Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 Helqarblcið TXST I <3 www.palmi.is Ætlaðiröu aldrei í pólitlk? „Nei, það er svo sem i ættinni og hefur hvarflað að mér. Ég hef samt aldrei haft alvöru áhuga á því að hella mér út i pólitík." Þú ert kominn með eigin miðil, www.palmi.is. „Já, ég hef reyndar ekki skrifað mikið upp á síðkast- ið. Mér varð mjög brugðið þegar aðsóknin að síðunni varð svipuð og að mbl.is. Fimmtíu þúsund manns komu á einni viku inn á síðuna. Ég forðaði mér frá tölvunni þá,“ segir Pálmi og brosir. „Ég er afskaplega ánægður með hvemig þessi pistill um starf Stefáns Karls í bar- áttimni við einelti vakti athygli á málefninu. Það varð einhverra hluta vegna heilmikil vakning í kjölfarið og það þykir mér vænt um.“ Kómíkin er erfiðust Hefurðu verið hér í Þjóðleikhúsinu frá því þú útskrif- aðist úr leiklistarskóla? „Eiginlega en ég steig þó fyrst á svið í Iðnó. Fljótlega fór ég hingað og hef verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið síðan.“ Hvaða hlutverk er eftirminnilegast á þeim tuttugu árum sem þú hefur leikið? „Það er erfitt að segja. Mörg hlutverk eru eftirminni- leg. Lengi vel þótti mér afskaplega vænt um Hjálmar Ekdal í Villiöndinni eftir Ibsen. Mér þykir vænt um Hjálmar, Kasper og fleiri þótt ég hugsi ekki um þá eins og börnin mín. Auðvitað er starfið misjafnlega skemmtilegt og leiðinlegt. Það er oft dálítið gaman,“ segir hann hugsi og bætir svo við: „hvað er ég að segja: mér þykir mjög vænt um Georg í Hver er hræddur við Virginíu Woolf?" Það hlýtur að vera erfitt að þykja beint vœnt um Ge- org, hann er ekki mjög viðkunnanlegur. „Hann var óhamingjusamur maður enda ærin ástæða því þau hjónin gátu ekki eignast börn.“ Þú nefnir tvö alvarleg hlutverk. „Já, ég hef verið mjög heppinn í gegnum árin að leika jöfnum höndum alvarleg hlutverk og gamanhlutverk. í sjónvarpinu er gamanleikarinn hins vegar alls ráðandi. Það erfiðasta sem hægt er að leika er kómík og það er svo skrýtið að góðir gamanleikarar eru nánast undan- tekingarlaust góðir dramatískir leikarar en það er ekki endilega eins á hinn veginn.“ 45 ára gamall leikari, ertu ekki kominn á vandræða- tímabil? „Ég segi stundum að það sé enginn vandi að vera stjama í einn dag þegar maður er ungur, viku, mánuð, jafnvel ár. Vandinn á íslandi er að lialda það út. Það sem hefur gerst þegar menn eru komnir á þennan ald- ur er að margir hafa helst úr lestinni þannig að leikar- ar á mínum aldri eru ekki ýkja margir. Ég held að rull- urnar verði bitastæðari á þessum aldri, sérstaklega fyr- ir karlmenn. Ég hef samt ekki haft tíma til að hafa áhyggjur af þessu.“ Leilíarastarfið stundum skítadjobb Hvemig leið þér þegar þú komst út úr leiklistarskól- anum á sínum tíma? Það er mikið af ungum leikurum og samkeppnin mikil. „Ég var heimóttarlegur sveitamaður á þeim tíma og allan tímann sem ég var í skólanum var ég ákveðinn í því að fara ekki út i einhvern hákarlabisness. Ég ætlaði aftur heim í Bolungavík með ágætt nám í farteskinu. Mér hraus hreinlega hugur við að fara út í þessa hring- iðu. En svo lenti ég úti i iðunni og allt gekk vel. Þetta hefur svo undið upp á sig og ég er enn hér.“ Leikarar þurfa að vinna mjög náið en jafnframt er samkeppnin mikil. „Leikarastarfið er stundum mesta skítadjobb sem ég hef verið í og hef ég þó verið í þeim mörgum. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri auðvelt starf. Það er ekki nóg með að Vera í vinnunni og reyna að sinna henni vel heldur eru alltaf einhverjir vitleysingar að skrifa um mann í blöðin. Þetta er náinn og krefjandi heimur og ég verð reglu- lega mjög þreyttur á honum. Þegar maður sest niður og hugsar er niðurstaðan þó alltaf að maður vill hvergi annars staðar vera. Á hverjum degi efast maður um getu sína og óttast að einn morguninn vakni maður og verði búinn að missa það. Leikarinn kemur alltaf jafnblankur að hverju verk- efni. Efist maður ekki um eigin getu hlýtur maður að vera fullkominn og það er hættulegt. Það er gott að vera ekki alltaf jafh sannfærður um eigin snilld!" Gagnrýni, já, hvemig er að opna blöðin daginn eftir frumsýningu? „Þegar ég var að byrja rauk ég alltaf í blöðin að skoða gagnrýnina. Þá tók ég það mjög inn á mig en það trufl- ar mig ekki eins núna tuttugu árum síðar. Ég hef feng- ið margar blíðar strokur og eins skítkast. Frómt frá sagt snertir það mig ekki mikið. Auðvitað er það óþægileg tilfmning að verða fyrir skítkasti. Það er svipað því og að sparkað sé í mann úti á götu fýrir það eitt að vera til. En ef maður ætlar að vera í þessu starfi þá má ekki láta þetta á sig fá: nokkrar býflugur stoppa ekki fola á harðaspretti. Auðvitað leyni ég því ekki að mér þykir gagnrýni á íslandi ekki bera gagnrýnendum fagurt vitni. Oft þykir mér gagnrýnendur ekki hafa nokkra tilfinningu fyrir leiklist og vita lítið um hvað leiklist snýst. Það er algjör- lega vonlaust að ætla sér að hafa gagn af gagnrýni sem „Það er dálítið gaman að fólk komi til okkar [SpaugstofumannaJ og segi: þið eruð bara skemmtilegir! Ég veit ekki hvað fólk hefur haldið að hafi komið fyrir okkur, hvort það hefur haldið að við yrðum fullkomlega gerilsneyddir á því að taka fri. Við erum allir eldri, feitari og þroskaðri sem leikarar og vonandi með betri húmor. Ég veit ekki af hverju það kemur sumum á óvart en við virk- um enn,“ segir Pálmi Gestsson á milli dósa í leikmynd Gretars Reynissonar á Stóra sviði Þjóðleikhússins. væri þó helvíti gott. Gagnrýnin er ekki fyrir áhorfend- ur, ekki leikhúsfólk og hvem þá? Kannski gagnrýnend- ur sjálfa. Stundum er þetta mjög pirrandi. Það virðist ekki méga gagnrýna gagnrýni því þá er sagt að maður sé sár sem er bara bull. Ég hef fengið frábæra gagnrýni fyrir tiltölulega ómerkilega hluti sem hver einasti ama- tör hefði getað gert. Þegar mér hefur fundist ég vinna persónulegan sigur og náð árangri í minni list hef ég hins vegar verið hakkaður í spað. Það er auðvitað ekki hægt að taka mark á þessu sem listamaður. Þetta hefur ekkert með list að gera. Ekki neitt. En þeir geta jamlað eins og þeir vilja. Leiklist er sjálfstætt listform en ekki bókmenntir. Sumir leikritahöfundar vilja ekki láta hagga hjá sér orði. Þannig höfundar eiga bara að gefa út bækur sem hægt er að lesa uppi í rúmi. Það verður að mega diskút- era leikrit þótt leikaramir vaði ekki yfir það á skítug- um skónum. Leikhúsið lýtur sínum eigin lögmálum og höfundar verða að vera nógu sveigjanlégar til að átta sig á þvi að leikhús er samvinna þar sem mörg listform koma saman.“ Bakteríaii er seig Ertu ekki hestamaður? „Jú, ég hef alltaf verið hestamaður og á hest einhvers staðar. Mamma sagði mér einhvem tíma að þegar ég var þriggja ára hefði ég sagt henni að ég hefði verið hestur inni í Djúpi. EQaust hefur það verið í fyrra lífi. Þennan áhuga er ekki hægt að drepa. Ég bíð alltaf eftir því að verða miðaldra og ríkur svo ég geti komið mér upp stóði. Hestamennskan er eins og leiklistin baktería sem erfitt er að lækna. Leiklistin er samt eins og hver önnur vinna, hvorki æöri né óæðri. Ég gæti vel hugsað mér að fást við aðra hluti en leiklist. Þótt bakterían sé seig er það ekki upphaf alls og endir að vera leikari." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.