Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 :dv Fréttir Fjármálaráðstefna sveitarfélaga: Mál Raufarhafnarhrepps verði víti til varnaðar - fjárhagsáætlunum illa treystandi, sagði félagsmálaráðherra Raufarhöfn Hreppurinn tapaði miklum fjármunum á hlutabréfakaupum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á fjármálaráð- stefnu sveitarfé- laga í gær að því miður hefði fjár- hagsleg útkoma sveitarfélaganna á síðasta ári ekki orðið í samræmi við þær fjárhagsáætlanir sem gerð- ar höfðu verið. „Samkvæmt fjárhagsáætlunum 2001 var gert ráð fyrir hallarekstri upp á rúman miiljarð og hefði það verið verulega betri útkoma en á árum þar á undan. Þegar uppgjör ársins 2001 liggja fyrir blasir við verulega lakari útkoma. Það er áhyggjuefni að íjárhagsáætlunum sé ekki betur treystandi, Sagði ráð- herra. hann sagði fjármál sveitarfé- laga vera undir eftirliti þriggja manna eftirlitsnefndar sem skipuð var á grundvelli sveitarstjórnar- laga. „! kjölfar árlegrar athugunar sinnar eru þijú sveitarfélög áfram til sérstakrar skoðunar." Rakti ráðherra afskipti ráðuneyt- isins af fjármálum Raufarhafnar- hrepps sem mjög hafa verið í um- ræðunni að undanfomu. Kom hann þar einnig inn á kaup hreppsins á innlendum og erlendum verðbréf- um sem tapast hafa miklir fjármun- ir á. „Eftir ítarlega athugun varð það niðurstaða ráðuneytisins varðandi Raufarhafnarhrepp að ekki væri unnt að ganga lengra en að minna kjöma sveitarstjómarmenn á skyld- ur þeirra til að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sneiða eftir megni hjá áhættusömum fjárfesting- um. Ráðimeytið væntir þess að mál Raufarhafnarhrepps verði sveitar- stjómarmönnum og öllum þeim sem fara með opinbert fé víti til vamað- ar. Málefni Raufarhafnarhrepps eru nú til skoðunar hjá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og mun ráðu- neytið leita leiða til að aðstoða ný- kjöma sveitarstjóm við að komast út úr þeim fjárhagsvanda sem sveit- arfélagið glímir nú við.“ -HKr. ## Aðgæsluleysi olli dauða barns eftir bílslys á Skeiðavegi: Okumaður sýkn af að hafa valdið dauða barnsins DVIHYND NJÓÐUR HELGASON Minnismerki á slysstaö Minnismerki viö Skeiðavegamót um mæðginin sem fðrust í slysinu. Sabal fyrir blöðruhálskirtilinn náttúrulega eilsuhúsið Skóiavörðustíg, Kringlunní & Smáratorgi 38 ára gamall Sunnlendingur var í gær úrskurðaður saklaus í Héraðsdómi Suðurlands af því að hafa ekki haft barnabílstól rétt festan i bifreið sinni og með þvi valdið því að þriggja ára drengur í barnabílstólnum hlaut áverka sem leiddu hann til dauða nær samstundis í umferðarslysi á Skeiðavegamótum að kvöldi laug- ardagsins 8. september 2001. Ákærði var einnig sakaður um í sama slysi að hafa án nægilegr- ar aðgæslu ekið bílnum of hratt miðað við aðstæöur suður Skeiða- veg, með þeim afleiðingum að 28 ára gömul kona kastaðist út úr bifreiðinni og hlaut fjöláverka sem leiddu hana til dauða tveim- ur dögum síðar. í niðurstöðu dómsins segir að samkvæmt umferðarlögum hafi ákærða borið að gæta þess að drengurinn notaði sérstakan ör- yggis- og verndarbúnað þegar bif- reiðin var á ferð. í því felist sú skylda að nota barnabílstól með réttum hætti í bifreið. Ákærði taldi sig hafa uppfyllt skyldur sín- ar með því að hafa drenginn spenntan í bamabílstól, sem fest- ur var með öryggisbeltum. Stóll- inn var viðurkenndur hér á landi, í fullkomnu lagi og hentaði barn- inu vel. Óumdeilt er hins vegar að stóllinn hafi ekki verið festur eins og ætlast er til af framleiðanda. Litið er til þess að sérútbúnað til að festa bak stólsins við baksæti bifreiðarinnar vantaði í bifreið ákærða, en slíkur útbúnaður mun aðallega vera í amerískum bif- reiðum sem stóllinn er hannaður fyrir. Þá var leiðbeiningum á hlið stólsins um notkun hans ábóta- vant. Þær voru á ensku og frönsku og til þess fallnar að valda misskilningi, enda hægt að festa stólinn á þijá vegu. Sam- kvæmt dómnum mátti ákærði telja stólinn réttilega festan. Engin vitni voru að akstri ákærða. Því er miðað við þann framburð hans, að hann hafi ekið eftir Skeiðavegi að vegamótum á 70-80 km hraða, misst bifreiðina út í lausamöl í vegkantinum og við það misst stjóm á henni. í dómnum segir að gatnamótin verði að teljast varasöm. Skeiða- vegur liggi á kafla nær samhliða Suðurlandsvegi og endi síðan í töluvert krappri en þó nokkuð langri beygju. Vegamótin voru óupplýst þegar slysið varð og af framburði ákærða og vitna liggur fyrir að myrkur var, skýjað og gengið hafði á með skúrum. Vegna þess hve gatnamótin em varasöm og slys þar alltið hefur nú verið komið upp lýsingu við þau. Ákærði er ekki talinn hafa gætt þeirra varúðar sem honum bar og miðað akstur sinn við aðstæður. Þetta aðgæsluleysi hafi verið frumorsök slyssins. Ákærði hafi því gerst brotlegur við almenna varúðarreglu umferðarlaga og laga og einnig við hinar sérstöku skyldur sem hvíla á ökumanni við akstur þegar útsýni er tak- markað vegna birtu eða veðurs og við vegamót og í beygjum. Ákærði hefur frá árinu 1981 alls 12 sinnum hlotið sektarrefsingar fyrir umferðarlagabrot, síðast í febrúar 1996 er honum var gerð refsing fyrir of hraðan akstur. Við ákvörðun um refsingu ákærða er litið til þess að vegna augnabliks- gáleysis við aksturinn missti ákærði bæði konu sína og bam. Hlýtur það að hafa valdið ákærða ómældum þjáningum. Þykir því ekki rétt að gera ákærða sérstaka refsingu í máli þessu. Þá eru jafn- framt ekki talin efni til að svipta hann ökurétti. -NH Sólar SBgaJBiísJíixsiíjSJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16:46 16:22 Sólarupprás á morgun 03:39 09:42 Síðdeglsflóó 21:47 Árdegisflóö á morgun 10:16 Austlæg átt, yfirieitt 5-10 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Víða bjartviðri, en súld eða skúrir austanlands. Bætir heldur í vind á morgun. Hiti 0 til 7 stig, en vægt næturfrost inn til landsins. Austlægar áttir Austlæg átt, 5-10 m/s en 10-15 við suðurströndina. Súld austanlands en víða léttskýjað vestan til. Hiti 0 til 7 stig. I Veörið næstu daga Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hflti 0° Hiti 0° Hiti 0“ til 7° til 3° til 3° Vindur: Vindur: Vindur: 10-20»/» 10-20'"/» 10-20"'/» * * AogNA Austan- og Austan- og 10-15 m/s norðaustan- norðaustan- en 15-20 átt. Él norð- átt. Él norö- sunnan tll. an- og aust- an- og aust- Rlgnlng eða anlands en anlands en súld austan bjartviðri bjartvlðrl tll. Annars sunnan- og sunnan- og skýjað og vestanlands. vestanlands. þurrt að kalla. Kólnandi. Kólnandl. - á m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðrl 17,2-20,7 Stonnur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 1 Veöriö kl. 1 AKUREYRI skýjað 3 BERGSSTAÐIR léttskýjað 0 BOLUNGARVÍK úrkoma 6 EGILSSTAÐIR súld 3 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 4 KEFLAVÍK hálfskýjað 3 RAUFARHÖFN þoka 5 REYKJAVÍK léttskýjað 4 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 6 BERGEN léttskýjað 5 HELSINKI snjókoma 1 KAUPMANNAHÖFN skýjað 7 ÓSLÓ rigning 3 STOKKHÓLMUR 1 ÞÓRSHÖFN skúr 7 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 2 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM skúr 8 BARCELONA skýjað 18 BERLÍN alskýjaö 7 CHICAGO léttskýjað 9 DUBLIN rigning 13 HAUFAX léttskýjað -6 FRANKFURT skýjað 7 HAMBORG skýjaö 7 JAN MAYEN skýjaö 2 LONDON rigning 10 LÚXEMBORG skýjaö 4 MALLORCA heiöskírt 27 MONTREAL heiöskírt 0 NARSSARSSUAQ sandfok 9 NEW YORK léttskýjað 6 ORLANDO hálfskýjaö 13 PARÍS rigning 8 VÍN rigning 5 WASHINGTON heiöskírt 1 WINNIPEG alskýjaö -6 ■ai'irifciiiaatouwi.iMiáBHiW.I.-iWillHEIiBIM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.