Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 32
32 H&lcjorhlaö 31>"V LAUGARDAGUR <3. NÓVEMBER 2002 George W. Busli Bandaríkjaforseti gerir lítið úr sínum þætti í kosningabaráttunni. Sigur fjármagnsins? Þrátt fyrir að siqur repúblikana íbanda- rísku þinqkosningunum hafi i/erið söquleqa qlæsilequr var hann naumur ef miðað er i/ið tölulegar forsendur. I flestum tilfellum merja þeir siqur oq vilja sumir, sérstakleqa úr röðum demókrata, þakka eða kenna það qífurlequ fjáraustri til kosninqabarátt- unnar en repúblikanar slóqu öll eqðslumet. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á fimmtu- daginn, í sínu fyrsta sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar eftir glæsilegan kosningasigur repúblikana í kosning- um til bandaríska þingsins fyrr í vikunni, að sitt fyrsta verk eftir sigurinn yrði að þrýsta í gegn frum- varpi um stofnun sérstaks öryggismálaráðuneytis heima fyrir sem dagað hefði uppi í þinginu í sumar. Frumvarpið, sem hann lagði fyrir þingið í vor, strandaði þar vegna andstöðu demókrata við starfs- mannahluta þess sem gerir ráð fyrir því að yfirvöld geti ráðið og rekið starfsmenn að eigin vild í trássi við almenn lög og reglur sem tryggja eiga réttindi launafólks. Hann sagði málið hafa dregist allt of lengi og kvaðst stefna að því að frumvarpiö yrði að lögum fyrir lok ársins. Sltattalæklíunarloforðm Bush sagði einnig að nauðsynlegt væri að koma í gegnum þingið tíu ára áætlun sinni um 1,35 billjóna skattalækkun en það var eitt helsta kosningaloforð hans og reyndar hjartans mál í forsetakosningunum árið 2000 en strandaði eins og margt annað í öldungadeild þings- ins vegna andstöðu demókrata sem höfðu þar meirihluta í þar til úrslit kosninganna lágu fyrir á þriðjudaginn. Andstaða demókrata byggðist á því að skattalækkun myndi aðeins leiða til niðurskurðar í velferðarkerfinu og því lenda harðast á þeim sem síst skyldi. Þá stendur Bush einnig frammi fyrir því að efna skattalækkunarloforð Pauls O’Neills, fjármálaráðherra og fyrrum forstjóra álrisans Alcoa, sem hann gaf at- vinnurekendum. Frambjóðendur eiga heiðurinn í þessu 47 mínútna langa ávarpi fullvissaði Bush landa sína um að nú myndi hann nýta sigurinn til þess að þrýsta flestum stefnumálum sínum í gegn en lofaði þó að hafa demókrata með í ráðum ef þeir vildi spila með. Hann notaði einnig tækifærið til þess að hæla Dick Cheney varaforseta og þakka honum frábær störf. „Ef ég býð mig aftur fram til forseta árið 2004 vil ég hafa hann mér við hlið af þvi að hann er frábær varafor- seti og því engin ástæða til að skipta,“ sagði Bush og bætti við að hann væri ennþá að ná sér eftir erfiða kosn- ingabaráttu síðustu daga en þá ferðaðist hann ekki minna en sextán þúsund kílómetra og kom við í fimmt- án ríkjum á fimm daga kosningaferðalagi. Bush reyndi að gera lítið úr sínum þætti í kosninga- sigrinum og bað menn að ofmetnast ekki eins og eftir glæstan sigur í þingkosningunum árið 1994. „Við skulum halda okkar á jörðinni og láta gott af okkur leiða,“ sagði Bush og bætti við að frambjóðend- urnir ættu sjálfir heiðurinn af góðum árangri en ekki hann. „Góðir frambjóðendur vinna góða sigra af þvi þeir eru góðir frambjóðendur en ekki af þvi þeir eru vinir forsetans eða fjandmenn þegar það á við. Ég veit að þeir í Washington eru gjarnir á að persónugera hlutina. Þeir segja Bush vann, Bush tapaði. Það er þeirra afstaða sem ég tel ekki rétta,“ sagði Bush. Næstum auðmjúkur Það var mjög áberandi í ávarpinu hve forsetinn var hófsamur eða næstum auðmjúkur í garð demókrata, öfugt við embættismenn hans í Hvíta húsinu Hann sagðist þegar hafa haft samband við leiðtoga þeirra í báðum deildum þingsins, þá Tom Daschle í öldunga- deildinni og Richard A. Gephardt í fulltrúadeildinni, og óskað eftir samstarfi. Gephardt hefur reyndar til- kynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram sem leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni í kjölfar kosnigasigurs repúblikana. „Kosningaslagnum er lokið en hryðjuverkaógnin eltir okkur enn og mun gera það áfram. Þess vegna verðum við að standa saman við að tryggja öryggi þjóðarinnar og til þess þurfum við nauðsynlega að koma öryggismálafrumvarpinu í gegn sem fyrst,“ sagði Bush sem situr uppi með Daschle í forsæti öld- ungadeildarinnar fram yfir þingfri. Þaö er því mikilvægt fyrir Bush, ætli hann sér að koma öryggismálafrumvarpinu hratt í gegn, að halda friðinn og tryggja sér stuðning demókrata í öldunga- deildinni á meðan þeir geta enn þvælst fyrir þar til nýr meirihluti tekur við. Kannski það sé ástæðan fyr- ir auðmýktinni frekar en samstarfsviljinn eða með- aumkvunin. Flestir þakka Busli áranguriun Þó að Bush vilji gera lítið úr sínum þætti í kosn- ingasigrinum eru flestir á því að honum beri að þakka. Meðal þeirra er Rudy Giuliani, fyrrum borgar- stjóri í New York, en hann þakkar forsetanum fyrst og fremst árangurinn. „Hann fór og hitti fólkið og það gekk upp. Hann er forseti sem fólkið hefur trú á og hann á stærstan þátt í sigrinum," sagði Giuliani. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain, sem í hittifyrra keppti við Bush um að verða forsetafram- bjóðandi repúblikana, tók í sama streng og sagði að Bush ætti heiður skilinn. „Hann vann frábært starf fyrir kosningarnar og gerði gæfumuninn," sagði McCain. Á hinum kantinum sleikja demókratar sár sín. Þeirra áherslumál, sem voru óvissan í efnahagsmál- um og deildar meiningar um væntanlegt stríð gegn írökum, fengu lítinn sem engan hljómgrunn, auk þess sem þeir mættu mjög ósamstíga og leiðtogalausir til kosninganna. Enginn í brúnni og því enginn til þess að halla sér að eins og hinn föðurlegi Bush sem hef- ur lagt alla áherslu á að verja þjóð sína eftir hörm- ungarnar 11. september. Enda fór svo að repúblikan- ar unnu sigra í ríkjum þar sem demókratar hafa hingað til verið nokkuð öruggir með sigur. ÖII eyðlumet slegiu Þrátt fyrir að sigur repúblikana hafi verið sögulega glæsilegur var hann naumur ef miðað er við töluleg- ar forsendur. í flestum tiifellum merja þeir sigur og vilja sumir, sérstaklega úr röðum demókrata, þakka eða kenna það gífurlegum fjáraustri til kosningabar- áttunnar þar sem repúblikanar munu hafa slegið öll eyðslumet og greitt til hennar um 150 milljónir doll- ara á móti 80 milljónum dollara sem demókratar eyddu. Einn þeirra sem kennir fjármagninu um er öld- ungadeildarþingmaðurinn Patty Murray frá Was- hington-ríki, en hann kennir fjáraustri repúblikana fyrst og fremst um fylgistap sinna manna. „Við erum þarna að horfast í augu við fordæmalausar upphæð- ir. Við eigum í raun enga möguleika á að keppa við þessa menn,“ sagði Murray og bætti við að demókrat- ar væru eins og karlinn á kassanum miðað við repúblikana með allt sitt fjármagn, sem enginn gæti keppt við. -EK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.