Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Þórarinn Tyrfingsson vill breyttar áherslur vegna fíkniefnabrota: Það þarf að taka menn úr umferð - hvetjum fólk til aö kæra, segir yfirlögregluþjónn Aukin harka og svíviröa Sögurnar af ofbeldi í undirheimum samfélagsins, sem birst hafa í blaðinu á síðustu dögum, eru með ólíkindum en því miður í samræmi við veruteikann. Þórarinn Tyrf- ingsson, formað- ur framkvæmda- stjómar Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann (SÁÁ), segir að í undirheimunum sé tekist á út af peningum, skuld- um og öðru likt og annars staðar í þjóðfélaginu. Þama geti þó oft verið í húfl miklir peningar og átökin hrottalegri, m.a. vegna notkunar fíkniefna. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir að beita sér ekki meira fyrir að taka ofbeldis- menn úr umferð, frekar en að eltast við að sanna á fólk brot vegna neyslu fíkniefna. Lögreglan segir vanda yfirvalda felast í þvi að fólk kæri sjaldnast slíkar misþyrmingar. Ofbeldi undirheimann; Annar hlutl „Það er oft erfitt að gera sér grein fyrir með hvaða hætti ofbeld- inu er beitt. Við erum svo sem ekk- ert sérstaklega áhugasamir um að fá fram í smáatriðum hvemig það er. Við komumst þó ekkert hjá því að heyra þetta og það eru oft á tíð- um ekki fallegar aðfarir," segir Þórarinn Tyrfingsson. Þarf að taka menn úr umferö „Það er eðli fikniefnabrota í sjálfu sér að þeim sem er að fremja lögbrot er ekkert endilega umhugað um að kæra. Ég hef þó lengi verið þeirrar skoðunar að í stað þess að lögreglan einbeiti sér að því að ljóstra upp um neytendur og hvað þeir hafi verið með mikið á miili handanna leggi þeir meiri áherslu á ofbeldisbrotin. Oft er líka auðveldara að sanna slík brot, enda sönnunargögnin á skjól- stæðingnum sjálfum og lífsýni fyrir hendi ef um áverka er að ræða. Það er mikiö eðlilegra að leggja áherslu á þessa þætti og draga menn þá af meiri hörku fyrir dóm vegna þess- ara hluta heldur en vegna auðgunar- eða fikniefnabrota sem oft er ómögu- legt að sanna. Það þarf að taka menn úr umferð. Mér finnst þessi áhersla allt of litil af hendi lögreglunnar. Lögreglan virðist ekki hafa yfir að ráða sér- stökum mannafla til að sinna þvi hlutverki. Bæði að leita sannana, hafa uppi á þessum einstakiingum og vernda þá sem á þurfa að halda,“ segir Þórarinn. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn i Reykjavík, segir lög- reglu oft hafa heyrt um ofbeldi sem tíðkast í fíkniefnaheiminum. Lögreglan viti beinlínis um nokk- ur tilvik. „Við höfum bent fólki á að það skuli kæra slíkar árásir. Við vitum um einhver tilvik, höf- um heyrt af öðrum og fullyrt er við okkur að þetta viðgangist. Við erum ekki í neinni aðstöðu til að mótmæla þessu. Það eina sem við getum gert fyrir fólk sem lendir í þessu er að draga meinta árásar- menn fyrir lög og dóm. Þá verðum við líka að fara fram á að fólk kæri,“ segir Hörður. - Nú talar fólk um að það þori ekki að kæra vegna hótana um frekari lík- amsmeiðingar. Getur lögreglan veitt þessu fólki vemd ef það kær- ir? „Því er erfitt að svara. Það eru í deiglunni á veg- um ráðuneytisins reglur um aukna vitnavernd. Það tekur þó kannski ekki alveg á þessum máium. Ef þetta snýst um að passa fólk þá get- um við þaö hins vegar ekki. Samt hvetjum við alla sem verða fyrir of- beldi að kæra það, öðruvísi getum við ekki komist að málinu. Eðli of- beldismála er þannig að þolandinn er þar lykilvitni," segir Hörður Jó- hannesson. Hann telur þó að sögur um ofbeldið í undirheimunum séu oft á tíðum talsvert ýktar. Jókst í kjölfar amfetamínbylgju Þórarinn Tyrfingsson segist telja að ofbeldisbrot tengd fikniefnanotk- un gangi í bylgjum. Tíðnin undan- farin ár virðist vera nokkuð stöðug en stóraukning hafi oröið með til- komu aukins amfetamíns á mark- aði 1996. Það ástand hafi nokkuð haldist síðan. Þórarinn segir að þegar menn komi í meðferð til SÁÁ viti þeir oft ekki sitt rjúkandi ráð. Þar sé ekki bara um líkamlega van- líðan að ræða, heldur eigi þeir áfram yfir höfði sér skuldir vegna neyslu. Oft séu rukkarar líka að hafa samband viö einstaklingana inni á stofnunum vegna skulda. Áhyggjurnar af þessum málum vofi því áfram yfir og óttinn við að þeirra nánasta fólk verði fyrir áreiti og erfiðleikum vegna þess. Allt þetta valdi svo erfiðleikum í meðferðinni. -HKr. Þórarinn Tyrfingsson. Hörður Jóhannesson. Tryggingamiðlunin ísvá í kröggum: Framtíðin ræðst eftir helgina - miklar skuldir „Það kemur í ljós á hluthafa- fundi eftir helgina hver framtið fyrirtækisins verður. Meira vil ég ekki segja núna,“ sagði David Pitt, stjórnarformaður vátrygg- ingamiðlunarinnar ísvár í sam- tali við DV í morgun. Fyrirtækið glímir við mikla rekstrarerfið- leika og hefur það lagt inn til við- skiptaráðuneytisins leyfi sitt til miðlunar vátrygginga. Formaður stjórnar vildi ekki svara því til hvort hugsanlega gæti komið til gjaldþrots félagsins. Unnið hefur verið að því kapp- samlega síðustu mánuði að koma rekstrinum í rétt horf, en ekki er ljóst hverjar lyktir þess verða. Skuldir nema vel á annað hundr- að milljónum, samkvæmt heim- ildum blaðsins. í gær var haldinn fundur nokkurra fyrrverandi starfsmanna og hlutahafa í félag- inu með lögmanni sem þeir hafa ráðið í sína þjónustu. Verður honum falið að kanna hvort eðli- lega hafi verið staðið að öllum málum, svo sem viðvíkjandi stjórnun félagsins. ísvá hefur einkum selt trygg- ingar fyrir alþjóðleg lífrygginga- félög. Hefur nú verið gert tíma- bundið samkomulag við Trygg- ingu og ráðgjöf hf. um þjónustu við viðskiptavini. Ljóst er þó að þeir munu ekki skaðast, hvemig sem mál þróast hjá Isvá. -sbs Askorun til landeigenda! Við skorum á bændur og aðra umráðamenn iands að reyna að hafa vit fyrir þeim sem eiga að vernda íslenska rjúpnastofninn og banna allar rjúpnaveiðar á jörðum sínum þar til 1. nóvember. Nokkrir vopnfirskir bændur Alþjóðlegur gigtardagur á morgun: Gigtarsjúkdómar kosta samfélagið 14*20 milljarða - fimmti hver landsmaður með gigt Einn af hverj- um 5 íslendingum er með gigt. Áætla má að kostnaður samfélagsins á ári nemi 14 til 20 milljörðum króna vegna gigtarsjúk- dóma. Þetta kemur fram hjá Gigtarfé- lagi íslands, en á morgun, laugar- dag, er alþjóðlegi gigtardagurinn. í samantekt félagsins kemur jafn- framt fram, að ríflega fiórðungur heimsókna á heilsugæslustöðvar er vegna gigtar og stoðkerfis- vanda. 22 % öryrkja í landinu hafa gigtarsjúkdóm sem fyrstu sjúk- dómsgreiningu. Ríflega fimmtung- ur útgjalda heilbrigðisþjónustunn- ar fer í úrræði við gigt og stoðkerf- isvanda. 10 til 14 börn greinast með alvarlegan gigtarsjúkdóm á ári. . Þá bendir Gigtarfélagið á aö ís- lensk stjórnvöld hafi ekki skrifað upp á yfirlýsingu verkefnisins Bone and Joint Decade 2000-2010, sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin styður sem og Sameinuðu þjóðirn- ar. Félagar í Gigtarfélaginu eru 5.000. Innan félagsins starfa sjö áhugahópar um gigt, meðal annars nýstofn- aður áhugahópur ungs fólks með gigt sem mikil þörf er fyrir. Gigtarsjúk- dómar eru á þriðja hundrað talsins. Meðferðar- úrræðum fleygir fram, en aldrei hefur verið eins mikilvægt og nú aö fólk greinist snemma í sjúk- dómsferlinu. Úr afleiðingum allra gigtarsjúkdóma má draga veru- lega. í tilefni af alþjóðlega gigtardeg- inum á morgun hefur Gigtarfélag íslands skipulagt dagskrá í húsa- kynnum sínum og annarra að Ár- múla 5 í Reykjavík. Markmið samtakanna Arthritis and Rheumatism International, sem eru alþjóðleg samtök gigtarfél- ga i heiminum, er að vekja athygli á málefnum gigtarfólks og þeim vanda sem fylgir gigtarsjúkdóm- um á þessum degi. -JSS Einn af hverjum fimm Einn af hverjum fimm íslendingum þjáist af gigtarsjúkdómum. REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.23 18.08 Sólarupprás á morgun 08.08 07.53 Síðdegisflóð 22.05 14.11 Árdegisflóð á morgun 10.37 02.38 Veörið i kvo'fd' ' Talsverö rigning Suðaustan og austan 5 til 10 metr- ar á sekúndu sunnan- og vestan- lands, en suðaustan 13-18 austan- til. Talsverö rigning suðaustan til, en annars skúrir. Veðffd á Suöaustan og austan 5 til 10 metr- ar á sekúndu sunnan- og vestan- lands, en suðaustan 13-18 austan- til. Talsverð rigning suðaustan til, en annars skúrir. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur O O O Hiti 7" Hiti 7° Hiti 7° til 12° til 12° til 12° Vintiur: 5-10 m/« Vindur: 5-10‘»/s Vindun 5-10“V* «- «- 4- Austlægar áttlr, 5-10 m/s. Rignlng austan til en annars skýjaö meö köflum og úrkomulítiö. Áfram milt í veöri. Austlægar áttlr, 5-10 m/s. Rigning austan til en annars skýjaö meö köflum og úrkomulítiö. Áfram milt í veöri. Austlægar áttir, 5-10 m/s. Rignlng austan til en annars skýjaö meö köflum og úrkomulrtiö. Áfram milt í veöri. pfo' /~j r fr 1 f I fQ~r /f- P m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldl 10,8-13,8 Ailhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Vednö kf. AKUREYRI hálfskýjaö 8 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK léttskýjaö 9 EGILSSTAÐIR rigning 12 KEFLAVÍK skúr 8 KIRKJUBÆJARKL alskýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 9 REYKJAVÍK hálfskýjaö 10 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 9 BERGEN léttskýjaö 1 HELSINKI alskýjað 1 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 3 ÓSLÓ alskýjaö 3 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN skúr 10 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -1 ALGARVE léttskýjað 11 AMSTERDAM léttskýjaö 4 BARCELONA skýjaö 15 BERLÍN léttskýjaö 1 CHICAGO þokumóða 11 DUBLIN rigning 13 HALIFAX alskýjaö 7 HAMB0RG alskýjað 7 FRANKFURT 1 JAN MAYEN skýjaö 6 LONDON mistur 11 LÚXEMBORG þokumóöa 6 MALL0RCA þrumuveöur 14 M0NTREAL heiöskírt 9 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 1 NEWY0RK rigning 14 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS léttskýjað 7 VÍN súld 7 WASHINGTON rigning 16 WINNIPEG heiöskirt 13 BYGGT A CPfilrSPvG'.-V FRL t'ED-'RSTQFL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.