Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 11
11 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 PV_____________________________________________ Útlönd íraksmálið: Bandaríska þingið samþykkir hernaðaraðgerðir gegn Irökum - samþykkt með miklum meirihluta í báðum deildum Báðar deildir bandaríska þings- ins samþykktu í gærkvöld með miklum meirihluta atkvæða að veita George W. Bush leyfi til hem- aðaraðgerða gegn írökum gerist þess þörf með tilliti til öryggis Bandaríkjanna. í ályktuninni, sem fyrst var sam- þykkt með 296 atkvæðum gegn 133 í fulltrúadeildinni, segir að forsetinn fái leyfi til valdbeitingar mistakist Sameinuðu þjóðunum að afvopna íraka. í fulltrúadeildinni, þar sem demó- kratar fara með meirihluta, var ályktunin samþykkt án breytinga með 77 atkvæðum gegn 23, sem þýðir að hún fer beint inn á borð forsetans til undirritunar. Bush sagði að samþykkt banda- ríska þingsins væru skýr skilaboð til íraka um vilja Bandaríkjamanna. „Þeir verða að fara að kröfum okkar ellegar verða þvingaðir til þess. Dagar íraks sem útlagaríkis eru á Bush Bandarikjaforseti Samþykkt bandaríska þingsins, sem leyfir hernaöaraögeröir gegn írökum aö fuiireyndri samningaleiöinni, er mikill sigur fyrir Bush Bandaríkjaforseta. enda,“ sagði Bush, sem að vonum var ánægður með afgreiðslu álykt- unarinnar. Skilyrði demókrata fyrir stuðn- ingi við hana var að Bush leitaði fyrst mögulegra diplómatískra lausna áður en gripið yrði til hern- aðaraðgerða og að hann upplýsti þingið um málið áður en gripið yrði til aðgerða eða rétt eftir að þær hæfust. Á sama tíma halda þreiflngar áfram um nýja og harðari ályktun til samþykktar í Öryggisráði SÞ og hélt Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í því skyni til Moskvu í gær þar sem hann mun hitta Pútin Rússlandsforseta á fundi í dag. Rússar hafa hingað til hafnað kalli Bandaríkjamanna og Breta um nýja ályktun í Öryggisráðinu og mun Blair gera allt til þess að ná samlomulagi við Pútin áður en Öryggisráðið kemur saman í næstu viku. REUTERSMYND Skeggrætt í Jemen Hubert Ardillon, skipstjóri franska risaolíuskipsins Limburg, ræöir viö franska rannsóknarmanninn Jean- Frangois Perrouty í Jemen. Flest bendir til hryðjuverks í árásinni á skipið Felst bendir nú til að sprengingin og eldsvoðinn i franska risaolíu- skipinu Limburg undan ströndum Jemens á sunnudag hafi verið af völdum hryðjuverkaárásar. Franskur rannsóknarmaður sagði í gær að fundist hefði utanað- komandi brak í olíuskipinu og kynni það að vera úr bát sem hefði verið notaður í árásinni. „Við fundum brak úr báti sem til- heyrir ekki olíuskipinu," sagði Jean-Frangois Perrouty við frétta- mann Reuters eftir að hafa skoðað verksummerki. Franska utanríkisráðuneytið sagði að fyrstu vísbendingar væru um hryðjuverk. Jemenskur ráð- herra sagði aftur á móti í gær að brakiö kynni að vera úr einum björgunarbáta Limburg sem hefði eyðilagst við sprenginguna. Brakið sem fannst verður sent til frekari rannsóknar. Jemenum er mjög í mun að losa sig við orðspor um að landið sé griðastaður hryðjuverkamanna. Mikiö írafár í ítalska þinginu Uppistand varð í neðri deild ítalska þingsins í gær eftir að sam- þykkt voru lög um dómsmál sem gagnrýnendur segja að séu klæð- skerasniðin til að koma í veg fyrir að hægt sé að lögsækja Silvio Berlusconi forsætisráðherra fyrir spUlingu. Stjórnarandstæðingar vönduðu stjómarliðum ekki kveðjumar þeg- ar frumvarpið hafði verið sam- þykkt. Efri deild þingsins fær nú frumvarpið til meðferðar en þar eru stjómarliðar líka í meirihluta. REUTERSMYND Hundurinn leikur sér Tíkin Molly lætur sér fátt um finnast um krepþuna í noröur-írskum stjórnmálum þar sem hún leikur sér fyrir utan Stormont, þinghús þeirra Noröur-íra í Belfast. Leyniskyttan við Washington leikur enn lausum hala: Mikill ótti hefur gripið um sig meðal íbúanna Mikill ótti hefur gripið um sig meðal íbúa í nágrenni Washington DC í Bandaríkjunum eftir að lög- regla staðfesti í gær að maður sem skotinn var til bana við bensínstöð í Virginíu í fyrrakvöld hefði verið fómarlamb leyniskyttunnar sem nú hefur drepið sjö manns á rúmri viku. Tveir til viðbótar hafa hlotið skotsár. Hinn 53 ára gamli Dean Meyers var skotinn þegar hann hafði rétt lokið við að dæla bensíni á bílinn sinn í bænum Manassas í Virginíu. Charlie Deane, lögreglustjóri í Prince William-sýslu, sagði frétta- mönnum að Meyers hefði verið skotinn á allnokkru færi en hann neitaði að ræða vísbendingar sem REUTERSMYND Rætt vlð fréttamenn Lögregluþjónarnir Harold Scott og Kim Chinn ræöa viö fréttamenn um nýjasta fómarlamb leyniskyttunnar á Washington-svæöinu sem hefur orö- iö sjö manns aö bana á rúmri viku. lögreglan kynni að hafa fundið. Deane sagði að verið væri að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavél- um nærri morðstaðnum í leit að einhverju sem gæti komið þeim á sporið. Lögreglan yfirheyrði menn í hvítum sendibíl sem hafði sést í námunda við skotstaðinn en að sögn Deanes skilaði það litlu. Lögreglustjórinn sagði að leitað yrði eftir samvinnu við aðrar lög- reglusveitir til að reyna að hafa hendur í hári morðingjans. Rann- sóknin nær nú til fimm lögsagnar- umdæma. Hvert fómarlambanna hefur ver- ið skotið einu skoti og enginn hefur séð skotmanninn þótt morðin hafi öll verið framin á almannafæri. David Trimble. Stjórnin leyst upp eftir helgi? Eftir fund þeirra Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein í gær, þykir nokkuð ljóst að Blair muni leysa upp norður-írsku heima- stjórnina í fjórða skipti siðan friðar- samkomulag náðist milli stríðandi fylkinga á Norður-írlandi árið 1998. Að þessu sinni er ástæðan ásak- anir um njósnir starfsmanna Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, gegn andstæðingum sínum, en gögn þess efnis munu hafa fundist í fórum þeirra í aðgerðum lögreglunnar í síðustu viku. David Trimble, fyrsti ráðherra norður-írsku heimastjórnarinnar og leiðtogi Ulster-hreyfingarinnar, hef- ur krafist brottreksturs fulltrúa Sinn Fein úr stjórninni, að öðrum kosti muni flokkur hans ganga úr stjóminni. Blair hefur því vart aðra úrkosti en að leysa upp stjórnina. Fjögur ungmenni fórust í Noregi Fjögur ungmenni, þrír drengir og ein stúlka á aldrinum 18 tO 20 ára, frá Kristiansand í Noregi, létu lífið þegar þau reyndu að stinga lögregluna af á ofsahraða rétt utan við heimabæ sinn í gærmorgun. Lögreglan var við hefðbundið eftir- lit þegar hún varð vör við bifreið sem ók hraðar en lög leyfa og um leið og reynt var að stöðva ferð hennar með blikkljósunum gaf ökumaður hressi- lega í en missti skömmu síðar vald á bílnum með þeim afleiðingum að hann lenti á ljósastaur. Við árekstur- inn varð sprenging í bílnum og varð hann alelda á svipstundu. Ekkert ungmennanna fjögurra, sem voru í bílnum, komst út úr brennandi flakinu og urðu því eldinum að bráð. Lögreglan í Kristiansand sagði í gær- kvöld að það gæti tekið nokkra daga að bera kennsl á líkin. Eltingarleikurinn við ungmennin er nú til rannsóknar hjá innra eftirliti lögreglunnar í Vestur-Agðafylki, en grunur leikur á að lögregluþjónarnir hafi beinlínis stuðlað að óhappinu með eftirfor sinni á allt of mikilli ferð. Þessu neitar lögreglan og segir að eft- irfórinni hafi verið hætt nokkru áður en bíllinn lenti á ljósastaurnum. -GÞÖ/GBÞ Stafræn prentnn ...í einum grænum! *' STAFRÆNÁ PRENTSTOFAN' LETURPfiE N T Síðumúla 22 - Sími: 533 3600 Netfang: stafprentðstafprent.ls - Veffang: www.stafprent.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.