Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2002, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Dræm þátttaka íslendinga í nefndum ESB: Fáliðað á vaktinni í Brussel „í Ijósi umræðna um að staða EES- samningsins sé að veikjast, skýtur skökku við að ísland nýti ekki þann rétt sem samningurinn veitir til aðgangs að nefiidastarfí Evrópusambandsins þar sem lagður er grunnur að löggjöf þess,“ segir í greinargerð sem kynnt var í rík- isstjóm i vikunni. í henni er fjallað um þá staðreynd að íslendingar taka aðeins fullan þátt í 82 þeirra 360 nefnda ESB sem EES-samningurinn veitir okkur að- gang að; 105 nefndum er sinnt að ein- hverju marki en 161 nefnd er alveg hunsuð. Greinargerðin var unnin af hópi tengiliða ráðuneytanna um EES- samninginn og er engum blöðum um það að fletta að embættismennimir telja málið alvarlegt. Þeir kveða nefnilega enn sterkar að orði þar sem sagt er: „Ef þeim nefndum sem ísland hefur aðgang að er ekki sinnt kunna íslenskir hagsmunir að verða fyrir borð bomir..." og enn frem- ur: „Ljóst er, að ef þau tækifæri sem þegar em fyrir hendi til að hafa áhrif á löggjöf ESB em ekki nýtt er verið að grafa undan áhrifum EES/EFTA-ríkj- anna og EES-samningnum.“ Útiaðaka Nefndastarflð sem um ræðir er eina formlega leiðin sem íslendingar hafa til að hafa áhrif á löggjöf ESB sem seinna meir þarf að taka upp í íslenskan rétt. Afleiðingar þess að nýta ekki þennan rétt til fulls em, samkvæmt greinargerð- inni, annars vegar þær að sækja þarf um undanþágur frá tilskipunum sem ella hefði verið hægt að laga að íslensk- um hagsmunum og hins vegar að ís- lendingar em gjaman úti að aka þegar kemur að því að innleiða ýmsar tilskip- anir Evrópusambandsins. Nýleg skýrsla frá sendiráði íslands í Brussel staðfestir þetta, en þar segir að nokkrum sinnum hafi umsóknir íslands um undanþágur frá tilskipunum ESB eða sérstök aðlögunarákvæði verið byggðar á misskilningi. Einnig er vitn- að til Hollustuvemdar, sem telur litla þátttöku islenskra stjómvalda í undir- búningi löggjafar ESB hugsanlega hafa leitt til þess, að íslendingar „siiji uppi með strangari og kostnaðarsamari regl- ur en ella.“ Þess séu dæmi, að íslenskir sérfræðingar hafi túlkað tilskipanir ESB of þröngt þegar kom að því að inn- leiða þær á íslandi. - hagsmunir íslands fyrir bord bornir? skipun, sem geti reynst erfitt. í þriðja lagi er nefnt pínlegt dæmi um neysluvatnstilskipun ESB. íslendingar sóttu um undanþágu vegna mjög kostn- aðarsamra mælinga sem íslenskir sér- fræðingar töldu að væri krafist. Um- sóknin var óþörf því að í ljós kom, að í íslensku reglugerðardrögunum hafði verið gengið mun lengra en ástæða var til miðað við tilskipun ESB. Dýrt að fara Þegar kemur að tilskipunum ESB er um mikla hagsmuni að ræða. Fram- kvæmd þeirra er í mörgum tilvikum mjög dýr. Sem dæmi má nefna að fram- kvæmd iráveitutilskipunar ESB hér á landi er talin kosta sveitarfélögin á ís- landi 25-30 milijarða króna árin 1996-2006 eða ailt að 250 milljónir króna á mánuði i tíu ár! Varðstaða um þessa hagsmuni, með þátttöku í löggjafarstarfi ESB, fæst hins vegar ekki gefms. Ferðakostnaður ráöu- neytanna vegna nefiidastarfs ESB var ríflega 100 milljónir króna í fyrra. í greinargerð embættismannanna er ekki áætlað hve mikið myndi kosta að færa þátttöku í nefndastarfmu í full- nægjandi horf. Ef eingöngu er miðað við fjölda nefnda má hins vegar gróflega áætla að ekki dygði minna en tvöfóld þessi upphæð til þess að taka þátt í starfi þeirra allra. Vannýtt tækifæri Embættismönnum ráöuneytanna þykir íslensk stjórnvöld taka áhættu meö því aö fullnýta ekki tækifæri til aö taka þátt í mótun löggjafar Evrópusam- bandsins. Reglurnar kunni aö vera okkur óhagstæöari fyrir vikiö og eins sé hætta á aö viö hreinlega misskiljum þær og innleiöum hér strangari og dýrari kröfur en nauösynlegt er. Pínleg dæmi Þijú tiltekin dæmi eru nefnd. í fyrsta lagi tilskipun ESB um urðun. ísland sótti um lengri aðlögunartíma að ákvæðum hennar um söfnun á metangasi og fórgun á hjólbörðum. í ljós kom að íslenskir sérfræðingar höfðu túlkað tilskipunina mun þrengra en Evrópusambandið sjálft. Að auki er full- yrt í greinargerðinni að laga hefði mátt tilskipunina að íslenskum hagsmunum ef íslenskir sérfræðingar hefðu komið að samningu hennar á fyrstu stigum. í öðru lagi er nefnd tilskipun ESB um sorpbrennslu. Samkvæmt henni þurfa brennslustöðvar að framkvæma svo viðamiklar og dýrar mælingar að sorp- brennsla er vart raunhæf lengur á ein- angruðum stöðum á íslandi. Höfundar greinargerðarinnar segja mjög líklegt að semja hefði mátt um breytt orðalag ef allir fundir hefðu verið sóttir á fyrstu stigum; nú þurfi hins vegar að sækja málið sem aðlögun að samþykktri til- Fyrsta skrefíö Embættismennimir leggja að vísu til að þátttaka í nefndum ESB verði aukin en þeir gefa líka býsna eindregið í skyn að ráðstafa megi því fé skynsamlegar sem nú þegar er varið tO hennar. Þeir leggja til að fagleg sjónarmið verði látin ráða ákvörðunum um það, hvaða fúndir skuli sóttir og hverjir ekki. Nokkuð skortir á þetta ef marka má skiptingu á milli ráðuneytanna, en aðeins um 3% ferðakostnaðarins féllu til í umhverfis- ráðuneytinu þrátt fyrir að hvorki meira né minna en 40% allra tilskipana ESB sem hafa áhrif hér á landi séu á verk- sviði ráðuneytisins. Fyrsta skrefið hlýtur að verða að beina kröftunum þangað sem þeir nýt- ast best. Hitt verður sjálfsagt til um- ræðu á næstunni, hvort nauðsynlegt sé að stórauka fjárframlögin til að standa vörð um hagsmuni íslands í Brussel. -ÓTG Gengi krónunnar að styrkjast Gengi íslensku krónunnar hefur verið að styrkjast undanfarið miss- eri samkvæmt upplýsingum frá markaðsskrifstofu Seðlabankans en sveiflurnar hafa þó verið mjög litar síðustu daga og heldur niður á við í þessari viku. Að mati markaðsskrif- stofunnar eru þær breytingar eðli- legar og innan skekkjumarka. Miðað við skráningu í lok sept- embermánaðar 2001 til loka septem- bermánaðar í ár hefur gengi ís- lensku krónunnar styrkst um 10% á þessu 12 mánaða tímabili. En þess ber að geta að staða krónunnar var allt önnur um mitt ár 2001. Gengi dollara var á fimmtudagsmorgun skráð á 87,19 en var á sama tíma fyr- ir ári 101,31, hefur því lækkað um 14% á þessu tímabili. Gengi evrunn- ar er hins vegar 88,25 en var 94,73, og breytingin þar því aðeins um 7% á þessu tímabUi. -GG Vinstri grænir vilja breyta lögum um sparisjóði: Ohjákvæmilegt vegna atburða sumarsins Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennls Blaöalesendum eru í fersku minni átökin sem voru um völdin í Spron í sumar sem tóku á sig margar myndir. Þingflokkur Vinstri grænna hef- ur lagt fram breytingarfrumvarp á lögum um sparisjóði þar sem lagt er til að sala eöa annað framsai stofn- fjárhluta í sparisjóöi sé óheimilt nema meö samþykki sparisjóðs- stjómar. Veðsetning stofnfjárhlutar í sparisjóði skuii jafnframt óheimil. I greinargerð segir að síðastliðið sumar hafi þjóðin orðið vitni að því að stofnfjáreigendum í SPRON hafi verið gerð tilboð um kaup á stofn- fjárhlutum á margföldu yfirverði. „Ljóst er að þetta var í andstöðu við vilja löggjafans eins og fram kom í umfjöllun um málið á Alþingi og í margitrekuðum yfirlýsingum ráð- herra og þingmanna úr stjórn og stjómarandstöðu i kjölfarið. Eðli- legt er að eignarhlutur stofníjáreig- enda sé varinn og að þeir eigi kost á því aö selja hann á verðbættu nafn- verði. Raunávöxtun stofnfjárbréfa hefur í reynd verið tryggð þar sem arður af stofnfé hefur verið reiknað- ur af verðbættu nafnverði og hafa stofnfjáreigendur þannig notið arðs sem hefur að jafnaði verið meiri en almennt gengur um hlutabréf," seg- ir í greinargerðinni. Hlutverk sparisjóðanna hefur verið mjög þýðingarmikið í ís- lensku atvinnulífi og mörgum byggðarlögum mikilvæg lyftistöng enda vora þeir settir á laggimar með félagslegu átaki. í greinargerð með frumvarpi viðskiptaráðherra á 126. löggjafarþingi (567. mál) segir m.a.: „Sparisjóðir á íslandi, líkt og annars staðar i Evrópu, era fyrst og fremst staðbundin fjármálafyrir- tæki með sterk tengsl við starfs- svæði sitt og nána samvinnu sín á milli. Sparisjóðimir hafa verið reknir með hag sparifjáreigenda og aimennings fyrir augum en ekki til hámarks arðs fyrir stofnfjáreigend- ur. Markmiðið með rekstrinum var því að stuðla að al- mannahag." Þær laga- breytingar sem frumvarpið fel- ur í sér varð- andi meðferð stofnfjárhluta eru í samræmi við viljá Sam- bands íslenkra sparisjóða. Þá leggur þingflokkur Vinstri grænna til að numin verði úr gildi heimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög. „Augljóst er að heimildarákvæði laganna um að breyta sparisjóðum í hlutafélög hafa þegar valdið uppnámi og tefla tilverugrandvelli sparisjóðanna í tvísýnu. Óhjákvæmilegt er að end- urskoða málið allt frá grunni í ljósi atburða sumarsins og er lagt til að þar til sú endurskoðun hafi farið fram verði óheimilt að breyta spari- sjóðum í hlutafélög," segja Vinstri grænir. -BÞ Austfjaröaþokan Baröi kemur til heimahafnar í Nes- kaupstaö Nýjum togara vel fagnað Nýr skuttogari bættist í flota Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað í gærmorg- un. Það er Barði NK 120, ellefu ára norsksmíðað skip, sem kom siglandi til heimahafnar gegnum Austfjarðaþoku og rigningarbrælu sem fagnaði skipi og áhöfii. Barði er gerður út sem blandað isfisk- og frystiskip og fer væntanlega í sína fyrstu veiðiferð fyrir Síldarvinnsl- una um næstu mánaðamót. Verður þá lögð aukin áhersla á bolfiskvinnslu í landi hjá SUdarvinnslunni. Togarinn var smíðaður sem frystitogari í Flekkefjord í Noregi árið 1989, skipið er 51 metra langt og 12 metra breitt og að- alvél þess er 2500 hestöfl. Barði NK 120 kemur í stað frystitog- ara með sama nafhi sem seldur var tU Namibíu í siðasta mánuði. Svo skemmtUega vill tU að nýr Barði kem- ur tU heimahafnar í Neskaupstað sama dag og forveri hans leggst að bryggju í Namibíu. Baröi var upphaflega í eigu Skipakietts hf. og bar þá naftiið Snæ- fúgl SU 20. Sfldarvinnslan eignaðist skipið árið 2001 þegar Skipaklettur var sameinaður SUdarvinnslunni. Undan- famar vikur hefúr skipið veröi í slipp í PóUandi þar sem það var sandblásið og málað í einkennislitum skipa Sfldar- vinnslunnar. -Eg/JBP Ráöstafanir á Hrafnistu Gripið hefur verið til ráðstafana tU að hefta frekari útbreiðslu veira- sýkingar sem vart hefur orðið á heimUum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Grunur um sýkingu vaknaði á mánudag og var þá þegar haft samband við sóttvarnarlækni, en á Hrafnistu er hjúkrunarfræð- ingur í fuUu starfi sem sinnir sótt- vömum. Sýni vora greind frá ein- staklingum með einkenni. Staðfest var hjá nokkrum þeirra að um svo- kaUaða Norwalk-veiru er að ræða. Af aUs um 540 heimUismönnum Hrafnistu í Hafnarfirði og Reykja- vík hafa um 90 manns sýnt einkenni sýkingar. Talið er aö veiran berist einkum í lofti eða með hægðum. Einkenni lýsa sér i óþægindum í meltingarvegi, með niðurgangi og uppköstum. Hjá flestum einstakling- um ganga einkennin yfir á einum tU tveimur sólarhringum án þess að frekari afleiðinga verði vart. -GG Alþjóðavika í Kópavogi í undirbúningi er alþjóðavika í Kópavogi dagana 18. tU 24. október nk., sem ber yfirskriftina „Veisla mannlifs og menningar". Fólk frá fjölmörgum þjóðum býr í Kópavogi og verður ekki aðeins hægt að fylgj- ast með t.d. fyrirlestrum um Norð- urlöndin, Gana, Víet-Nam, Mexíkó og PóUand, heldur verður einnig þemavika í leikskólum, grunnskól- um, félagsmiðstöðvum og tónlistar- skólum meðan á alþjóðavikunni stendur. Á laugardeginum munu eldri borgarar ganga frá félagsmiðstöðv- unum Gjábakka og Gullsmára í Vetrargarð Smáralmdar þar sem verður „Heimsþorp“ með menning- arkynningu, fræðslu, uppákomum og skemmtunum. Málþing verður á miövikudeginum þar sem m.a. verð- ur fjallað um málvöndun í Ijósvaka- fjölmiðlum og spurt hvaða guöum sé verið að þóknast; rætt um tungu- mál elskenda, og táknmál rimna- skálds og erfiðleika mállauss inn- flytjanda. Verndari Alþjóðaviku í Kópavogi er Baltasar Samper, sem er fæddur á Spáni. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.