Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 10
10 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Abalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerft og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Dýpra og dýpra og dýpra Orðin fjölskylda og skattskylda hafa undarlega ruglast saman í ís- lensku stjórnkerfi á síðustu árum. Þessar tvær mikilvægu skyldur í samfélaginu hafa það misjafnt; fjöl- skyldan hefur orðið fyrir hverju áfallinu af öðru vegna stjórnvalds- aðgerða en á sama tíma hefur skattskyldan aukist og farið hæglega fram úr því sem marg- ar skattlögðustu þjóðir i heimi þekkja. Nú er svo komið að heimsmet eru í hættu - hamingjusamasta þjóð jarðarinnar er að verða sú skattpindasta. Fréttir síðustu daga um fjölskyldur og skattskyldur i is- lensku samfélagi hafa sýnt og sannað að heimilin í landinu mega eiga sig. Síðustu rikisstjórnir hafa samviskusamlega rýrt kjör venjulegra fjölskyldna og hefði ekki komið til verulegrar viðspyrnu Alþýðusambandsforystunnar hefðu heimilin þolað enn meiri árásir af hálfu hins opinbera. Töl- fræðin er öll á einn veg og að baki henni er fólk sem græð- ir næstum eina milljón króna á ári á svonefndum pappírs- skilnuðum. Fjölskyldan á íslandi hefur verið afgangsstærð í allri stjórnmálaumræðu um alllanga hríð. Síðustu tíu ár eru þó einna verst. Opinber gjöld á einstaklinga hafa nær þrefald- ast á tiu árum, frá 1991 til 2001, og nemur gjaldaaukningin um 66 milljörðum króna. Á sama tíma hafa bætur aukist sáralítið, eða aðeins um hálfan annan milljarð króna. Þekkt er úr fréttum síðustu daga hvað tekjuskattar á almennt launafólk hafa hækkað, svo og neysluskattar sem hlutfall af landsframleiðslu. Það segir svo náttúrlega sina sögu að það eru blaðamenn og fréttamenn sem halda uppi sterkustu stjómarandstöð- unni í þessum efnum. Og fá bágt fyrir. Alþingismenn virð- ast flestir hverjir hafa lítinn áhuga á afkomu heimilanna enda þarf ekki annað en að fletta upp i þingtíðindum til að sjá að málefni fjölskyldunnar eru ekki hugleikin nema stöku þingmanni. Það er eins og meginþorri þingmanna sé kominn á þann aldur að hann viti ekki hvað það er að reka venjulega barnafjölskyldu. Sérstaka athygli vakti i vikunni sem er að liða að liðs- maður Alþingis, sem reyndar er varaþingmaður, lagði fram þingsályktunartillögu um að afnema skatt af barnafötum. Svo sjaldgæft er að islenskir stjórnmálamenn komi fram með róttækar tillögur í fjölskyldumálum að þeim er slegið upp á síðum dagblaða og notaðar í auglýsingaskyni á heil- síðum blaða næstu daga. Varaþingmaðurinn hefur vakið varanlega athygli á sjálfum sér. Og hafa margir kostað meiru til á síðustu dögum. Umræddur stjórnmálamaður, Páll Magnússon, segir í DV á miðvikudag að þingsályktunartillaga sín sé „einföld að- gerð til þess að koma til móts við þennan hóp sem stendur í dag undir stærstum hluta af tekjuskatti einstaklinga.“ Þetta er rétt hjá Páli sem er kærkominn liðsmaður á Al- þingi með áherslur á málefni sem varða undirstöðu samfé- lagsins. Hann veit sem er að allt sem við kemur uppeldi barna er munaður á íslandi, rikisvaldið telur sig þurfa að græða hvað það getur á börnum. Forsvarsmenn Hagkaupa gripu þessa hugmynd Páls á lofti. Verð á barnafötum í stórversluninni var lækkað sem nam 24,5 prósenta virðisaukaskatti. Tilboðið gilti i gær og í dag. Tilboð stjórnvalda til barnafólks og venjulegra fjöl- skyldna í landinu hefur hins vegar ekki verið neitt annað en auknar álögur í á annan áratug. í augum ráðamanna er venjulega fjölskyldan á íslandi aðeins þægilegur vasi sem auðvelt er að vaða ofan i með fégráðuga fingur. Dýpra og dýpra og dýpra. Sigmundur Ernir LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 DV O, Guðs vors landsvirkjun Páll Asgeir Ásgeirsson blaöamaöur Það er gott að vera íslendingur og ekkert elska ég meira en þetta land. Ég hef lengi haldið að marg- ir ef ekki allir landar mínir væru í rauninni sama sinnis og talið augljóst að eftir því sem fleiri fer- metrar heimsins verða skipulagð- ir og markaðir manninum með einhverjum hætti því meir aukist verðmæti þeirra óspilltu víðema sem hálendi íslands býr yfir. En því er ekki að heilsa. Þvert á móti virðist það vera staðfastur ásetningur æðstu yfir- valda landsins að spilla varanlega náttúruperlunum kringum Kára- hnjúka og Snæfell og færa þar í kaf fjársjóði sem ekki verða metn- ir til nokkurs fjár. Þar skal stór- fljótum snúið millum farvega með þeim hætti að varla hafa sést dæmi áður um í heiminum og gengið milli bols og höfuðs á is- lenskri náttúra. Við Þjórsárver ætla menn að sökkva búsvæði fugla og náttúru- vinjum sem íslendingar hafa skuldbundið sig gagnvart öllum heiminum að vernda með aðild sinni að Ramsesarsáttmálanum. Einu rök okkar virðast vera þau að þetta er svo óskaplega hag- kvæmt að það stappar við þjóðar- ósóma að gera þetta ekki. Engum dettur í hug að svo mikið sem senda Ramsesarskrifstofu fax- bleðil eða tölvupóst svo þar viti menn að fjársjóðum heimsins sksd fækkað um einn í nafni hag- kvæmni. Sovétbáknið í fylkingarbrjósti þessarar út- rýmingarherferðar stendur bákn sem heitir Landsvirkjun og er ríkisbákn í anda fornsovéskrar óstjórnar. Eins og mörg önnur skrímsli sem menn hafa alið við brjóst sér virðist Landsvirkjun lifa sjálfstæðu lífi og ekki lúta neinu fýðræði og þaðan af síður rökum. Allir landsmenn sjá Lands- virkjun fyrir fé gegnum orku- verð. Sumt af þessu fé notar Landsvirkjun til þess að standa í hatrömmu áróðursstríði við þá Á stuðlagólfi við gljúfur Jökulsár. Þetta gólf verð- ur á lónbotni innan fárra ára. sem dirfast að mótmæla virkjun- aráformum. Þeir sem mótmæla náttúruspjöllum eru stimplaðir sérvitringar sem ekki hafa annan starfa í lífinu en að vera á móti öllum framforum. Vísindamenn sem vinna rann- sóknarvinnu vegna umhverfis- mats eru snupraðir eins og krakkar þegar þeir kvarta undan því að Landsvirkjun ritskoði nið- urstöður þeirra eins og nýleg dæmi sanna þar sem þekktir vís- indamenn hafa vænt rafmagns- risann um beinlínis fölsun til þess að gera virkjunarkosti betur útlítandi í augum annarra ríkis- stofnana sem eiga að kveða upp sinn dóm. Landsvirkjun litur á það sem sitt einkamál eða einhvers konar viðskiptaleyndarmál hvert verð á að setja á orkuna sem verður svo dýru verði keypt. Þeir hagfræð- ingar sem hafa sýnt fram á að ekki er nein arðsvon af þessum hervirkjum eru afgreiddir með því að þeir reikni á röngum for- sendum. Hin almáttuga Landsvirkjun Landsvirkjun eyðir stórfé í auglýsingaskilti með fram veg- um, áróðursmyndir í dagblöðum af lygnum uppistöðulónum á sól- ardegi um sumar. Landsvirkjun rekur sfna eigin áróðursdeild með fjölda starfsmanna og kaupir auk þess þjónustu sérfræðinga á þvi sviði utan úr bæ. Landsvirkj- un opnar stöðvarhús sín fyrir listamönnum sem gráta af þakk- læti, auglýsir látlaust í útvarpi allan ferðamannatímann að stöðvar þeirra standi lýðnum opnar til aðdáunar og sér ung- lingum til sveita fyrir sumar- vinnu viö að raka arfa kringum stöðvarhús og olíutanka. Þótt peningamir fyrir allt þetta komi úr vösum okkar allra eigum við að fyllast þakklæti í garð þessa risa sem veitir á svo marg- víslegan hátt birtu og yl um land- ið, allt frá ystu nesjum til fremstu dala. Landsvirkjun hrósar sér síðan purkunarlaust af því að hafa „opnað hálendið" fyrir almenn- ingi með vegagerð, sem reyndar almenningur er látinn greiða án þess að hafa um það atkvæðisrétt. Þetta er argasta sögufolsun því það voru auðvitað einbeittir frumkvöðlar og ævintýragjamir einstaklingar sem ruddu brautina í þessum efnum. Ef Landsvirkjun væri ríkis- stjórn þá væri hún skilgreind sem alræðisstjóm ef ekki ógnar- stjóm og við værum öll í and- spyrnuhreyfíngu neðanjarðar. Það hlýtur að vera kominn tími til þess að ríkisstjóm þessa lands taki fulla ábyrgð á því að stefna Landsvirkjunar sé skýlaus vilji yflrvalda sem hljóta þá að verða skilgreind sem andstæðingar ís- lenskrar náttúru. Þetta gengur ekki Þetta er ekki gott og þess vegna skulum við setjast aðeins á stein og rifja upp nokkur grundvallar- atriði. Við getum aldrei gert sjálfum okkur eða komandi kynslóðum það að selja náttúruperlur þessa lands undir rafmagnsframleiðslu, alveg sama þótt það sé óskaplega hagstætt. Með sömu rökum mætti virkja Gulifoss, selja handritin hæstbjóðanda, rífa Stjómarráðið og byggja Hilton-hótel og fylla upp í Tjömina til að búa til bíla- stæði. Allt er þetta án efa mjög hag- kvæmt. Það getur ekki verið þjóðþrifa- mál að bera sigurorð af fátækustu þróunarlöndum heims í sam- keppninni um að fá að setja mengandi stóriðju niður í hlað- varpanum hjá sér. Það getur aldrei orðið reisn yfir því að eyði- leggja það sem manni er dýrast til þess eins að framleiða rafmagn og gefa það auðhringum heims- ins. Við eigum aðeins þetta eina land og þessi einu öræfi. Við get- um ekki byggt eða keypt okkur nýtt land þegar reykurinn frá ál- bræðslunum byrgir okkur sýn og enginn fugl syngur lengur á heið- um. Við getum ekki keypt okkur frá því hlutverki að okkur er fal- in varðveisla þessa lands, ekki aðeins fyrir komandi kynslóðir íslendinga heldur fyrir allan heiminn. Það kemur fyrir lítið að eiga peninga talda í milljörðum ef við eigum ekkert fallegt land og enga hreina samvisku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.