Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 20
20 / / i cj cj> r b í a c) 33 "V" LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Polkinn er eins og móðir Guðmundur Steingrímsson og félagar í Ske hafa svikið polkann. Hann talar um tónlist, pólitík og heimspekileg maníuköst íerlendum háskólum. „Darekani aiwo agglutinine oshirini kiss aiha saikou demo shiawase sorani taiyou.“ Svona hljómar upphafið að laginu Julietta 2 á plötunni Life, death, happiness & stuff með hljómsveitinni Ske sem er, vel að merkja, ekki úr úthverfum Nagasaki heldur á ræt- ur sínar að rekja í Menntaskólann í Reykjavík. Hljóm- sveitina skipa Eiríkur Þórleifsson, Frank Þórir Hall, Hrannar Ingimarsson og Guðmundur Steingrímsson sem vanalega hefur farið fyrir sveitinni með harmon- iku í fanginu. Ég hitti Guðmund harmonikulausan í kjallarakaffihúsi við Laugaveginn og við fengum okk- ur kakó með rjóma og spjölluðum saman. Þessi plata er óiík því sem þið hafið gefið út áður? byrja ég á að spyrja Guðmund. „Hún er ólík því sem margir halda að við stöndum fyrir, ólík kaffihúsatónlistinni sem Skárren ekkert hef- ur leikið á börum, brúðkaupum og á árshátíðum í gegnum tíðina. Ske er eiginlega bara allt annars kon- ar hljómsveit enda heitir hún öðru nafni. Við fórum fljótt að vinna í leikhúsi eftir að við byrjum að spila saman árið 1992 og gerðum líka tónlist við tvær dans- sýningar íslenska dansflokksins. í gegnum þá vinnu þróuðumst við smám saman í átt að þvi sem heyrist á plötunni. Þessi tónlist var að gerjast í okkur í langan tíma og við gáfum okkur líka langan tíma í að leyfa henni að verða til hægt og rólega.“ Svik við polkann 1992, þið eruð þá búnir að starfa saman í tiu ár. Er þetta eitthvert MR-dæmi? „Tiu ár,“ segir Guðmundur og verður miðaldra í augnablik. Þegar sú tilfinning er runnin af honum seg- ir hann: „já, við kynntumst allir í MR þar sem við spil- uðum í skólahljómsveitum og þá aðallega lög með Roll- ing Stones. Svo hættum við í MR og stofnuðum Skárren ekkert til að framfleyta okkur í háskólanám- inu. Það var hending á sínum tíma að það rak á fjörur mínar harmoniku. Það byrjaði bara sem húmor. Ég fékk hana lánaða hjá vinnuveitanda mínum þegar ég var átján ára og fór með hana i sólarlandaferð með vinum mínum. Þetta vatt síðan upp á sig og við fórum að spila saman á harmoniku, kontrabassa og gítar. Það átti að vera hliðarspor en við urðum fljótt þekktir sem polkaband. Þetta hafði þær afleiðingar að þegar við sögðum fólki að við værum að gera plötu brást það yf- irleitt við með því að taka polkaspor og bjóst greini- lega við ítalskri polkatónlist. Við vorum ekkert að leið- rétta það; vildum bara láta tónverkin tala. Það hefur tekið smá-tíma eftir að diskurinn kom út að leiðrétta þennan misskilning. Þótt okkur þyki vænt um kaffi- húsatónlistina erum við orðnir svolítið leiðir á henni. Fyrrum kollegar okkar í polkabransanum hafa sak- að okkur um að hafa svikið polkann. En polkinn er eins og móðir manns, segi ég. Maður verður einhvern tíma að fara frá henni. Svo kemur maður reglulega i heimsókn.“ Roðnuðu á íslensku Tvö lög á plötunni eru á japönsku og hljómar annað þeirra í auglýsingum Landsbankans. Hvernig kom jap- anska inn í myndina? „Einhvern tíma kom upp sú hugmynd að gera jap- anska plötu og að finna japanska söngkonu. Svo fór ég „Við ætluðum að liafa eitt lag á íslensku en roðnuð- um eiginlega alltaf þegar kom að tilhugsuninni um að semja textann. Það var eins og lagið yrði of einlægt einhvern veginn þegar það var komið á íslensku. Mér finnst fínt að hafa ákveðna fjarlægð á textana. Þegar maður byrjar að syngja um tilfinningar eða eitthvað á íslensku er skyndilega eins og maður meini allt sem inaður segir. Það kemur of mikil merking inn í Iagið, sem eiginlega yfirtekur tónlistina fyrir manni. Ég skil þess vegna til dæmis Sigur Rós rnjög vel að vilja syngja á bullmáli," segir Guðmundur Steingrímsson í hljómsveitinni Ske sem nýlega gaf út diskinn Life, death, happiness & stuff. og við viljum dekka öll markaðssvæði en það var ekki hugsunin. En ef það kemur okkur til góða þá er það fint. Það er þá bara verst að hafa ekki séð fyrir þetta stóra nýstofnaða fríverslunarsvæði í löndunum kringum Kína.“ Og nú heitir hljómsveitin Ske. „Já, okkur finnst það flott. Ég fíla ske lika vel vegna þess að ég á að heita íslenskufræðingur og sögnina ske hefur ekki mátt nota þrátt fyrir að hún hafi verið í mál- inu frá 13. öld. Þetta er öndergránd-sögn og fer hvergi.“ DV-mynd Sigurður Jökull til London í nám og hitti Juliettu, japanska stelpu, í partíi og nefndi þetta við hana. Ár leið og þá kom hljómsveitin til mín til London til að gera tónlist við sýningu Þjóðleikhússins á Draumi á Jónsmessunótt. Við héldum partí og buðum Juliettu og þar söng hún lagið sem síðar varð Julietta 1. Síðar í ferlinu gerðum við annað lag með henni sem við áttum í handraðan- um og sem einhverra hluta vegna hljómaði algjörlega rétt á japönsku. Það varð Julietta 2. Og svona hefur þetta gerst. Lögin hafa orðið til smám saman og við þurftum stundum að biða aðeins eftir því að þau röt- uðu í réttan farveg. Franska lagið á plötunni, til dæm- is, syngur frönsk myndlistarkona og vinkona okkar, Julie, sem er búsett hér á landi. Við höfðum bögglast heillengi með það lag, reynt að syngja það á ýmsan máta en komumst síðan að því eftir nokkrar tilraunir að lagið væri í eðli sínu franskt, á einhvern hátt, þannig að við hóuðum í Julie.“ íslenskar hljómsveitir í meikgirnum hafa yfirleitt rifið ensk-íslensku skólaorðabókina fram úr hillunni en Ske syngur á ensku, þýsku, frönsku og japönsku. Er stefnt á heimsfrægð? „Já, já. En það er samt ekki pælingin með tungumál- unum. Við ætluðum að hafa eitt lag á islensku en roðn- uðum eiginlega alltaf þegar kom að tilhugsuninni um að semja textann. Það var eins og lagið yrði of einlægt einhvern veginn þegar það var komið á íslensku. Mér finnst fínt að hafa ákveðna fjarlægð á textana. Þegar maður byrjar að syngja um tilfinningar eða eitthvað á íslensku er skyndilega eins og maður meini allt sem maður segir. Það kemur of mikil merking inn í lagið, sem eiginlega yfirtekur tónlistina fyrir manni. Ég skil þess vegna til dæmis Sigur Rós mjög vel að vilja syngja á bullmáli. Okkar leið var sú að hafa lögin á erlendum tungum, þó svo að það þýði reyndar aö þær milljónir sem tala þau tungumál munu vaéntanlega skilja text- ana, en það er í góðu lagi. Þetta varðar bara hvernig manni sjálfum líður gagnvart sköpunarverkinu og því sem maður er að gera. Aðalatriðiö er það að við hugs- uðum alltaf bara um tónlistina sjálfa og hvernig hún á að vera. Það er ekki hægt að vinna öðruvísi. En ég viö- urkenni að það að hafa nokkur lög á ensku, tvö á japönsku, eitt á þýsku og eitt á frönsku hljómar eins Maníuköst í háskólum Ætt Guðmundar hefur ekki aðallega veriö þekkt fyr- ir tónlistarmenn sína. Raunar er ættin aðallega fræg fyrir forsætisráðherra sína en faðir Guðmundar er Steingrímur Hermannsson og afi Hermann Jónasson. Spurningin er samt góð og gild: var mikið sungið á þínu heimili? „Nei, það er óhætt að segja að svo var ekki. Mamma spilar á píanó og ég ólst meðal annars upp við það að fara með henni sem patti í píanótíma til Gísla Magnús- sonar. Seinna lærði ég á píanó hjá honum en það var ekki fyrr en ég var orðinn tólf ára. Ég hafði lært á trompet áður sem krakki og á trommur. Það gekk ekki neitt. Ég notaði trompetinn aðallega úti í garði í stríðs- leikjum. Það var svo í gagnfræðaskóla sem ég fór að semja tónlist í skólahljómsveitum og það hélt áfram í MR og svo koll af kolli.“ Ertu ekki annars sprenglærður? „Ég tók maníuköst í háskólum, kláraði BA-próf í ís- lensku með heimspeki sem aukafag og lærði heimspeki í Svíþjóð, Belgíu og Bretlandi og er með tvær meistara- gráður í heimspeki. Margir myndu segja að ein heim- spekigráða myndi ekki gagnast neinum en ég er með tvær. Það var ekki alveg planað, frekar en margt annað sem bara gerist svona einhvern veginn." Þú ert sonur Steingríms Hermannssonar og fórst í há- skólapólitíkina. Það hlýtur að hafa lofað góðu fyrir framtíð Framsóknarflokksins? „Síðan hefur leiðin legið niður á við. Ég vona að sú ákvörðun mín að gerast poppari útiloki allt tal um póli- tíska þátttöku mína.“ En Jakob Frímann? „Það hefur tekið hann nokkur ár að komast frá því að vera poppari og yfir i stjórnmálin. Hann verður prýði- legur.“ Hefurðu metnað í pólitísk störf? „Ég hef áhuga á stjórnmálum og hef stjórnmálalegar skoðanir, sem ég læt meðal annars í ljósi í vikulegum pistlum í Víðsjá á Rás 1, en ég hef ekki beinlínis fundið þeim samastað. Ég veit lika það mikið um stjórnmála- starf til að vita að það er ekki eitthvað sem fólk á að ana út í. Fólk verður að hafa góðan grunn til að standa á og vera í góðu jafnvægi til að fara út í stjórnmál. Og ég get ekki sagt að ég hafi mikla trú á sjálfum mér í því sam- hengi um þessar mundir. Ég er með hugann við allt annað og yrði til tómrar óþurftar." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.