Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 26
26 H I c) (} rh lct <5 DV LAUGARDAGUR s>. NÓVEMBER 2002 Nú er komin ný sending af hinum geysivinsælu Sirius Ijósaseríum sem sannarlega hafa slegið i gegn. Þær fást nú í ótal mörgum litum og gerðum. Komdu í heimsókn og líttu á úrvaliðl Smáralind 554 7760 568 9400 meira úrval! Fyrsta jólakortið varð til fyrir slysni fyrir 160 árum: Tölvutæknin gerir mörgum kleift að gera sín eigin kort Fyrsta jólakortið varð til fyrir slysni. í desember 1843 átt- aði Henry Cole, mikilsmetinn Lund- únabúi, sig á að hann hafði gleymt að skrifa jólakveðj- ur til vina og ætt- ingja. Honum hraus hugur við að þurfa að skrifa þær allar á svona stuttum tíma og bað vin sinn, listamanninn John Callot Horsley, að hanna fyrir sig kort með staðlaðri kveðju. Innan fárra daga var fyrsta jólakort sögunnar til- búið. Kortið var látlaust með mynd af fólki við gleðskap og án trúarlegs ívcifs. Kveðjan var ein- fold: „Gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár“. Horsley var einn af upp- áhaldslistamönnum Viktoríu drottningar og varð hún yfir sig hrifin af kortinu. Að áeggjan drottningarinnar lagði hann fyr- ir sig jólakortagerð og keypti drottningin hundruð þeirra til að senda fjölskyldu sinni og vinum. Um 1850 voru margir lista- menn farnir að teikna jólakort en það var ekki fyrr en 1860 að farið var að fjöldaframleiða þau og jólakortaiðnaðurinn tók að blómstra. Vinsælasti jólakorta- framleiðandinn í Bretlandi var án efa Raphael Tuck í London og borgaði hann vel fyrir fallega hönnuð jólakort. Fyrstu bandarísku kortin voru gefin út af R.H. Pease í New York, en þrátt fyrir það er það út- gefandinn Louis Prang frá Boston sem fær þann heiður að vera kallaður „faðir bandaríska jólakortsins". Árið 1850 stóð hann fyrir jóla- kortasamkeppni þar sem mjög vegleg verðlaun voru í boði og sýnir það hve arðsöm þessi iðn- grein hefur verið. Úrvalið var einhæft í byrjun og á meðan sið- urinn var að þróast var myndval- ið algerlega háð tískusveiflum. 1 dagblöðum í New York var sér- stakur dálkur með gagnrýni um nýjustu jólakortin. Þau kort sem þar fengu lofsamlega dóma voru jafnan söluhæst það árið. Myndefnið var vetrarmyndir, mistilteinn og kristsþyrnir. Eftir 1850 fer Heilagur Nikulás að verða áberandi myndefni en jólatrén ruddu sér ekki rúms inn á jólakortin fyrr en á síðustu árum 19. aldarinnar og blómið sem allir kannast við sem jóla- stjörnu kemur ekki til sögunnar á kortunum fyrr en á fyrstu árum 20. aldarinnar. í dag hefur færst mjög í vöxt að fólk lætur gera fyrir sig kort, t.d. með myndum af fjölskyldunni, eða býr þau til sjálft með hjálp tölvutækninnar. Stafrænar myndavélar, öflugar tölvur og myndvinnsluhugbúnaður gerir mörgum kleift að gera sín eigin jólakort, með myndum frá liðnu ári, fjöklskyldumyndum eða öðr- um myndum sem kunna að gleðja hjarta móttakandans. Nú er rétti tíminn til að huga að gerð jólakorta því það tekur tíma að róta í myndasafninu og hanna kortin. Tíminn flýgur áfram og jólabjöllur klingja áður en langt um líður. Starfsmannahópar, sendið okkur tölvupóst á jolagledi@egils.is og lýsið fyrir okkur jóla- andanum í fyrirtækinu og hvað þið gerið til að . komast í jólaskap. A hverjum fimmtudegi veljum ■ við fimm fyrirtæki og sendum til ykkar hinn \ eina sanna jóladrykk, malt og appelsín, ásamt jólastjörnum og jólakökum. Láttu andann koma yfir þig og við færum þér jólin með ‘j . malti og appelsíni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.