Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
Skoðun
Lokahátíö djass-
hátíðar á Broadway
Stórsveit Reykjavíkur undir stjóm Gregs Hopkins
Friörik Theódórsson kynnir tónleikana, Greg Hopkins meö trompet í hendinni.
Spurning dagsins
Er eitthvað í leikhúsunum
núna sem þig langar að sjá?
Guðbjörg Sandholt:
Ójá, Veisluna, Hamlet og margt
fleira.
Ólafur Ólafsson:
Já, Hermóöur og Háövör eru meö
mjög áhugaveröa sýningu sem mig
langar aö sjá.
Svanbjörg Hróbjartsdóttir:
Nei, viö hjónin höfum ekki efni á aö
fara í leikhús.
Pétur Þorbjörnsson:
Nei, ég læt mig ekki dreyma um
slíkt - nema viö fáum leikhúsmiöa í
jólagjöf.
Ómar Ágústsson:
Nei.
Ásgeir Erlingsson:
Nei, ég hef ekki fariö í leikhús síöan
ég var sjö ára.
Ragnar
skrifar:
Aö venju er það viðburður þegar
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika.
Hún var á sviöinu á veitingahúsinu
Broadway sl. sunnudagskvöld í tilefni
þess að heillar viku djasshátíð var að
ljúka. Þessu „big-bandi“ stjómaði hinn
ameríski Greg Hopkins sem keyrði
hljómsveitina á fuilu svo að verulega
reyndi á strákana. Sjálfur lék Greg
trompetsóló mikinn hluta þess einleiks
sem til féll á tónleikunum. Afbragð-
stúlkandi á gömlu Buddy Rich-útsetn-
ingunum. Skyldi hann kunna taktana -
prófessor við Berkley-tónlistarskólann
í Boston. - „Canon“-maður þessi Greg
Hopkins.
íslensku sólóleikaramir Stefán Stef-
ánsson, Sigurður Flosason, Jóel Páls-
son, og Ólafur Jónsson úr framvarðar-
sveitinni skiluðu allir eftirtektarverð-
um köflum. Einnig Oddur Bjömsson á
básúnuna. Svo og ívar á trompetið (lík-
lega einn sá síðasti úr nemendahópi
Sæbjöms Jónssonar, frumherja Stór-
sveitarinnar). Bassaleikarinn, Gunnar
Hrafnsson, og Edvard Lámsson á gítar
lögðu sinn skerf í einkaframtakið og þá
ekki síst Ástvaldur Traustason á píanó
sem hefur skipað sér fastan sess í
hljómsveitinni. - Þess má geta að ekki
færri en sjö af tónlistarmönnum Stór-
sveitar Reykjavíkur hafa verið nem-
endur og/eða leikið með Greg Hopkins
í Bandaríkjunum.
Lögin sem þama vora leikin vom
flest ef ekki öll útsetningar Gregs Hop-
kins og stóð hrynan úr West Side story
upp úr, þar sem mikið mæddi á sér-
hveijum tónlistarmannanna. Fmmleg
útsetning, sem krefst mikillar fæmi. -
Pétur Guðundsson
skrifar:
Það er ekki á hverjum degi sem
maður les skemmtileg og um leið fróð-
leg viðtöl í blöðunum. En það bar við
í síðasta helgarblaði DV. Viðtalið við
forsætisráðherra bar af mörgum öðr-
um slíkum sem ég hef lesið. Davíð
Oddsson lýsti m.a. vaxtarverkjunum á
hinum frjálsa markaði gagnvart hinu
lokaða kerfi. Hann lýsti því hvernig
svik komast ávallt upp um síðir,
hversu mjög sem menn kunna að
hrósa stórum „himnasendingum" hér
og þar í viðskiptalífi eða annars stað-
ar. Þetta var auðvitað mikil og sterk
pilla á vinstri stjórnir hér sem hafa að
visu aldrei setið heilt kjörtímabil.
Davíð tók síðan dæmi frá kennslu-
árum sínum í skóla einum til að koma
í veg fyrir að einstaka nemendur sem
„Þegar á allt er litið er fátt
þægilegra á svona tónleik-
um, að mati þess er þetta
ritar, en að fá „sándið“ frá
öllu battaríinu beint í œð,
líkt og menn fengu að
finna þarna. “
Trommusóló þeirra Jóhanns Hjörleifs-
sonar, Einars Vals Scheving og Gunn-
laugs Bríem fékk einnig mikið lof
áheyrenda, enda frábærlega að verki
staðið.
Þá vakti lagið Love for sale mikla
hrifiiingu, og „sándið" frá „brassinu"
„Og kennaraformaðurinn -
ekki greindari, eða með
meira skopskyn en raun ber
vitni - lét hafa sig að fífli á
útvarpsstöðinni, og hóf lýs-
ingu á tyftunarháttum í
skólum fyrri tíma!!“
reyndu að notfæra sér þægilegt and-
rúmsloft í kennslustund hjá honum,
spilltu fyrir öllum bekknum. - Hann
sagðist hafa lamið þá leiftursnöggt í
hausinn. Og var þetta eins konar
dæmisaga, og létt skopsaga. „Ég lamdi
hins vegar ekki allan bekkinn í haus-
inn,“ sagði Davíð. „Það gera sumir og
það hefur verið tilhneiging til þess á
íslandi, ef t.d. einhver notfærði sér
naut sín til fullnustu. Þegar á allt er lit-
ið er fátt þægilegra á svona tónleikum,
að mati þess er þetta ritar, en að fá
„sándið“ frá öllu battaríinu beint í æð,
líkt og menn fengu að finna þama.
f upphafi tónleikanna kom fram hjá
Friðriki Theódórssyni, sem kynnti dag-
skrána á ensku, að þeir væm teknir
upp fyrir amerísku sjónvarpsstöðina
BET Jazz Channel sem nær til rúmlega
11 milljóna. Á þessum tónleikum var
staddur stofiiandi og stjómandi Stór-
sveitar Reykjavíkur um árabil, Sæ-
bjöm Jónsson, sem var hylltur innilega
af áheyrendum. - f stuttu máli: tónleik-
ar þessir vom frábærir og styðja þá
fullyrðingu mína að stórsveit af þess-
um toga sé orðin fastur liður í tónlist-
arlífmu í landinu.
holu i skattkerfinu, þá voru allir hin-
ir skattgreiðendurnir, 99,9% lamdir í
hausinn af þessu tilefni og gert erfið-
ara fyrir. Það á ekki að gera. Það á að
lemja viðkomandi í hausinn.“
Þessi bútur viðtals við forsætisráð-
herra varð til þess að ein útvarpsstöð-
in kallaði leiftursnöggt í formann
Kennarasambandsins til að spyrja
hann út úr um hvort „svona nokkuð"
væri i tísku hér núna! Og kennarafor-
maðurinn - ekki greindari, eða með
meira skopskyn en raun ber vitni - lét
hafa sig að fífli á útvarpsstöðinni, og
hóf lýsingu á tyftunarháttum í skólum
fyrri tíma!! Manni er spurn: Eru
margir forystumenn starfsfélaga
svona fullkomlega lausir við húmor?
Eða dómgreind? Mikið eiga slíkir
menn bágt.
Samkeppnisstofn-
un ræskir sig
Guðni Jðnsson skrifar:
Samkeppnis-
stofnun hefur nú
guggnað á að
rannsaka orsakir
hins háa matvæla-
verðs hér á landi.
Samkeppnisstofn-
un mun nú þess í
stað, á allra næstu
„vikum eða mán-
uðum“, birta
„leiðbeinandi regl-
ur fyrir matvöru-
markaðinn. Sam-
keppnisstofnun
ætlar því ekki að
taka mark á þingforseta eða þeim
þingmönnum sem helst hafa hvatt
til rannsóknar að fullu á orsökum
matvælaokursins hér. Samkeppnis-
stofnun segir beint út að hætt verði
við að rannsaka einstök fyrirtæki
(svo!) eins og boðað var í skýrslu
áður frá stofnuninni
Eftir að Samkeppnisstofnun
„sýndist" að viðskiptahættir hefðu
„heldur skánað" var ákveðið að
beina kröftunum í að setja „leið-
beinandi reglur fyrir markaðinn“!
Því hefur nú Samkeppnisstofnun
sent drög að svona leiðbeinandi
reglum til hagsmunaðila og virðist
á viðbrögðum þeirra að þeir séu
harla ánægðir með að Samkeppnis-
stofnun skuli ekki ætla að gera mik-
ið annað en að ræskja sig. „Hags-
munaaðilamir" á matvörumarkaðn-
um munu því vera í sjöunda himni
og kyngja herlegheitunum. - Líka
Neytó og Alþingi Islendinga. Nú
munu líða nokkrar „vikur eða mán-
uðir“ þar til hinar nýju „leiðbein-
andi reglur" verða birtar, segir svo
í fréttinni um rannsókn á matvæla-
verði á íslandi.
Illkvittin
smámenni
Valdimar Jðhannesson skrifar:
„íslensk eríða-
greining mun
standa af sér árás-
ir illkvittinna smá-
menna - dylgjur
þeirra munu ekki
hafa áhrif á gengi
fýrirtækisins eða
væntanlegan ár-
angur á sviði vís- Valdimar
inda.“ - Þetta skrif- Jóhannesson.
ar Óli Bjöm Kára-
son ritstjóri í leiðara DV. Engum dylst
að þama er ritstjórinn m.a. að senda
ritstjóra Fréttablaðsins tóninn. Blað
hans hefur einn íslenskra fjölmiðla tek-
ið málefhi bandaríska fýrirtækisins
deCODE genetics, Delaware, til gagn-
rýninnar umfjöllunar. Ekki aðeins birt
skrumkenndar lýsingar forráðamanna
fýrirtækisins á eigin ágæti.
Samkvæmt þessu telur ritstjórinn
marga af fremstu vísindamönnum,
fræðimönnum og læknum þjóðarinnar
til illkvittinna smámenna. Þeir hafa
haldið uppi málefnalegri gagnrýni á
forráðamenn deCODE, stjómvöld og
Alþingi vegna vinnubragða í tengslum
við íslenska erfðagreiningu, sem er al-
farið í eigu deCODE.
Orðfæri eins og vitnað er til hér að ofan
sæmir engum sem tjáir sig á opinberum
vettvangi. Síst af öllu þeim sem hafa at-
vinnu af því að stunda þjóðmálaumræðu.
Slík orðræða snýst aðeins um skítkast. Hún
er móðgun við almenna skynsemi - leiðir
ekki til neinnar niðurstöðu og er því ekki
aðeins gagnslaus heldur hindrar nauðsyn-
lega umræðu í þjóðfélaginu. í umræðu mega
menn hafa á röngu að standa. Röng skoðun
kallar á andsvar. Þannig getur orðið til
gagnleg samræða. Hún leiðir stundum til
niðurstöðu - jafnvel óvæntrar. Ef menn eru
grýttir fyrir skoðanir sínar hætta menn að
tjá sig. í tómarúmi gerist ekki neitt.
Lesendur geta hringt alian sólarhring-
inn í sima: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Skaftahlíð 24, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
7
Afram Skotar
✓
nei, Irar!
• •
Skotar eru komnir til landsins til þess að spila
fótbolta. Allmargir úr hópi þeirra 279.999 lands-
liðsþjálfara sem landið byggja hafa látið í ljósi
megna óánægju með skipan liðsins. Það er von-
andi að þeir séu ekki nógu brjálaðir til þess að
hvetja skoska liðið til dáða fremur en hið ís-
lenska, þótt sjálfsagt séu margir tilbúnir með frá-
bæra ræðu og þætti ekki síðra að fá tækifæri til
að flytja hana.
En val á landsliðinu er sem sagt ekki lýðræðis-
legt heldur á hendi einvalds. Og það er gott.
Víkur þá sögunni að umfjöllunarefni Garra að
þessu sinni.
Tveir eru betri en einn
Önnur smáþjóð á Bretlandseyjum - írar - er nú
undir stækkunargleraugum hundraða milljóna
manna á meginlandi Evrópu, aðallega þó nokk-
urra þúsunda embættismanna sem eru fufltrúar
mifljónanna á skrifstofum Evrópusambandsins.
Eftir viku verður nefnilega kosið á írlandi um
hinn geðþekka Nice-sáttmála, sem er forsenda
þess að ný ríki fái að klæðast ESB-búningnum.
Evrópusambandið er nefnilega - ólíkt íslenska
landsliðinu í fótbolta - lýðræðislegt. Liðsskipan er
borin undir atkvæði.
Að visu hafa Irar áður kosið um stækkunina -
þ.e. sáttmálann. Honum var hafnað í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í fyrra. En nú verður sem sagt kos-
ið aftur. Mörgum finnst það raunar til marks um
hve lýðræðið er virkt í sambandinu góða. Enda
má kannski segja að það hljóti að vera lýðræðis-
legra að kjósa tvisvar sinnum en bara einu sinni.
Að geta ekki tapað
Áskorunum hefur rignt yfir irsku þjóöina um
að láta nú ekki svona. Það hefur ekki þótt bera til-
ætlaðan árangur og mennfrnir með stækkunar-
gleraugun og stækkunaráformin orðnir órólegir.
Nýjustu fréttir eru þær að Evrópusambandið
ætlar að biðja írsk stjómvöld um að lýsa yfir
stuðningi við stækkun sambandsins óháð því
hvað kemur upp úr kjörkössunum eftir viku.
Ástæðan er einfaldlega þessi, að sögn eins emb-
ættismannsins: „Við viljum að írar túlki niður-
stöðu kosninganna fyrir okkur - gefi út yfirlýs-
ingu um að írska þjóðin hafi ekki verið að mót-
mæla stækkun.“
Enn eitt merkið um hve lýðræðið er virkt í
sambandinu góða, Það hlýtur að vera lýðræðis-
legra að niðurstaða kosninga sé útskýrð skil-
merkilega fyrir hönd þeirra sem kusu svo að allt
sé á hreinu.
Lexían: Evrópusambandið er svo lýðræðislegt
að það getur ekki tapað. Kannski eitthvað sem
hægt væri að taka upp í landsliðinu?
Cypurrl
Húmorslaus kennaraformaður
Á matvörumark-
aöinum
Leiöbeinandi
reglur lækka
matarveröiö,
eöa þannig...