Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 1
■ FYRIR LIFIÐ
OG LISTINA. BLS. 14
!Ov
!vO
■■■
Miklar hreyfingar á flóttamönnum sem sest hafa að á landsbyggðinni:
Allir farnir af tveimur stööum
ý
*
*
*
if
f
i
*
DAGBLAÐIÐ VISIR
233. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 11. OKTOBER 2002
VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK
Fólksflutningar af landsbyggð-
inni á höfuðborgarsvæðið hafa náð
til flóttamanna sem komið hafa
hingað á vegum stjómvalda á síð-
ustu árum og verið útveguð búseta
víða um land. Þannig eru allar fjöi-
skyldurnar sem settust að á Blöndu-
ósi árið 1998 nú farnar þaðan. Þá
eru allir þeir sem komu til Reyðar-
fjarðar 1999 farnir þaðan. Á hinum
stöðunum er staðan í þessum efnum
mismunandi.
Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða
krossi íslands sagði við DV að fólk-
ið hefði yfirleitt sest að á viðkom-
andi stöðum, fengið vinnu, samlag-
ast vel og kunnað ágætlega við sig.
Síðan gerðist það sama og hjá öðr-
um landsmönnum, að það leitaði að
framtíðarvinnu við sitt hæfi. I sum-
um tilvikum væri enga vinnu að fá
á staðnum og síðan toguðu skólam-
DV-MYND JÚLÍA IMSIAND
Atta eftlr
Árið 1997 komu 25 flóttamenn til Hafnar í Hornafirði. Átta þeirra eru búsettir
þar enn. Myndin var tekin viö komu fólksins til Hafnar.
ir í bömin og foreldramir fylgdu
eftir. Það væri því alrangt að líta á
það sem einhvem ósigur þótt fólk
flytti búsetu sína á milli staða. Þá
mætti ekki gleyma þvi að það væri
afar mikilvægt að flóttafólk sem
hingað kæmi gengi inn í einfalt
kerfi sem fylgdi minna þéttbýli og
gæti þannig tekið aðlögunina í þrep-
um.
Staðan á þeim stöðum sem tekið
hafa á móti flóttafólki á síðari árum
er annars sú að af 30 sem settust að
á Ísafirði 1996 er nú ein þriggja
manna íjölskylda eftir. Allur hópur-
inn bjó á staðnum í tvö ár eftir kom-
una þangað en á næstu tveimur
árum þar á eftir tók fólkið að flytj-
ast hægt og bítandi í burtu. Ástæð-
an var einkum sú að atvinna fyrir
það var af skomum skammti.
Árið 1998 fluttu 23 til Blönduóss.
Eftir árið yfirgáfu fjórar fjölskyld-
ur staðinn. Eftir tvö ár voru allar
fjölskyldurnar famar.
Árið 1999 komu 75 manns til
landsins og settust að á Dalvík,
Reyðarfirði og í Hafnarfirði. Skipt-
ingin milli þessara staða var
nokkum veginn jöfn. Þá gerðist
það að Sameinuðu þjóðimar buðu
öUu þessu fólki að fara heim aftur
undir vemd. Það varð til þess að 37
manns sneru aftur til heimkynna
sinna. Nú er staðan sú, að 20
manns eru búsettir á Dalvík, í
Hafnarfirði búa 18 manns og af-
komendur þeirra en hins vegar
fóru allir frá Reyðarfirði
Á Höfn í Hornafirði eru eftir 8
manns en 17 eru farnir af þeim hóp
sem settist þar að árið 1997. Á
Siglufirði eru eftir 8 manns i einni
fjölskyldu af þeim 24 sem þangað
komu árið 2000. í Keflavík settust
23 að árið 2001. Þeir búa þar allir
enn.
-JSS
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, heilsar hér Sindra Sindra-
syni, fjármálastjórafPharmaco, á flug-
vellinum í Sofiu í gærkvöld. Aö baki
forsetanum má sjá heitkonu hans,
Dorrit Moussaieff, Örnólf Thorsson og
Sverri Hauk Guöjónsson.
DV-mynd Teitur
Forsetinn í boði
Pharmaco í Búlgaríu:
Balkan-
pharma opn-
ar nýja verk-
smiðju
DV, Búlgaríu:
Fulltrúar búlgörsku ríkis-
stjórnarinnar og Svavar Gests-
son, sendiherra íslands í Búlgar-
íu, með aðsetur í Svíþjóð, tóku á
móti forseta íslands og Dorrit
Moussaieff á flugvellinum í Sofiu
í Búlgaríu í gærkvöld. Flogið var
með Boeing 747 vél Atlanta undir
stjórn Amgríms Jóhannssonar,
aðcdeiganda flugfélagsins.
Forsetinn er ytra í boði
Pharmaco en búlgarsk-íslenska
lyfjafyrirtækið, Balkanpharma,
opnar nýja lyfjaverksmiðju í
Dupniza í dag. Með nýju verk-
smiðjunni verður lyfjafram-
leiðsla fyrirtækisins 13,6 millj-
arðar taflna á ári, þar af verða 10
milljarðar framleiddir í Búlgaríu
og 2,5 milljarðar hjá dótturfyrir-
tækinu, Pharmamed á Möltu, og
1,1 milljarður í verksmiðjum
Delta og Omega Pharma á ís-
landi.
Á annað hundrað gestir frá ís-
landi verða viðstaddir opnunar-
hátíð verksmiðjunnar í dag
ásamt forseta íslands og Georgi
Paravanov, forseta Búlgaríu.
-HKr.
FOKUS I MIÐJU BLAÐSINS:
SMS -
ástarbréf
nútímans?
8
1. DEILD KVENNA
í KÖRFUBOLTA:
50 stig
Shelton
dugðu
ekki
29
HEIMSINS MINNSTA, ÞYNNSTA OG LETTASTA
MIN©LTA
• B4,5 x 72 x 80 mm. 135 g
• 2-megapixel CCD
• BX ZOOM - 3X optical, 2X digital
• Hreyfimynda- og hljóðupptökueiginleikar
ZDiiy^GE
Siónvarpsmiðstöðin
RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUIUIIÍLA 2 • SÍMI 568 9090 Tl'T'HT'jWr^