Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Qupperneq 32
Jfr > ILHUSIÐ Sml&juvegi 60 (Raub gata) ■ Kópavogl Slml 557 2540 - 554 6350 Allar almennar bflaviögeröir á öllum tegundum bifreiöa Vönduö vinna - aöeins unnln af fagmönnum Landsleikurinn: Uppselt! Um miðjan dag í gær voru aðeins óseldir um 100 miðar á landsleik ís- lendinga gegn Skotum í Evrópukeppn- inni í knattspymu, Þeir hafa eílaust ailir fokið í gær. Um 7.000 miðar eru falir á leikinn og þar af koma 1.500 miðar í hlut Skota. Vitað er að um 2.500 Skotar hafa boðað komu sína til Reykjavíkur og hafa margir þeirra þegar sett svip sinn á mannlífið í mið- borginni. Leikur U-21 landsliða sömu þjóða fer fram í dag á KaplakrikaveUi í Haiharfirði. Ljóst er því að um 1.000 skoskir knattspyrnuáhugamenn eru hingaö komnir án aðgöngumiða og munu þeir eflaust allir flykkjast inn að Laugardalsvelli á laugardaginn en leikurinn hefst kl. 14.00. Verð aðgöngumiða er 3.500 krónur en 2.500 krónur tii enda vallarins-sem er um 30% heildarsætafjöldans. 16 ára og yngri fá 50% afslátt og sé gert ráð fyrir að þeir séu um 25% vallargesta er innkoman á landsleikinn við Skota á laugardaginn um 19,6 milljónir króna. Það ætti því að heyrast í áhorfendum á laugardaginn og allt eins víst að ís- lensku áhorfendumir muni ekki láta skoska áhorfendur kveöa sig í kútinn svo auðveldlega. Spáð er þurrviðri á laugardaginn. -GG F élagsmálaráðherra: Jafnvel engir flóttamenn í ár Páll Pétursson. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort hópur flóttamanna komi hingað til lands á vegum stjómvalda í ár eins og verið hefur undanfarin ár. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði við DV í morgun að svo gæti farið að slíkur hópur kæmi ekki fyrr en í árslok eða jafnvel ekki. „Við höfum verið að ganga frá kostnaði viö hópinn sem fór í Reykja- nesbæ á síðasta ári,“ sagði Páil. „Það tókst allt saman mjög vel. Við höfum knappa fjárveitingu í ár.“ Aðspurður sagði Páil að ekki hefði verið ákveðið hvar næsti hópur settist að. Ekki væru fyrir hendi upphæðir sem dygðu fyrir kostnaði við komu margra flóttamanna hingað á þessu ári. Páll sagöi að í fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir hópi flóttamanna á næsta ári -JSS 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ MÆTUM OLL I KJÓLUM! Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz(m) » „X_í _ L _ .. Íí Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is FÖSTUDAGUR 11. OKTOBER 2002 Pilsaþytur í miðborginni Fjöldi Skota er kominn til íslands til að fylg/ast meö knattspyrnulandsliði sínu etja kappi viö íslendinga í Laugarda'num é morgun. Skotarnir hafa sett svip sinn é miöborgina þar sem þeir fara um syngjandi í köflóttum pilsum sínum. Margir kréareigendur hafa brugöist fljótt viö og bjóöa nú upp é skosk tilboö é vínboröum sínum enda full þörf é ef þjóösagan um nísku Skotanna é viö einhver rök aö styöjast. Samskip: Mannbjorg varð þegar ísfellið sökk í nótt Leiguskip Samskipa, ísfell, sökk i nótt um það bil 30 sjómílur undan ströndum Egersunds í Noregi. Mannbjörg varð. Enginn íslendingur var á skipinu, en skipstjórinn var norskur og sex manna áhöfn rússnesk. Það var á þriðja tímanum í nótt sem neyðarkall barst frá skipinu. Um það bil klukkustund síðar var áhöfninni bjargað. Þá var kominn mikill halli á skipið og sökk það skömmu síðar, að sögn Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, forstöðumanns markaðssviðs Samskipa, er DV ræddi við hana í morgun. Samskip fengu ísfell afhent til leigu fyrir um það bil tveimur vik- um. Skipið hafði þá verið yfirfarið og viðamiklar breytingar gerðar meðal annars settar inn nýjar vélar og frystitæki. Skipið var svo til full lestað. Orsök skaðans eru ekki enn- þá ljós. gersund Egersund Slysstaöurínn viö strendur Noregs er skammt fré suöurodda landsins, beint suöur af Stafangri. ísfell, sem er nýtt nafn i flota Samskipa, hóf siglingar undir merkjum félagsins við vestur- strönd Noregs um síðustu mánað- armót. Skipið átti aö sigla reglu- lega frá Murmansk um vestur- strönd Noregs og alla leiö til Hollands. ísfell var frystiskip sem tók 1.100 palla.Samskip hugðust leigja skipið til langs tíma frá Barents Maritime AS í Noregi. Auk reglu- bundinna ferða um Vestur Noreg átti að nota það til íslandssigl- inga, siglinga um Eystrasalt og til Portúgal. ísfell sigldi áður á vegum Sam- skipa undir nafninu Gullnes en var endurbyggt á skipasmíðastöð í Póllandi á fyrri hluta ársins 2002 og hafði hlotið nýtt haffærisskír- teini. Skipt var um vélar, gíra og frystikerfi og gekk skipið 13 sjó- mílur á klukkustund. -JSS Lögreglan á Keflavíkurflugvelli: Fimm yfirmenn til Flórída sem vitni - ekki sólarlandaferð, segir lögreglustjórinn Fimm lögreglumenn af Kefla- vikurflugvelli eru á leið til Banda- ríkjanna á vegum bandaríska rík- isins til að bera vitni í máli gegn frönskum flugþjóni sem grunaður er um að hafa skrifað á spegil og ælupoka í flugvél frá breska flug- félaginu Virgin Atlanta eitthvað á þá leið að Ameríkanar verði að deyja og Osama bin Laden sé hetja. Þetta krot fannst þegar flug- vélin var á flugi suður af íslandi 19. janúar sl. á leið frá Gatwick til Orlando og var henni þegar snúið til Keflavíkurflugvallar. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, er einn þeirra sem fara til Bandaríkj- anna, sem og Óskar Þórmunds- son, yfirmaður fíkniefnadeildar. „Þeir menn sem fara eru þeir sem á einhvern hátt tengdust rann- sókn, öflun sönnunargagna og töl- uðu við þennan franska flugþjón. Það er því fjarri öllum sanni að þeir sem stjómuðu aðgerðinni fari ekki og því síður að þetta sé eitt- hvert sólarlandafrí fyrir yfir- mennina hér. Svo kann að fara að við þurfum að fara tvívegis utan þar sem málshöföun gegn Frakk- anum er bæði í Orlando í Flórída og New York, en málið verður dómtekið nokkrum mánuðum síð- ar í New York. Ákæruatriði eru þó ekki eins,“ segir Jóhann R. Benediktsson. Franski flugþjónninn var hand- tekinn nokkrum mánuðum eftir komuna til Bandaríkjanna, en sleppt síðan gegn 250 þúsund doll- ara tryggingu og dvelur hann nú í Frakklandi. Fjölskylda hans hef- ur leitað ásjár Jaques Chirac Frakklandsforseta og beðið hann að hlutast til um það að fallið verði frá ákæru gegn honum í Bandaríkjunum. -GG Þjóðvegur eitt er lokaöur við Kol- grímu í Suðursveit eftir að áin skol- aði burtu 50 til 100 metra vegarkafla í miklum vatnavöxtum í nótt. Engar skemmdir haf orðið á brúnni yflr Kolgrímu en vatn flæðir bæði yflr hana og beggja megin við hana. Lögreglan á Homafirði vaktar svæðið. Líklegt er að viðgerð standi fram eftir degi. Gengið hefur á með mikilli rigningu og áfram er spáð mikilli úrkomu. -GG Jimmy Carter fær friðarverðlaunin Jimmy Carter. Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, fær friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að vinna að friði og mannréttindum um heim allan. Frá þessu var greint í Ósló á tíunda tím- anum í morgim. Hnetubóndinn fyrrverandi frá Georg- íu hefur hlotið mikið lof á undanfóm- um árum fyrir ósérhlífni í vinnu sinni að iriðarmálum, allt frá Haíti í Karíba- hafi til Norður-Kóreu. Carter hefur margsinnis verið til- nefndur til friðarverðlaunanna, sem nema tæpum niutíu milljónum ís- lenskra króna, en ekki hlotnast þessi mikli heiður fyrr en nú, þegar hann skaut 155 öðrum tilnefndum ref fyrir rass. Hann komst þó sennilega næst því árið 1978 þegar þeir Menachim Begin, forsætisráðherra ísraels, og Anwar Sadat, forseti Egyptalands, deildu verðlaunum með sér fyrir frið- arsamninga sem Carter hafði milli- göngu um. -GB Mæðgurnar látnar Móðir og dætur hennar tvær, átta og nú ára gamlar, sem slösuðust al- varlega í umferöarslysi í Skutuls- firöi á sunndag, létust í gær á Land- spítalanum í Fossvogi. Mæðgumar höfðu legið meðvitundarlausar á sjúkrahúsinu í fjóra daga. Slysið varð rétt utan við Bása í Skutulsfirði um klukkan 14 á sunnudag þegar jeppabifreið, sem mæðgumar voru í ásamt fjórum öðrum, valt. Fimm manns slösuð- ust í slysinu og voru mæðgurnar fluttar með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til Reykjavíkur. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.