Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Blaðsíða 53
LAUCARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 HelQarbloö X>'Vr 57 Bíllinn vinsæll sem kvikmyndastjarna . Bíllinn hefur oft verið í hlutverki kvikmyndastjömu á árum áður en sjaldan meira heldur en nú og þá ekki síst nýir bílar. Gert var mikið úr því hlutverki á nýyfirstaðinni bílasýningu í Birmingham. Skemmst er að minnast nokkurra slíkra hér síðastliðinn vetur þegar James Bond-kvikmyndin var tekin að hluta hérlendis. Þá komu hingað mikið breyttir sportbilar af Aston Martin og Jagúar XKR gerðum fyr- ir upptökur á æsilegasta bílaatriði myndarinnar. Segja má að Ford hafi haft mikil ítök i gerð myndarinnar því að allir búarnir sem notaðir voru eru af gerðum sem eru í eigu Ford. James Bond keyrir Aston Martin Vanquish, skúrkamir keyra Jagúar XKR sem reyndar var breytt á þann hátt að þeir nota fjórhjóla- drif úr Explorer. Meira að segja Bond-gellan sjálf, Halle Berry, ekur um á Ford Thunderbird. Bíllinn vinsælt þema Stutt er siðan framtíðartryllirinn Minority Report var sýndur en í honum ók Tom Cruise á rafdrifnum Lexus. Sá bíll er hugmyndabíll og að nokkru leyti smíðaður með myndina í huga. Engar áætlanir eru samt uppi hjá Lexus um að setja þennan bíl í framleiðslu. BMW var billinn sem Bond notaði á árum áður en þeir sjást sjaldan í kvik- myndum núorðið. Þess í stað hefur BMW farið þá leið að biðja þekkta leikstjóra að búa til 10 minútna langar stuttmyndir um bUa frá þeim. Þetta eru þekkt nöfn eins og Ang Lee, John Woo og Tony Scott. Margir kannast við myndia sem Guy Ritchie gerði fyrir skömmu en í henni lék meðal annars kona hans Madonna. 14 milljónir sáu fyrstu myndina sem dreift var um Netið. Um þessar mundir er verið að frum- sýna næstu tvær, Ticker og the DevU. Mercedes-Benz SL 500 átti að leika eitt aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd eftir Michael Mann og átti Benicio Del Toro að leika aðal- hlutverkið. Gert var kynningarein- tak með bílnum sem sýnt var í kvik- myndahúsum en á síðustu stundu var hætt við myndina. Mercedes- Benz er hins vegar í góðu hlutverki í nýjustu Men In Black myndinni. Að bUarnir sjálflr fara að leika aðal- Á sýningunni var einnig Lexus- bíllinn úr Minority Report sýndur sérstaklega. hlutverkið aftur eins og í hinum frægu Herbie-myndum þar sem VW bjaUa fór á kostum verður þó lík- lega að bíða betri tíma. Þó er aldrei að vita. Miðað við gírinn sem þeir eru í mun næsti Bond kannski kynna sig svona, nafnið er Martin, Aston Martin. -NG Fiesta á sterum Á bílasýningunni í Birming- ham bar það til tíðinda að Ford frumsýndi nýja tilraunaútgáfu af rallbíl sem er byggður á nýjum Ford Fiesta. Þessi smábíll á ster- um mun líklega taka þátt í keppnum árið 2004 þótt hann taki líklega ekki við hlutverki Ford Focus í heimsmeistarakeppninni í ralli. í honum er 1,6 lítra vél með forþjöppu sem skilar rúmum 200 hestöflum. Ford er að koma á markaðinn með ST-útgáfu af Fiesta sem er 150 hestöfl en þyrfti fleiri hestöfl til að keppa við bíla eins og Renault Clio 172 og Peu- geot 206 GTi sem er 180 hestöfl. Samkvæmt innherjaupplýsingum gæti því verið von á 200 hestafla RS-útgáfu fyrir almennan mark- að ef nægur áhugi er fyrir hendi. Flest hefur verið gert í þessum bíl til að hann standi sig vel í keppni og má þar meðal annars nefna endurhannaða fjöðrun úr áli, magnesíumfelgur og jafnvel sjálfvirkt slökkvikerfi. Gírkass- inn er sex gíra og er honum stjómað með blöðkum frá stýri. -NG Ný vél og fjórhjóladríf í Volvo XC70 Brimborg kynnir um þessar mund- ir nýjan Volvo XC70 með nýrri dísil- vél, aflmeiri bensínvél og með full- komnara fjórhjóladrifskerii. Dísilvél- in er sú sama og komin er í S80 og er búin einbunutækni af nýjustu gerð. Með þessari tækni fæst aukið afl, minni eldsneytisnotkun, minni meng- un og síðast en ekki síst hljóðlátari vél. Vélin gefur 163 hestöfl og togar 340 Nm við aðeins 1750 snúninga. Vél- in er óvenju létt enda framleidd úr léttmálmsefnum og vegur minna en 185 kg. Minni þyngd vélar hefur ekki eingöngu áhrif á eyðslu bílsins heldur ekki síður á aksturseiginleika þar sem undirstýring á sér síður stað. Volvo XC70 er einnig kynntur núna með enn kraftmeiri bensínvél. Rúm- tak vélarinnar hefur verið aukið í 2500 rúmsentímetra sem skilar auknu togi og hestöflum sem núna eru 210 talsins. Fjórhjóladrifsbúnaður Volvo XC70 hefur einnig breyst. Nýtt raf- eindastýrt fjórhjóladrif frá Haldex skynjar stöðugt breytingu á hraða bílsins, snúningi á stýri og hjólum og sendir skilaboð í sérstakt stýrikerfi sem uppfærir fjöðrun og drif 500 sinn- um á sekúndu. Þannig næst fram há- marksgrip og öryggi við erflð akstur- skilyrði. Fyrstu bílamir eru nú komn- ir i sýningarsal Brimborgar að Bílds- höfða 6 og eru þar til sýnis og reynslu- aksturs. BttiDGEsmne Á sýningarbás Ford á nýafstaðinni bílasýningu í Birmingham var meðal annars sérstakur bás tileinkaður 007. NOTAÐIR BÍLAR BUICK CENTURY V6 3100 cc, 04/97, ek. 61 þ. km, ssk., skipti möguleg á ódýrari. Verð 1.490.000 MAZDA626 2000cc, 02/99, ek. 106 þ. km, topplúga, ssk., spólvöm, hiti í sætum, geislaspilari, cruise control, álfelgur. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 1.250.000 MUSSO E-32 GRAND LUXE Bensín, 3200 cc, 06/00,ek. 35 þ. km, ssk., ABS, spólvöm, álfelgur, dráttarkúla, geislaspilari. Fæst á 100% láni. Verð 2.900.000 NISSAN PRIMERA SLX 2000 cc, ek. 106 þ. km, 10/98, beinskiptur, ABS, fjarst. samlæsingar, geislaspilari. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 890.000 MUSSO 2900 CC TDI Dísil, 03/98, ek. 94 þ. km, 33" breyting, sjálfskiptur, dráttarkúla, þakbogar, geislaspilari. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 1.990.000 DAEWOO NUBIRA LLST. 1600 cc, 12/99, ek. 44 þ. km, beinskiptur, ABS, álfelgur, geislaspilari. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 1.050,000 SKEIFAN • BILDSHÖFÐA 10 • S: 587 1000 / 590 2030 OPIÐ VIRKA DAGA 10.00 TIL 18.30 • LAUGARDAGA FRÁ 12.00 TIL 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.