Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
29
Coutthard á móti
David Coulthard, öku-
maður McLaren-liðsins,
hefur lýst sig algerlega
mótfailinn öllum hug-
myndum um að reyna að
breyta Formúlu 1 keppn-
inni til að gera hana jafn-
ari, svo ekki sé talað um
að reyna að hægja á Mich-
ael Schumacher. Það væri
ekki íþróttamannslegt að
grípa til slíkra ráðstafana
og alls ekki til þess failið
að auka veg íþróttarinn-
ar. Það sé ekki rétt að
auka veg manna með því
binda hendur annarra.
-PS
<
Tveir leikir í 1. deild kvenna í körfubolta í gær:
g Shelton dugðu ekki
- Grindavík í Keflavík - nýliðar Hauka unnu ÍS á útivelli
Hin 14 ára gamla
Helena Sverrisdóttir úr Haukum brunar hér
upp að körfu ÍS f gær. Helena skoraði átta stig. DV-mynd Hari
Það dugði ekki Grindavíkurliðinu
að Denise Shelton gerði 50 stig í 68-74
tapi í Keflavík þegar liðin hófu leik í
1. deild kvenna í körfubolta í gær.
Hinar stelpumar í Grindavíkurlið-
inu skoruðu aðeins 18 stig og Anna
María Sveinsdóttir, þjálfari Kefla-
víkurliðsins, fór fyrir sínum stúlk-
um, skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og
gaf 4 stoðsendingar.
Grindavik byrjaði betur og
komst í 3-8 og 10-20 en góður enda-
kafli Keflavíkurliðsins í fyrsta
leikhluta kom þeim yfir í 29-29 í
lok hans. Það var síðan annar
góður kafli í upphafi seinni hálf-
leiks sem lagði grunninn að
sigrinum, Anna María skoraði
þá 10 af fyrstu 14 stigum hálf-
leiksins (hjá báðum liðum) og
16-5 sprettur kom Keflavík í
57-44, forustu sem Grindavík náði að
brúa í fjórða leikhluta er liðið komst
yfir í 66-67 en þá komu níu stig Kefla-
víkur í röð og Keflavík fagnaði lang-
þráðum sigri á Grindavík sem hafði
unnið tvo leiki liðanna á undirbún-
ingstímabilinu.
Stig Keflavikur: Anna María Sveinsdótt-
ir 23 (9 fíáköst, 4 stoðs.), Bima Valgarðs-
dóttir 19 (4 varin skot), Marín Rós Karlsdótt-
ir 11, Rannveig Randversdóttir 9, Kristín
Blöndal 7, Lára Gunnarsdóttir 3, Svava Ósk
Stefansdóttir 2 (7 fráköst, 4 stoðs.).
Stig Grindavikur: Denise Shelton 50 (9
fráköst, 4 varin , 3 stoðs.), Sólveig Gunn-
laugsdóttir 6 (11 frák., 3 stoðs.), María Anna
Guömundsdóttir 5, Sandra Guðlaugsdóttir
3, Sigríður Anna Ólafsdóttir 2 (7 frák.), Guð-
rún Ósk Guömundsdóttir 2.
Nýliðar Hauka unnu ÍS
Nýliðar Hauka byrja vel eftir tíu
ára fjarveru og i gær lögðu þeir deild-
armeistara ÍS, 49-54, í fyrsta leik sín-
um í döprum leik í Kennaraháskólan-
um. Haukar höfðu frumkvæðið næst-
um því allan tímann en Stúdínur sóttu
þó nokkrum sinnum fast að þeim.
Það var einkum góöur leikur þeirra
Egidiju Raubaité og Stefaniu Jónsdótt-
ur sem reiða baggamuninn í Kennó í
gær, Raubaité skoraði 14 stig og tók 10
fráköst og Stefanía var með 13 stig, 7
stoðsendingar, 7 stolna bolta og 5 frá-
köst.
Hjá ÍS átti Hafdís Helgadóttir ágæt-
an leik, Steinunn Dúa Jónsdóttir kom
með góða innkomu og Cecilia Larsson
stóð fyrir sínu en minna gekk hjá hin-
um og þá sérstaklega í sókninni.
Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 14 (9 fráköst),
Þórunn Bjamadóttir 10 (6 fráköst), Steinunn
Dúa Jónsdóttir 8 (á 10. mín.), Cecilia Lars-
son 6 (7 stoðs., 5 stolnir), Svandís Siguröar-
dóttir 4 (9 fráköst, 5 stolnir), Rós Kjartans-
dóttir 4, Jófríður Halldórsdóttir 3.
Stig Hauka: Egedija Raubaité 14 (10 frá-
köst, 6 í sókn, 3 varin skot), Stefanía Jóns-
dóttir 13 (7 stoðs., 7 stolnir, 5 fráköst), Hel-
ena Sverrisdóttir 8 (7 stolnir), Bima Eiríks-
dóttir 7, Hafdís Hafberg 6, Pálína Gunn-
laugsdóttir 4, Ösp Jóhannsdóttir 2.
-ÓÓJ
Enska landsliðið í knattspyrnu:
Beckham að ná sér
Meiðsli leikmanna enska landsliðs-
ins hafa valdið Sven Göran Eriksson,
landsliðsþjálfara Englendinga,
nokkru hugarangri síðustu daga og
ekki bætti það úr skák að David Beck-
ham, fyrirliði liðsins, hefur ekki náð
að æfa sem skyldi í vikunni vegna
meiðsla á kálfa, en Englendingar
mæta Slóvakíu á morgun.
Beckham æfði þó með liðinu í gær
áður en það lagði af stað til Slóvakíu
Brotthvarf Cotterills frá
Stoke:
Sunderland kraf-
ið um bætur
Dave Kevan, þjáifari Stoke, hefur
verið ráðinn tímabundið sem fram-
kvæmdastjóri liðsins á meðan að
það leitar að nýjum þjálfara en eins
og kunnugt er sagði Steve Cotteriil
starfi sínu lausu til að taka við
starfi aðstoðarmanns Howards
Wilkinsons sem ráðinn hefur verið
framkvæmdastjóri Sunderland.
Haft er eftir Jonathan Fuller, fjár-
málalegum framkvæmdastjóra
Stoke, í enskum fjölmiðlum að lið-
ið muni óska eftir viðræðum við
stjórnendur Sunderland um að fé-
lagið greiði Stoke bætur vegna
ráðningar liðsins á Steve Cotterill.
Hann segir vera í samningi Stoke
við framkvæmdastjórann fyrrver-
andi að liðið eigi heimtingu á að fá
greiðslu vegna brota Cotterills á
samningi þeim sem í gildi var. -PS
Knattspyrna:
Jónas þjálf-
ar Þór
Jónas Baldursson hefur verið
ráðinn þjálfari 1. deildar Þórs í
knattspyrnu í stað Kristjáns Guð-
mundssonar sem þjáifað hefur lið-
ið undanfarin ár, en hann hefúr
nú tekið við þjálfún ÍR sem féll í
haust í 2. deild. Jónas þjáifaði 2.
flokk liðsins síðustu tvö árin auk
þess sem hann hefur leikið með
liðinu. Þá hefur Júlíus
Tryggvason verið ráðinn þjálfari
2. flokks félagsins. -PS
og var Eriksson bjartsýnn á að hann
myndi leika með. Meiðsli hafa einnig
hrjáð Ashley Cole, en hann eins og
Beckham tók þátt í æfingum í gær.
Eriksson má vart við því að missa
fleiri leikmenn í meiðsli en hann
verður án beggja miðvarða sinna -
þeir Sol Campbell og Rio Ferdinand
eru báðir meiddir. Ferdinand verður
frá æfmgum og keppni í fjórar til sex
vikur en vonast er til þess að Camp-
bell geti verið með í viðureigninni við
Makedóníu í næstu viku.
Englendingar eru bjartsýnir á
hagstæð úrSlit þrátt fyrir þetta, en
Gareth Soutgate hefur varað við
þessari bjartsýni og bendir á að
slóvakíska liðið sé með marga góða
innan sinna raða og bendir meðal
annars á Szilard Nemeth, leikmann
Middlesboro. -PS
David Beckham æföi aö nýju meö landslíöinu í gær en hann hefur veriö
meiddur í kálfa í vikunni.
Alex McLeish, framkvæmdastjóri Rangers:
Góðir að ná einu stigi
Alex McLeish, framkvæmda-
stjóri skoska stórliðsins, Glasgow
Rangers, segir að Skotar megi teija
sig góða að ná einu stigi út úr
viðureign sinni við íslendinga á
morgun. Hann talar af reynslu því
hann var í skoska landsliðinu sem
vann 0-1 hér á landi árið 1985, með
marki Jim Bett. „Það var gríðar-
lega erfitt og síðan þá hefur íslensk
knattspyrna tekið miklum framfór-
um,“ sagði McLeish. Hann segir
enn fremur að Skotar verði að
styðja vel við bakið á Berti Vogts,
þjálfara liðsins, því hann gegni þar
mjög erfiðu starfi. „Þetta væri
erfitt starf fyrir hvern sem er, en
Vogts hefur reynsluna og það var
nákvæmlega þess vegna sem hann
var ráðinn. Hann er heimsmeistari
sem leikmaður og Evrópumeistari
sem þjálfari.
McLeish segir þó að það veiki ís-
lenska liðið að Ríkharður Daðason
muni ekki leika með, en liðið sé þó
sterkt með Eiö Guðjonsen þar
fremstan leikmanna. „Ef Skotar ná
einu stigi hafa þeir afrekað mikið
svo ekki sé talað um ef við náum
öllum þremur stigunum, sem getur
þó ekki talist líklegt. Það má hins
vegar ekki gleyma því að við
höfum oft náð okkar besta árangri
þegar enginn hefur átt von á
neinum árangri hjá liðinu," sagði
McLeish. -PS
Viðtal við Arnar Gunnlaugsson í skoskum fjölmiðlum:
Enginn vildi veðja á Skota
Amar Gunnlaugsson, leikmaður
með Dundee Utd, segir í viðtali við
The Daily Record í Skotlandi að
hann hafi ekki getað fundið neinn
leikmann liðsins sem hafi verið til-
búinn til að veðja við hann um úr-
slit leiksins, svo litla trú hafi þeir á
að skoska liðið fari með sigur af
hólmi í landsleiknum á morgun.
„Það hlýtur að vera eitthvað að
þegar menn eru hræddir við að fara
til íslands til að leika knattspymu-
leik. Við eru jú ekki stærsta knatt-
spyrnuþjóðin í heimmum," segir
Amar í viðtalinu við skoska blaðið.
Hann segir enn fremur aö Island
hafi verið heppið þegar dregið var í
riðla í keppninni. Þýskaland er eina
landið sem er öruggt áfram, svo að
baráttan stendur á milli íslands,
Skotlands og Litháen. Hvað leik
Færeyja og Skotlands varðar segir
Arnar; „Úrslitin vöktu athygli. Ég
horfði á leikinn og Skotar voru
heppnir að ná jafntefli í leiknum. Ég
myndi halda að þetta væru úrslit
sem væru einstök í sinni röð hjá lið-
inu því liðið er jú ekki svona slæmt.
Það væri gríðarlegt áfall ef Skotar
töpuðu þessum leik.“ -PS
Bland í poka
Jan Molby hefur verið rekinn úr
stöðu framkvæmdastjóra enska 3.
deildar liðsins Hull City en Molby
er þekktastur fyrir að hafa leikið
um árabil með Liverpool og var
hann einn lykilmanna liðsins. Mol-
by tók við stöðunni í aprll síðast-
liðnum. Hull City hefur aðeins unn-
ið tvo leiki í tólf fyrstu umferðum
deildarinnar.
Stjórn enska knattspymuliðsins
Leicester City hefur farið þess á leit
við leikmenn liðsins að laun þeirra
verði lækkuð um 20%, en félagið á i
grtðarlegum fjárhagsöröugleikum,
sem rekja má til falls þess í 1. deild
í vor. f framhaldi hafa tekjur lækk-
að um umtalsverðar fjárhæðir.
Enska knattspyrnulióið Exeter
City hefur misst áhugann á að fá
enska knattspyrnumanninn Paul
Gascoigne sem spilandi þjálfara
liðsins en undanfama daga hafa ver-
ið uppi raddir um að Gazza myndi
taka við liðinu.
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
Man. Utd hefur staðfest að hann hafi
boðið Quinton Fortune fjögurra ára
samning við félagið. Quinton
Fortune hefur átt í erfiðleikum með
að tryggja sér fast sæti í liðinu, en
Ferguson segir að þama sé um
framtíðarmann að ræða sem enn sé
í mótun. Hann hafi því fulla trú á
pilti.
Guðmundur E. Stephensen borð-
tennismaður lék sinn fyrsta leik i
norsku úrvalsdeildinni á miðviku-
dagskvöld, en hann leikur með B-72
frá Ósló. Lið Guömundar sigraöi lið
Modum 9-1 og lék hann tvo leiki og
vann þá báða 3-0, auk þess sem
hann sigraði ásamt öðrum leik-
manni B-72 í tviliðaleik. Ásamt
Guðmundi eru í liðinu Norðmaður,
Svii og Kínverji.
Sigi Held, fyrrum þjálfari íslenska
landsliðsins í knattspymu, þjálfar
um þessar mundir landslið Möltu,
en liðið mætir ísraelsmönnum um
helgina á heimavelli slnum. Fjórum
dögum siðar mætir liðið Evrópu-
meisturum Frakka.
Stjórn franska knattspyrnusam-
bandsins hefur ákveðið að leikur
Auxerre og Sedan i frönsku deild-
inni skuli leikinn að nýju vegna
mistaka sem dómari leiksins gerði.
Leikmenn Sedan jöfnuðu leikinn
þegar skammt var til leiksloka, en
leikmenn Auxerre svöruðu um hæl.
Dómari leiksins leyfði hins vegar
leikmönnum Auxerre að hefja leik-
inn áöur en allir leikmenn vamar-
liðsins voru komnir aftur fyrir
miöju. -PS
♦
<