á hnökkum. Þess-
ar verslanir voru taldar standa
nokkuð traustum fótum á markað-
inum.
Stærstu eigendur þessara versl-
ana, þeir Ásgeir Ásgeirsson í
Hestamanninum, Guðlaugur Páls-
son í Reiðsporti og Jón Ingi Bald-
rn-sson í Reiðlist og fjölskyldur
þeirra, komu sem aðaleigendur
inn í sameinað fyrirtæki. Mismun-
andi skoðanir voru þegar uppi
hvað varðaði framtíðarmöguleika
svo umfangsmikils rekstrar. Marg-
ir efuðust um að hann væri kom-
inn til að vera. Einhver lýsti því
svo að þetta hefði verið svipað og
að gera út togara með þremur
skipstjórum.
Eigendaskipti
Samstarf kaupmannanna
þriggja varð ekki langt. Um það bil
ári eftir sameininguna seldu þeir
fyrirtækið. Kaupandinn var Birgir
Skaptason, sem áður rak Japis,
auk nokkurra fjárfesta, þar á með-
al var Mjólkurfélag Reykjavíkur
sem rekur m.a. MR-búðina. MR á
hlut í söðlasmíðaverkstæði, Söðla-
smiðnum, sem aftur átti hlut í
Töltheimum, að því er Sigurður
Eyjólfsson, stjórnarformaður Hest-
hússins ehf. og forstjóri MR, tjáði
DV í gær.
Þegar þarna var komið sögu var
í gangi mikið þróunarstarf á veg-
um Hesthússins ehf., rekstrarfé-
lags Töltheima og Söðlasmiðsins.
Verið var að þróa hnakka, mél,
alls konar reiðfatnað, auk þess
sem bætt var við nýjum umboð-
um. Meðal annars hafði verið
hannaður nýr hnakkur, Hrímnir,
sem var farinn að rokseljast. Þá
var búið að leggja mikla vinnu í
uppbyggingu á netverslun sem var
farin að skila sér svo um munaði.
Uppsagnarbréf til allra starfs-
manna um síðustu mánaðamót
komu því eins og þruma úr heið-
skíru lofti. Þar voru þeim að vísu
gefnar óljósar vonir um að aðeins
væri um endurskipulagningu á
fyrirtækinu að ræða. Reyndin
varð önnur og alvarlegri eins og
nú hefur komið fram. Því var það
að lögmaður Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur átti fund með
starfsfólkinu i gær þar sem farið
var yfir stöðuna.
Krafa um gjaldþrot
Samkvæmt upplýsingum DV
var Birgir ekki tilhúinn að gefa
reksturinn upp á bátinn þótt á
móti blési. Hinir fjárfestarnir
munu hins vegar ekki hafa viljað
halda lengra á þeirri braut og gert
kröfu um að fyrirtækið yrði tekið
til gjaldþrotaskipta. Menn verða
sjálfsagt seint sammála um hvort
fullreynt hafi verið eða ekki.
Búið er nú undir stjóm skipta-
stjóra, eins og áður sagði. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins eru
veðkröfur á Hesthúsið ehf., sem
rekur Töltheima, um 45 milljónir
króna. Frami ehf. á fasteignina að
Fosshálsi 1 sem veðsett er fyrir
um það bil 80 milljónum króna. Að
hluta til er um sömu veðin að
ræða en tölurnar segja þó nokkra
sögu um stöðu fyrirtækisins.
Fyrirbyggjandi bólusetning gegn leghálskrabbameini:
Um 20 til 40%
kvenna smitast
- segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir
Nýjar rannsóknir sýna að
frumubreytingar í leghálsi og
leghálskrabbamein orsakast af
veiru sem berst við kynmök.
Veiran neínist HPV (Human
Papilloma Virus) eða vörtu-
veira. Til þessa hefur ekki ver-
ið unnt að lækna þennan kyn-
sjúkdóm en nú hefur tekist að
þróa bóluefni sem getur komið
í veg fyrir HPV-sýkingar og
þar með einnig vonandi leghálskrabba-
mein.
„HPV-rannsóknin, sem er viðamikil
alþjóðleg rannsókn, er gerð til þess að
tryggja að innan fárra ára verði hægt að
bólusetja gegn leghálskrabbameini. Hef-
ur bóluefnið þegar verið prófað í rúman
áratug á 4.300 konum en rannsóknin er
gerð til þess að fá endanlegar niðurstöð-
ur um hversu vel það virkar," segir
Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir.
Gefi bóluefnið góða raun verður það
mikilvægur áfangi í baráttunni gegn
krabbameini. Rannsóknin nær til um
11.500 kvenna viða um heim,
m.a. á öllum Norðurlöndum.
Hér á landi standa sóttvama-
læknir hjá Landlæknisembætt-
inu og Krabbameinsfélagið að
framkvæmd hennar ásamt
bandariska lyfjafyrirtækinu
Merck Sharp & Dohme, sem
hefur þróað bóluefhið og fram-
leiðir það.
„Um 20-40% kvenna á aldr-
inum 18 til 23 ára smitast af þessum
kynsjúkdómi sem smitast við samfarir
en flestar konur losna við sjúkdóminn.
Um 5 til 7% kvenna sitja þó eftir með
veiruna í sér og þó svo aðeins lítill hluti
af þeim fái krabbamein út frá veirunni
er betra að koma algjörlega i veg fyrir
að möguleiki sé fyrir hendi að smitast,"
segir Haraldur.
„Tilgangur með rannsókinni er sem-
sagt að sýna fram á að bóluefnið komi í
veg fyrir frumubreytingar í leghálsi og
leghálskrabbamein,“ segir Haraldur að
lokum. -ss
Haraldur Briem.
Nýl bíllinn skemmdur
Aöfaranótt miövikudags var unniö skemmdarverk á bifreiö Hörpu Þorsteins-
dóttur. Einhver viröist hafa sest á eöa bariö meö krepptum hnefa á þak
bifreiöarinnar, sem er afgeröinni Toyota Yaris, þannig að stór dæld hlaust af.
Viögeröin kostar Hörpu, sem er nemandi, 75 þúsund krónur.
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 22.05 22.07
Sólarupprás á morgun 05.02 04.29
Síðdegisflóð 19.01 23.34
Árdegisllóð á morgun 07.25 11.59
Skýjaö víða en þurrt
Fremur hæg norðlæg eða breytileg
átt og skýjað með köflum víða um
landið. Þurrt að mestu um landið
allt, en síðdegisskúrir víða austan-
lands. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast inn
til landsins.
Þurrt að mestu
Norðlæg átt 3-8 m/s og víða dálítil
rigning eða súld en þurrt að mestu
þegar líður á daginn.
ii jjiii/lil iljjjýl]
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur
HRi 6°
til 14°
Vindun
3-8")/»
Hiíi 7°
ti! 15°
Vindur
3^8 m/*
ö 6 I.
Hiti 7°
tíi 16°
Vindun
3-10 ">/»
Norölæg átt 3-8 Útlit fyrir Breytileg vindátt
m/s og dálrtil austlæga átt og væta í
rigning noröan- meö rigningu flestum
og austanlands sunnan- og landshlutum.
en skúrír austanlands en
suövestanlands. þurru norövestan.
1
Viiiillirjtíij j
m/s
Logn 0-0,2
Andvari
Kul
Gola
Stinningsgola
Kaldi
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassviðrl
Stormur
Rok
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
J ’1 '5
AKUREYRI skýjaö 7
BERGSSTAÐIR skýjaö 6
BOLUNGARVÍK skýjaö 5
EGILSSTAÐIR léttskýjaö 7
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 9
keflavIk skýjað 8
RAUFARHÖFN skýjað 5
REYKJAVÍK léttskýjaö 6
STÓRHÖFÐI skýjað 8
BERGEN skýjaö 17
HELSINKI léttskýjað 21
KAUPMANNAHÖFN skýjað 18
ÓSLÓ skýjaö 16
STOKKHÓLMUR 18
ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 9
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 15
ALGARVE
AMSTERDAM þokumóöa 16
BARCELONA hálfskýjað 18
BERLÍN skýjaö 17
CHICAGO heiöskírt 19
DUBLIN skýjaö 10
HALIFAX léttskýjaö 14
FRANKFURT þokumóða 15
HAMBORG rigning 17
JAN MAYEN súld 8
LONDON rigning 15
LÚXEMBORG þokumóða 14
MALLORCA skýjað 20
MONTREAL heiöskirt 17
NARSSARSSUAQ heiöskírt 8
NEWYORK heiöskírt 22
ORLANDO alskýjaö 24
PARÍS skýjaö 14
VÍN léttskýjaö 17
WASHINGTON léttskýjaö 15
WINNIPEG alskýjaö 21
i:rr?4»TO3VMi.llruR»».J.toi;pi;tw.,iiutTOr»i