Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Síða 28
28
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
Sport
DV
Útlendingarnir í liðum Vals og Grindavíkur kljást hér, en það eru þeir Laverne Smith í Val og Darrell K. Lewis.
DV-mynd Hari
Ótrúlegir yfirburðir
- fimmtíu stiga sigur Grindvíkinga
Þeir voru hreint með ólíkindum
yflrburðirnir sem Grindvíkingar
höfðu í gærkvöld á móti Vals-
mönnum að Hlíðarenda, þegar úr-
valsdeild karla í körfuknattleik
var hleypt af stokkunum keppnis-
tímabilið 2002-3. Vissulega voru
gestimir taldir mun sigurstrang-
legri fyrir leikinn en líklega hafa
fáir átt von svona fáheyrðum yfir-
burðum. Þegar fyrri hálfleikur var
allur munaði 42 stigum á liðunum,
23-65, og það er spuming hvort
annar eins munur hafi sést áður í
hálfleik á leik í efstu deild karla.
Úrslitin voru ráðin strax eftir
fyrsta leikhluta en þá voru Grind-
víkingar með 19 stiga forskot. í
síðari háifleik hvildu flestir lykil-
menn þeirra og ungir og efnilegir
leikmenn fengu að spreyta sig og
stóðu sig vel. Liðið var í heildina
séð vel stemmt og vandlega undir-
búið og Friðrik þjáifari greinilega
búinn að taka fyrir allt vanmat.
Bandaríkjamaðurinn í liði þeirra,
Darrell K. Lewis, spilaði vel og
hér virðist um alvörumann að
ræða sem spilar hörkuvöm og er
afar seigur í sókninni. Hann minn-
ir talsvert á gömlu Lakers-hetjuna,
Michael Cooper, svipaður í útliti,
með álíka leikstíl og þá er aðallit-
urinn í búningnum eins. Páll Ax-
el Vilbergsson var öflugur og Helgi
Jónas Guðfinnsson líka, þann
stutta tíma sem hann spilaði. Hjá
Val var verulega fátt um fína
drætti og liðið verður einfaldlega
að gleyma þessum leik sem fyrst
og hugsa um þann næsta. Líklega
voru taugamar of strekktar og þeir
geta ekkert annað en bætt sig eft-
ir þessa útreið. Guðmundur Braga-
son er mættur á ný i Grindavíkur-
búninginn eftir nokkurra ára fjar-
vem og hann var sprækur, bæði í
leiknum og eftir hann þegar DV-
Sport náði tali af honum: „Við
reiknuðum alls ekki með svona yf-
irburðum og ég held að þetta
Valslið geti miklu betur. Þeir virk-
uðu yfirspenntir en við vorum
virkilega tilbúnir í þetta og ég er
ánægður með liðsheildina hjá okk-
ur. Ég held, og vona, að svona töl-
ur sjáist ekkert allt of oft í vetur
en stigin tvö em hins vegar það
sem skiptir öllu máli fyrir okkiu-,“
sagði Guðmundur. -SMS
Johnson
öflugur
Haukar hefja leiktiðina vel og
voru þeir ekki í vandræðum með
stemningslausa Blika í gærkvöld
og sigruðu ömgglega, 91-79. Reyn-
ir Kristjánsson, þjálfari liðsins, var
sáttur við fyrsta leik sinna manna
þegar DV-Sport heyrði í honum að
leik loknum.
„Það var rífandi stemning í
hópnum fyrir leikinn og það gaf
góð fyrirheit. Það var svona
smávegis slen í byrjun en menn
náðu að hrista það af sér þegar leið
á leikinn. Það var mjög gott hvem-
ig við enduðum fyrri hálfleikinn
þar sem Stevie Johnson fór ham-
fórum. Við héldum síðan forskot-
inu í byrjun seinni háifleiks
þannig að þeir náðu aldrei að
narta í okkur. Síðan sigldum við
sigrinum í höfn svona hægt og ró-
lega.
Við erum með sterkan útlending
og svo erum við með menn sem
geta spilað fma vöm og líka menn
sem geta skapað í sókninni. Þá er-
um við með finar skyttur og svo
hjálpar Bojovic okkur mikið undir
teig.
Við teflum fram nokkrum upp-
öldum ungum Haukastrákum sem
hafa ekki spilað í efstu deild og það
tekur þá tima að aðlagast," sagði
Reynir.
Leikurinn var jafh framan af og
var jafnt, 31-31, um miðjan seinni
hálfleik. Stevie Johnson, erlendi
leikmaður Hauka, og Kenny Tate,
erlendi leikmaður Breiðabliks,
voru nánast búnir að skora til
skiptis en Johnson endaði fyrri
hálfleikinn með tveimur 3ja stiga
körfum og kom Haukum 14 stigum
yfir, 54-40.
Haukar héldu áfram að bæta for-
skotið í byrjun seinni hálfleiks og
komust 21 stigi yfir um tíma, 44-33.
Eftir það var leikurinn formsatriði
og Blikar sama og hættir.
Hjá Haukum átti Johnson stór-
leik og skoraði 40 stig, þar af 31 í
fyrri hálfleik. Hann bar sóknarleik
Hauka á herðum sér um tíma og er
heldur betur liðsstyrkur fyrir fé-
lagið. Þá átti Predrag Bojovic mjög
góðan leik bæði í vöm og sókn.
Ingvar Guðjónsson stóð fyrir sínu
og átti finar rispur. Haukar vom
vel studdir af hinum nýja stuðn-
ingsmannaklúbbi sem stofnaður
var fyrir leiktíðina og hafði það
greinilega góð áhrif á leik liðsins,
en oft hefur vantað stuðninginn á
leikjum liðsins undanfarin ár.
Hjá Blikum var Kenny Tate yfir-
burðamaður og skoraði tæplega
helming stiganna. Pálmi Sigur-
geirsson náði ekki að finna takt-
inn. Varnarleikurinn var slakur og
voru Blikar í miklum vandræðum
að taka vamarfráköst. Þá vantaði
stemningu í liðið sem verður að
vera í næstu leikjum iiðsins ef það
ætlar sér eitthvað í vetur. Þegar
Blikar vora að beijast í fráköstun-
um og henda sér á lausa bolta voru
oftar en ekki dæmdar villur fyrir
litlar snertingar. -Ben
Haustbragur í Stykkishólmi
Það var talsverður haustbragur á
leik nýliða Snæfells og Tindastóls í
fyrsta leik keppnistímabilsins í gær-
kvöld í Stykkishólmi. Heimamenn
gerðu sérstaklega mikið af mistökum
og skrifast það að einhverju leyti á
reynsluleysi þeirra.
Clifton Cook fór mikinn fyrir Stól-
ana í fyrsta leikhluta og skoraði þar
12 af 23 stigum sínum í leiknum.
Snæfellingar áttu fjögur síðustu stig
fjórðungsins og stóðu leikar jafnir
að honum loknum, 20-20.
Tindastólsmenn léku annan hlut-
ann geysivel og náðu þá góðu for-
skoti. Um miðbik leikhlutans fékk
Kristinn Friðriksson lausan tauminn
og gerði á örskotsstundu tvær
þriggja stiga körfur í röð og þær
lögðu grunninn að 10-0 áhlaupi gest-
anna. Sóknarleikur Snæfellinga var
á þessum tíma ráðleysislegur og þeir
töpuðu boltanum 7 sinnum í leikhlut-
anum.
Fyrstu mínútur seinni hálfleiks
skiptust liðin á aö skora en mest fór
munurinn í 15 stig, 47-62. Við upphaf
fjórða leikhluta var staðan 58-62.
Jafhræði var með liðunum til að
byija með en þegar 2 mínútur vora
til leiksloka var Tindastóll með 8
stiga forystu og fátt benti til annars
en liöið myndi innbyrða sigur. En
heimamenn vora ekki af baki dottn-
ir og höfðu möguleika á að jafna
leikinn þegar rúmlega mínúta var
eftir. Antropov fékk þá dæmda á sig
ásetningsvillu sem um leið varð hans
fimmta villa. Staðan var þá 81-86.
Heimamenn nýttu ekki vítin tvö sem
gefin vora og í sókninni á eftir var
brotið á Clifton Bush. Hann missti
marks í báðum skotum sínum og þar
með voru fjörgur dýrmæt viti farin í
súginn. Tindastóll náði ekki að
skora, en Clifton lagaði stöðuna fyr-
ir heimamenn í 83-86. Aftur mistókst
gestunum að skora og Helgi Reynir
fékk tvö víti á síðustu sekúndunum.
Hann nýtti annaö og minnkaði mun-
inn i tvö stig.
f bæði liðin vantaði lykiileikmenn
og eiga þau því eftir að taka
nokkrum breytingum á næstimni.
Hlynur Bæringsson og Atli Sigur-
þórsson léku ekki með Snæfelli og
Helgi Rafn Viggósson var ekki með
Stólunum og minnkaöi það breiddina
nokkuð mikið hjá þeim.
Bestur Snæfellinga var Clifton
Bush og einnig áttu þeir Jón Ólafur
Jónsson og Andrés Heiðarsson ágæt-
an leik, sá síðamefndi einkum í
vöminni.
Clifton Cook átti skínandi leik fyr-
ir Tindastól og þeir Antropov og
Kristinn Friðriksson voru ógnandi í
sókninni--KJ
Valur-Grindavík 60-110
0-10, 5-17, 9-24, 12-28, (16-35), 16-46,
21-49, 23-60, (23-65), 23-69, 27-72, 33-81,
(33-86), 33-88, 46-94, 51-99, 60-110.
Stig Vals: Laverne Smith 22, Bjarki
Gústafsson 9, Ólafur Ægisson 9, Ægir
H. Jónsson 6, Ragnar Steinsson 4, Hin-
rik Gunnarsson 4, Gylfi M. Geirsson 2,
Baldvin Johnsen 2, Guðbjöm Sigurðs-
son 2.
Stig Grindavíkur: Darrell K. Lewis 30,
Páll Axel Vilbergsson 23, Helgi Jónas
Guðfinnsson 13, Ármann Vilbergsson
12, Guðmundur Bragason 10, Guðlaug-
ur Eyjólfsson 8, Bjami Magnússon 5,
Pétur Guðmundsson 4, Jóhann Ólafs-
son 3, Davíð P. Hermannsson 2.
Dómarar
(1-10): Kristinn
Óskarsson og
Erlingur Er-
lingsson (8).
Gceði leiks
(1-10): 6.
Áhorfendur:
100.
Ma&ur leiksins:
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Fráköst: Valur (6 í sókn, 14 í vöm,
Hinrik 7), Grindavík (7 í sókn, 38 í
vöm, PáÚ 13)
Stoösendingar: Valur 5 (Smith 2),
Grindavik 25 (Helgi Jónas 5).
Stolnir boltar: Valur 10 (Ragnar
3), Grindavlk 9 (Guðmundur 2, Páll 2,
Lewis 2).
Tapaðir boltar: Valur 9, Grinda-
vík 18.
Varin skot: Valur 2 (Bjarki, Hjört-
ur), Grindvik 1 (Jóhann).
3ja stiga: Valur 10/4, Grindavík
27/16.
Víti: Valur 23/14, Grindavík 22/16.
Haukar-Breiðablik 91-79
2-0, 4-7, 14-11, 23-17, (26-23), 29-29, 37-31,
44-33, (54-40), 54A2, 59-47, 67-54, 73-54,
(77-56), 79-62, 87-70, 91-79.
Stig Hauka: Stevie Johnson 40, Ingvar
Guðjónsson 16, Predrag Bojovic 16, Marel
Guðlaugsson 6, Lúðvik Bjamason 6, Sæv-
ar Haraldsson 4, Þórður Gunnþórsson 3.
Stig Breióabliks: Kenny Tate 35, Pálmi
Sigurgeirsson 17, Þórólfur Þorsteinsson 8,
Valdimar Öm Helgason 6, Eyjólfur Jóns-
son 6, Þórarinn Andrésson 3, Jón Amar
Ingtvarsson 2, Friðrik Hreinsson 2.
Dómarar (1-10):
Einar Skarphéð-
insson og Eggert
Aðalsteinsson (6).
Gœði leiks
(1-10): 7.
Áhorfendur:
200.
Maður leiksins:
Stevie Johnson, Haukum
Fráköst: Haukar 40 (23 i sókn, 17 í
vöm, Johnson 14), Breiðahlik 30 (15 í
sókn, 15 í vöm, Tate 7)
Stoðsendingar: Haukar 20
(Bojovic 6), Breiðablik 17 (Pálmi 4).
Stolnir boltar: Haukar 12 (Ingvar
4), Breiðablik 10 (Valdimar 3).
Tapaðir boltar: Haukar 15,
Breiöablik 20.
Varin skot: Haukar 6 (Bojovic 3),
Breiðablik 0.
3ja stiga: Haukar 16/5, Breiðablik
9/3
Víti: Haukar 26/20, Breiðblik 14/13.
Snæfell-Tindastóll 84-86
2-0, 10-9, 10-18, (20-20), 23-36, 2341,
(36-48), 41-51, 45-59, (58-62), 63-64, 67-72,
81-86 84-86.
Stig Snæfells: Clifton Bush 28, Jón
Ólafur Jónsson 19, Helgi Reynir
Guðmundsson 14, Sigurbjöm
Þórðarson 8, Lýöur Vignisson 7, Andrés
Heiðarsson 6, Daði Sigurþórsson 2.
Stig Keflavikur: Clifton Cook 23,
Kristinn Friðriksson 17, Michail
Antropov 16, Maurice Carter 15, Óli
Barðdal 9, Axel Kárason 6.
Dómarar (1-10):
Einar Einarsson
og Bjami G.
Þórmundsson (8).
Gteði leiks (1-10):
6.
Áhorfendur: 250.
Ma&ur leiksins:
Clifton Bush, Snæfelli
Fráköst: SnæfeU 32 (12 í sókn, 20 í
vöm, Bush 15), Tindastóll 29 (12 í
sókn, 17 i vöm, Cook 9)
Stoðsendingar: Snæfell 10 (Jón 2),
Tindastóll 5 (Kristinn 2).
Stolnir boltar: Snæfell 9 (Lýður 3),
Tindastóll 15 (Cook 7).
Tapaðir boltar: Snæfell 18,
Tindastóll 7.
Varin skot: Snæfell 6 (Jón 3, Bush
3), Tindastóll 2 (Cook, Antropov).
3ja stiga: Tindastóll 27/11,
Tindastóll 22/8.
Víti: Snæfell 26/15, Tindastóll
21/12.