Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2002, Blaðsíða 10
10
______________________FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002
Neytendur________________________________________________________________________________ dv
Þingholt fyrst íslenskra fasteignasala til að taka upp alþjóðlegt sölukerfi:
Sölumenn fýlgja
viðskiptavinum
- þegar eignir eru skoðaðar eiga að vera fagmenn fram í fingurgóma, segir Steinbergur Finnbogason
Einhverra breytinga er að vænta
á fasteignamarkaði hérlendis því að
á næstunni munu tvær fasteignasöl-
ur ganga inn í stóra alþjóðlega
keðju fasteignasala. RE/MAX kaU-
ast keöjan sem stofnuð var í Banda-
rikjunum árið 1973 og hefur hún
innanborðs 20.000 skrifstofur með
72.000 sölumönnum í 40 löndum. Ein
af rótgrónum fasteignasölum lands-
ins, Þingholt, hefur gengið til liðs
við Remax, auk þess sem Hrafnhild-
ur Bryde, löggiltur fasteignasali,
mun opna RE/MAX-sölu við Suður-
landsbraut.
„RE/MAX er ekki einstök fast-
eignasala, heldur kerfi sem unnið er
eftir. í sjálfu sér getur því hver sem
vill orðið Remax-fasteigasala," segir
Steinbergur Finnbogason, sölumað-
ur hjá Þingholti sem fyrst fasteigna-
sala á íslandi gengur inn í þetta
kerfí.
Hann segir kerfið virka þannig að
sölumenn innan þess séu mun sjálf-
stæðari í starfi og fylgi sínum við-
skiptavinum vel eftir, fari t.d. með
þeim þegar skoða á húsnæði.
„Þegar verið er að selja
eignir á milljónir, eða
jafnvel milljóna-
tugi, er við hæfi að
fagmenn fylgi
fólki um eignina.
Sölumennimir í
þessu kerfi eiga
að vera fagmenn
Fyrstu notendur
RE/MAX-kerfisins
Geir Þorsteinsson,
Hrafnhildur Bryde og Stein•
bergur Finnbogason eru fyrstu
notendur hins nýja sölukerfis hér á
landi. Geir og Steinbergur eru eigend-
ur fasteignasölunnar Þingholts og
Hrafnhildur mun von bráöar opna
RE/MAX-sölu á Suöurlandsbraut.
fram í fingurgóma, þeir fara á nám-
skeið áður en starfið hefst og reglu-
lega ailan sinn starfsferil. í staðinn
fá þeir mun stærri hluta sölulaun-
anna en kostnaður selj-
anda mun ekki aukast
frá því sem nú er.“
Hvetjandi kerfi
Sagan hefur
sýnt að með slíku
kerfi hækkar
þjónustustig fast-
eignasölunnar.
Inni á heimasíðu
RE/MAX,
www.remax.com má
til að mynda sjá að um
70% af nýjum viðskipta-
vinum Remax-fasteigna-
sala velja þær vegna með-
mæla frá öðrum viðskipta-
vinum. Samsvarandi hlut-
fall á öðrum fasteignasöl-
um er um 30%.
Steinbergur segir kerfið hvetja
sölumennina til að veita sem besta
þjónustu og líkir vinnubrögðunum
við það sem sést hefur í amerískum
bíómyndum.
Hann segir íslendinga hingað til
hafa verið nokkuð aftarlega á mer-
inni í fasteignasölu, a.m.k. ef miðað
sé við þau lönd sem næst okkur eru,
svo sem Noreg og Danmörk, auk
þess sem núverandi kerfi sé ekki
mjög hagkvæmt.
„í Reykjavík eru nú um 60 fast-
eignasölur, oft byggðar upp á einum
löggiltum fasteignasala og 3-5 sölu-
mönnum, misvel menntuðum. Hver
þessara fasteignasala er með sina
yfirbyggingu sem kostar sitt. Nú er
hins vegar ekkert því til fyrirstöðu
að hafa 10-20 sölumenn því hver
þeirra vinnur undir þröngt skipu-
lögðu og margreyndu kerfi og sér
um sig að mestu leyti. Hagræðing
við slíkt kerfi er gríðarleg þar sem
fasteignasölumar verða færri og
stærri. í sjálfu sér væri þvi best ef
ailir færu í RE/MAX-kerfið.“ -ÓSB
Góð hreyfing í sölu á fasteignamarkaði:
aukist um fjórðung
- miðað við sama tíma í fyrra
'■■'JBS'úM
Framboð eykst
Kaupendur hafa úr meiru aö velja nú en oft áöur því framboö á fiestum geröum eigna ergott um þessar mundir.
Hefur
Nokkur sölu-
aukning hefur
orðið á fasteigna-
markaði miðað
við sama tíma í
fyrra, eða um
25%. Guðrún
Árnadóttir, for-
maður Félags
fasteignasala, seg-
ir að þunginn af Guörún
þessari aukningu Ámadóttlr,
hafi verið í apríl, formaöur Félags
mai og júní en fasteignasata.
ekki fyrstu þrjá ......... 11 ....
mánuði ársins. Hún segir framboð á
eignum hafa veriö að aukast jafnt
og þétt og sé það nú orðið nokkuð
gott. Kaupendur hafa þvi úr meiru
að velja nú en oft áður. „Við upplif-
um þetta samt ekki sem yfirspennu
á markaði; það er meira jafnvægi
miUi framboðs og eftirspumar held-
ur en var á árunum 1999 og 2000.“
Verð hefur nokkum veginn stað-
ið í stað, þ.e. húsnæði hefur einung-
is hækkað sem nemur hækkun á
verðlagi. Hæsta verðið er á litlum
ibúöum - lítið er tii af þeim og fram-
boðið því af skomum skammti.
Hægari sala er á allra stærstu eign-
unum, og þá sérstaklega þeim sem
lítið sem ekkert hvílir á. Ein af
ástæðum þess er að affoll af húsbréf-
um hafa verið há lengi, „allt of
lengi", segir Guðrún. „En afíollin
byrjuðu að lækka í síðustu viku og
hafa lækkað um 3%. Þau voru í
gærmorgun tæp 10% sem er tölu-
vert.“
Mesta salan er sem fyrr í 2-A her-
bergja íbúðum á verðbilinu 8-15
milljónir og þannig eignir geta selst
nokkuð fljótt. -ÓSB
Afurðirnar úr garðinum nýttar:
Suðræn kartöflupitsa
Nú eru garðeigendur margir
hverjir farnir að taka forskot á sæl-
una og taka upp eitt og eitt kartöflu-
gras. Útlit er fyrir ágæta uppskeru
viðast hvar.
Því er tilvalið að nýta afurðimar
á annan hátt en að sjóða með ýs-
unni. Þessi uppskrift að kart-
öflupitsu með suðrænni sveiflu er
sérstök og bragðgóð.
Uppskrift
175 g hveiti
1/4 tsk. salt
1 msk. þurrger
120-150 ml volgt vatn
1 msk. ólífuolía.
ið plastfilmu yfir og látið það
lyfta sér í um eina
klukkustund.
6) Fletjið deigið út
á smurða bökun-
arplötu.
Aðferð
1) Sigtið hveitið og
saltið
saman
í skál.
2) Hrærið
þurrgerinu saman
við.
3) Búið til holu í
miðju þurrefnanna og
hellið volgu vatninu og
olíunni saman við og hrær-
ið allt vel saman.
4) Hnoðið deigið á hveiti stráðu
borði í um 10 mínútur eða þar til
það er orðið mjúkt og sprungulaust.
5) Setjið deigið í smurða skál og setj-
Uppskrift
350 g kartöflur
3 msk. ólífuolía
2 hvítlauksrif, marin
1 rauðlaukur, skorinn í
þunnar sneiðar
150 g mozzarellaostur, rifinn
2 tsk. rósmarín
salt og svartur pipar
2 msk. parmesanostur.
Aðferð
1) Hitið ofninn í 200 gráður á C.
Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni í
um 5 mínútur. Látið vatnið renna
vel af þeim og afhýðið þær og sker-
ið í þunnar sneiðar þegar þær eru
orðnar kaldar.
2) Hitið oiíu á pönnu og steikjið
kartöflusneiðamar og hvítlaukinn á
pönnu í um 5-8 mínútur.
3) Penslið pitsudeigið með oliu og
raðið rauðlauknum, hvítlauknum
og kartöflunum ofan á.
4) Stráið mozzarellaostinum, rós-
marín og svörtum pipar yfir. Bakið
í um 15-20 mínútur og stráið þá
parmesanostinum yfir.
Rakir skápar
Til að losna við sagga í skápum er
gott að setja viðarkol í skókassa eða
eitthvað álíka, gera göt á lokið og
setja í skápinn.
Einnig er ráð að hengja nokkrar
krítar í skápinn.
Myglulykt
Til að fá góða lykt í skápinn er
gott að setja greninálar í nælon-
sokk. Þær halda mölnum (sem getur
leynst í gömlum húsum) burtu.
Til að losna við vondan þef úr
kistlum er gott ráð að setja katta-
sandsilmefni í skókassa og láta
hann standa í kistlinum yfir nótt.
Föt í geymslu
Geymið föt, sem ekki henta árs-
tíðinni, í plastruslakörfum með
loki. Þá eru fotin vei varin og eng-
inn raki kemst að þeim.
Postulínsdiskar í geymslu
Setjið þykkan pappir eða munn-
þurrkur á miRi diskanna um leið og
þeim er raðað upp.
Skartgripir
Eggjabakkar þjóna góðum til-
gangi sem skartgripaskrín.
* Setjið krítarmola í skartgripa-
skrínið til að síður falli á skartgrip-
ina.
* Til að forðast að keðjur flækist
skaltu hengja þær á pinnann innan
á skápdymar í svefnherberginu.
* Settu stóra króka úr sturtu-
stönginni á stöngina í fataskápnum
þínum til að hengja á veski og belti.
Ekkert hellist niður
Festu teygju með teiknibólum
innan á skúffuna og settu litlu glös-
in, s.s. naglalakksglös og slíkt, bak
við teygjuna. Þá detta þau ekki um
koll þegar þú opnar skúffuna.
Innpökkun
Til að mæla hvað þarf utan um
pakkann af gjafapappír úr langri
rúllu er best að vefja fyrst bandi um
pakkann, skera lengdina og nota
bandið til að mæla lengd gjafapapp-
írsins.
Áður en bandið er bundið um
böggul sem á að fara í póst er gott
að væta það með vatni. Við það er
minni hætta á að bandið renni til og
þegar það þomar heldur það þéttar
um böggulinn.
Einfaldur nálapúði
Ef þér líkar ekki lyktin af sáp-
unni er óþarfi að henda henni.
Hana má nota sem nálapúða. Nálar
og prjónar smyrjast þá við sápuna
og smjúga auðveldlega í gegnum
þykk efni þegar saumað er með
þeim.
Aukatölur
Iðulega fylgja aukatölur þegar ný
fót eru keypt. Stundum er gengið
vel frá tölunum í litla plastpoka en
stundum eru þær saumaðar í fötin
og vilja þá detta úr. Gott er að setja
allar slíkar tölur í litla plastpoka og
stinga með miða þar sem á stendur
hvaða flík tölurnar tilheyra.
Kryddaðar kartöflur
Köldu kartöflumar frá gærdegin-
um eru ágætismatur. Afhýðið kart-
öflurnar og skerið í báta eða skífur.
Nýjar kartöflur er óþarfi að skræla.
Steikið bátana upp úr smjöri á
pönnu og kryddið með salti og ör-
litlu timian. Snúið kartöflunum þar
til þær hafa fengið lit.
Ef notaðar eru ósoðnar kartöflur
þarf að steikja þær lengur en flýta
má fyrir matreiðslunni meö því að
setja þær stutta stund í örbylgjuofn.
Skorpulaust sinnep
Til þess að koma í veg fyrir að
skorpa myndist á yfirborði sinneps-
ins er ágætt ráð að leggja sítrónu-
sneið yfir það. Sítrónan heldur rak-
anum í sinnepinu.
Olía á rifjárnið
Það getur verið snúið að rifa
mjúkan ost niður. Osturinn vill
safnast saman í rifjárnið og kless-
ast. Með því að pensla rifjárnið meö
matarolíu er auðveldara að rífa ost-
inn og hann klessist síður.