Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 56
eo Helgarbladf H>V LAUGARDAGUR S>. NÓVEMÐER 2002 Islendingaþættir Umsjón Kjartan Gunnar Kjartonsson Helgi Hafliðason fyrrv. málarameistari og fiskkaupmaður í Reykjavík, verður 80 ára á morgun Helgi Hafliðason, fyrrv. málarameistari og fiskkaup- maður, Hátúni 23, Reykjavík, verður áttræður á morgun. StarfsferiU Helgi fæddist að Bergþórugötu 43 í Reykjavík. Hann ólst upp á Bergþórugötunni til fimm ára aldurs, síðan við vatnsþróna, þar sem Hverfisgata og Laugavegur koma saman, þ.e. að Hverfisgötu 123 í Reykjavík. Helgi gekk í Austurþæjarbarnaskólann, síðan í Iðn- skólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1943. Hann fékk meistararéttindi i málaraiðn 1950. Helgi tók við rekstri Fiskverslunar Hafliða Baldvins- sonar í nóvemþer 1953 og starfrækti hana þar til hann hætti alveg störfum 1994 og synir og tengdabörn tóku við rekstrinum en stjúpsonur og synir Helga höfðu rekið fyr- irtækið með honum frá því í byrjun níunda áratugarins. Fjölskylda Eiginkona Helga var Guðmundína Jóhanna Júlíusdótt- ir, f. 4.2. 1934, d. 28.2. 1994. Þau gengu í hjónaband 26.12. 1953. Jóhanna var húsmóðir og vann einnig ýmis störf, síðast hjá Sjálfsbjörgu. Foreldrar Jóhönnu voru Júlíus Karel Jakobsson, f. að Kvíabryggju, d. 1968, kenndur við Sæból í Grundarfirði, og k.h., Dagbjört Jónsdóttir, f. í Hergilsey, d. 1959. Helgi og Jóhanna eignuðust íjögur börn saman en Jó- hanna átti son áður er Helgi ól upp: Stjúpsonur Helga, sonur Jóhönnu, er Ragnar Hauks- son, f. 26.5. 1951, verslunarmaður í Fiskverslun Hafliða, kona hans er Jósefína Tangolamos og á Ragnar tvö börn. Börn Helga og Jóhönnu eru Haíliði, f. 11.2.1953, starfs- maöur íslandspósts, kona hans er Barbara Helgason og á Hafliði tvö böm; Júlíus Baldvin, f. 10.4. 1955, verslunar- maður í Fiskverslun Hafliða, kona hans er Hildur Sverr- isdóttir og á Júlíus tvö börn; Dagbjört Helgadóttir, f. 17.11.1958, húsmóðir, maður hennar er Þorkell Hjaltason og á Dagbjört þrjú börn; Helgi, f. 22.9.1961, verslunarmað- ur í Fiskverslun Hafliða, kona hans er Anna Kristín Hannesdóttir og á Helgi tvö börn. Systkini Helga eru Hákon, f. 13.3. 1918, d. 1976, bíl- stjóri; Halldóra, f. 20.11.1920, d. 1992, húsmóðir; Ástríður, f. 5.8. 1926, húsmóðir. Hálfsystir Helga, samfeðra, er Baldvina M. Hafliðadótt- ir, f. 25.11. 1909, nú látin, móðir hennar var Ágústína M. Aradóttir. Foreldrar Helga voru hjónin Hafliði Baldvinsson, f. að Laugabóli við ísafjarðardjúp 5.5. 1888, d. 14.4. 1949, fisk- kaupmaður í Reykjavík, og Jónea Hólmfríður Fríðsteins- dóttir, f. í Valgerðarbæ við Grundarstíg 24.8.1889, d. 18.5. 1967, húsmóðir. Ætt Hafliði var bróðir Jóns Baldvinssonar, forseta ASÍ og formanns Alþýðuflokksins. Systir Hafliða var Sigrún, móðir Baldvins Einarssonar, forstjóra Almennra trygg- inga, og amma Níelsar P. Sigurðssonar sendiherra. Hafliði var sonur Baldvins, b. á Þórðareyri í Skötufirði, bróður Sigríðar, ömmu Auðar Auðuns ráðherra. Baldvin var sonur Jóns, b. á Eyri og skutlara í Vatnsfirði, Auð- unssonar, pr. á Stóruvöllum, Jónssonar. Móðir Jóns á Hjálmar Öm Jónsson verkstjóri í Garðabæ, verður 70 ára á morgun Hjálmar Örn Jónsson verkstjóri, Hvanna- lundi 17, Garðabæ, verður sjötugur á morgim. Starfsferill Hjálmar Örn fæddist á Dalvík og ólst þar upp. Hann nam skrifvélavirkjun hjá Otto A. Michelsen 1950-57 til meistaraprófs og lærði á IBM bókhaldsvélar í Stokkhólmi. Hjálmar Örn stofnaði fyrirtækið Skrifvél- ina 1957 og rak hana í 25 ár. Hann stofnaði fyrirtækið X-prent 1985. Frá 1990 hefur Hjálmar Öm verið verkstjóri og verkþjálfi í starfsþjálfunarstaðnum Örva í Kópavogi. Fjölskylda Hjálmar Örn kvæntist 26.12.1958, Ástu Dungal, f. 26.6.1939, fulltrúa. Foreldrar hennar: Jón P. Dungal og El- ísabet Dungal. Börn Hjálmars Arnar og Ástu eru Gunnar, f. 3.6. 1958, fjármálastjóri; áður kvæntur Eyrúnu Hörpu Eiríksdóttur tækniteiknara og eru börn þeirra Atli, f. 19.3.1985, Birgir, f. 26.7.1991 og Eyrún, f. 30.7.1994; Elísabet, f. 30.1.1961, tal- meinafræðingur, gift G. Pétri Matthíassyni, fréttamanni og þeirra börn eru Ásta Heiörún, f. 27.9. 1984, Matthías, f. 14.6.1991 og Hjalti Elías, f. 12.2.1995; Anna Berglind, f. 6.8. 1964, hárskeri, gift Victori Strange sjómanni og eru börn þeirra Anna Sigríður, f. 11.9.1985, Erna, f. 8.4. 1992 og Örn Óli, f. 19.10. 1995; Jón Örn, f. 1.6. 1974, tónlistarmaður, í sambúð með Margréti Skúladóttur fórðunarfræðingi og eiga þau Sindra Örn, f. 8.3. 2001. Alsystkini Hjálmars Arnar eru Sigríður, f. 1930, búsett i Borgarnesi; Hermann, f. 1935, úrsmiður í Reykjavík. Hálfsystkini Hjálmars Arnar, sammæðra: Elisabet Thoroddsen, f. 1938, búsett í Reykja- vík; Sæmundur Guðmundsson, f. 1940, búsett- ur í Reykjavík; Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 1947, búsett í Þorlákshöfn. Hálfsystkini Hjálmars Amar, samfeðra: Brynjar, f. 1935, búsettur á Akureyri; Birnir, f. 1940, búsettur á Dal- vík; Bragi, f. 1941, búsettur á Dalvík; Gunnar, f. 1946, bú- settur í Reykjavík; Ágústína, f. 1949, búsett á Dalvík; Auð- ur, f. 1950, búsett á Dalvík; Sigurgeir, f. 1955, búsettur á Dalvík. Foreldrar Hjálmars Arnar: Jón Björnsson, f. 16.10.1907, d. 1991, smiður á Dalvík, og Ágústa Guðmundsdóttir, f. 4.8.1909, d. 1985, lengst af á Hólmavík. Hjálmar Örn verður að heiman á afmælisdaginn. Umboösaöilar: BFGoodrích uekk veldu aðems það besta Vagnhöfða 23 • Sími 590 2000 www.benni.is Hjólbarðaverkstæoi Bflabúðar Benna • Reykjavík Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Husavik Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi BFGaodrích Eyri var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Indriðastöðum, Árnasonar, lrm. á Grund, Sigurðssonar, lrm. á Grund, Árnasonar, lögm. á Leirá, Oddssonar. Móðir Sigriðar var Halldóra, systir Kristínar, langömmu Þorsteins Pálssonar sendiherra. Halldóra var dóttir Sigurðar, b. í Hörgshlíð í Mjóaflrði vestra, bróður Jóhannesar, langafa Sólveigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdimarssonar, foreldra Jóns Baldvins. Meðal systkina Sólveigar voru Guðrún, móðir Jóns Helgasonar, fyrrv. formanns Einingar á Akureyri, og Friðfinnur, forstjóri Háskólabíós, faðir Bjöms, fyrrv. ráðuneytisstjóra, og Stefáns, forstjóra íslenskra aðalverk- taka. Sigurður var sonur Guðmundar sterka, b. á Kleif- um, Sigurðssonar. Móðir Halldóru var Kristín, systir Salóme, langömmu Sverris Hermannssonar alþm. Kristín var dóttir Halldórs, b. í Hörgshlíð, Halldórssonar. Móðir Halldórs var Kristín Guðmundsdóttir, h. í Arnardal, Bárðarsonar, ættföður Arnardalsættar, Illugasonar. Móð- ir Kristínar Halldórsdóttur var Kristín Hafliðadóttir, b. í Ármúla, Hafliðasonar. Helgi býður vinum og vandamönnum til kaffisamsætis í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð, sunnudaginn 10.11. kl. 15.00-17.00 en afþakkar vinsamlegast allar gjafir og blóm. Laugard. 9. nóvember 90 ÁRA___________________ Pétur Gunnlaugsson, Hamarstíg 32, Akureyri. 75ÁRA Egill Bjarnason, Bárustíg 1, Sauðárkróki. 70ÁRA ___________________ I 1 Rnnbogi Kr. J Reykjavík. Hann verður meö fjöl- skyldunni I sumarhúsi I Borgar- firöi um helgina. Gísli Jóhannesson, Njálsgötu 90, Reykjavík. Höröur Guömundsson, Staðarbakka 10, Reykjavík. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Aöalstræti 26a, isafirði. Jóhanna G. Frímannsdóttir, Kjarrhólma 28, Kópavogi. 60 ÁRA Guðlaug Konráösdóttir, Gnípuheiði 15, Kópavogi. Jón Ragnar Óskarsson, Túngötu 4, Eskifirði. Reynir Ríkarösson, Hjallavegi 8, Reykjavík. 50 ÁRA Birgir Jónsson, Skólavegi 31, Vestmeyjum. Hjálmar Steinn Pálsson, Vesturbergi 82, Reykjavík. Hrafnhildur B. Halldórsdóttir, Bæjargili 114, Garðabæ. Magnús Eövarö Theódórsson, Vesturgötu 71, Akranesi. Þórir Úlfarsson, Vallarbyggö 10, Hafnarfiröi. 40ÁRA____________________ Agnes Ármannsdóttir, Heiðarbrún 13, Keflavík. Blædís Dögg Guöjónsdóttir, Hörgsási 6, Egilsstööum. Brynja Bergsdóttir, Búagrund 2, Reykjavík. Erna Kristinsdóttir, Réttarholtsvegi 73, Reykjavík. Grzegorz T. Maniakowski, Hjarðarslóö ld, Dalvík. Guömundína A. Kolbeinsdóttir, Lækjasmára 13, Kópavogi. Guörún Þorsteinsdóttir, Kaplaskj vegi 33a, Reykja- vík. Jóhanna Njálsdóttir, Garði 2, Reykjahlíð. Jón Magnús Halldórsson, Vesturbergi 70, Reykjavík. Sunnud. 10. nóvember 95 ÁRA Júlíana Guölaugsdóttir, Laugateigi 60, Reykjavík. Kristín Helgadóttir, Borgarbraut 65, Borgarnesi. 90 ÁRA Aöalheiður Tómasdóttir, Hábraut 4, Kópavogi. 85ÁRA Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Hvanneyrarbr. 28b, Siglufirði. Sigurður Jónsson, Miklubraut 66, Reykjavík. 80ÁRA Unnsteinn Stefánsson, Fannborg 5, Kópavogi. 75 ÁRA Anna Sveinsdóttir, Sundabúð 3, Vopnafirði. Jón Guömundsson, Sléttuvegi 5, Selfossi. Pálmi Pálmason, Þórunnarstræti 112, Akureyri. Þorbjörg Sveinsdóttir, Stórageröi 36, Reykjavík. 70 ÁRA Aöalheiöur Jónsdóttir, Heiðarbraut 11, Garöi. Einar Frímannsson, Hrauntungu 61, Kópavogi. Gréta Bentsdóttir, Silfurgötu 38, Stykkishólmi. Kjartan R. Stefánsson, Fannarfelli 4, Reykjavík. María Steinunn Gísladóttir, Akurholti 6, Mosfellsbæ. Svava Kristín Björnsdóttir, Sóltúni 28, Reykjavík. 60 ÁRA____________________ Elsa Gjöveraa, Múlavegi 23, Seyöisfiröi. Hilmar Guömundsson, Espigeröi 4, Reykjavík. Jens Eiríkur Helgason, Hátúni, Kirkjubæjarklaustri. Magnús Höröur Jónsson, Lindargötu 62, Reykjavík. Olaf Lillaa, Stekkjarholti 16, Akranesi. 50 ÁRA Andri Jónasson, Ósabakka 15, Reykjavík. Björg Bjarnadóttir, Fjólugötu 8, Akureyri. Heiöa Helgadóttir, Kársnesbraut 39, Kópavogi. Jónína Vilborg Ólafsdóttir, Engihjalla 25, Kópavogi. Kolbrún Katrín Karlsdóttir, Huldulandi 32, Reykjavík. Kristín S. Magnúsdóttir, Túngötu 42b, Tálknafirði. Steinunn Björg Björnsdóttir, Vesturvegi 7, Þórshöfn. 40 ÁRA____________________ Anna Guðlaug Jóhannsdóttir, Hamarstig 4, Akureyri. Arnfinnur Auöunn Jónsson, Öldugötu 44, Hafnarfirði. Birgir Valdimar Hauksson, Hellu, Reykjahlíð. Halldóra Björk Ragnarsdóttir, Sæviðarsundi 86, Reykjavík. Oddur Malmberg, Neshaga 14, Reykjavík. Ýr Harris Einarsdóttir, Mýrum 19, Patreksfiröi..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.