Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Blaðsíða 21
21
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002
DV
X
Tilvera
Joan Cusack fertug
Bandaríska leikkon- ■
an Joan Cusack, sem I
leikur aðalhlutverkið í I
sjónvarpsseríunni
What about Joan, sem KáL, 9
Sjónvarpið sýnir, á I
stórafmæli i dag. Joan
er gamanleikkona, ein I
af mörgum sem hófu
ferilinn í Saturday Night Live sjón-
varpsseríunni. Hún hefur leikið í
fjölda kvikmynda og fékk tilnefningu
til óskarsverðlauna fyrir Working
Girl. Joan á fjögur systkini sem öll
eru leikarar, þekktastur er John
Cusack. Joan er gift lögfræðingnum
Richard Burke og eiga þau tvö böm.
Gildir fyrir laugardaginn 12. október
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.i:
, Áhugamál þín eru eitt-
hvað að breytast. Það
er engin ástæða til að
hafa áhyggjur af
þessu, heldur skaltu njóta þess að
eignast ný áhugamál.
Fiskarnir(19. febr.-20. marsl:
Mikið verður um að
Ivera í kringum þig
fyrri hluta dagsins.
Mun rólegra verður
síðdegis en í kvöld fyllist allt af
gestum heima hjá þér.
Hrúturinn (21. mars-19, april):
. Fréttir sem þú færð
' eiga eftir að breyta
heilmiklu hjá þér og
vera kann að þú þurfir
að breyta áætiunum þínum eitt-
hvað.
Nautið (20. aprii-20. mam
Þú færð fréttir af fjar-
, lægum vini og þið
leggið á ráðin um að
hittast. Það gæti kost-
aö fiéilmikið ferðalag hjá þér en
það yrði mjög skemmtilegt.
Tvíburarnir (21, maí-2i. Mii
V Gefðu ekki meira í
y^^skyn en nauðsynlegt
_ / / er í ákveðnu máli. Það
er betra að bíða um
sinn með að segja frá áætlunum.
Krabbinn (22. iúní-22. iúlí>:
Þú nýtur mikillar virð-
| ingar í vinahópnum og
' til mikils er ætlast af
þér. Félagsmálin
i miklurn blóma og þú
nýtur þín vel.
Liónið (23. iúlT- 22. égústl:
Nú fer að sjá fyrir end-
ann á mikilli töm og
nýir tímar taka senn
við. Þú horfir bjartsýnn fram á
veginn enda engin ástæða til ann-
Mevian (23. áeúst-22. septl:
ars.
Þú þarft að gæta vel
„að eigum þínum og að
vera ekki hlunnfarinn
í viðskiptum. Hikaðu ekki við að
leita hjálpar ef þér finnst þörf á
Vogin (23. sept.-23. okt.):
því.
Vinur þinn biður þig
um að gera sér greiða.
r w Þú skalt verða vel við
þeirri bón. Ekki er víst að þess sé
langt að bíða að þú þurfir að biðja
Sporðdrekínn (24. okt.-2i. nóv.i:
Jhann hjálpar.
Reyndu að eiga stund
jfyrir sjálfan þig og ást-
| vin þinn. Þú hefur haft
of mikið að gera undanfarið og
það getur verið óheppilegt fyrir
Bogmaðurinn (22. nóv-21. des.l:
ísambönd til lengdar.
Fþú færð skemmtilegar
fréttir sem lifga vera-
lega upp á daginn hjá
þér. Vinir þínir skipuleggja ein-
hverja skemmtun í kvöld.
Steingeltln (22. des.-19. ianl:
Láttu engan telja þér
hughvarf ef þú ert viss
um hvað það er sem
þú vilt. Gefðu þér betri
tíma fyrir sjálfan þig og hreyfðu
þig meira.
Lesið í hús
Frá Thorvaldsenstræti að Bjarkargötu
- partur gamla Reykjavíkur apóteks sem aldrei var rifinn
skólann sæktu
yfirleitt dætur
heldri manna.
Menntastefna
kom einnig við
sögu í næsta
húsi þar fyrir
sunnan, húsi
Steingríms
Thorsteinsson-
ar, skálds og
rektors Latínu-
skólans.
Bjarni Thor-
steinsson, lengst
af amtmaður á
Amarstapa, festi
kaup á því húsi
1855. Hann var
virtasti embætt-
ismaður á sinni
tíð, kvæntur
Þóru, dóttur
Hannesar Finns-
sonar biskups.
Synir þeirra
voru Finnur,
bæjarfógeti í
Álaborg, Ámi
Bjarkargata 4, áður laboratorium gamla Reykjavíkur apóteks við Thorvaldsensstræti.
Við Bjarkargötu, skammt frá
Skothúsvegi og upp af Hljóm-
skálagarðinum, vestanverðum,
stendur snoturt íbúðarhús sem
lætur lítið yfir sér. í fljótu bragði
virðist húsið vera steinsteypt. En
ekki er allt sem sýnist. Þetta hús
er aðflutt, forskadlað timburhús
og á sér töluvert lengri sögu en
önnur hús við götuna. Það var
upphaflega hluti af gamla
Reykjavíkur apóteki sem stóð við
Thorvaldsenstræti og gegndi þá
m.a. því virðulega hlutverki að
vera laboratorium apóteksins.
Til að kynnast betur þessu
fyrra lífi hússins við Bjarkargötu
er vert að rifia upp eitt og annað
úr fyrra umhverfi þess.
Stræti Bertels Thorvaldsens
Frá því Póstur og sími byggði við
Landssímahúsið, snemma á sjöunda
áratugnum, hefur Thorvaldsen-
stræti við Austurvöll verið gott
dæmi um hrærigrautinn sem ein-
kennir húsagerð víða í miðbænum.
En sú var ekki alltaf raunin.
Sú var tíðin að Thorvaldsenstræti
var þokkafyllsta og virðulegasta
stræti Reykjavíkur og vettvangur
fyrir menntastefnu og klassík. Við
götuna stóðu fiögur hús, hvert öðru
sögulegra, sem mynduðu heil-
steypta, rómantíska götumynd.
Strætið ber nafn Bertels Thor-
valdsens, þekktasta myndhöggvara
Norðurlanda á sinni tíð. Hann átti
íslenskan föður, Gottskálk Þorvalds-
son, frá Miklabæ í Skagafirði.
Nú er götuheitið nafnið tómt, því
ekkert á þessum slóðum minnir
lengur á nýklassíska myndhöggvar-
ann. En áður fyrr sveif andi hans yf-
ir Austurvelli. Á lyfsöluhúsinu, sem
er á miðri gömlu myndinni, stóðu
landfógeti sem bjó í Austurstræti 20
og Steingrímur.
Eftir að Steingrímur kom heim,
eftir langdvöl í Kaupmannahöfn,
settist hann að í húsinu við Thor-
valdsenstræti og bjó þar til æviloka,
1913.
Steingrímur var rektor Latínu-
skólans frá 1904. Hann var höfuð-
skáld síðrómantísku stefnunnar
ásamt Matthíasi Jochumssyni og af-
kastamikill þýðandi, þýddi t.d. Þús-
und og eina nótt og Ævintýri H.C.
Andersens. Hús Steingríms mun
hafa verið rifið er Landssímahúsið
var reist við Thorvaldsenstræti
1930.
Reylqavíkur apótek
Syðst við Thorvaldsenstræti stóð
elsta hús götunnar, íbúðarhús lyf-
salans í Reykjavík. Þar var fyrsta
apótek bæjarins til húsa, Reykjavík-
ur apótek.
Saga apóteksins hefst þó mun
fyrr, eða 1760 er landlæknisembætt-
ið var sett á stofn og því reistur
embættisbústaður að Nesi við Sel-
tjörn þar sem nú er læknasafn.
Landlæknir og lyfsalinn fluttu frá
Nesi og inn til Reykjavíkur um 1833
en þá lét Oddur Thorarensen lyfsali
reisa húsið. Við norðurgafl íbúðar-
hússins lét Krúger lyfsali reisa lyf-
sölubúð í klassískum stíl 1881 með
fyrmefndum styttum og myndum
Thorvaldsens.
Spölkom vestan við íbúðarhús
lyfsalans var snemma reist bakhús,
samsíða íbúðarhúsinu, fyrir lyfia-
gerð og rannsóknir. Miili húsanna
voru háar girðingar að sunnan og
norðan sem mynduðu, ásamt hús-
unum, lokað port. Lyfiagerðarhúsið
brann 1882 en var fljótlega end-
urbyggt og er þar komið húsið við
Bjarkargötu.
240 ára pótek lagt nður
Reykjavíkur apótek flutti yfir
Austurvöllinn í hús Natan & Olsen
að Austurstræti 16, árið 1930.
Siðasti lyfsalinn sem rak Reykja-
víkur apótek í einkaeign var Sig-
urður Ólafsson. Hann nýtti sér lög-
fræðilega sérstöðu þessa elsta apó-
teks landsins og afhenti Háskóla ís-
lands lyfsöluleyfið, líklega til að
tryggja hvort tveggja, lyfiafræði-
kennslu við Háskólann og framtíð
þessa langelsta fyrirtækis Reykja-
víkur. Háskólinn sá hins vegar
sóma sinn í þvi fyrir nokkrum ár-
um að leggja niður Reykjavíkur
apótek sem þá var að verða 240 ára.
Nú er þar rekinn veitingastaður
sem að vísu heitir Apótek.
En það var ekki einungis saga
fyrirtækisins sem varð endaslepp.
Saga þeirra húsa, sem hýstu apótek-
ið á árunum 1834-1930, átti sér
einnig dapurlegan endi. íbúðarhús
lyfsalans og lyfsöluhúsið voru riftn
um 1960, skömmu áður en Póstur og
simi lét byggja við suðurhlið Land-
símahússins. Viður húsanna var
hins vegar geymdur á Korpúlfsstöð-
um en þá stóð til að endurreisa hús-
in í upphaflegri mynd á Árbæjar-
safni. Að því varð þó aldrei því við-
urinn varð eldi að bráð á Korpúlfs-
stöðum. Húsið við Bjarkargötu er
því eini hluti gamla Reykjavíkur ap-
óteks sem enn stendur uppi.
Bakhúsið fer á Bjarkargötu
Það var Gísli J. Ólafsson lands-
símastjóri sem festi kaup á bakhús-
inu við apótekið og flutti það upp á
Bjarkargötu árið 1930. Gísli var son-
ur Jón Ólafssonar, ritstjóra og
alþm., og Helgu Eiríksdóttur frá
Karlsskála. En Gísli bjó ekki lengi í
húsinu því hann lést sumarið 1931.
Skömmu síðar keypti húsið
Stephan Stephensen í Verðandi og
átti þar heima til æviloka. Þar er
því fæddur og uppalinn sonur Stef-
áns, Ólafur Stephensen, auglýsinga-
frömuður og djassáhugamaður.
Ólafur seldi síðan húsið 1996 en
núverandi eigandi þess og íbúi er
Jón Pétursson húsgagnabólstrari.
-KGK
Austurvöllur og Thorvaldsenstræti um 1920
Á miðri myndinni sér í þakið á bakhúsi Apóteksins sem nú er númer 4 við
Bjarkargötu. Þar fyrir framan er íbúðarhús iyfsatans og við norðurgafl þess er
kassalaga lyfsölubúðin í klassískum stil, fyrsta húsið i Reykjavík sem prýtt
var iistaverkum. Á miðjum Austurvelli sést í styttuna af Thorvaldsen.
tvö eirlíkneski eftir Thorvaldsen, af
grísku goðunum Asklepíosi lækn-
ingaguði og Hebe, gyðju eilífrar
æsku. Húsið var einnig prýtt tveim-
ur lágmyndum, Degi og Nótt, eftir
Thorvaldsen.
Þá stóð stytta Thorvaldsens, gerð
af honum sjálfum, á miðjum Aust-
urvelli á árunum 1874-1930, er hún
þurfti að víkja suður í Hljómskála-
garð fyrirJóni forseta sem áður
hafði staðið við Stjómarráðshúsið.
Thorvaldsenstyttan er gjöf Kaup-
mannahafnar til Reykjavíkur og
fyrsta myndastyttan sem sett var
upp í bænum.
Loks má geta þess að skirnarfont-
urinn góði í Dómkirkjunni er gerð-
ur af Thorvaldsen og gjöf hans til
kirkjunnar.
Menntafrömuðir í miðbænum
Eina gamla húsið sem enn stend-
ur við Thorvaldsenstræti var reist
af Páli og Þóru Melsted 1878. Þar
starfrækti Þóra Kvennaskólann til
1906. Er hún stofnaði skólann, 1874,
var hann eini framhaldsskólinn
sem íslenskum stúlkum stóð til
boða. Hann var því mikilvægt skref
i íslenskri kvenréttindabaráttu þó
Allir íþráttavidburáir í beinni á risaskjám. Ponl. Góður matseðill.
j.
4
y