Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 17
 16 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24, 105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Augiýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Verð á matvöru Þaö er hægt að komast af án þess að kaupa föt og skæði svo mánuðum skiptir. Það er hægt að komast af án bíls eða láta vera að endurnýja þann gamla. Það er einnig hægt að slá ferð til tannlæknis á frest eða bíða með að vitja sérfræðings. Og það er hægt að draga víðar saman seglin, svo miklu viðar - og margir landsmenn leita allra leiða i þeim efnum. Matvara skiptir hins vegar sköpum og verður ekki strikuð burt úr heimilisbókhaldinu. Hún er lífsnauðsyn. Það er eðlilegt að stjómmálamenn hafi vökult auga með verslun í landinu og vilji að almenningur njóti þar heil- brigðrar og raunverulegrar samkeppni. Fátt er heimilun- um meira virði en að matvara bjóðist á eins hagkvæmu verði hverju sinni og nokkur kostur er. Þar ber að leita allra leiða og ekki síst með því að veita kaupmönnum að- hald. Á það hefur skort. Á þessu sviði hafa landsmenn ekki sýnt sama samtakamátt og kunnur er á meðal neyt- enda austan hafs og vestan. Mikilvægt er að forkólfar verslunar í landinu fari ekki í fýlu þó að stjórnmálamenn, sem fulltrúar fólksins i land- inu, geri athugasemdir við þróun á matvörumarkaði. Stjórnmálamenn fá laun fyrir að lita eftir þessum anga samfélagsins. Það er því gleðiefni að þingmenn Samfylk- ingarinnar skuli koma þessum málaflokki á dagskrá. Og ekki eru viðtökur forsætisráðherra siðri en hann lagði frá sér blauta stjórnmálatuskuna í vikunni og hrósaði stjórn- arandstöðunni fyrir þennan málflutning. Fulltrúar Baugs geta ekki afgreitt það sem endalaust einelti að stjómmálamenn horfi til veldis þeirra í umræðu um matvöruverð. Þeir bera einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra keppinauta á markaðnum. Þeir geta ekki, frekar en fulltrúar Flugleiða, vikið sér undan þeirri staðreynd að þeir eru ráðandi á sínu sviði og geta i krafti stærðarinn- ar ráðið miklu i samskiptum við heildsala og framleiðend- ur. Varla vilja þeir vera útundan í umræðunni um mat- vöruverð? Varla vilja þeir minna aðhald? Fulltrúar Baugs eiga að fagna aukinni umræðu um mat- vöruverð. Þeir eiga að sýna almenningi hverju þeir hafa áorkað á síðustu árum. Og það er talsvert eins og tölur sýna. Þegar Bónus - einhver mesta kjarabót almennings á síðustu timum - hóf göngu sína fóm 23 prósent af ráðstöf- unartekjum fólks til kaupa á þeirri vöru sem þar er til sölu en nú fara 16 prósent til kaupa á sömu vöruflokkum. Þetta eru umskipti og sýna að talsverður árangur hefur náðst á sviði verslunar í landinu. Nú er spurt hvort sá árangur sé nægilegur. Prósenturn- ar hér að ofan eru ef til vill meira til vitnis um það hvem- ig matvörumarkaðurinn var á ámm áður. Þær segja ef til vill minna um það hvernig hann er i raun og veru við upphaf nýrrar aldar. Engum vafa er undirorþið að rekst- ur matvömverslunar var með ólíkindum hér á landi fyrir tíma lágvömverðsverslana. Þær byltu stöðnuðu kerfi sem bjó við mikið óhagræði og var að mörgu leyti rekið í anda íhaldssemi og haftastefnu. Núna gera íslendingar þær kröfur að þeir sitji við sama borð og nágrannaþjóðirnar. Þeir skilja vel að flutnings- kostnaður er nokkur baggi á innflutningsverslun og að is- lensk framleiðsla getur kostað meira í framleiðslu en þekkist á meðal milljónaþjóða, en þeir skilja samt ekki nærri 50 prósenta mun á matvöruverði á milli íslands og næstu landa. Sá munur er tímaskekkja. Og hann verður ekki aðeins leiðréttur innan verslunar heldur og innan þings og ráðuneyta. Sigmundur Ernir 4= FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002___FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 17 DV Skoðun Hnignandi Evrópa? „Hitt er ekki síður umhugsunarefni fyrir íslendinga að miðlœgar peningamálaá- kvarðanir Evrópubandalagsins valda stœrsta hagkerfi bandalagsins slíkum erfið- leikum. - Evran og vextirnir eru Þjóðverjum fjötur um fót.“ Guömundur G. *‘ Þórarinsson verkfrædingur 0' 1 Kjallari Margt bendir til að Evrópa muni á næstu hálfri öid standa frammi fyrir marg- víslegum vandamálum. íbúunum fer fækkandi og þeir eru að eldast. Stærsta hagkerfi Evrópu og fjölmennasta ríki áif- unnar, Þýskaland, sem er þriðja stærsta hagkerfi heims, á í erfiðleikum. í Þýskalandi eru yfír 4 milljónir manna atvinnulausar, hagvöxtur þar hefur í nokkum tíma veriö minnstur allra landa innan Evrópubandalags- ins og margir telja að þetta ástand lagist ekki á næstu árum. Þannig gæti aflvél hagvaxtar og framfara í heiminum verið í Asíu og í Banda- ríkjunum á næstu áratugum en ekki í Evrópu. Efnahagslegir erfíðleikar Þýskalands munu að líkindum draga úr þróun Evrópubandalagsins en Þýskaland og Frakkland hafa eink- um knúið þá þróun áfram. Aukið álag á velferðarkerfið Nýjar áætlanir um fólksfjölda benda til að á næstu 50 áratugum muni fólki fækka í Vestur-Evrópu úr um 400 milljónum í um 350 miHjónir manna. Alvarlegasta breytingin er þó e.t.v. sú að öldruðum, fólki yfir 60 ára aldur, fjölgar úr um 20% heildar- fólksfjöldans í inn 40%. Aukinn fjöldi aldraðra þýðir auknar lífeyris- greiðslur og aukið álag á sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. Minnkandi hlutfall fólks á vinnu- aldri verður tif að standa undir þess- um kostnaði. Þessari þróun mun fylgja minni hagvöxtur. - The Economist birti nýlega tölur um fólksfjöldaþróun og sýndi allt aðra þróun í Bandaríkjunum. Þar mun fólki fjölga gríðarlega á næstu ára- tugum og aflvél hagvaxtar mun væntanlega verða þar. Aflvélin biluð Erfiðleikar Þýskalands eru þess eðlis að margir efast um að nýkjörin stjóm jafnaðarmanna og græningja muni ráða við að leysa þá. Erfiðleik- amir í efnahagslífinu byggjast eink- um á tveim gmndvallaratriðum. Annars vegar á ósveigjanlegum vinnumarkaði og miðlægum launaá- kvörðunum fyrir ailt landið og hins vegar á miðlægum ákvörðunum Evr- ópubandalagsins i peningamálum. Jafnaðarmenn munu væntanlega eiga erfiðara með að breyta lögmál- um vinnumarkaðarins og launaá- kvörðunum en íhaldsmenn og því ekki líklegt að það gerist þannig að að gagni verði á næstu ámm. Hitt er ekki síður umhugsunarefni fyrir íslendinga að miðlægar pen- ingamálaákvarðanir Evrópubanda- lagsins valda stærsta hagkerfi banda- lagsins slíkum erfiðleikum. - Evran og vextimir eru Þjóðverjum fjötur um fót. Hvemig myndi þetta þá reynast okkur? Ágreiningur Þýskalands og Bandaríkjanna mun ekki auðvelda lausn vandamálanna. Afl Evrópu hefur byggst mjög á afli Þýskalands. Vandamál Evrópubandalagsins eru líka stjómskipulegs eðlis, þróunin er bandalaginu mótdræg og aflvélin er biluð. Umhygsunarefni fyrir Islendinga Allt er þetta umhugsunarefhi fyrir íslendinga í þeirri Evrópuumræðu sem hér fer fram. Aukin tenging við Evrópu virðist ekki gefa vonir um þær framfarir sem Evrópusinnar vonast eftir. Væm Islendingar með inngöngu í Evrópubandalagið ekki bara aö taka á sig aukin vandamál Evrópu? Nokkur orð um vinsœldapólitík Þór Steinarsson stjórnarmaöur í Ungum vinstri-grænum íbúalýðræði og beint lýð- ræði eru orð sem hafa verið í tísku síðustu misserin. Það er ekki síst að þakka Össuri Skarphéðinssyni sem hef- ur verið duglegur við að breiða út boðskapinn. Beint lýðræði, segir Öss- ur 19. apríl á heimasíðu Samfyikingarinnar, er ákjósanlegasta form lýð- ræðisins. Og svo haldið sé áfram: „Þá taka þegnarriir sjálfir ákvarðanimar með beinum kosningum um meiri háttar lög og reglur eða framkvæmdir, sem móta þeirra eigin líf og umhverfi. Fyrir okk- ur þýddi þetta að þjóðaratkvæðagreiðsl- ur yrðu miklu oftar um mikilvæg, um- deild mál, og innan sveitarstjóma yrði jafnframt ráðist í allsheijaratkvæða- greiðslur um stórmálefni." íbúalýðræði á oddinn Aukið og virkara lýðræöi er vissu- lega eitthvað sem mætti taka til um- ræðu á pólitískum vettvangi. Þó er ekk- ert sjálfgefið að beint lýðræði sé ein- ungis til góðs. Til dæmis telja fair að sú ákvörðun Svisslendinga um að standa utan Sameinuðu þjóðanna þar til ný- lega hafi verið heillavænleg, en eins og allir þekkja em þjóðaratkvæðagreiðsl- ur nánast daglegt brauð þar í landi. Aukið og beinna lýðræði verður því varla talið til brýnustu mála en samt sem áður eitthvað sem Samfylkingin hefúr ákveðið að leggja mikinn þunga á í málefhavinnu sinni, enda notaði Öss- ur tækifærið og varði megninu af kast- „Hvemig Össuri Skarphéðinssyni tekst að tala um mikilvægi aukins lýðrœðis í einni setningunni en grafa svo undan því í þeirri næstu með því að hvetja til þess að sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar sé nánast afnuminn með inngöngu í Evr- ópusambandið er mönnum hulin ráðgáta. “ ljóstíma sínum nýverið í að koma þess- um hugmyndum sínum að. Svo mikil var áherslan á íbúalýö- ræði fyrir síðustu kosningar hjá Sam- fylkingunni, að samþykkt var „tíma- mótaályktun" þar sem þvi var beint til allra framboða á vegum Samfylkingar- innar að setja íbúalýðræði á oddinn í stefiiu og kosningabaráttu. Og vitan- lega braut tiilagan „blað í íslenskri stjómmálasögu", svo vitnað sé aftur í grein Össurar. Miöstýrt vald ESB Það skýtur því skökku við að heyra Samfylkinguna básúna um leið mikil- vægi þess að ganga sem fyrst í Evrópu- sambandið (vitanlega með þeim fyrir- vara aö ályktun um það verði sam- þykkt í póstkosningu á næstu vikum). Því eins og allir vita mun innganga í slikt stórveldi gera íbúalýðræðis- drauma að nákvæmlega engu. Aldrei yrðu íslendingar háðari miðstýrðu valdi en einmitt sem aðili að Evrópu- sambandinu. Og þó svo að lönd Evróusambands- ins efhi til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evruna eða Amsterdamsáttmálann verður aldrei hægt að tala um að inn- ganga í Evrópusambandiö sé heillaspor í lýðræðisþróun Islendinga. Enda þekkja allir hvemig orð á borð við bákn og miðstýringu hafa óhjákvæmi- lega loðað við ESB. Hentistefna Össurar Ef íslendingar gengju inn í ESB er ljóst að sfjómvaldslegum boðleiðum myndi fjölga umtalsvert þar sem stjóm- sýslan er stærri, enda um umtalsvert fleiri íbúa að ræða. Þannig em allar stjómvaldsákvarðanir lengur til með- ferðar auk þess sem fjarlægðin frá stjómendum til umbjóðenda skekkir útkomu og afleiðingar þessara ákvarð- ana. Þess utan er ljóst að æ fleiri ákvarð- anir Evrópusambandsins em sam- þykktar með meirihluta atkvæða í stað einróma samþykkis. Þannig skiptir engu þó að Hollendingar eða íslending- ar taki ákvörðun í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ráðherraráðið gæti alltaf farið sínu fram með meirihluta. Þetta á til dæmis við um fjórfrelsið og innri mark- að og ekki ólíklegt að dóms- og innan- ríkismál geri það líka á næstunni og málefhi útlendinga og innflytjenda að hluta. Hvemig Össuri Skarphéðinssyni tekst að tala um mikilvægi aukins lýð- ræðis í einni setningunni en grafa svo undan því í þeirri næstu með því að hvetja til þess að sjálfsákvörðunarrétt- ur þjóðarinnar sé nánast afhuminn með inngöngu í Evrópusambandið er mönnum hulin ráðgáta. Hins vegar ætti það að kristallast æ betur fyrir kjósend- um hvers konar hentistefiiu og vin- sældapólitík er rekin þar á bæ. Sandkom sandkorn@dv.is Fákeppni eða hvað? Forseti Alþingis, Halldór Blöndal, byrjar þingveturinn af krafti - setur ofan í við þingmann fyrir að veitast að fjarstöddum manni og gerir siðan sjálfur slíkt hið sama nokkrum dög- um síðar; gefur í skyn að Ríkisendur- skoðun eigi ekki að skipta sér af einkavæðingu; og blandar sér auk þess af fullum krafti í umræður um matvælaverð. Halldór hafði vit- anlega sitthvað til síns máls eins og gengur, en alveg sérstaka at- hygli vakti að hann taldLþað til marks um fákeppni að Baugur seldi sömu vöru við misháu verði í verslunum sínum. Flestum öðr- um finnst það nefnilega þvert á móti til marks um fákeppni ef til- tekin vara kostar alls staðar það sama ... Ummæli Ástæðan! Reynslusaga úr fjárlaganefnd „Er enginn þama í þinginu sem þorir að segja upp- hátt hver ástæðan fyrir háu matarverði er? Það veit hvert mannsbarn að það er hátt vegna þess að land- búnaður er í fjötrum ríkisafskipta og innflutningur er ýmist bannaður eða tolllagður út af markaðnum. Þessi höft eru ákveðin á sama þingi og þeir sitja sem spyrja eins og kjánar um málið. Enda kannski þægilegra að spyrja að því en svara þegar maður ber sjálfur sök á því hvemig komið er.“ Vefþjðöviijinn á Andriki.is -0 ■ , í % „Viðtal DV við Davíð Oddsson nú um helgina hefur vakið athygli, enda sparar forsætisráðherra ekki stóra orðin frekar en fyrri daginn. Aðspurður segist hann ánægður með það hvernig tekist hefur í hans tíö að leyfa lögmál- um hins frjálsa markaðar að njóta sín meira í ís- lensku viðskiptalifi, nú þurfi menn ekki að taka á sig óþarfa krók til stjóm- málamanna eins og áður. Þetta hljómar ekki sannfærandi í ljósi umræðunnar um rikisábyrgðina margumræddu." Bryndís Hlööversdóttir alþingismaöur á vef sinum Mig grunar að i sumum til- vikum hafi verið lagt i fram- kvæmdir [við söfn á lands- byggðinni) af meira kappi en forsjá. Það marka ég af þvi þeg- ar fulltrúar sveitarfélága koma til fjárlaganefndar með óskir um tuga og jafnvel á annað hundruð milljóna króna stuðn- ing til slíkra framkvæmda, án þess að ríkisvaldið hafi komið að ákvöröun um upphiaflegar framkvæmdir. Sumar þessara framkvæmda eru þegar hafnar, ýmsar langt komnar eða jafnvel lokið, en allstórar upphæð- ir enn ógreiddar og ekki fyrirséð hvemig staðið verði að greiðslum. Svona framganga og fyrirhyggjuleysi gengur ekki. Ásta Möller alþingismaður á vef sínum Frelsi og múrar „Viðskiptafrelsiö innan ESB er vinsælt umræðuefhi meðal aðildarsinna því vissulega leiöir slíkt til lægra vöru- verðs á einhverjum sviðum, einkum á matvörum. En þeir tollamúrar sem umlykja Evrópusambandið og koma m.a. í veg fyrir að bandarískar vörur komist inn á Evrópumark- að leiða auðsjáanlega til hærra vömverðs á öðrum sviðum. Auk þess eru landbúnaðarvörur gríðarlega niðurgreiddar af ESB og þar af leiðandi er matvöruverði haldið niðri með skattpeningum almennings." Finnur Dellsén á vef Ungra vinstri- Þráhyggj a „Hitt er líka af óskiljanlegum orsökum látið liggja í þagnargildi, að íslensk bókagerð fœrir ríkissjóði snöggt- um hœrrí tekjur en nemur samanlögðum framlögum til menningarmála.“ Sperrileggir nýfrjáishyggj- únnar í röðum ungra sjálf- stæðismanna, fávísari og fátækari í andanum en al- mennt gerist, hafa lengi þann steininn klappað, að frjáls samkeppni og markaðshyggja séu fiestra meina bót. Látum liggja á milli hluta að svo- nefnd frjáls samkeppni er í reynd goð- sögn, hvort heldur er vestanhafs eða austan, en markaðurinn er vissulega áþreifanlegt fyrirbæri og hefur í seinni tíð tekið á sig mynd risaeðl- unnar sem uppi var á miðlífsöld og engu eirði. Um miðjan ágúst birti einn sperri- leggurinn, ívar Páll Jónsson, pistil í Mogga undir fyrirsögninni eOpinber listí. Þar ægði saman fáránlegum vangaveltum og fullyrðingum sem hvorki eiga sér stoð í veruleika sam- tímans né sögulegum staðreyndum. éSkynlaus skepnaí Markaðurinn er skynlaus skepna, sagði Ámi Ibsen í Lesbókarpistli llta maí og vitnaði í mexíkóska Nóbels- skáldið Octavio Paz: éBlindur og heymarlaus markaðurinn hefur hvorki ást á bókmenntum né áhættu og kann ekki að velja. Ritskoðun hans er ekki byggð á hugmyndafræði, því hann hefur ekki hugmynd um eitt eða neitt.í Sé litið yfir sögu menningarinnar frá öndverðu, hefur listsköpun aldrei lotið lögmálum markaðarins. Alltfrá dögum Egypta og Grikkja til foma var hverskyns listsköpun á vegum samfé- lagsins eða ríkjandi valdhafa. Kirkjan tók viö hlutverkinu eftir kristnun Evrópu ásamt voldugum ættum fursta og kónga. Listsköpun hefur sárasjald- an verið arðvænleg, nema helst að listamönnunum látnum, sbr.van Gogh, Gauguin, Melville og Kafka. Því er stundum haldið fram, að listalíf engilsaxneskra þjóða sé að því leyti frábrugðið listalífí norrænna þjóða, að það lúti markaðslögmálum. Slíkt er hrein fásinna. Einsog Ámi benti á, leggur Arts Council of Eng- land árlega fram 300 milljónir sterl- ingspunda til stuðnings listum í land- inu. I Bandaríkjunum útdeilir alríkis- stofnunin National Endowment for the Arts árlega 115 milljónum dollara til listsköpunar, og eru þá ótalin rífleg framlög einstakra ráðúneyta, fylkis- stjóma, borgar- og bæjarstjóma, há- skóla og ýmissa einkarekinna menn- ingarstofnana. Það er ekki annað en þráhyggja að horfa framhjá þessum staðreyndum. Vatnaskil hérlendis Um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar var pólitískt skipuð úthlutunar- nefnd listamannalauna lögð niður og tekið upp fyrirkomulagiö sem enn er við lýði: þrjár þriggja manna úthlut- unamefndir tilnefhdar af samtökum listamanna og skipaðar af ráðherra til þriggja ára. Þannig er eðlileg endur- nýjun tryggð. Að því er rithöfunda varðar, hefur nýja fyrirkomulagið valdið vatnaskilum og leitt til þess að nú eigum við álitlegan hóp höfunda sem geta óskiptir helgað sig ritstörf- um. Á liðnum aldarfjórðungi hafa kom- ið út fjölmörg skáldverk sem þótt hafa þeim tíðindum sæta, að þau hafa ver- ið þýdd á margar tungur. Þannig hafa ríflega 70 íslenskir höfundar fengið heil verk eftir sig birt á öðrum tung- um. Slíkt hefur ekki gerst fyrr í sög- unni. Um svipað leyti var Þýðinga- sjóði komið á laggirnar og varð til þess að við höfum eignast fjöldann all- an af öndvegisverkum heimsbók- menntanna í vönduðum þýðingum. Ekkert af þessu hefði átt sér stað án opinbers stuðnings við listsköpun í landinu. Bókagerðin borgar brúsann Menn gleyma því gjarna í þessu samhengi, að Islendingar leggja lægra hlutfail þjóðartekna til menningar- mála en nágrannaþjóðimar í Evrópu. Jón Leifs benti á það fyrir margt löngu, að mörg ríki legöu alltað þriðj- ungi þjóðartekna til landvama, og stakk uppá, að við ráðstöfuðum ámóta fjárhæð til listsköpunar, sem væri okkar eiginlega landvörn. Hitt er líka af óskiljanlegum orsökum látið liggja í þagnargildi, að íslensk bókagerð færir ríkissjóði snöggtum hærri tekj- ur en nemur samanlögðum framlög- um til menningarmála. Stuðningur við listsköpun er því skynsamleg fjár- festing og skilar sér margfaldlega til ríkisins. Að endingu eitt af gullkornum ívars Páls, þrungið mótsögnum sem lesendur geta gamnað sér við aö sætta: éSnilligáfa í listum er nefnilega þess eðlis að gjaman eru þeir einstak- lingar sem á endanum ná mestri hylli á skjön við viðtekin viðhorf í samfé- laginu. Þetta er fólk sem þorir að gera eitthvað nýtt; taka áhættu í listsköp- un sinni og ögra öðmm. Nefnd á veg- um ríkisins er afar ólíkleg til að velja þessa einstaklinga úr fjöldanum. Það er fyrir tilstilli almennings sem þeir ná frama og er gert kleifi að lifa af hugverkum sínum. v +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.