Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 54
; 58
/ /e / Q a rly / a ö JOV LAUGARDACUR •=>. NÓVEMBER 2002
Bílar
Sportlegt útlit í
vel búnum pakka
Kostir: Innrétting, búnaður, hljóðlátur.
Gallar: Framsœti, plássfrek afturljós.
íslenskir bUablaðamenn voru fyrir nokkrum vikum í
Benelux-löndunum við prófun á nýrri kynslóð Mégane
ásamt kollegum sinum frá Skandinavíu. Voru eknir alls
500 kUómetrar á misgóðum vegum, meðal annars í ná-
grenni hinnar frægu Spa-kappakstursbrautar. AðaUega
voru prófaðir bUar með 1,9 lítra dísUvél og tveggja lítra
bensínvél og munum við miða þessa grein við bensmbU-
inn. En B&L munu vera að íhuga að koma með dísUbUinn
einnig enda er um skemmtUega aflmikinn bU að ræða þar.
Sérstakt útlit
Óhætt er að segja að önnur kynslóð Mégane sé mikið
breytt frá fyrri bUnum. Breytingar á ytra útliti eru augljós-
ar og sýnist sitt hverjum. Er þar mest talað um afturenda
bUsins sem er dálitið sérstakur enda fær hann það útlit frá
Vel Satis sem upphaflega var kynntur sem tUraunabUl.
Afturrúðan kemur nánast beint niður frá þakinu og er í
boga tU hliðanna þannig að hún sést vel þegar horft er á
hann frá hlið. Minnir því hliðarsvipur hans dálítið á bU
með stórri vindskeið á þakinu. Kosturinn við þetta lag er
að höfuðrými verður gott í aftursætum svo og útsýni fyrir
bUstjóra. GaUinn er hins vegar falinn i erflöleikum með að
koma fyrir nógu stórri afturrúðuþurrku sem vegna bogans
virðist meira vera þama tU málamynda. Hins vegar má
segja að lóðrétt rúðan ætti að vera laus við að hlaða á sig
snjó og því líklega ekki þörf á
stórri þurrku. Afturljós eru
frekar stór og köntuð og taka
aðeins pláss tU hliðanna frá
afturhlera.
Vel búinn og þægileg-
ur
Að innan er bUIinn mjög
stílhreint innréttaður, frá-
gangur góður og takkar aUir
mjög snertivænir. Auðvelt er
að lesa á mælaborðið og
minnir það á mælaborð á
mótorhjóli. BUlinn er vel bú-
inn staðalbúnaði. Má þar
nefna hitastýrða miðstöð,
regnskynjara, aksturstölvu,
átta öryggispúða og margt
fleira. GreinUegt er því að
hönnuðir Mégane II stefna á
sömu góðu útkomu hans í
NCAP árekstrarprófinu og stóra bróðir hans Laguna. Þótt
hann taki ekki forystuna í sínum Ookki hvað rými varðar
er hann vel rúmgóður og þægUegur í umgengni. Hægt er
að stUla aðdrátt á stýri og hækka og lækka framsæti auk
þess sem boðið er upp á mjóbaksstuðning. Þrátt fyrir þægi-
leg sæti hefðu þau að ósekju mátt vera stærri svo þau
veittu betri stuðning við axlir og undir fætur. Bíllinn er
vel búinn hirslum í „hólf og gólf ‘ og er tU dæmis þriggja
lítra hólf undir fótum farþega í framsætum og tveggja lítra
hólf í miðjustokk aftur í. Annað atriði sem vekur athygli í
innréttingu er handbremsa sem líkist helst eldsneytisgjöf í
flugvél.
Betri gírkassar
Bensínvélin er ný og gefur ágætiskraft og viðbragð. Mest
er þó framfórin í gírkössunum sem eru orðnir mun þéttari
en áður. Með stóru vélunum kemur hann með sex gfra
kassa frá Nissan sem hentar snúningssviði vélanna vel.
Aðeins þarf að vanda sig við færsluna í fimmta og sjötta en
það venst þó fljótt. Mégane II er byggður á sömu grind og
næsta kynslóð Almera og ræður undirvagninn og fjöðrun-
in vel við óslétta vegi en einnig virkar hann öruggur i erf-
iðari beygjum. Stýrið er létt, næstum því of létt við erfið-
ari aðstæður en virkar vel í hefðbundnum akstri. Hægt er
að fá ESP og undirstýringarvöm sem aukabúnað en það
veitir aukið öryggi i akstri. Síðast en ekki síst er bíllinn
hljóðlátur í öllum akstri. Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðanda á meðal hávaði aðeins að vera 71 desibel sem
er það besta í flokknum.
Spuming um verð
Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvaða verðmiði fer á
bílinn þegar hann kemur í sölu hérlendis en það ræður
miklu um hvernig hann stendur sig í samkeppninni á þess-
um harða markaði minni fjölskyldubíla. Má þar nefna að
hann þarf að keppa við vinsæla bOa eins og VW Golf,
Toyota Corolla, Honda Civic, Ford Focus og Opel Astra.
Von er á bílnum í janúar þótt það gæti orðið eitthvað fyrr
og kemur hann þá hingað með 1,6 og tveggja lítra bensín-
vélunum. Eins og áður sagði kemur dísObillinn hugsanlega
og seint á næsta ári verður Mégane II einnig fáanlegur
fljótlega með valskiptingu. -NG
o Stór afturljósin taka nokkurt pláss frá annars
ágætri opnun afturhlerans.
© Afturrúðan er nánast lóðrétt sein hefur þann
kost að ekki þarf að skafa mikið á veturna.
© Handhremsan er nýmóðius og minnir helst á
eldsneytisgjöf í þotu.
® Mælaborð og takkar eru þægilegir í notkun og
innréttingin hnökralaus.
MEGANE II 2,0
2ja litra, 4ra strokka bensínvél.
1998 rúmsentímetrar.
Ventlar:________________________________________16.
Þjöppun:_____________________________________9,8:1.
Gírkassi:________________________6 gíra beinskiptur.
UNDIRVAGN:
Fjöðrun framan: MacPherson með neðri spyrnu.
Fjöðrun aftan: Vindufjöðrun með breytilegum hjól-
halla.
Bremsur:__________Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD.
Dekkjastærð: ‘ 205/65 R16.
]
YTRI TÖLUR:
Lengd/breidd/hæð: 4209/1777/1457 mm.
Hjólahaf/veghæð: 1518/120 mm.
Beygjuradíus: 10,5 metrar.
INNRI TÖLUR:
Farþegar m. ökumanni: 5.
Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/8.
Farangursrými: 330 lítrar.
.
HAGKVÆMNI:
Eyðsla á 100 km: 8 lítrar.
Eldsneytisgeymir: 60 lítrar.
Ábyrgð/ryðvörn: 3/6 ár.
Verð: Ekki komið.
Umboð: B&L.
Staðalbúnaður: Stafrænt lyklakort, fjarstýrðar lyklalausar samlæsingar, rafdrifnar rúður og spegl- ar, aðdráttur á speglum, 8 öryggispúðar, fjarstýrður geislapilari og útvarp, álfelgur, armpúði með hólfi, hæðarstilling á framsætum, aðdráttur á stýri, hita- stýrð miðstöð, skriðstillir, spólvörn.
SAMANBURÐARTÖLUR:
Hestöfl/sn.: 136/5500.
Snúningsvægi/sn.: 191 Nm/3750.
Hröðun 0-100 km: 9,2 sek.
Hámarkshraði: ■; 200 km/klst.
Eigin þyngd: 1432 kg.
RENAUL
Vél:
Rúmtak: