Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 39
38 Helcja rb facf I>V LAUGARDAGUR -3. NÓVEM8ER 2002 Hingað og ekki lengra Guðmundur Sesar Magnússon hefur komið 14 ára dóttur sinni í felur eftir líflátshótanir handrukkara úr fíkniefnaheiminum. Honum hefur sjálfum verið hótað lífláti. Guðmund- ur þekkir fíkniefnaheiminn af eiqin raun frá fornu fari og segist vilja rísa gegn óttanum sem gerir handrukkurum kleift að starfa. Hann seqir DVsöquna af baráttunni. Guömundur Sesar Magnússon er nýorðinn fimm- tugur því að hann er fæddur 17. júní árið 1952 og á því sama afmælisdag og þjóðhetjan Jón Sigurðsson og fagnar afmæli sínu daginn sem íslendingar rifja upp sjálfstæði sitt. Guðmundur er ekki hefðbundin þjóð- hetja en hann er sjómaöur sem hefur marga fjöruna sopið og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Guðmundur býr í Breiðholti og það var í byrjun september sl. sem hann komst á snoöir um að 14 ára dóttir hans væri farin að fikta við neyslu fíkniefna á borð við hass. Slík staða er martröð allra venjulegra foreldra og Guðmundur ákvað að láta ekki sitja við orðin tóm heldur fór á fund þeirra manna sem hann vissi að út- veguöu dóttur hans fíkniefni og skipaði þeim að hætta því ella myndi hann kæra þá. Þú verður drepinn Við þessi afskipti Guðmundar komst rót á fikni- efnasamfélagið og af stað fór atburðarás sem leiddi til þess aö Guðmundur og fjölskylda hans fengu lífláts- hótanir og síðan hefur Guðmundur komið dóttur sinni í felur og hefur gengið fram fyrir skjöldu og neitar að láta ótta við svokallaða handrukkara fikni- efnaheimsins kúga sig til afskiptaleysis. „Menn vilja ekki vera kærðir til lögreglu fyrir þetta. Þegar ég sagðist ekki sætta mig við að dóttir mín gæti verið að versla við þessa menn var mér hót- að því að ég yrði látinn hverfa. Það kom hingað mað- ur og ræddi þetta eins og hver önnur viðskipti. Ann- aðhvort þegir þú og skiptir þér ekki af þessu eða þú verður látinn hverfa,“ segir Guðmundur og virkar furðu rólegur yfir þessu öllu saman en kannski er það vegna þess að hann er líklega maður sem lætur ekki hlut sinn svo auðveldlega. „Ég stóð síðan við það að kæra menn, í þeirri vissu að ég væri í fullum rétti, og kom þá fram opinberlega og talaði um þetta. Þá kom maður til mín og sagði að nú hefði ég farið yfir strikið og væri í vondum mál- um.“ Kúgun óttans - Samkvæmt þeirri mynd sem dregin er upp af fikniefnaheiminum eru þar starfandi menn sem eru kallaðir handrukkarar. Þeir hafa þann starfa að inn- heimta erfiðar skuldir, misþyrma mönnum sem vilja ekki borga og ógna þeim sem hyggjast kæra eða standa ekki í skilum. Þetta eru mennirnir sem er sagt að stingi borvélum í axlir manna eða hné og dragi jaxla úr skuldunautum húsbænda sinna. Guðmundur segir að orðið handrukkari sé ekki nógu víðtækt og lýsi ekki nógu vel því sem átt er við. „Þetta snýst um ótta. Það má enginn tala um að það sé verið að selja dóp því þá er viðkomandi laminn. Þaö er fikniefnasölum hagkvæmt að það gangi sögur um hörku í þessum viðskiptum og það eru miklu fleiri sögur í gangi en eru sannar. Það er samt full ástæða til þess að taka hótanir alvarlega þótt lygasög- ur séu í gangi. Það er áreiðanlega rétt að menn eru að berja hver annan til þess að innheimta fikniefna- skuldir milli sölustiga. En það er aðeins hluti af myndinni sem snýst um þögn óttans. Ef maður þegir og lætur barnið sitt fara til helvítis þá er maður ör- uggur." Fólk er laniað af ótta við sögumar - Guömundur segir að óttinn sé miskunnarlaust notaður og sumar sögur sagðar án þess að neinn viti hvort þær séu sannar. Þannig sé staðhæft í undir- heimunum að tiltekið morð í miðbæ Reykjavíkur frá í sumar sé tengt rukkunaraðgerðum sem hafi gengið of langt og hann segir að sú saga sé notuð til að hræða fólk. „Þaö hringir fólk í mig sem segir mér skelfilegar sögur. j LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Helcgarblaö H>"Vr 43 Guðmundur Sesar Magnússon, sjómaður og fyrrver- andi fíkill, hefur einn síns liðs risið upp gegn því sem liann kallar kúgun óttans í fíkniefnaheiminum. Þetta gerir hann til varnar dóttur sinni, 14 ára, sem er nú í felum af ótta við fíkniefnasala. Bæjarrottumar úr umferð - Guðmundur segir að dóttir sín sé í eiturlyfjalausu umhverfi eins og sakir standa en tíminn verði að leiða í ljós hvernig framhaldið verður. En eru hass- reykingar útbreitt vandamál í níunda bekk þar sem dóttir hans ætti að vera? „Þetta er gengi sem heldur sig hérna og setur pressu á hana um að vera með eða vera á móti. Þetta eru krakkar sem eru í neyslu og sumir þeirra eru í skóla og aðrir ekki. Síðan er gengi af krökkum sem eru kallaðir Bæjarrotturnar og heldur sig aðallega í miðbænum en það eru krakkar sem búa hér og þar um bæinn. í þann hóp var stelpan strokin undir það síðasta. Þennan hóp þarf að uppræta því hann stækkar hægt og rólega en vegna þess að þau eru öll undir lög- aldri og ekki hægt að taka þau úr umferð þá virðist ekkert vera hægt að gera.“ 13 ára dópsali með reynslu - Guðmundur segir að 13 ára dópsalinn sem hand- tekinn var norður á Blönduósi í vikunni sé hluti af krakkagenginu í miðbænum og þetta sé langt frá því hans fyrsti söluleiðangur. „Það eru ófá fikniefnamál sem koma upp inni i grunnskólunum þar sem hans nafn er nefnt. Hann er auðvitað með þeim yngstu sem eru virk í sölu en þessir krakkar eru á aldrinum 13-17 ára.“ - Bæjarrotturnar afla fjár með smáþjófnuðum til þess að fjármagna neyslu sína og Guðmundur segir að þau komist aftur út á götu jafnharðan eftir hvert brot. „Við þurfum að breyta lögunum svo það sé hægt að taka þessa krakka úr umferð. Þeim er enginn greiöi gerður með því að láta þá hanga svona áfram. Þetta er hraðbraut til glæpamennsku og ekkert annað.“ Það verða framin morð - Guðmundur segir að unglingar geti keypt sér fíkniefni út í reikning en vill taka fram að hans upp- reisn gegn fikniefnaheiminum tengist ekki því að dóttir hans hafi verið komin í skuldir heldur neiti hann að samþykkja vald fíkniefnasalanna. „Ég ansa þessu ekki. Ég krefst þess að yfirvöld þessa lands búi mér það umhverfi að ég þurfi ekki að óttast um öryggi fjölskyldunnar. Ég vil fá að skipta mér af því hvort barnið mitt er í dópi. Þetta er komið út í vitleysu og það verður farið að fremja morð hér mjög fljótlega. Ef ekki glæpamenn- irnir þá foreldrarnir. Enginn lætur drepa barnið sitt án þess að gera eitthvað í því. Ef samfélagið getur ekki verndað mig þá fer ég sjálfur inn í frumskóg- inn.“ Vitfirrtir handrukkarar - Guðmundur segist hafa hitt menn sem stunda handrukkun. „Þetta eru menn sem eru í neyslu sjálfir, eru steiktir af sterum og eru stórhættulegir og beinlínis vitfirrtir. Það er alveg sama hvað ég er vel að manni, ef óður maður ræðst að mér með hafnaboltakylfu þá á ég engan sjens. f þessu hugarástandi eru menn ekki eins og fólk er flest. Þetta eru brjálaðir menn sem eiga að vera lokaðir inni.“ Einstæð móðir er að verða gjaldþrota og mun missa íbúðina vegna fíkniefnaskulda dóttur sinnar. Henni er hótað því að borgi hún ekki verði hún barin til óbóta og dóttirin myrt með of stórum skammti." Henni finnst gott að vera dópuð - Kom dóttir þin til ykkar og sagði frá neyslu sinni til þess að losna úr henni? „Henni finnst mjög gott að vera dópuð. Hún er þannig að leysa úr ákveðnum tilfinningaflækjum sín- um með þeirri lausn meðan kerfið sefur. Hún er meö sögu sem ótalmörg börn hafa um ofvirkni, erfiðleika á einbeitingu i skóla, einelti og neyslu í framhaldi af því. Það hefur hringt í mig stór hópur fólks sem er alltaf að segja mér nákvæmlega þessa sömu sögu. Það hefur engan sérstakan tilgang að greina hana ofvirka þegar hún er sjö ára ef kerfið getur ekkert gert fyrr en hún finnur sína eigin lausn. Hún var búin að vera í erfiðleikum nánast allan sinn skólaferil og fokkast bara hægt og rólega upp,“ segir Guðmundur. Stólinn fyrir dyrnar - Guðmundur Sesar segist hafa sett dóttur sinni stólinn fyrir dyrnar með skýrum hætti. „Ég sagði henni: Þú verður ekki i neyslu meðan ég ræð yfir þér og ég skal gera umhverfið með þeim hætti að það þori enginn aö koma nálægt þér. Ég stóð við það og þá varð enn meira vesen. Ég tók mark á þessum vitfirringum sem voru að hóta mér og okkur og ákvað að koma henni í felur og taka afleiðingunum. Ég veit að hún er logandi hrædd en hún treystir þvi sjálfsagt eins og ég að yfirvöld geti komið í veg fyrir að við verðum drepin.“ Stærðin er ofmetin - Guðmundur segir að stærð eiturlyfjaheimsins sé að sínu mati stórlega orðum aukin og þess vegna sé nú tækifæri til að gripa i taumana. „Þetta er pínulítið samfélag og þess vegna ætti að vera auðvelt að uppræta það. Þetta er smáklíka ein- hverra fávita sem halda að þeir séu einhver mafia. Það eru margir í þessum heimi sem virðast trúa því að þeir komist upp með hvað sem er. Ég veit um mann sem lenti í því að það bönkuðu fjórir 15 ára guttar upp á hjá honum og sögðust vera að innheimta skuld sonar hans upp á 20 þúsund sem hann yrði að borga. Annars yrðu þeir að berja hann. Svo hjóluðu þeir í hann þarna í stigaganginum. Hann henti þeim öfugum niður stigann og út og hringdi alveg gáttaður I mig.“ Mun verða gjaldþrota - Guðmundur hefur ekki stundað vinnu vegna þessa máls í á þriðja mánuð. Hann er ómyrkur í máli um áhrif þessa máls á fjölskyldu hans. „Ég veit að þetta á eftir að gera fjölskylduna gjald- þrota. Röð atvika i lífinu hefur leitt okkur í mjög erf- iða stöðu fjárhagslega. Það eru atvik sem tengjast ekki þessu máli en þegar þessi staöa kom upp þá gerði ég það upp við mig að ef ég yrði gjaldþrota þá yrði bara að hafa það. Ég læt þetta ekki henda barn- ið mitt án þess að gera eitthvað." - Guðmundur og kona hans eiga aðra eldri dóttur sem hefur gengið vel í námi og starfi og auk þess á Guðmundur tvö eldri börn. Það hefur engum verið hótað úr fjölskyldunni. „Ég þarf að lifa sáttur við sjálfan mig og ég verð það aldrei ef ég þarf að fórna barninu minu fyrir ótta við einhver ómenni. Ef þetta þarf að kosta mig lífið þá það.“ Faðirinn eins og dóttirin - Guömundur segist hafa verið líkur dóttur sinni þegar hann var unglingur og var stöðugt til vandræða þótt þá væri ekki búið að finna upp stimpilinn ofvirk- ur. Hann hætti í skóla 16 ára. „Ég var óöruggur með sjálfan mig, kom úr beyglaðri fjölskyldu og komst svo á sjóinn þegar ég var 16 ára og tók allan neyslupakkann af fullri hörku og komst svo loksins niður á jörðina lifandi aftur.“ Guðmundur segist hafa drukkið mikið í fyrstu en upp úr tvítugu fór hann að neyta harðari efna. Hann stundaði alltaf sjómennsku sem aðalstarf og þess vegna varð neysla hans ekki eins samfelld og hún hefði ella orðið en hann segist hafa prófað allt sem hann komst í. „Ég át töflur, spítt og sýru og allt sem að kjafti kom. Mér fannst ég ekki ráða við heróín sem var ógurleg vfma og ákvað að gera það aldrei aftur en halda mig við léttari efni eins og amfetamín og hass með áfeng- inu.“ Á leiðarenda um þrítugt - Guðmundur var um þrítugt kominn á leiðarenda í neyslu sinni og fannst ekkert blasa við nema sjálfs- morð eða meðferð. Hann valdi síðari kostinn en segir að það hafi verið þrautaganga að losna úr klóm eitur- lyfjanna. Guðmundur vill lítið fara i saumana á fortíð sinni í þessum efnum en segist hafa kynnst öllum hliðum þessa heims. „Ég kynntist innviðum þessa fikniefnaheims í meiri skilningi en aðeins sem neytandi. Ofbeldi var vel þekkt í þessum heimi meðan ég var þar en mér finnst markaðshyggjan vera orðin meira ráðandi í dag. Menn líta á þetta sem viðskipti og það hafa alltaf verið til menn sem starfa í þessu og eru ekki sjálfir í neyslu. Það var harður slagur fyrir mig að ná tökum á þessu rugli því það var flókið mál fyrir mig að verða laus en hér er ég í dag og hef verið edrú árum saman og ég vil alls ekki að dóttir mín lendi þessa sömu leið. Ég er að fást við þýðingarmesta verkefni sem ég hef tekist á við í lífinu sem er að vera faðir. Það er ekki borgað í peningum." - Guðmundur segir að hann gæti ekki staðið í þess- ari baráttu nema vera í góðu jafnvægi í sinni edrú- mennsku og sækja fundi reglulega. Síðan hann steig fram hefur hann ekki fengið frekari hótanir frá fikni- efnaheiminum og segist ekki reikna með því. „Ég er í stríði gegn fíkniefnaframboðinu frekar en einhverjum einstaklingi. Mér er alveg sama þótt tollgæslan nái einhverjum 10-15% af eiturlyfjum á leið inn i landið. Það verður að gera eitthvað í afleiðingum þess sem sleppur inn. Annars er verið að ala upp heila kynslóð sem verður í vandræðum." Alinn upp í Kolluálnum - Guðmundur segist hafa fengið gríðarlega mikil viðbrögð frá foreldrum sem eru í svipaðri stöðu og hann. Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að stíga fram og gerast einhver málsvari foreldra sem sitja uppi með eiturlyfjavanda. „Sumir spyrja hvernig ég þori að opinbera þetta fokköpp á heimilinu en aðrir þora ekkert að segja af ótta og það er einmitt sá ótti sem ég vil berjast gegn. Ég er ekkert feiminn og er í góðum bata og vil vera sáttur við sjálfan mig. Ég sé samt svolítið eftir því að hafa gert þetta. Konan mín á þakkir skildar og fólkið sem er að passa fyrir mig stelpuna á þakkir skildar. Ég sá ekkert af þessu fyrir þegar ég byrjaði að tala. Ég er alinn upp í Kolluálnum og á Jökulgrunninu allt mitt líf og það á ekkert viö mig að vera að vasast í einhverri stjórnun og í forsvari fyrir eitthvað. En ef einhver fjöldahreyfing vill taka að sér þennan mál- staö þá er það gott og ég mun mæta þar. Það þarf að taka þetta pakk úr umferð.“ Verð sjálfsagt laininn - Hvað heldur þú að gerist í framhaldinu? „Ég, mín fjölskylda og mitt barn er aðeins eitt ein- angrað tilfelli af mjög mörgum. Ég ætla að reyna að styðja barnið mitt í gegnum þetta eins og ég get. Kerf- ið verður að hjálpa okkur og það stendur frammi fyr- ir tveimur valkostum að minu áliti. Annaðhvort er að stöðva framboð á flkniefnum eða auka úrræðin til þess að fást við afleiðingamar af þessu. Menn hafa bara ekki staðið sig og það hefur orðið til stór haug- ur af vandamálum sem þarf að leysa. Ég veit ekkert hvað verður um mig. Ég er ekki frelsari eins né neins. Ég varð mjög reiöur og er það ennþá og verð það áfram þótt mitt barn bjargist. Það endar sjálfsagt meö þvi að ég verð laminn í klessu.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.