Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 7
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
DV
7
Fréttir
Statoil í Noregi:
Enginn kannast viö
gufuaflsvirkjun
Yfirlýsingar talsraanns StatoU í Nor-
egi, um aö stefnt sé að því að reisa 600
megavatta gufuaílsvirkjun hér á landi
og flytja orkuna með sæstreng til megin-
landsins, koma flatt upp á stjómendur
Landsvirkjunar. Þeir segja að hugmynd-
ir Norðmannanna séu á misskilningi
byggðar. Iðnaðarráðherra segir að hug-
myndir um öflun orku til flutnings um
sæstreng til Noregs eða Bretlands séu
aðeins i forathugun. Ráðherra segist
áhugasamari um orkuöflun í þágu inn-
lends iðnaðar.
Statoil ASA í Stavanger í Noregi er
stærsti seljandi hráolíu í heiminum og
stór dreifmgaraðili á gasi. í Skandinav-
íu er Statoil leiðandi aðili í sölu á bens-
ini og olíuvörum. Bretland hefur verið
stór markaður fyrir Statoil og þangað
beinast sjónir forráðamanna þeirra í
nánustu íramtíð, m.a. vegna þess að
dregið hefur úr gasframleiðslu þar á
sama tíma og eftirspumin hefur aukist.
Skrifað hefur verið undir samning við
British Petroleum um sölu á 1,6 milljörð-
um rúmmetra af gasi á næstu 15 árum,
sem er um 5% af heildarmarkaðnum. Til
þess að uppfylla þennan samning þarf að
leggja nýja leiðslu mifli Noregs og Bret-
lands. Það mál er í athugun. -GG
MYND BÞ
Utvarpsstjóri á Akureyri
Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, skoðaði ígær kringumstæður í nýju
húsnæði RÚVvið Kaupvangsstræti 1 á Akureyri ásamt Jðhanni Haukssyni, dagskrárstjóra
Rásar 2. Þarna verður starfsemi Rásar 2 efld gagnvart iandsbyggðinni og er nýja húsnæð-
ið m.a. búið fullkomnum útsendingartækjum sem Jóhann er að sýna Markúsi Erni.
Mál Genis gegn ÍE:
Frestað að
taka málið
fyrir
Taka átti fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í vikunni sem þrota-
bú Genealogia Islandorum og Þor-
steinn Jónsson
ættfræðingur
höfðuðu gegn
íslenskri erfða-
greiningu og
Friðriki Skúla-
syni ehf. Ekk-
ert gerðist utan
það að málinu
var frestað til
20. nóvember
en þrotabúið hefur ekki tekið af-
stöðu til framhaldsins. Fundur
verður í búinu á mánudaginn
kemur.
Genealogia Islandorum, eða
Genis, lenti í 400 milljóna króna
gjaldþroti eftir aðeins eins árs
rekstur. Fyrirtækið gerir kröfu á
hendur íslenskri erfðagreiningu
og Friðriki Skúlasyni upp á 600
milljónir króna vegna meints rit-
stuldar þegar gerður var ættfræði-
grunnur til notkunar í vísindalegu
skyni, svokölluð íslendingabók, en
ættfræðiupplýsingar hennar eiga
að verða öllum aðgengilegar á Net-
inu, sem er þjóðargjöf Friðriks
Skúlasonar og íslenskrar erfða-
greiningar. Vegna málaferlanna
og þess hversu litla lagastoð ætt-
fræði hefur samkvæmt lögum um
persónuvemd hefur þessi þjóðar-
gjöf enn ekki birst á Netinu.
Sérstök matsgerð var gerð á veg-
um þrotabúsins sem kostaði 5
milljónum til verksins. Matið lá
fyrir í maí í vor en óeðlilega lang-
ur tími leið þar til ýmsir aðilar
málsins fengu að líta þetta mat
augum, það var ekki fyrr en seint
í sumar og i haust. -JBP
Kosovo:
íslensku flugum-
ferðarstjórarnir
farnir utan
Átta íslenskir flugumferðarstjórar
héldu til Kosovo í gær tfl að taka við
flugumferðarstjóm flugvallarins í
Pristina. Flugumferðarstjóramir taka
við stjóminni úr höndum ítalska flug-
hersins sem hefur starfað þar á veg-
um alþjóðaliðs Atlantshafsbandalags-
ins undanfarin tvö ár.
Að sögn utanríkisráðuneytisins er
samhliða unnið að því að skipuleggja
flölþjóðlegt samstarf á vegum NATO
um rekstur flugvallarins, þ.á m. að
aíla tækja og búnaðar. Stefnt er að því
að þeirri vinnu ljúki fyrir 1. desember
og munu íslendingarnir þá taka við
forystuhlutverki í yfirstjóm, flugum-
ferðarstjóm og rekstri alþjóðaflugvall-
arins i Pristina.
Stefán Haukur Gunnlaugsson,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, sagði í samtali við DV fyrir stuttu
að með þessum hætti væru íslending-
ar að leggja sitt af mörkum til friðar-
gæslu á hinu stríðshrjáða sjálfstjóm-
arsvæði, a.m.k. næsta hálfa árið.
Kostnaðurinn er áætlaður um 40
mifljónir króna. -aþ
tnfelU ílcin kiiiuu
lcpgja á iig imurklar
þjúniugar í ypn Ufti að
Mókkbreytaat í liina
rullkutnnu knnu cíili
i* markmWifltn sk
Nýtt Líf
STELPUR ,
í STJÓRNMALUM
VLTÚÚvríSK^
KONUM STOLIÐ
S W’" V*T )V
ÆTTARSjmDOfR
iKÍNA
H|NAÆNJULEgX“ kona
bSdUNNAR!
».80169"
OÉG VLEKKU
OEBTBÓRN
osofbubarn
Baijiaþlaðið
OHVAÐ A BARNI0 ad hb'
"TíSKA
Barnablað fylgir!
Altt mögulegt um böm, trá
getnaði og upp úr.
- mest selda kvennablað á íslandi
er komið út!
Glæsilegt blað með
greinum við allra hæfi
- bæði á léttum nótum og ah/ariegum.
krónískt
samviskubit
Óiöf Nordal
Nvtt Líf
Hrikalegarafieiðrigar
mannfjöldastýringar Khasjimar
Horfnu
konumar
ÍKÍna
Líf fjölila kímcnikrii fjölskylifon
hefur verið logl í rúsi uf ófyrirle^iu
up harðsvíruðum glu-puiuönnurn
ræna fiítickiim konitm og selji
hæslbjóðamln lil unitaneldi
Aslæðan? Skortur á kouuin í h
Ktnvrrskar konur á bameignaal
orðnar að dýnn.riri .verslui