Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 9
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
DV
9
Fréttir
Jórdanar kvíðnir vegna yfirvofandi stríðsátaka:
Milli tveggja elda
„Gefið friðnum tækifæri," endurtók
Hussein Jórdaníukóngur enn og aftur
þegar stríðsmenn gamla Bush forseta
hröktu íraka fá Kúveit og ráku flóttann
langt inn í Irak fyrir rúmum áratug. Þá
var Jórdönum legið á hálsi fyrir að
vera hliðhollir Saddam Hussein. Að
minnsta kosti voru þeir ekki banda-
menn Bandaríkjamanna og Breta í
Flóabardaga. Nú eru þeir aftur komnir
í klemmu milli sömu stríðsherra.
Landamæri íraks og Jórdaníu liggja
saman og er lagt
fast að Abdullah
kóngi að leyfa vænt-
anlegum innrásar-
her BNA að athafna
sig i landinu. En af
mörgum ástæðum
eiga Jórdanar erfltt
með að verða við
slíkum óskum og
ekki er síður áhættusamt fyrir þá að
veita írökum lið og skapa sér óvild
Bandaríkjamanna og samherja jieirra.
Abduilah konungur á aðeins eitt
svar við þeim vandamálum sem að
steðja. Það er að taka hagsmuni ríkis
síns fram yfir hagsmuni striðandi fylk-
inga sem segja má að forsetamir Bush
og Saddam fari fyrir.
Ófriðarblikur eru hvarvetna á lofti
umhverfis Jórdaníu. írak er á eina hlið
og ísrael á aðra og Vesturbakkinn og
Gaza eru á næstu grösum og þar ríkir
þegar stríðsástand, sem að mörgu leyti
mæðir á nágrannalandinu. Stjómvöld-
in í Jórdaníu reyna allt hvað þau geta
til að halda landinu utan við deilur ná-
grannanna. Helmingur íbúa landsins er
Palestinumenn og 350 þúsund írakar
búa innan landamæranna.
Það hefur litla þýðingu að þykjast
láta hagsmuni Jórdaníu ganga fyrir í
landi sem er klemmt á milli stríðandi
afla og hefur innan sinna landamæra
ótölulegan Qölda fólks sem tekur hags-
muni annarra rílga fram yfir velgengni
landsins sem það býr í. Til að halda
jafnvægi þarf að taka tillit til margra og
ólíkra sjónarmiða og það gengur ekki
upp að styðja alla. Jórdanía ræður ekki
sjálf örlögum sínum.
Bandaríkjamenn leggja hart að
Jórdönum að leyfa herstöðvar fyrir inn-
rásarlið og svo verður að taka tillit til
Israela sem eiga i
striði við Palestinu-
menn og fara mik-
inn í hemaðarað-
gerðum. Eins og á
stendur eru það ill
örlög að vera
klemmdur á milli
ísraels og íraks og
gera báðum ríkjun-
um til hæfis. Þar að auki þrýsta Banda-
ríkjamenn á eina hlið og arabaríkin á
aðra.
Gerður er málamiðlunarsamningur
við Bandaríkjamenri og þeim leyfðafr
stöðvar fyrir könnunar- og björgunar-
sveitir, en til þessa hafa ekki verið
leyfðar opinberlega stöðvar fyrir inn-
rásarlið.
Olíustríð
Bandariskur blaðamaður sem verið
hefur í Amman segir að þar sé staðhæft
að hugsanleg árás á írak sé ekki til að
stöðva Saddam í að smíða atómbombu,
heldur ráði olíuhagsmunir einir stefn-
unni. Ameríkanar vilja komast að hin-
um miklu oliulindum í írak. Því er
haldið fram að önnur riki séu Banda-
ríkjunum og heimsfriðnum mun hættu-
legri en írak en þau eru ekki auðug af
Það hefur litla þýðingu
að þykjast láta hagsmuni
Jórdaníu ganga fyrir í
landi sem er klemmt á
milli stríðandi afla.
Flóttamannabúðir nærrl Amman
Þar dvelja útlægir Palestínumenn
og óttast Jórdanar að þeim muni
fjölga mjög ef til stríðs kemur.
olíu og það gerir gæfumuninn.
Auk þess að ná írak á sitt vald og
koma þar á fót leppstjóm mun verða
settur mikill þrýstingur á nágrannarik-
in íran og Sýrland að lúta vilja risaveld-
isins.
Ameríkanar gera mikið úr því að
Saddam hafi ekki farið að ályktunum
SÞ um að leyfa ótakmarkað vopnaeftir-
lit og á það að réttlæta árás á írak og
stjómarskipti þar. En í Jórdaníu spyija
menn hvers vegna ísrael kemst upp
með að hafa að engu ályktanir Öryggis-
ráðsins um friðhelgi Arafats og yfirleitt
um rétt Palestínumanna til að búa í eig-
in landi.
Innrás i írak mun hafa mikil áhrif í
Jórdaníu þótt landið eigin engan þátt i
stríðsrekstrinum. Farið er að undirbúa
lokun landamæranna fyrir flóttamönn-
um, svo sem örsnauðum Egyptum, sem
leita starfa í írak, og verkamönnum frá
Sri Lanka og Filippseyjum.
Ekki er síður að óttast skemmdar-
verkamenn sem munu fara á stúfana og
ráðast á ailt sem þeir tengja bandarísk-
um hagsmunum. írakar hafa skorað á
alla araba að standa saman gegn sam-
eiginlegum óvini ef stríð brýst út. Þá er
reiknað með að Sharon muni hrekja
mikinn fjölda Palestínumanna yfir
landamærin til Jórdaníu.
írak er mesta viðskiptaland Jórdan-
íu og á því sviði eru einnig miklir hags-
munir í húfi. Málin standa þannig að
ef til striðs kemur mun Jórdanía verða
fyrir miklum skakkafollum, hvort sem
tekin verður afstaða með þessum eða
hinum eða reynt að gæta hlutleysis. En
verði hægt að stilla til friðar án átaka
munu Jórdanar hagnast vel þegar við-
skiptabanni SÞ á írak verður aflétt.
En ekkert bendir til að friðsamleg
lausn finnist, enda eru stríðsherramir í
Bagdað og Washington ekki á þeim
buxunum að kjósa frið þegar ófriður er
í boði. (Stuöst við frétt í Washington Post)
Undraveröld
Fá ekki að raka sig
Óbreyttir klerkar grísku
rétttrúnaðarkirkjunnar
telja að tími sé kominn til
að gerast nútimalegri í öllu
útliti, ef ekki háttum, og
því við hæfi að raka af sér
síða skeggið, hætta að
klæðast skósiðum kuflum
og bera himinhá höfuðfót. Allur er þessi
búnaður heldur gamaldags og auk þess
óþægilegur í miklum hitum sem oft eru á
Grikklandi.
Yfirmenn þeirra eru hins vegar á allt
öðru máli og hafa hafnað beiðni klerk-
anna um breytingar. Nei, hér verða eng-
ar breytingar gerðar og hananú.
„Hið helga kirkjuþing hefur einróma
ákveðið að ekki sé tilefni til að breyta
klæðnaðl klerka okkar,“ segir í yfirlýs-
ingu frá kirkjyfirvöldum.
Christodoulos erkibiskup sagði kirkju-
þinginu á mánudag að kuflarnir gerðu
prestana virðulega og vemduðu þá frá
þvi að breyta rangt.
Rúmlega níu af hverjum tíu Grikkjum
tilheyra rétttrúnaðarkirkjunni.
Sítrónusafi gegn HIV
Sítrónusafi hefur fengið nýtt og verð-
ugt hlutverk, ef marka má niðurstöður
rannsókna ástralskra vísindamanna.
Menn þessir telja að sítrónusafmn sé
ekki einasta árangursrík getnaðarvörn,
heldur dugi hann einnig vel til að drepa
HlV-veiruna sem veldur alnæmi.
Vísindamennimir segja að sítrónu-
safinn sé bæði ódýr og einfóld leið til að
verja konur fyrir HlV-smiti og þungun.
Nokkrir dropar af sitrónusafa eru settir í
svamp eða bómullarhnoðra og komið fyr-
ir upp í leggöngunum fyrir samfarir.
„Við getum sýnt fram á það í tilrauna-
stofunni að sítrónusafi gagnast vel til að
stöðva sæðisfrumur og hann er einnig
áhrifamikill þegar kemur að þvi að drepa
HIV-veiruna,“ segir vísindamaðurinn
Roger Short í Melboume.
RÓMAWTÍSK ÞROSKASAGA KVtBASiÚKUMGs)
2^1
Allir sem koma til okkar og kaupa
smáauglýsingu í Helgarblað DV
12. október fá tvo miða á verði
eins á myndina Maður eins og ég
á meðan birgðir endast.
Sfl Smáauglýsingar 550 5000