Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
Fréttir DV
Götusmiðjan skrifar landlækni kvörtunarbréf vegna Vogs:
Ofagleg og ómannúð-
leg vinnubrögð
- hrapallegur misskilningur, segir yfirlæknirinn á Vogi
DV-MYND HARI
Á Árvöllum
Mummi í Götusmiöjunni í hópi skjótstæöinga. Samtökin hafa nú eignast
fjögur hross sem gagnast vel viö endurhæfingu.
„Þaö má segja að þessi ágreiningur
stafi af hugmyndafræði um meðferðar-
aðferðir," sagði Mummi i í Götusmiðj-
unni vegna ágreinings sem hann segir
kominn upp milli SÁÁ og Götusmiðj-
unnar. Forsvarsmenn hennar segjast
hafa fulla vissu fyrir því að ungmenn-
um hafi verið vísað út af Vogi hafi þau
látið í ljósi þá ósk að fara þaðan eftir af-
vötnun og yfir til Götusmiðjunnar í
framhaldsmeðferð. Mummi sagðist vita
með vissu um 5-6 ungmenni sem hefði
verið „hent út“ af Vogi fyrir það að ætla
tO Götusmiðjunnar. Síðasta atvikið af
þessu tagi hefði átt sér stað í vikunni.
Forráðamenn Götusmiðjunnar hafa
skrifað landiækni vegna þessa. í bréfrnu
segir m.a. að umrædd atvik séu að „fær-
ast verulega í aukana". Erfitt sé að taka
því að ungt fólk fái ekki vegna tilvistar
Götusmiðjunnar þá afvötnunarhjálp
sem það þarfhast. Nokkuð sé siðan að
forsvarsmenn hennar hafi farið að
benda ungu fólki, sem ætlaði á Vog, að
minnast ekki orði á Götusmiðjuna
vegna hættu á brottvísun.
„Við hjá Götusmiðjunni lítum svo á
að samvinna og samstarf hijóti að vera
af hinu góða og ætti að skila betri ár-
angri," segir enn fremur í bréfmu. „Þótt
aðferðafræði Götusmiðjunnar virðist
ekki hátt skrifuð hjá S.Á.Á. hefur hún
gefið mjög góða raun fyrir þann aldurs-
hóp sem við þjónustum, ungmenni á
aldrinum 15-20 ára.
Vogur er afvötnunarstöð og eftir af-
vötnun stendur einstaklingum til boða
að fara í áframhaldandi meðferð. Það
eru nokkrir valkostir í boði og ætti fólki
að vera fijálst að velja þann kostinn
sem það telur hæfa best án þeirrar
hættu að vera vísað úr afvötnun ef val-
ið er „ekki rétf'. Við höfum töluverðar
áhyggjur af þessu og finnst þetta mjög
ófagmannlegt og ómannúðlegt."
Loks segir að leitað sé til landlæknis-
embættisins „í þeirri von að hægt sé að
fmna leið til að binda enda á þessi
vinnubrögð". Það hljóti að vera krafa yf-
irvalda að þjónustuaðilar þeirra geti
sýnt þroska til samstarfs enda komi
annað niður á þeim sem þjónustunnar
þarfnast.
„Við erum að vinna með almannafé
og við hljótum að eiga það sameiginlega
markmið að styðja fólk til betra lífs,“
sagði Mummi við DV. „En svo virðist
sem forsvarsmenn SÁÁ vilji hafa skjól-
stæðingana inni í sínu ferli frá upphafi
til enda, þannig að þeir eigi ekkert val.“
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, sagði, að þama væri um „hrapal-
legan misskilning" að ræða af hálfu
Götusmiðjumanna. Ekki væri hægt að
láta fólk bíða á Vogi eftir að það fengi
pláss á Árvöllum eða Staðarfelli. Mikili
misskilningur væri að forráðamenn á
Vogi hefðu hið minnsta á móti því að
skjólstæðingar þeirra færu í Götusmiðj-
una uppi á Árvölium. -JSS
Sjálfstæðismenn í SV:
Stillt verður
upp á listann
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjáif-
stæðisflokksins i Suðvesturkjördæmi
samþykkti í gærkvöld tiliögu stjómar
um að stiilt verði upp á framboðslista
fyrir komandi þingkosningar. Kjörin
hefur verið átján manna kjömefnd sem
velur á listann og ber henni að skila
niöurstöðu 30. nóvember.
Á fundinum í gærkvöld kom eirrnig
fram tiilaga um að efnt yrði til próf-
kjörs. Ársæll Hauksson, sem situr í
stjóm kjördæmisráðsins, segir að um
það bil þriðjungur fundarmanna hafi
stutt prófkjörsleiðina en tveir af hverj-
um þremur viijað uppstiilingu. Um eitt
hundrað og fimmtíu tóku þátt í at-
kvæðagreiðslunni en ails eiga eitt
hundrað og áttatíu sæti í kjördæmis-
ráðinu. Tveir þingmenn flokksins í
gamla Reykjaneskjördæminu, þeir
Ámi Ragnar Ámason og Kristján Páls-
son, gefa kost á sér í Suðurkjördæmi.
Hinir gefa allir kost á sér áfram í Suð-
vesturkjördæmi; þau Árni M.
Mathiesen, Gunnar I. Birgisson, Sigríð-
ur Anna Þórðardóttir og Þorgerður
Katrin Gunnarsdóttir.
Þar með er ljóst að sjálfstæðismenn
efna til prófkjörs í Reykjavík og Norð-
vesturkjördæmi en stiiia upp á fram-
boðslista í Norðaustur-, Suður- og Suð-
vesturkjördæmum. -ÓTG
Dagur Ijóðslns
Fátt finnst bókaunnendum skemmtilegra en aö hlusta á skáld sín og rithöfunda iesa upp úr verkum sínum á þessum tíma
árs þegar alda nýrra ritverka skellur á þókaþyrstri þjóöinnil. Fjölmargir þókaáhugamenn mættu í gærkvöld í
fornbókaverslunina Gvend dúllara til aö hlýöa þar á smásögur Gyröis Elíassonar og Þórarins Eidjárns en báöir eru aö senda
frá sér nýjar sögur í haust. Og dagurinn var vel viö hæfi, tengdur Ijóöinu sem aldrei er langt undan í íslenskum ritverkum.
Frárennsli sláturhússins
veisluborð vargfugla
- hluti af átaki að koma þessu í lag
„Hluti af okkar átaki í frárennslis-
málum, sem stendur yfir til ársins 2005,
er að koma þessu í lag,“ sagði Ásbjöm
Blöndal framkvæmdastjóri fram-
kvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins
Árborgar í gær. Eins og kom fram í við-
tali DV við Kjartan Ólafsson alþingis-
mann í gær fer úrgangur frá sláturhúsi
Sláturfélags Suðuriands á Selfossi út í
Ölfúsá ásamt frárennsli frá öðrum fyrir-
tækjum og bæjarbúum öllum.
„Það er að hluta tii mái framleiðenda
að meðhöndla þetta. Það fer fram gróf-
hreinsun á úrgangi frá sláturhúsinu en
vatn og þar með blóð fer í ána,“ sagði
Ásbjöm. Frárennslið frá sláturhúsinu
rennur i ölfusá, rétt neðan við húsið.
Þar litar blóðið fljótið rautt við bakkann
og yfir sláturtíðina er krökkt af mávi
við útfaliið.
„Áin tekur á móti miklu og á álags-
tímum verða menn varir við þetta út-
rennsli. Hver áhrifm á umhverfið era er
mér ekki kunnugt, en ég hef ekki heyrt
að þetta geti borist í fiskistofna," sagði
Ásbjöm.
Sveitarfélagið Árborg hefur ráðist í
miklar framkvæmdir í frárennslismál-
um. Áætlað er að 600 milijónir renni tii
verksins. Þegar hefur verið framkvæmt
fyrir 200 milijónir. Ölfusá verður áfram
notuð tii að koma því til sjávar sem frá
bænum berst en settar verða upp
hreinsistöðvar áður en dælt er út í
hana.
„Sem betur fer er gjörbreytt hugsun í
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON.
Blóólituö á
Næst sláturhúsinu litast áin af blóöinu.
þessum málum og mörg fyrirtæki hafa þegar gert ýmislegt til úrbóta. Það er
gert ráðstafanir til úrbóta. Ég á ekki von ljóst að þetta era dýrar framkvæmdir en
á öðra en Sláturfélagið taki á sínum þarfar," sagði Ásbjöm Blöndal. -NH.
málum varðandi frárennslið. Þeir hafa
Lög ekki brotin
Utanríkisráðuneyt-
ið braut ekki jafnrétt-
islög þegar Jóhann R.
Benediktsson var
skipaður sýslumaður
á Keflavíkurflugvelli.
Svo dæmir meiri-
hluti Hæstaréttar -
og snýr við úrskurði
Héraðsdóms sem hafði dæmt ríkið til
að greiða Kolbrúnu Sævarsdóttur bæt-
ur upp á á þriðju milljón króna fyrir að
fá ekki starfið.
Ölvaöur dansari
Eldri maður í Kópavogi hefur verið
dæmur í sekt fyrir að hafa ekið ölvaður
heim af baiii þar sem hann sté gömlu
dansana. Áfengismagn í blóði hans
mældist vera 1,72 prómill. Dansarinn
missir bílprófið i ár. Mbl. greindi frá.
Siglir um heimshöfin
Nýr eigandi skipsins Guðrúnar
Gísladóttur KE 15 sem sökk við Norð-
ur-Noreg segir skipið ekki vera flak
heldur eigi það eftir að sigla um öll
heimsins höf. Eigandinn, Haukur Guð-
mundsson, segir í Mbl. í dag að fyrstu
aðgerðir við að ná skipinu á flot hefjist
mjög fljótlega.
Margir án vinnu
Á þriðja hundrað manns skráðu sig
atvinnulaus hjá Vinnumiölun höfuð-
borgarsvæðisins fyrstu daga líðandi
mánaðar. Hugrún Jóhannesdóttir, for-
stöðumaður vinnumiðlunarinnar, seg-
ir atvinnuástandiö verra nú en áður.
Útilokað sé að flokka þá sem skrá sig
án atvinnu, það sé fólk úr öllum starfs-
stéttum.
fullt hús
Hannes Hlifar Stef-
ánsson gerði jafiitefli
við rússneska stór-
meistarann Pavel
Tregubov í 3. umferð
meistaraflokks
Mjólkurskákmótsins
sem fram fer á Hótel
Selfossi. Helgi Ólafs-
son og Bragi Þor-
fmnsson gerðu jafhtefli í innbyrðis
skák en Stefán Kristjánsson tapaði fyr-
ir Luke McShane. Heigi hefur tvo vinn-
inga, Hannes 1,5 vinninga, Stefán 1
vinning og Bragi 0,5 vinninga. Sokolov
hefur forystu á mótinu með fullt hús.
Flóvin Þór Næs er efstur I áskorenda-
flokki, einnig með fúllt húsi.
Mörður í framboð
Mörður Ámason hefúr ákveðið að
sækjast eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri
Samfylkingar í Reykjavík sem fram fer
9. nóvember. Mörður, sem er fyrsti
varaþingmaður Samfylkingar í Reykja-
vík, segir ástæðu framboðsins m.a.
vera þá að tími sé til kominn að breyta
til i landsmálunum og einnig telur
hann flokkinn hafa þörf á baráttu-
manni sem er reiðubúinn að beita sér
fyrir klassískri jafnaðarstefnu. -sbs
Sokolov með
helgarblað
Ofurkonur, einbýlis-
hús og kynlíf
í Helgarblaði DV
á morgun verður
viðtal við Sirrý
Arnardóttur, spjall-
þáttadrottningu ís-
lands, sem sér um
þáttinn Fólk með
Sirrý. Hún talar um
ímynd ofurkonunn-
ar, jafnrétti og kalóríur.
DV ræðir einnig við Jón Gústafs-
son um frægðina sem hann þoldi
ekki, kvikmyndagerð hans eriendis
og sviðaát. Viö tölum við Davíð
Ólafsson bassasöngvara um talí-
bana, Gísla Pétur Hinriksson leik-
ara um hlutverk Grettis og skoðum
hvemig íslenskir forstjórar búa.