Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 Menning_________________________________________________________________________________________________________________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Fyrir lífið og listina - ný 15:15 tónleikasyrpa á Nýja sviði Borgarleikhússins Það mœtti halda að tónlistarhóp- arnir jjórir sem nú halda af stað með nýja 15:15 syrpu á Nýja sviói Borgarleikhússins vœru að keppa við Sinfóníuhljómsveit íslands, svo fjölbreyttir og metnaöarmiklir eru tónleikarnir átta fram undan. Þeir fyrstu eru á morgun kl. 15.15 undir merkjum Feróalaga og veróur farió til Frakklands. Caput er næstur með nœrmynd af Karólínu Eiríksdóttur 19. október, Eþos-kvartettinn leikur íslenska strengjakvartetta 2. nóv. og slagverkshópurinn Benda heldur nœturtónleika á vetrarsólstööum 21. desember. „Þetta er draumaröð hljóðfæraleik- arans,“ segir Eydís Franzdóttir óbó- leikari, meðlimur bæði í Caput og Ferðalögum. „Við vorum ákveðin í því eftir 15:15 röðina í vor sem leið að halda áfram og söfnuðum hugmynd- um okkar saman þangað til röðin var fullmótuð, samsett af óskaverkefnum okkar.“ „Og þau eru sannarlega ólík,“ bæt- ir Kolbeinn Bjamason, flautuleikari i Caput, við. „Það er ansi langt ferðalag frá tónleikunum á morgun með verk- um eftir Jean Frangaix, Satie og Poulenc til tónleika Caput 23. nóvem- ber þar sem eingöngu verða frumflutt elektrónísk verk...“ Meðal þess sem flutt verður 1 syrp- unni er „Are we...?“ eftir Þorstein Hauksson sem frumflutt var í Pompidou-safninu í París en hefur aldrei verið flutt á Islandi áður. Það verk er á efnisskrá 16. nóv. Eins og leikur einn Ferðalögin eru klassískasti hluti syrpunnar, enda segir Eydís að fólk verði að kynnast eldri tónlist tU að geta metið þá nýrri. Tónleikarnir á morgun eru helgaðir franska tón- skáldinu Jean Frangaix sem lést í hárri elli 1997. Eydís og Kolbeinn bera mikið lof á hann, Kolbeinn segir að vísu að músíkin hans sé svívirði- lega erfið en óskaplega skemmtUeg og ryþmísk. „Hann er einn þeirra gæfu- sömu tónskálda sem maður þekkir eftir tvo takta!“ segir Kolbeinn. „Það er mesta torf fyrir hljóðfæra- leikarana að koma verkunum hans saman,“ segir Eydís, „en það er rosa- lega gaman þegar það hefur tekist! Maður margeflist við glímuna og svo hljóma þau að lokum eins og leikur einn. Þetta verða mjög skemmtUegir tónleikar." Auk hljóðfæraleikaranna tekur Þórunn Guðmundsdóttir sópransöng- kona þátt í tónleikunum á morgun og syngur Fauré, Satie og Poulenc. Að- gangskort á áUa átta tónleikana kost- ar kr. 5000 og er mönnum frjálst að nota það að vUd - fara átta saman á eina tónleika eða einn á átta og aUt þar á miUi. Verð stakra miða er kr. 1500. Nakin og gegnsæ - Hvað einkennir Karólínu Eiríks- dóttur? Þekkir maður líka verk henn- ar eftir tvo takta? „Ja, stórt er spurt," segir Kolbeinn og strýkur vandlega yfir hárið. „Það þyrfti heUt tónþing í Gerðubergi tU að svara því! Oft fmnst manni tónlist- in hennar algerlega nakin - gegnsæ. Strax um 1980 var hún farin að feta slóð sem aðrir fóru ekki inn á fyrr en seinna - að einfalda sig burt frá harða módernismanum. Annars hefur hún sýnt á sér mjög ólíkar hliðar." - Hverja vUjið þið helst hvetja tU að drífa sig á þessa syrpu? „Ég held að ailir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi, eins fjölbreytt og hún er, jafnvel sá þjóðflokkur sem bara viU hlusta á strengjakvartetta," segir Eydís. „Ég hugsa aldrei um það fyrir hverja svona hlutir eru,“ segir Kol- beinn, „þeir eru bara fyrir lífið og listina! Það er rosalega mikU sköpun í gangi í listum og við tökum fuUan þátt í henni. Tónlistarhópar eru jafn- nauðsynlegir fyrir tónskáld og sýn- ingarsalir fyrir myndlistarmenn og við leyfum ekki hverjum sem er að hengja málverkin sín hjá okkur! Við veljum bara þá bestu.“ 15:15 12.10. - Feröalög Frönsk fagurtónlist. Leikin og sungin verk eftir Jean Frangaix, Gabriel Fauré, Erik Satie og Franc- is Poulenc. 19.10. -CAPUT Nærmynd: Karólína Eiríksdóttir. 26.10. - Feröalög Bæheimur og nærsveitir. Leikin og sungin verk eftir Bohuslav Martinu, Antonin Dvorák og Ludwig van Beethoven. 02.11.-Eþos Strengjakvartettar eftir Þórö Magnússon, Jón Ásgeirsson og Jón Leifs. 09.11.-Feröalög Eyjatónlist. Leikin og sungin verk eftir Pauli í Sandageröi, Kristian Blak, James Macmillan og Hafliöa Hallgrímsson. 16.11. -Benda-CAPUT Are we...? Leikin verk eftir Snorra Sigfús Birg- isson, Þorstein Hauksson, Pétur Grótarsson og John Cage.. Snorri Sigfús stjórnar. 23.11. -CAPUT Tímahrak. Verk eftir Hilmar Jensson, Matthías Hemstock, Pétur Grétarsson, Sigurö Halldórsson, Guöna Franzson, Svein L. Björnsson og Lárus Grímsson. 21.12. - Benda Ekki kl. 15.15 heldur kl. 22. Næturtónleikar á vetrarsólstööum! Verk eftir George Crumb. Fellihúsgögn Á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á fellihúsgögnum Óla Jóhanns Ásmunds- sonar, arkitekts og hönnuðar, í sýningar- sal Hönnunarsafns íslands á Garðatorgi. Óli Jóhann hefur próf bæði í húsasmíði og arkitektúr og setti upp eigin teikni- stofu í Reykjavík 1972. Árið 1979 tók hann þátt 'í stofnun fyrirtækisins Ráðgjöf og hönnun sem stóð að framleiðslufyrirtæk- inu MÁT hf. sem framleiddi milliveggja- kerfi undir sama nafni til 1992. Óli er einnig höfundur að öðrum kerfum fyrir hús, auk þess sem hann hefur þróað nýja og ódýra tegund einingahúsa úr báru- járni. Árið 1995 ákvað Óli að einbeita sér að hönnun fellihúsgagna sem hægt væri að setja saman og taka sundur með berum höndum og spöruðu bæði rými og efni. Afraksturinn var fellistóllinn Delta, sem gerður er úr vatnsheldum krossviði og sérteiknuðum stállömum; hann er nú framleiddur af tréverksmiðjunni Fagus í Þorlákshöfn. Stóllinn var sýndur í is- lenska skálanum á heimssýningunni í Hannover árið 2000 og vakti mikla athygli bæði fagmanna og almennings. Sérstak- lega var flallað um hann í helsta hönnun- artímariti Þjóðverja, MD. Óli Jóhann hef- ur haldið áfram að þróa fleiri tegundir fellihúsgagna, nokkrar gerðir af stólum fyrir börn og fullorðna, bókahillur, skrif- borð, blaðarekka og sófa, auk þess sem hann hefur hannað frumgerðir að stofu- ljósum, skartgripum og smærri nytjahlut- um en alla þessa hönnun getur að líta á sýningu hans í Hönnunarsafninu. Sýningin stendur til 1. des. og verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Barnastóll Markmið Óla Jóhanns er að hanna heila búslóð sem brjóta má saman og koma fyrir í einum skutbíl. Haustsýning Haustsýning Jóhönnu Bogadóttur verður í Stúdíó-galleríinu að Klettahlíð 7 í Hveragerði um helgina. Á sýningunni verða veggmyndir í múr og fleiri efni og einnig ný og eldri málverk ásamt krít- armyndum og fleiru. Sýningin verður opnuð í dag kl. 15 og verður opin frá kl. 15-18 í dag, laugardag og sunnudag. Aðeins þessa þrjá daga. KaSa og Schumann Fyrstu tónleikar KaSa-hópsins á þessu hausti verða f Saln- um á sunnudaginn. Frá kl. 15.30 er gest- um boðið upp á kök- ur í kaffistofu húss- ins en kl. 16 hefst tón- leikaspjall Johns Speights um Schumann. Síðan leikur hópurinn Þrjár rómönsur op. 94 og Píanókvartett op. 47 í Es-dúr eftir Schumann og lýkur tón- leikunum um kl. 17. Flytjendur að þessu sinni eru Áshildur Haraldsdóttir, flauta, Miklós Dalmay, píanó, Auður Hafsteins- dóttir, fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla og Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló. Til þess að barnafólk eigi heiman- gengt á KaSa-tónleika verður sú ný- breytni tekin upp að sérstök tónsmiðja í umsjón fagfólks verður á staðnum fyrir börn frá 3ja ára aldri gegn vægu gjaldi. Listaflétta Fyrsta Listaflétta haustsins á vegum listráðs Langholts- kirkju verður í húsa- kynnum kirkjunnar á morgun og hefst kl. 17 og verður ýmsum greinum lista fléttað saman að venju. Hörður Áskelsson leikur verk eftir ýmis tónskáld barokk- tímans en hápunktur tónleikanna verð- ur samspil orgels og listdansara. Peter Andersen dansari hefur samið ballett við Passacagliu Bachs sem frumfluttur verður á Listafiéttunni. Verkið nefnir hann Steeple eða Klukknatum. Fjórir dansarar úr ísfenska dansflokknum dansa í verkinu, Katrín Ágústa Johnson, Katrin Ingvadóttir, Guðmundur Helga- son og Guðmundur Elías Knudsen. Eftir tónleika og ballett verður gengið í safnaðarheimilið þar sem Oddsteinn Gíslason matreiðslumeistari kynnir sushi-matargerðarlistina frá Japan. Einnig gefst gestum kostur á að kynnast bjórgerðarlist íslenskra víkinga. Bravo Hopkins Greg Hopkins trompetlelkari á Stórsveltartónleikum Honum tókst að fá íslenska stráka til að spila eins og þeir væru aldir upp í stórsveitaheimi Bandaríkjanna. Jazzhátíð Reykjavíkur 2002 lauk með tón- leikum Stórsveitar Reykjavíkur á Broadway sl. sunnudagskvöld. Stórsveitin lék að þessu sinni undir stjórn bandaríska trompetleikarans og útsetjarans Gregs Hopkins. Leikin voru verk úr stórsveitarbók trommuleikarans Buddys Rich sem margir töldu vera hinn mesta galdra- mann á trommur. Aðeins einn íslendingur náði að leika með stórsveit Buddys áður en hann lést en það var gítarleikarinn Jón Páll Bjama- son. Stórsveitin er nú orðinn fastur liður á dags- skrá djasshátíða hérlendis enda komin í flokk bestu hljómsveita sinnar tegundar. Stórsveit Reykjavíkur á sér marga góða stuðningsaðila sem gera henni kleift að starfa af fullum krafti. Þeirra á meðal er Reykjavíkurborg en upphaf- lega voru einnig góð tengsl við Ríkisútvarpið sem nú hafa því miður rofnað. Greg Hopkins er ekki ókunnur stórsveitinni okkar. Hann hefúr verið tónlistarkennari hjá Berklee School of Music í mörg ár og þar hefúr hann kynnst og kennt mörgum ungum tónlistar- mönnum sem þar hafa stundað nám. Það var því eðlilegt að Greg Hopkins fengi boð til að koma til Is- lands fyrir nokkrum árum til þess að stjóma sér- stöku Woody Herman prógrammi með stórsveit- inni. Þessir tónleikar mörkuðu tímamót í sögu sveitarinnar. Hopkins tókst á sinn líflega hátt, eins og honum er lagið, aö móta hljómsveitina í farveg tónlistar Herman-hjarðanna og fá íslenska stráka til að spila eins og þeir væru aldir upp í stórsveita- heimi Bandaríkjanna. Woody Herman-tónleikar stórsveitarinnar eru mörgum ógleymanlegir. Þess vegna kom engum á óvart að Greg Hopkins væri beðinn að koma aftur við fyrsta tækifæri. Hann þáði boðið og valdi útsetningar Rich- hljómsveitanna sem viðfangsefni. Ástæðan er augljós. Hopkins vann með Buddy Rich um árabO og þekkir nótnabók Richs eins og best má vera. Héma var lika skemmtilegt tækifæri til að spreyta sig á verkefnum fyrir trommara sem þeir Éinar Valur Scheving, Gunnlaugur Briem og Jóhann Hjörleifsson skiluðu á skemmtilegan hátt á tónleikunum. Hopkins lét trommarana þrjá leika þannig að leikur þeirra kom ekki fram sem einvígi (þrivígi?) eins og margir höfðu búist við og var það vel. Hér er ekki við hæfi að geta um neinn ein- stakan einleikara, en hljómsveitin lékmjög vel og einleikarar stóðu sig ágætlega. Þó verður það að segjast að frammistaða sveitarinnar var í þetta sinn ekki eins frábærlega góð og á Herman-tónleikunum. Það er leitt til þess að vita að RÚV treysti sér ekki til að hljóðrita þessa ágætu tónleika. Það verða því um það bil 12 milljónir áhorf- enda alþjóðlega djass-sjónvarpsins BET sem koma til með að njóta þeirra en BET sendi hingað til lands úrvalslið til að mynda. Ólafur Stephensen Jazzhátíb Reykjavíkur: Stórsveit Reykjavíkur á Broadway 6.10.02. Stjórnandi: Greg Hopkins. Hellas Grikklandsvinafé- lagið Hellas heldur aðalfund sinn í Kom- hlöðunni við Banka- stræti á morgun kl. 14.30. Að loknum að- alfundarstörfum verður hin umdeilda skáldsaga, Sfðasta freisting Krists, á dagskrá. Sigurður A. Magnússon fjallar um verkið og Hjalti Rögnvaldsson les kafla úr óprentaðri íslenskri þýðingu. Á eftir verður efnt til umræðna um verkið og höfundinn, og eru allir velkomnir á fundinn. Pettson & Findus Kl. 14 á sunnudaginn verður sænska bamamyndin Pettson & Findus - kattar- farinn sýnd í Norræna húsinu. Aðgang- ur er ókeypis. Þegar lásinn á kamrinum stóð á sér og Pettson læstist inni fór hann í svo mikla fylu að hann vildi að Findus tæki til eftir sig. Findus skrifar kóngin- um bréf sem á að duga til að sannfæra Pettson um að litlir kettir þurfi ekki að taka til. Dag nokkurn kemur svo bréf- berinn með sendingu handa Findusi en þegar hann ætlar að afhenda bréfið er það skyndilega horfið. Hvað skyldi hafa orðið um bréfið? Og hvers vegna er húsið skyndilega orðið hreint og snyrtilegt...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.