Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Page 27
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 27 t* I>V Sport Á þriðja hundrað fjölmiðlamenn Hátt í þrjú hundruð fjölmiðla- menn verða í vinnu vegna lands- leiks íslendinga og Skota í knatt- spymu. 140 íþróttafréttamenn, inn- lendir sem erlendir, hafa óskað eftir aðstöðu á vellinum. í þessum hópi eru yflr 60 skoskir íþróttafrétta- menn en nokkrir koma einnig frá Englandi, Þýskalandi og víðar. Leiknum verður sjónvarpað beint til Skotland og Þýskalands auk þess sem honum verður útvarpað á nokkrum útvarpsstöðvum á Bret- landseyjum. Þýska sjónvarpsstöðin ARD hefur mikinn viðbúnað en stöðin sér um útsendingar á leiknum til Þýska- lands. Yflr 60 starfsmenn stöðvar- innar, fréttamenn og tæknimenn, eru væntanlegir og var búnaður all- ur sem notaður verður við útsend- inguna að berast til landsins í gær. Þar til gerðum vinnuskúrum hefur verið komið fyrir við Laugardals- völlinn og í einum þeirra er mynd- ver sem þýska stöðin lét gera fyrir sig. Umstangið kringum einn knatt- spyrnuleik getur verið mikið en Þjóðverjum er það í mun að segja vel frá honum í máli og myndum enda leika þeir í sama riðli og ís- lendingar og Skotar. -JKS Myndverið sem þýska sjónvarpsstöðin ARD hefur látið hanna fyrir sig á Laugardalsvellinum. Skotarmr streyma til landsins Ahangendur skoska landsliðsins í knattspymu eru famir að streyma til landsins í tengslum við landsleik íslendinga og Skota í undankeppni Evrópumótsins sem háður verður í Reykjavík á morgun. Þónokkur Qöldi Skota er þegar kominn og settu þeir svip sinn á miðborgina í gær, glaðir í bragði, klæddir skotapilsum og ákveðnir í að skemmta sér vel í Reykjavík um helgina. Sjö leiguvélar koma með Skota frá Glasgow og Edinborg og aðrir koma í áætlunarflugi Flugleiða en fullbókað er hjá félaginu frá Glas- govy dagana í kringum leikinn. Skotamir fengu úthlutað um 1400 aðgöngumiöum á leikinn en nokkuð ljóst þykir að þeir verði enn fleiri þar. Margir hverjir urðu sér úti um miða í forsölu umfram þann kvóta sem þeir fengu. Skoskir áhorfendur munu því setja mikinn svip á um- gjörð leiksins. Búist er við að hátt í þrjú þúsund Skotar verði í Reykjavik um helgina. Eftir hádegi i gær seldust síðustu aðgöngumiðamir í forsölu og verða því rúmlega sjö þúsund áhorfendur á leiknum. Víst þykir að auðvelt hefði verið að selja mun fleiri miða en Laugardalsvöllurinn rúmar því miður ekki fleiri áhorfendur. -JKS Þaö kemur eflaust til með að mæða á Hermanni Hreiöarssyni og féiögum hans í íslensku vörninni í ieiknum gegn Skotum á morgun. Hermann hefur í gegnum tíðina orðiö að kljást við margan frægan knattspyrnumanninn. Hér er hann í baráttu við Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. Hermann Hreiöarsson segir mikla tilhlökkun í hópnum: Allir ákveðnir að gera sitt besta Hermann Hreiðarsson, sem leik- ur með enska 1. deildar liðinu Ipswich, leikur á morgun sinn 44. landsleik þegar íslendingar mæta Skotum í Evrópukeppninni í knatt- spymu. Hermann átti við smá- vægileg meiðsli að stríða í síðustu viku þegar hann fékk hnykk á bak- ið á æfingu en hefur náð sér og er tilbúinn í baráttuna gegn Skotum. Veröum aö hala inn stig á heimavelli „Ég fann það strax þegar við hittumst á fyrstu æfingunni fyrir leikinn gegn Skotum að það er mikil og góð stemning í hópnum. Menn er staðráðnir í því að gera sitt besta. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi leiksins og eins því hvað það er mikilvægt að standa sig vel á heimavelli og hala sem flest stig þar inn. Það má ekki mikið út af bera og við verðum að halda einbeitingunni frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Ég held að hér mætist álika liö og það hjálpar okkur ekkert að Skotarnir náðu aðeins jafntefli við Færey- inga í fyrsta leik sínum í riðlinum. Skotarnir hafa fengið að súpa seyð- ið af því heima fyrir með harðri gagnrýni. Við lékum ekki heldur sérlega vel i siðasta leik gegn Ung- verjum og sá leikur var viss áminning til okkar. Við verðum að leika betur en þá og við erum stað- ráðnir að gera það,“ sagöi Her- mann Hreiðarsson landsliðsmaður 1 samtali við DV. Brýnt að byrja vel Hermann sagði brýnt að byrja keppnina í riðlinum vel og liðið yrði að nýta stuðninginn sem það fengi á heimavelli. „Það er alltaf gaman að koma heim til íslands og leika með lands- liðinu. Maður fyllist stolti að fá tækifæri til að leika með íslenska landsliðinu og ég veit að við mun- um allir sem einn gera allt sem í okkar valdi stendur tU að leggja Skotana að velli. Við höfum sýnt það að þegar við stöndum saman sem ein heild er aUt hægt. Viö verðum að hafa i huga að okkar bíður mjög erfitt verkefni en skoska liðið hefur mikla hefð og það er mikil pressa á þeim að þeir standi sig. Með skynsamlegum leik og baráttuna að vopni er hægt að fara langt og að því stefnum við leynt og ljóst. -JKS Landsliðið teflir við stórmeistara Engin „Skotastúka" Hin margumtalaöa „Skotastúka, í syðri enda Laugardalsvallar heyrir sögunni til í landsleik íslendinga og Skota á morgun. Aö beiöni öryggisfulltrúa skoska knattspyrnusambandsins var ákveöið að setja niöur gáma við girðinguna þannig aö ekki væri hægt að horfa á leikinn fyrir utan völlinn. Öryggisfulltrúinn vildi ekki að miðalausir áhangendur skoska landsliösins söfnuöust þar fyrir til aö horfa leikinn. DV-mynd Hari Enski stórmeistarinn Luke McShane teflir fjöltefli við leik- menn íslenska landsliðsins á sunnudaginn. Landsliösstrákarn- ir koma saman á Hótel Loftleið- um á sunnudag eftir leikinn við Skota og þá hefst undirbúningur- inn fyrir leikinn á móti Litháen sem verður í Reykjavík á mið- vikudaginn kemur. Luke McShane varð stórmeist- ari í skák aöeins 17 ára að aldri og er yngsti Bretinn sem náð hef- ur þeim áfanga. McShane er staddur hér á landi en hann tek- ur þátt í alþjóðlega skákmótinu sem fram fer þessa dagana á Sel- fossi. Leikmönnum íslenska liðsins gefst þarna gott tækifæri til að etja kappi við skákmann í fremstu röð og dreifa þannig hug- anum fyrir leikinn á móti Lithá- unum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.