Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 18
18 Tilvera FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 DV IVIyndljandagagnrýni Leikritið Benedikt búálfur frumsýnt á morgun: Dinner Rush ★ ★ \$j* Borðað og brallað t. £ Hm Dinner Rush gerist aö mestu leyti á einu kvöldi á ítölskum veitingastað. Þar minnir hún á hina ágætu Big Night, sem einnig gerðist kvöldstund á ítölskum veitingastað. Þessar tvær myndir eiga það sameigin- legt að bjóða upp á freistandi mat- reiðslu en að öðru leyti er margt ólíkt með þeim. Hraðinn er mun meiri í Dinner Rush enda þarf að sinna mörg- um ólíkum persónum. Kvöldið sem um ræðir hefur eigandi staðarins, Louis Cropa (Danny Aiello), ákveðið að gera upp málin við ýmsa utanaðkomandi aðila sem og fjölskyldu sína. Hefur hann þar af leiðandi boðið nokkrum í mat. Staðurinn sem er í Tribeca í New York bauð áður upp á ítalskan heimil- ismat en hefur fengið upplyftingu frá syninum, sem er frábær kokkur, og er staöurinn orðinn sá heitasti í borginni. Auk þess sem smátt og smátt skýrist hvað Cropa ætlar að gera þá fylgjumst við með gestum, sem eru af ýmsu sauðahúsi, meðal annars mafiósar, lög- regluforingi, matreiðslukrítíker og listagalleríseigandi. Þá er ekki síður mikið um að vera í eldhúsinu, þar gefa kokkamir sér tíma til að fara með þjónustustúlkunum í smápásu. Allt blandast þetta vel saman og verður að mjög svo skemmtilegum kokkteil þar sem gamni og alvöru er blandað sam- an. Fullt er af góðum leikurum, þekkt- um og óþekktum, sem virðast skemmta sér prýðilega í þessari matarveislu. -HK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Bob Giraldi. Bandarikin 2000. Lengd: 98 mín. Leikarar: Danny Aiello, Edoardo Ballerini, Vivian Wu, Sandra Bernhard, John Corbett, Summer Phoenix og Mike McGlone. Leyfö öllum aldurs- hópum. Path To War Svanasöngur Franken- heimers Einn fremsti kvik- myndaleikstjóri Banda- ríkjanna, John Franken- heimer, lést í sumar. Þá hafði hann nýlokið við v að gera sjónvarpsmyndina Path To War, þar sem tekin er fyrir forsetatíð Lyndon B. Johnson, sem stýrði þjóð- inni á verstu árum Víetnamstríðsins. Myndin var í sjónvarpi sýnd í tveimur hlutum og hér kemur hún á mynd- bandi um þriggja tíma löng, alltof löng, því segja má að eini gallinn við mynd- ina sé hversu teygt er úr efiiinu. I Path to War er Lyndon B. Johnson sýndur sem maður sem vill gera annað en hann gerir. Hann kemur sér fljót- lega í klípu. Hann hatar Víetnamstríð- ið og getur ekki annað en hugsað um hve miklir peningar fari í stríðsrekst- urinn, en lætur herforingja ráða ferð- inni. Þegar hann hefur ákveðið í lokin að gefa ekki kost á sér aftur er hann aumkunarverður maður sem veit aö forsetatíð hans verður minnst í sög- unni fyrir rangar ákvarðanir i hemaði. Ákvarðanir sem forseti Bandaríkjanna hefði getað neitað að samþykkja. Lyndon B. Johnson er í lokin niður- brotinn maður sem nánast viðurkenn- ir að hann hafi ekkert haft að gera í þetta valdamikla embætti. Það kemur ánægjulega á óvart að Frankenheimer skuli hafa fengið hinn þekkta breska leikara, Michael Gambon, til að leika Johnson. Gambon er fjölhæfur leikari og nær fljótt tökum á persónunni og sýnir hann snilldar- •jp leik í hlutverkinu. Vel er skipað í önn- ur hlutverk. Eins og áður segir er Path To War of löng. Hefði hún verið styttri þá hefði hún verið mun áhrifameiri. -HK Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Franken- heimer. Bandarikin 2002. Lengd: 170 mín. Leikarar: Michael Gambon, Alec Baldwin, Don- ald Sutherland, Tom Skeritt og Frederic Fdrrest. Leyfö öllum aldurshópum. Hafði ekki hugmynd um að ég gæti skrifað - segir Ólafur Gunnar Guðlaugsson, höfundur verksins Smárabíó/Regnboginn - Windtalkers -fc- ^ Stríð og dulmál Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Bamaleikritið Benedikt búálfur verð- ur frumsýnt í Loftkastalanum klukkan tvö á morgun. Höfundurinn, Ólafur Gunnar Guölaugsson, telur það vera fyrir böm á aldrinum tveggja til níutíu og eins. „Þetta er fjölskylduleikrit með söngvum," segir hann og tekur fram að Þorvaldur Bjami Þorvaldsson, höfund- ur tónlistar, og Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri eigi stóran þátt í verkinu. „Þetta er sköpunarverk okkar þriggja. Leikaramir em allir frábærir og ekki má heldur gleyma þætti Maríu Ólafs- dóttur sem hannar leikmynd og bún- inga og gerir þar meiri háttar hluti," segir Ólafur. Rændu sér dóttur Mörg íslensk böm þekkja Benedikt búálf af bókunum hans Ólafs. Hann hef- ur skrifað þrjár, fagurlega myndskreytt- ar og sú fjórða er á leiðinni. Þær era settar upp fyrir yngstu lesenduma. Sjálfur á Ólafur tvo stráka, fjögurra og tveggja, og Ólafur segir þá góða hlust- endur. „Þeir liggja þessa dagana yfir tónlistinni úr leikritinu, sem verið er að gefa út á diski,“ segir hann, stendur upp og.setur diskinn á fóninn. En hvemig urðu persónumar til. „Ég er mynd- skreytari og þessi búáifur spratt allt í einu upp i hausnum á mér. Meðgöngu- timirm var samt ein tvö ár áður en hann komst á bók. Önnur sögupersóna, Dídí mannabam, á hins vegar sprelllifandi fyrirmynd, hún er tíu ára núna og ég tel hana fýrsta bam okkar hjóna. Hún er frænka konunnar minnar og við eigin- lega rændum henni. Aðrar persónur em flestar mín hugarsmið, sem sköpuðust ein af annarri." í húsi Önnu Borg Umgjörð viðtalsins er Laufásvegur 5, heimili Ólafs og fjölskyldu. Gamalt og virðulegt hús. Þar ólust upp leikkonum- ar Anna Borg og Þóra Borg og Ólafur sýnir nöfh þeirra grópuö í gler í forstof- unni. Myndarlegur hlynur breiöir lim sitt yfir útidyratröppumar, hann er eitt elsta tré Reykjavíkur. „Það er gott að búa í svona gömlu húsi með sál,“ segir Ólafur. Spurður hvort það hjálpi skáld- gáfunni svarar hann hógvær. „Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti skrifað og er enn mjög varkár í því. Ég finn þó að ég get búið til sögur og er með gott fólk með mér tii að koma þeim í fint form.“ Um aðdraganda leikritsins segir hann: „Hinrik Ólafsson, sem leikur Aðalstein álfakonung, hafði keypt bókina fyrir strákinn sinn. Hann og Gunnar Gunn- steinsson leikstjóri vom þá nýbúnir að ljúka sýningum á Ávaxtakörfunni og fannst Búálfurinn tilvalinn sem næsta verkefni. Þeir höfðu síðan samband við mig. Þetta var fyrir Qórum árum svo verkið er búið að vera lengi í þróun.“ Höfundurinn: „Þessi búálfur spratt upp í hausnum á mér“ segir Ólafur. ÐV-MYNP ÞOK Sefur í viku Um efni verksins segir Ólafur það eins og fleiri ævintýri, hreina og klára baráttu milli góðs og ilis. Vonda liðið er rosalega vont en það verður að láta í minni pokann fyrir góðu öflunum. Spennan er mikil á köflum. Þetta er allt upp á líf og dauða og ekkert hálfkák. Meðal þátttakenda í sýningunni, auk Hinriks, eru Björgvin Franz Gíslason, sem leikur Benedikt búálf, Selma Bjömsdóttir sem, auk þess að ieika álfa- drottninguna, er aðstoðarleikstjóri og höfundur dansa, þótt komin sé sex mán- uði á leið og Jóhann Sigurðarson sem , DV-MYND HARI Ur sýningunni Björgvin Franz og Selma Björns sem Benedikt búálfur og álfadrottningin. leikur Daða, dreka með skerta sjálfs- mynd. Ólafur Gunnar er meðframleiðandi að verkinu og er önnum kafrnn við að búa til leikskrá þegar viðtaiið fer fram, bolur í hönnun með Benedikt búálfi liggur á borðinu og einnig gögn um leik- sýningu Hermóðs og Hávarar sem hann sér um kynningar á og verður líka írumsýnd á morgun. Þegar haft er orð á að mikið sé að gera segir hann: „Já, þetta er töm. Ég sef í viku á eftir.“ -Gun. Dulmálssérfræðingurlnn og verndari hans Nicolas Cage og Adam Beach í hlutverkum sínum. Eftir Saving Private Ryan og The Thin Red Line þýðir ekki að bjóða upp á neina meðalmennsku í gerð kvikmynda úr síöari heimsstyrjöld- inni. Hart’s War lækkaði staðalinn og það gerir Windtalkers einnig. Það kemur á óvart aö Windtalkers í leikstjóm Johns Woos skuli ekki vera betri kvikmynd. Hann er mjög fær og hugmyndaríkur leikstjóri sem á að geta gert betur. Það verð- ur þó að segja Woo til hróss að hann ræðst á þennan garð af miklum krafti þegar við á og ekki stendur hann aö baki Steven Spielberg og Terrence Malick hvað varðar stíl. Munurinn er fyrst og fremst í áhersluatriðum og hversu misgóð þau eru. Honum tekst vel upp í löngum bardagaatriðum en þegar kemur að persónum og atriðum sem eru meira átakaatriði á andlega sviðinu, eins og kynþáttahatur, þá er hann ekki sterkur á svellinu og nær ekki að lyfta myndinni upp úr melódramanu sem slakt handrit er búið er að byggja i kringum persón- umar. Windtalkers er byggð á sönnum atburðum. Þungamiðja myndarinn- ar eru átök Bandaríkjanna og Japan á eyjunni Saipan í Kyrrahafmu í júni áriö 1944. Það sem meðal ann- ars gerði Bandaríkjamönnum kleift að ná yfirráðum á eyjunni var að þeir notuðu dulmál I samskiptum á milli herdeOdar og yfirstjómar sem Japanar gátu alls ekki leyst. Inn í söguna af árásinni er sögð saga tveggja Navajo-indíána, sem voru í árásarsveitunum og sendu á dul- máli, og tveggja hermanna sem fyrst og fremst áttu að vemda dul- máliö sem þýddi að gætu þeir ekki varið indíánana fyrir Japönum þá áttu þeir að drepa þá frekar en aö láta þá falla í hendur óvinarins. Nicolas Cage leikur annan „verndarann" og aðalpersónu myndarinnar. í upphafi sjáum við hann særast í orrustu þar sem vin- ir hans em stráfelldir. Hann er bit- ur maður þegar hann fer aftur á víg- stöðvamar, hetja sem hræðist ekki neitt, vill drepa sem flesta Japana og finnst 1 fyrstu verkefni sitt ekki hæfa sér. Eins og vera vill þróast vinskapur verndarans og dulmáls- indíánans og eru þetta áhersluatriði sem strax má sjá fyrir og vekja eng- an af værum blundi. Á móti koma atriði þar sem blóð- ið flæðir um allan vígvöll og hetjur verða til. Fyrir hörðustu aðdáendur stríðsmynda eru þessi atriöi gefandi og þau sanna fyrir öðrum aðdáend- um Johns Woos hversu mikill stílisti hann er. Þessi atriði bjarga þó ekki myndinni. Það gerir Nicolas Cage ekki heldur. Hann stóð sig vel hjá John Woo í Face/Off en er hér mærðin uppmáluð. Adam Beach í hlutverki indíánans Bens Yayhzees nær mun betur til áhorfandans. Hilmar Karlsson Leikstjóri: John Woo. Handrit: John Rice og Joe Batteer. Kvlkmyndataka: Jeffrey L. Kimball. Tónllst: James Horner. Aöal- leikarar: Nicolas Cage, Adam Beach, Christian Slater, Peter Stormare og Frances O'Connor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.