Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Page 26
26
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
21-árs liðin í Kaplakrika
21-árs landslið íslendinga og Skota í knattspymu
mætast á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í dag en leikur
þjóðanna er liður í undankeppni Evrópumóts þessa
aldursflokks. íslenska liðið er mjög efnilegt og lagði
m.a. Ungverja í vináttulandsleik á Egilsstöðum á dög-
unum.
Margir leikmenn íslenska liðsins er á mála hjá lið-
um í Noregi, Svíþjóð, Englandi og Hollandi. I Skoska
liðinu er margir leikmenn á samningum hjá stórliðum
á Bretlandseyjum og framtíðarleikmenn skoska lands-
liðsins. Leikurinn þjóðanna hefst klukkan 15.30.
-JKS
Einbeitingin skín úr andliti Atla Eövaldssonar á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gær. Atli segir þaö afar mikilvægt aö byrja riðlakeppnina vel og sigur
gegn Skotum kæmi sér vel upp á framhaldið í riðlinum. DV-mynd Kari
Við erum tilbúnir í
slaginn við Skota
segir Atli Eðvaldsson,
landsliðsþjálfari Islands í knattspyrnu
Það er margur knattspyrnu-
áhugamaðurinn búinn að bíða
lengi eftir fyrsta leik íslenska
landsliðsins í undankeppni Evr-
ópumótsins i knattspyrnu og
stóra stundin nálgast óðfluga en á
morgun mæta Islendingar liði
Skota á Laugardalsvellinum kl.
14. Eftirvæntingin er ekki síðri í
herbúðum landsliðsins og að sögn
Atla Eðvaldssonar er mikill hug-
ur í mannskapnum og menn stað-
ráðnir í að sýna hvað býr í liðinu.
Mikið í húfi
„Liðið hefur mátt sæta gagnrýni
að undanförnu og að nokkru leyti
finnst mér hún ekki hafa verið
sanngjörn á köflum. Það er ekkert
launungarmál að það getur skipt
sköpum að byrja vel í fyrsta leik í
riðlinum og að því stefnum við
leynt og ljóst. Það er mikiö í húfi,
andrúmsloftið í liðinu er frábært
og okkur er ekkert að vanbúnaði.
Annars leggst þessi leikur mjög vel
í mig og við verðum að nýta
heimavöllinn út- í ystu æsar,“ sagði
Atli Eðvaldsson í spjalli við DV eft-
ir æfingu liðsins í úrhellisrigningu
á Laugardalsvelli í gær.
Það var létt yfir landsliðsstrák-
unum þrátt fyrir að veðurguðirn-
ir væru mönnum ekki hliðhollir.
Allir leikmenn liðsins ganga heil-
ir til skógar en það sama verður
ekki sagt um skoska liðið og verð-
ur ekki auðvelt fyrir Berti Vogts,
landsliðsþjálfara Skota, að stilla
upp sinu liði.
Atli sagðist vera handviss um
að Skotarnir myndu mæta dýrvit-
lausir til þessa leiks og þeir ætl-
uðu sér ekkert annað en sigur.
Það hefur verið á brattann að
sækja fyrir Skota í síðustu leikj-
um. Jafnteflið gegn Færeyingum
fyllti mælinn og liðið hefur siðan
mátt þola mikla gagnrýni í skosk-
um fjölmiðlum.
Erfiöur leikur
„Við gerum okkur alveg grein
fyrir því að leikurinn við Skota
verður mjög erfiður og við verð-
um að leggja okkur alla fram eigi
okkur að takast að leggja þá að
velli. Það mun gerast, í mínum
huga kemur ekkert annað til
greina. Það er mikilvægt upp á
framhaldið í riðlinum að vinna
sigur í fyrsta leiknum og enn
fremur skiptir líka máli að við
náum aö vinna okkar leiki á
heimavelli," sagði Atli.
- Þrátt fyrir að Skotar hafl
mátt þola mótlæti er ljóst að þeir
verða sýnd veiði en ekki gefin?
„Alveg tvímælaust. Þaö er
þeim jafn mikilvægt og okkur að
knýja fram eins hagstæð úrslit
og hægt er. Jafnteflið í Færeyjum
á dögunum varð þeim mikið áfall
og því er krafan að Skotarnir nái
að hrista af sér slenið gegn okk-
ur í Reykjavík.“
- Hvað með sjálfan þig. Þú
hlýtur að vera spenntur?
„Ég er rosalega spenntur en ég
er búinn að bíða lengi eftir fyrsta
leik okkar í riðlinum. Það er
mikill hugur í mannskapnum og
menn er ákveðnir í að standa sig.
Það er engin spurning að það get-
ur skipti máli að byrja vel í
leiknum og við ætlum ekki að
hleypa Skotunum inn í leikinn
heldur taka hann í okkar hendur
strax í byrjun. Strákamir hlakka
mikið til leiksins og þeir ætla að
standa sig enda mikið í húfi. Það
eru allir í toppformi og við erum
tilbúnir í slaginn," sagði Atli Eð-
valdsson við DV.
Skoska landsliðið kom til
Reykjavíkur í gær og hélt rak-
leiðis á hótel. Liðið mun æfa á
Laugardalsvellinum fyrir hádegi
i dag en áður en liðið kom til ís-
lands æfði það tvívegis i skoska
bænum Dumbarton. Berti Vogts,
þjálfari Skota, sagði við brottför-
ina til íslands að það væri afar
mikilvægt að liðið stæði sig vel í
leiknum við íslendinga. Liðsins
biði erfiður leikur og íslending-
um hefði farið mikið fram á síð-
ustu árum. Vogts sagði að and-
rúmsloftið í skoska liðinu væri
frábært og hann vonaöi að svo
yrði einnig í leiknum við íslend-
inga á morgun.
-JKS